hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
aurapain
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 06. Sep 2022 12:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf aurapain » Fim 22. Sep 2022 19:01

Góðan daginn. Fyrirgefið fyrir vondu íslensku mína. ég hef búið á Íslandi í næstum 6 ár, síðan ég var 15. og ég hef útskrifast úr grunnskóla og menntaskóla á Íslandi (fá).ég hafði unnið á veitingastað í næstum 6 ár. ég hef lært að elda. málið er að ég vil opna veitingastað fyrir mitt eigið. en ég hef ekki hugmynd um hvar ég á að byrja!!gæti einhver hjálpað mér? ég vil leigja stað. ég vil ekki byrja núna vegna þess að ég er að safna peningum. ég var nýhætt í háskóla (ég var að læra vélaverkfræði).ég hef ákveðið nafn, lógó og matseðil fyrir veitingastaðinn minn. en ég get ekki leitað að heildsölu (mata, holta, garri) þar sem ég er ekki með fyrirtæki kennitala.svo ég vil bara skrá fyrirtækið mitt og hafa kennitala og bíða eftir tækifæri til að finna leigustað. gæti einhver sagt mér hvort það sé skynsamlegt?getur einhver líka útskýrt það fyrir mér hvernig á að skrá fyrirtæki? ég fór inná vefsíðu skattsins og var fastur því ég skildi ekki hvað er sotfnframlag og hlutfé?( munurinn á þeim?)og hvers konar leyfi þarf ég og hvar á ég að sækja um það. líka hvar á ég að borga hlutfé?.ég væri mjög þakklát ef einhver myndi hjálpa mér með þessar spurningar?og ef einhver útskýrir mig á ensku væri það líka sniðugt.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2482
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf svanur08 » Fim 22. Sep 2022 19:34

Mjög góð íslenskan hjá þér, gangi þér vel, vona einhver getið hjálpað þér.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


Höfundur
aurapain
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 06. Sep 2022 12:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf aurapain » Fim 22. Sep 2022 19:41

svanur08 skrifaði:Mjög góð íslenskan hjá þér, gangi þér vel, vona einhver getið hjálpað þér.

Takk fyrir



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5447
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1003
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf appel » Fim 22. Sep 2022 20:41

Auðveldast að fá lögfræðing í þetta fyrir þig. Margir sem sérhæfa sig í svona myndi ég halda.
Síðast breytt af appel á Fim 22. Sep 2022 20:42, breytt samtals 1 sinni.


*-*

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7003
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 983
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf rapport » Fim 22. Sep 2022 20:47

Að fara á svona námskeið mundi borga sig - https://www.akademias.is/namskeid/stofn ... reksturs-1

Þarft ekki lögfræðing... að stofna fyrirtæki er eyðublað hjá skattinum - https://www.skatturinn.is/fyrirtaekjask ... lutafelog/

Að fá reyndan bókara er líklega meiri hjálp (og ódýrari) en lögfræðingur.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf elv » Fim 22. Sep 2022 21:15

Að stofna fyrirtæki og veitingastað er tvennt ólíkt.
Endalaust af leyfum sem þarf fyrir veitingastað. Og heilbrigðiseftirlitið er ekkert of duglegt að hjálpa fólki.
Væri mjög sniðugt að finna lögfræðing( eða annan sérfræðing) sem sérhæfir sig i svona málum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5447
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1003
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf appel » Fim 22. Sep 2022 21:27



*-*


Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 471
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 148
Staðsetning: 105
Staða: Tengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 22. Sep 2022 21:31

elv skrifaði:Að stofna fyrirtæki og veitingastað er tvennt ólíkt.
Endalaust af leyfum sem þarf fyrir veitingastað. Og heilbrigðiseftirlitið er ekkert of duglegt að hjálpa fólki.
Væri mjög sniðugt að finna lögfræðing( eða annan sérfræðing) sem sérhæfir sig i svona málum.


Einmitt. Ef ég man rétt, 10 - 20 leyfi sem sum kosta fúlgur fjár og alls kyns eftirlit. Að stofna fyrirtækið er núll og nix, að opna veitingastað er allt annað mál. Þó þröskuldurinn sé leiðinlega hár er ljóst að ef vel gengur er það þess virði.

Ég myndi reyna að komast í samband við einhvern sem hefur gert þetta í ekki of fjarlægri fortíð. Ég veðja á að að það geti sparað eitthvað vesen þó ég veðji líka á að enginn komist alveg óskaddaður í gegnum þetta ferli :)




Höfundur
aurapain
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 06. Sep 2022 12:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf aurapain » Fim 22. Sep 2022 21:38

Sinnumtveir skrifaði:
elv skrifaði:Að stofna fyrirtæki og veitingastað er tvennt ólíkt.
Endalaust af leyfum sem þarf fyrir veitingastað. Og heilbrigðiseftirlitið er ekkert of duglegt að hjálpa fólki.
Væri mjög sniðugt að finna lögfræðing( eða annan sérfræðing) sem sérhæfir sig i svona málum.


