Trúverðuleiki vaktarinnar

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
OverClocker
spjallið.is
Póstar: 418
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Trúverðuleiki vaktarinnar

Pósturaf OverClocker » Lau 16. Apr 2005 20:21

Nú hef ég endanlega misst alla trú á vaktin.is !!

Í gær var hér þráður þar sem hart var deilt á att.is og var þar um mjög góða umfjöllun að ræða.
Í dag er þessi umfjöllun einfaldlega horfin, greinilega að beiðni tölvulistans/att. Það fer ekki milli mála að att er aðal auglýsandi á vaktinni, og þeir því greinilega hótað að hætta að auglýsa ef þessari "slæmu" umfjöllun yrði ekki eytt.

Þetta er til skammar fyrir vaktina.




Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Reputation: 0
Staðsetning: Nethimnaríki
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Trúverðuleiki vaktarinnar

Pósturaf Vilezhout » Lau 16. Apr 2005 21:09

OverClocker skrifaði:Nú hef ég endanlega misst alla trú á vaktin.is !!

Í gær var hér þráður þar sem hart var deilt á att.is og var þar um mjög góða umfjöllun að ræða.
Í dag er þessi umfjöllun einfaldlega horfin, greinilega að beiðni tölvulistans/att. Það fer ekki milli mála að att er aðal auglýsandi á vaktinni, og þeir því greinilega hótað að hætta að auglýsa ef þessari "slæmu" umfjöllun yrði ekki eytt.

Þetta er til skammar fyrir vaktina.


persónulega trúi ég ekki að þráðstjórarnir láti setja sig svona undir hæl att.is, frekar að þetta væri verið að fara með rangt mál þarna eða eitthvað í þeim dúr

p.s. las þráðin btw ekki


This monkey's gone to heaven

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16318
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Lau 16. Apr 2005 22:50

Það er engin þrýstingur frá einum eða neinum!!!
Við ákváðum á sínum tíma að "Stjórnendur og þráðstjórar" mættu ekki undir neinum kringumstæðum blanda sér í eða starta neikvæðum umræðum um þær verslanir sem á vaktinni eru og þessi þráður samræmdist ekki þeirri stefnu okkar og því var honum einfaldlega eytt.




wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Mán 18. Apr 2005 00:52

Ég vil taka fram að mér var ekki kunnugt um þetta samkomulag þó ég sé algerlega sammála um að stjórnendur eigi að vera til fyrirmyndar í skrifum sínum. Ég kann að hafa verið harðorðri en tilefni var til, en ég áskil mér samt rétt á að gagnrýna aðferðir sem ég tel ósiðlegar og villandi.

Ég vildi gjarnan sjá skýrari reglur um skráningar á vaktina. T.d. finnst mér fyrir neðan allar hellur að skrá verð á vöru sem þarf að sérpanta eða er ekki til á lager að öllu jöfnu. Eins væri gaman að undir verðunum kæmi fram í smáu letri, hver framleiðandi væri ef slíkt væri möguleiki.

Á þráðnum sem var eytt tók ég dæmi á fyrirfram samansettri uppsettningu, þar sem ég setti fram ákveðin gæðastaðal, þar kom fram að hugver, start og tölvuvirkni gátu allar boðið ódýrari heildarpakka en Att, jafnvel þó Att séu alltaf ódýrastir á vaktinni. Verðmunurinn var allt að 8.000 krónur eða ca. 13% verðmunur

Ég tel vert að varpa fram þeirri spurningu hvort við séum að villa um fyrir fólki með þeirri framsettningu, sem tíðkast á vaktinni en það er þó ekki hlaupið að því að bæta úr því.

Ég vill líka nota tækifærið og hvetja menn til að vera ekki með ógrundaðar ásakanir á þráðstjórana hér á vaktinni, þeir eru að reyna að halda uppi aðeins hærri standard hér en tíðkast á öðrum íslenskum tæknispjallsíðum og hefur tekist það nokkuð vel hingað til.

Ég mæli þó ekki með að skrifum sé eytt fyrirvaralaust, það byggir ekki upp traust, það má alltaf ávíta menn þegar þeir fara yfir strikið. Ef þeir sjá ekki að sér þá, má eyða þeim skrifum sem þykja ósvífin og setja inn athugasemd þar sem fram koma ástæður þeirrar aðgerðar. Það verður að sýna tillitsemi á báða bóga og eins að halda í hófi hvers kyns ritskoðun eða skoðanakúgun.

Meira var það ekki að sinni....




Merlin
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Merlin » Fös 22. Apr 2005 12:15

Vissulega hafa stjórnendur rétt til að eyða því sem þeir vilja...

Mér fannst þessi þráður samt ekki vera með ósanngjarna umræðu sem ástæða var til að eyða fyrirvaralaust. Minnstakosti eykur ekki á traust þess sem umræðan var um.

Ég vill samt óska eftir því að stjórnendur Vaktarinnar íhugi að setja upp rating á þær verslanir sem uppfæra verð sín á vefnum þannig að verslun á ekki vöruna til sem hún auglýsir á Vaktin fái hún svokölluð 'black mark'.

Þarf ekki að vera sjálfvirkt en minnstakosti þannig að verslanir komist ekki upp með að vera grænir á línuna án þess að eiga nokkuð af þessum vörum til.

Það skaðar verðvaktina og hver heilvita maður hlýtur að sjá það.

(Vona að þessu verði ekki eytt)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 22. Apr 2005 12:26

auðvitað eyðum við þessu ekki :)

Það væri of mikið vesen að fylgjast með því. Og það er nánast ómöglegt að forrita eitthvað til að gera það.


