Hvernig er þessi síða samt ekki dauð?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Revenant
Geek
Póstar: 899
Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
Reputation: 63
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi síða samt ekki dauð?

Pósturaf Revenant » Sun 26. Nóv 2017 11:53

Ég hef engan áhuga á að láta Facebook ákveða hvað ég hef áhuga á. Markmið samfélagsmiðla er að hámarka veru fólks á þeim (og birta þeim auglýsingar) en ekki skapa gagnrýna hugsun. Til að hámarka veru fólks á samfélagsmiðlum eru skoðanir sem þú ert ekki sammála um oft faldar frá þér.

Mér finnst það vera óásættanlegt að fá ekki að sjá skoðanir annara því ég vil ekki lifa í bergmálsklefa minna skoðanna.


i7-2600K 3.4GHz @ 4.7GHz (103 MHz x 46) 1.416 V | ASUS P8P67 Pro | ASUS GeForce GTX1070 | Mushkin Blackline 8 GB CL9 1600MHz | Antec TruePower 750W | HAF X


Opes
FanBoy
Póstar: 736
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi síða samt ekki dauð?

Pósturaf Opes » Sun 26. Nóv 2017 13:35

Vaktin er ein af þessum örfáu síðum sem eftir standa sem ég fer alltaf sjálfkrafa inn á á hverjum degi, og hef gert í mörg ár. Skrifa ekkert sérlega mikið hérna inni en ég les rosalega mikið hérna, einfaldlega vegna þess að ég hef áhuga á flestu tengdu tölvum. Myndi hinsvegar ekki vilja troða þessu inn á Facebook feedið mitt, gott að koma hingað og nördast smá og geta skoðað ákveðna titla og ákveðna flokka. Lifi Vaktin!


Starfsmaður hjá Viss.is

Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2270
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 290
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi síða samt ekki dauð?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 26. Nóv 2017 13:53

Ég fer aðallega hérna inn þar sem verið er að fjalla um íslenska nördamarkaðinn eða það eru ALíslenskar nördaumræður í gangi. Sjálfur nota ég ekki facebook eða twitter aðallega útaf það hentar mér ekki að þurfa að skoða fullt af drasli sem ég hef engan áhuga á , Ég nota frekar Reddit og stilli það eftir þörfum.multireddits er btw algjör snilld. Prófaði á sínum tíma að vera inná facebook síðunum "kerfisstjórnun og tengd málefni" og "forritarar á íslandi" en finnst subredditin á Reddit mun betri til að spjalla við álíka hugsandi nörda.

Þannig að vaktin.is er allavegana ennþá minn goto staður fyrir íslenskan nördaraunveruleika og umræður þar sem mér finnst persónulega betra utanumhald um efni en á facebook síðum.


Just do IT
  √

Skjámynd

peturthorra
Tölvutryllir
Póstar: 689
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 34
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi síða samt ekki dauð?

Pósturaf peturthorra » Sun 26. Nóv 2017 15:17

Fyrir mig er það endirinn á internetinu ef vaktin lokar! Þessi síða er draumur og vona ég innilega að stjórnendur reyni ekki að færa hana yfir á facebook, því ég sé ekki hvernig það ætti að koma með til að virka.


Macbook Pro 16 - 2019 | Zyxel NAS 9TB | LG B8 OLED | PS4 PRO | Sonos Play 1 x2 | Sonos Playbase |

Skjámynd

Höfundur
HalistaX
Vaktari
Póstar: 2376
Skráði sig: Fim 01. Júl 2010 13:16
Reputation: 340
Staðsetning: 800
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi síða samt ekki dauð?

Pósturaf HalistaX » Mán 27. Nóv 2017 19:00

Sallarólegur skrifaði:Mjög einfalt svar.

Það er rosalega mikið af fólki sem stundar þessa síðu reglulega sem er með gríðarlega þekkingu á því sem þau eru að tala um.

Maður lærir og lærir með nánast hverjum þræði sem maður les.

Það er samt svo satt, sko!

Það eru nefninlega allir expert í einhverju! Sama hvað það er! Þú getur þessvegna komið með hellað kokka advice, bara bombað því út hérna, eða mining eða gaming eða whatevs!

Sama um hvern við erum að tala, hann getur eitthvað í einhverju! Það er það frábæra við þennann heim! Það er enginn algjörlega vonlaus í öllu! Meira að segja rónar mastera það líklega að rónast!

En svona no joke, þá veit ég um einn róna, Jóa B. á Selfossi, eina róna bæjarins, sem er besti af þeim bestu í að temja hesta!

Það var einu sinni einhver gaur sem kom honum fyrir í heitu húsnæði með heitum mat, interneti og alles(ekki það að hann hafi þurft að nota internetið, eða kunnað á það yfir höfuð) gegn því að Jói B. tamdi fyrir hann! Held meira að segja að hann hafi fengið eitthvað borgað líka....

.....en Jói er eins og Jói er þannig að þetta fór allt í klósettið hratt hjá honum....

En eins og ég segi, það eru allir að mastera eitthvað! :D


TURN:
- FD Define S ATX Kassi - Intel Core i5 3570K @ 3.5GHz & Noctua NH-U12S - 16GB DDR3 - ASUSTeK P8Z77-V LX (LGA1155) - ATI Radeon RX 580 - 240GB SSD - 500GB Seagate HDD(ótengdur) - 2TB Seagate HDD(ótengdur) - 3TB Seagate HDD - 1000w BeQuiet PSU
SÍMI:
Samsung Galaxy A6+(RUSL)
SKJÁR:
BENQ XL2411Z, 1080p@144hz
HEAD GEAR:
Sennheiser Game Zero
MÚS:
Logitech MX Anywhere 2

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2058
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 164
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi síða samt ekki dauð?

Pósturaf DJOli » Mið 29. Nóv 2017 10:47

Að vissu leiti er þetta eins og bingóið í vinabæ fyrir kerlingarnar (og aðra) sem vilja þar hittast og milja málefni sín á milli án áreitis utanaðkomandi aðila.

Nema að þetta er meira eins og nördakrá. Hingað kemur allskyns fólk úr öllum stéttum samfélagsins annaðhvort í leit að hjálp og ráðum, til að kaupa eða selja, eða einfaldlega bara til að spjalla og taka þátt í að vera til.
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 5826
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 297
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Hvernig er þessi síða samt ekki dauð?

Pósturaf worghal » Mið 29. Nóv 2017 11:08

xbox360.is er ekki búin að vera til leeeengi, eftir að Örvar "DOT COM" setti sig á hausinn með vr túrista attraction og reyndi að meika það í usa.
ekki nóg með það en hann á stórann þátt í því að eyðileggja xbox á íslandi yfir höfuð.

aukalega þá hef ég ekki séð jafn toxic síðu og xbox360.is þegar hún var á sínum hæðsta punkti, það mátti ekkert segja eða gera án þess að fá insane backlash frá notendum og svo bann frá stjórnendum.

psx.is hefur kanski ekki verið active en ég sé bara jákvæðni fyrir því að hún sé til og á Emmi skilið gott hrós fyrir vikið.


CPU: Intel Core i5 4690K @ 4.6Ghz MB: Asus ROG Gene VII GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance Pro 4x4gb 2400Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL