Síða 1 af 1

Léleg svörun á sölu þráðum !

Sent: Fim 14. Des 2017 15:30
af Alfa
Nú um leið og ég ranta þetta þá skil ég um leið að lítið sé hægt að gera!

En mikið svakalega er mikið um söluþræði þar sem menn eru bara ekkert að fylgjast með "sölunni sinni" eða svara skilaboðum. Setja jafnvel auglýsingu inn og kíkja ekkkert meira á hana (ef maður miðar við login date á einstakling).

Ég hef verslað og lesið á þessum vef ansi lengi án nokkura vandræða, en þetta samfélag sölulega finnst mér verulega á niðurleið. Allt of mikið af börnum bara að kanna hvað tölvan eða hlutir eru virði og svara svo engu. Auðvitað er þetta alls ekki á við alla en ég hef verið einstaklega óheppin með þetta upp á síðkastið, jafnvel þó maður bjóði uppsett verð.

Rant over !

Re: Léleg svörun á sölu þráðum !

Sent: Fim 14. Des 2017 16:07
af Tosmeister
Ég hef einmitt lent tvisvar í því frekar nýlega að senda einkaskilaboð á aðila sem er að selja eitthvað og skilaboðin eru bara endalaust í úthólfinu sem segir að einstaklingurinn hafi ekki einu sinni séð þau. Þannig þeir aðilar hafa ekki einu sinni verið að kanna hversu mikils virði hluturinn er.