"Give what you can, take what you need."


Merlin
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Merlin » Fös 22. Apr 2005 12:58

Bætir við litlu iconi í verð kassann (svört hauskúpa kemur í hugan).

Þá kemur upp síða sem segir viðkomandi hvað hann er að fara að gera.

Býður honum að anonymously bæta við blackmark eða opna spjallþráð á korkinum sem vekur umræðu á viðkomandi hlut í viðkomandi verslun.

Lætur síðuna taka session sem leyfir aðeins einum að reporta hverja verslun einusinni (sem vissulega er hægt að falsa en það er vitað).

Ég meinti aldrei að þetta ætti að vera sjálfvirkt á neinn hátt heldur myndi þetta auðvelda stjórnendum að halda utan um þær verslanir sem eru að "leika á vaktina" ef það væri bara hægt að reporta það á auðveldan hátt.

Svo bara setjið þið upp watchlista sem lætur ykkur ekki vita fyrr en það eru komnar kannski 10 kvartanir á viðkomandi hlut hjá viðkomandi verslun.

Myndi ekki endilega leysa vandamálið en það myndi auðvelda umsjá og auka credability hjá Vaktinni.




hilmar_jonsson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 358
Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 16:03
Reputation: 2
Staðsetning: 200 Kóp
Staða: Ótengdur

Pósturaf hilmar_jonsson » Mán 25. Apr 2005 17:50

Það væri líka hugmynd að leyfa skráðum notendum vaktarinnar að gefa verslunum stjörnur eftir því t.d.

Þjónusta
Gæði
(Verð) Hvað ertu að fá fyrir peningana
Hraði
o.fl.

Þetta er bara hugdetta, ekki endilega eitthvað sem ég hef hugsað til enda. Ég sé þó ekki að það yrði ómögulegt að forrita þetta, bara tímafrekt. Spurning hvað menn vilja.


i5-2500K - 16GB vinnsluminni og eitthvað skjákort


wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1293
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 35
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Þri 26. Apr 2005 16:19

Mig langar að koma á framfæri dálítið leiðinlegri villu á verðvaktinni.

Á síðunni með verðum á skjákortunum eru kortin úr GeForce 6 seríunni ranglega nefnd NX6xxx, það leiðinlega við þetta í ljósi undanfarinnar umræðu er að þetta getur bendlað vaktina við Att/Tölvulistann sem er til mikillar óþurftar enda er vaktinni ætlað að vera hlutlaus aðili þegar kemur að tölvuverslunum.

NX er aðeins nafngreining sem MSI notar fyrir skjákortin sín, þessi yfirsjón stafar nú sennilega af því að þegar farið var í að uppfæra verðvaktina þá hefur verið byrjað á að kíkja á Att.is (fremstir í stafrófinu) og nöfnin tekin niður þar og álitið að NX kæmi í stað FX á gömlu 5xxx seríunni. En staðreyndin er að kortin heita einfaldlega GeForce 6xxx eða bara 6xxx ef menn vilja stytta það.

Það væri gaman ef þetta yrði lagfært :wink:

Og svona fyrst eg er byrjaður á þessu tuði, þá mætti endilega taka út eftirfarandi flokka:

9600SE 128MB, 9200 256MB, 9800 SE 128MB, 9800 Pro 256MB, 9800 XT 256MB, FX5200 128MB, FX5200 256MB og FX5700 Ultra 128MB.

Þetta eru allt skjákort sem hafa verið gerð úreld af yngri kortum og eru smátt og smátt að hverfa úr hyllum verslana, við gætum e.t.v með þessu verið að hvetja tölvuverslanir til að halda inni úreldum kortum þegar við ættum að vera að fá þær til að söðla sem hraðast yfir í nýrri kort.

Flokkar sem mætti bæta við (í engri sérstakri röð):

AGP: 9550 128MB og 6800GT 128MB

PCI-X: X700pro 128MB, X800 256MB, X800XL 256MB og e.t.v X850pro 256MB

Bara mín skoðun :)



Skjámynd

ponzer
Kerfisstjóri
Póstar: 1270
Skráði sig: Þri 07. Sep 2004 18:18
Reputation: 13
Staðsetning: Router(config)#
Staða: Ótengdur

Re: Trúverðuleiki vaktarinnar

Pósturaf ponzer » Mið 06. Júl 2005 11:00

OverClocker skrifaði:Nú hef ég endanlega misst alla trú á vaktin.is !!

Í gær var hér þráður þar sem hart var deilt á att.is og var þar um mjög góða umfjöllun að ræða.
Í dag er þessi umfjöllun einfaldlega horfin, greinilega að beiðni tölvulistans/att. Það fer ekki milli mála að att er aðal auglýsandi á vaktinni, og þeir því greinilega hótað að hætta að auglýsa ef þessari "slæmu" umfjöllun yrði ekki eytt.

Þetta er til skammar fyrir vaktina.


Ef Att væri ekki með þessa "aðal" auglisýngar hérna þá værir þú líklega ekki að skrifa á þetta spjallborð.


Specs: Tölva, skjár, lyklaborð, mús og internet.

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 06. Júl 2005 11:13

@tt hefur aldrei hótað að hætta með þessa auglýsingu hjá okkur. Þeir höfðu heldur ekki hugmynd um að þessi þráður væri þarna (allaveganna töluðu þeir ekkert við okkur).

Þráðurinn var tekinn niður vegna þess að þetta var ekkert nema óþarfa skítkast og læti. við hefðu tekið þetta niður þótt þetta hefði verið bt eða computer.is líka.


"Give what you can, take what you need."