Einmitt. Ef ég man rétt, 10 - 20 leyfi sem sum kosta fúlgur fjár og alls kyns eftirlit. Að stofna fyrirtækið er núll og nix, að opna veitingastað er allt annað mál. Þó þröskuldurinn sé leiðinlega hár er ljóst að ef vel gengur er það þess virði.

Ég myndi reyna að komast í samband við einhvern sem hefur gert þetta í ekki of fjarlægri fortíð. Ég veðja á að að það geti sparað eitthvað vesen þó ég veðji líka á að enginn komist alveg óskaddaður í gegnum þetta ferli :)

Verður skynsamlegt að skrá fyrirtæki fyrst? ég vil bara skrá nafnið og heimasíðuna fyrst svo opna ég matarbíl eða lítinn take away í sumar.svo til dæmis ef ég vil opna matarbíl, ætti ég þá að skrá fyrirtækið mitt fyrst eða kaupa matarbílinn?




Sinnumtveir
spjallið.is
Póstar: 471
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 148
Staðsetning: 105
Staða: Tengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf Sinnumtveir » Fim 22. Sep 2022 22:32

aurapain skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:
elv skrifaði:Að stofna fyrirtæki og veitingastað er tvennt ólíkt.
Endalaust af leyfum sem þarf fyrir veitingastað. Og heilbrigðiseftirlitið er ekkert of duglegt að hjálpa fólki.
Væri mjög sniðugt að finna lögfræðing( eða annan sérfræðing) sem sérhæfir sig i svona málum.


Einmitt. Ef ég man rétt, 10 - 20 leyfi sem sum kosta fúlgur fjár og alls kyns eftirlit. Að stofna fyrirtækið er núll og nix, að opna veitingastað er allt annað mál. Þó þröskuldurinn sé leiðinlega hár er ljóst að ef vel gengur er það þess virði.

Ég myndi reyna að komast í samband við einhvern sem hefur gert þetta í ekki of fjarlægri fortíð. Ég veðja á að að það geti sparað eitthvað vesen þó ég veðji líka á að enginn komist alveg óskaddaður í gegnum þetta ferli :)

Verður skynsamlegt að skrá fyrirtæki fyrst? ég vil bara skrá nafnið og heimasíðuna fyrst svo opna ég matarbíl eða lítinn take away í sumar.svo til dæmis ef ég vil opna matarbíl, ætti ég þá að skrá fyrirtækið mitt fyrst eða kaupa matarbílinn?


Nú ertu kominn út fyrir það sem ég tel mig vita. Að stofna fyrirtækið er þó pottþétt einfaldasti hlutinn. Að vera með matarvagn er sennilega að nokkru leyti einfaldara en með "fastan" veititngastað sem hefur vínveitingaleyfi. Á að giska verður heilbriðiseftirlit hart, þ.a. ef þú kaupir matarvagn skaltu passa upp á að græjan sé í lagi og hægt sé að halda henni nægilega hreinni til að heilbrigðiseftirlit verði ekki einfaldlega: "Computer says no!".

Semsagt, ég kalla eftir reynslusögum frá spjallfélögum um hvað beri að varast og hvað beri að leggja áherslu á ef maður vill reka matarvagn.

Ég óska þér góðs gengis með staðinn og ef kynning á honum er utan reglna hér á spjallinu máttu senda mér tilkynningu þegar þú ert kominn í gang. Ég gef þér amk einn séns :)




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 971
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 38
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf Hlynzi » Fös 23. Sep 2022 07:20

Já, best að finna einhvern sem hefur verið í veitingargeiranum og reyna að ráðfæra sig við hann, sá geiri er ansi harður.

En það kostar semsagt ca. 140.000 kr. að stofna fyrirtæki en verður svo að leggja inn 350.000 (samtals 500 þús) á fyrirtækjareikning (stofnfé) svo fyrirtækið eigi einhvern pening þegar það er komið á skrá. Svo er alltaf lúmskur kostnaður við bókhald.


Hlynur


Höfundur
aurapain
Nýliði
Póstar: 8
Skráði sig: Þri 06. Sep 2022 12:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: hvernig á að opna/skrá veitingastað?

Pósturaf aurapain » Lau 24. Sep 2022 12:06

Sinnumtveir skrifaði:
elv skrifaði:Að stofna fyrirtæki og veitingastað er tvennt ólíkt.
Endalaust af leyfum sem þarf fyrir veitingastað. Og heilbrigðiseftirlitið er ekkert of duglegt að hjálpa fólki.
Væri mjög sniðugt að finna lögfræðing( eða annan sérfræðing) sem sérhæfir sig i svona málum.


Einmitt. Ef ég man rétt, 10 - 20 leyfi sem sum kosta fúlgur fjár og alls kyns eftirlit. Að stofna fyrirtækið er núll og nix, að opna veitingastað er allt annað mál. Þó þröskuldurinn sé leiðinlega hár er ljóst að ef vel gengur er það þess virði.

Ég myndi reyna að komast í samband við einhvern sem hefur gert þetta í ekki of fjarlægri fortíð. Ég veðja á að að það geti sparað eitthvað vesen þó ég veðji líka á að enginn komist alveg óskaddaður í gegnum þetta ferli :)

Takk fyrir