Síða 1 af 1

Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 18:10
af GoDzMacK
Möguleiki til að eyða lokuðum þráðum og jafnvel notendaaðgangi sínum væri mjög vel þegið. Mætti segja að það sé orðið ákveðið mannréttindi.

https://en.wikipedia.org/wiki/Right_to_be_forgotten


Edit: Ef admin sér þetta máttu endilega eyða aðgangi mínum og öllum póstum sem þar fylgja, er allt endgamalt drasl hvo sem er þannig ég ætti varla að þurfa að gefa upp ástæðu.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 18:23
af kizi86
ekkert hér sem krefur þig til að gefa upp raunverulegt nafn svo ert þannig séð nafnlaus hérna þangað til að þú tekur þá ákvörðun um að brjóta eigið nafnleysi..

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 18:53
af GoDzMacK
kizi86 skrifaði:ekkert hér sem krefur þig til að gefa upp raunverulegt nafn svo ert þannig séð nafnlaus hérna þangað til að þú tekur þá ákvörðun um að brjóta eigið nafnleysi..


Búinn að finna út hvað þú heitir og hvar þú býrð + símanúmer. Get sent það á þig ef þú vilt, ætla ekki að fara segja það hér. Þetta tók 1 mín, just saying. Notendanafn segir meira en þú heldur.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 18:59
af worghal
GoDzMacK skrifaði:
kizi86 skrifaði:ekkert hér sem krefur þig til að gefa upp raunverulegt nafn svo ert þannig séð nafnlaus hérna þangað til að þú tekur þá ákvörðun um að brjóta eigið nafnleysi..


Búinn að finna út hvað þú heitir og hvar þú býrð + símanúmer. Get sent það á þig ef þú vilt, ætla ekki að fara segja það hér. Þetta tók 1 mín, just saying. Notendanafn segir meira en þú heldur.

og ætli það sé ekki bara af því hann hefur hreinlega ekki áhyggjur af því?
eins og margir hérna inni.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 19:03
af kizi86
eins og ég sagði, ert nafnlaus þangað til þú brýtur þitt eigið nafnleysi. ég hef brotið mitt nafnleysi með því að tengja notandanafn mitt við mitt nafn á mörgum stöðum, en það var mín ákvörðun að gera það :)

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 19:17
af GoDzMacK
Skil ekki af hverju þið eruð að þræta gegn þessu ef ykkur er sama, er bara að spyrja um óskup basic fítus sem flestar síður bjóða upp á. Eins og íslendingar séu háðir því að rífast.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 19:32
af Moldvarpan
Þetta er slæm hugmynd.

Ef þú vilt láta eyða upplýsingum um þig að þá þurfi að vera rík ástæða fyrir því. Og þá væri eðlilegast að hafa samband við eiganda eða stjórnendur.

Þetta er ekkert flókið.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 19:37
af GoDzMacK
Búinn að hafa samband við admin.. ekkert svar, Doxing er mjög rík ástæða.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 19:53
af Moldvarpan
Doxaðu mig.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 20:14
af GoDzMacK
Hahaha hvað er að ykkur, "doxaði" nú kizu bara til að sanna punkt. Endilega kíkið á hvar ég póstaði þessu, skal gera það fyrir ykkur.

"Vaktin.is
Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild"

Kannski misskyldi ég "kvartanadeild" eða þið all verulega, reynið nú að haga ykkur eins og menn(eða konur), takk fyrir að minna mig á af hverju ég hætti að nota vaktina.


Ef admin sér þetta máttu endilega eyða aðgangi mínum og öllum póstum sem þar fylgja, er allt endgamalt drasl hvo sem er þannig ég ætti varla að þurfa að gefa upp ástæðu.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 20:21
af Moldvarpan
Það er ekkert að mér, þannig lagað. Ég hugsa að enginn hafi áhuga á blóðþrýstingnum hjá mér.

En, ég var bara forvitinn. Hvað þú gætir fundið um mig.

Mér finnst þó lang flestir hérna haga sér eins og menn, og afhverju hættiru að nota vaktina segiru?

En annars gangi þér vel í þínu lífi ef við fáum ekki að heyra meira frá þér.

Kveðja
Moldvarpan :)

Ég veit, ég er með steiktann húmor.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 20:31
af GoDzMacK
Veit ekki hvort ég myndi kalla þetta húmor en hver um sig, vonandi hitti ég á rétt með "doxið".

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 20:58
af Dúlli
GoDzMacK skrifaði:Veit ekki hvort ég myndi kalla þetta húmor en hver um sig, vonandi hitti ég á rétt með "doxið".


Ert þú basicly að láta þig hverfa af jörðinni ? Þú áttar þig á því bara að vera net tengdur þá er strax farið að safna upplýsingum upp þig það er ekkert til í dag sem heitir "Privacy", þú áttar líka á því þótt það yrði eitt öllu um þig hér á vaktinni þá er þetta til á netinu. Það eru haugur af vefsvæðum sem safnar þessum hlutum, plús allir botar að safna öllu.

Jeminn góður. Paranoid í hámarki. :happy

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 21:12
af GoDzMacK
Dúlli skrifaði:
GoDzMacK skrifaði:Veit ekki hvort ég myndi kalla þetta húmor en hver um sig, vonandi hitti ég á rétt með "doxið".


Ert þú basicly að láta þig hverfa af jörðinni ? Þú áttar þig á því bara að vera net tengdur þá er strax farið að safna upplýsingum upp þig það er ekkert til í dag sem heitir "Privacy", þú áttar líka á því þótt það yrði eitt öllu um þig hér á vaktinni þá er þetta til á netinu. Það eru haugur af vefsvæðum sem safnar þessum hlutum, plús allir botar að safna öllu.

Jeminn góður. Paranoid í hámarki. :happy


Þykir leitt að þú sért ósammála mér(og mannréttindum), þarft ekki að setja út á fólk þó að það sé ekki sammála þér. Vill persónulega ekki hafa notendanafnið mitt á netinu tengt við alvöru nafnið mitt. Þarft heldur ekki að segja mér hvernig internetið virkar.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 21:14
af braudrist
Einhver er búinn að horfa of mikið á Mr. Robot :D

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Fös 19. Ágú 2016 21:21
af GoDzMacK
braudrist skrifaði:Einhver er búinn að horfa of mikið á Mr. Robot :D


Mögulega D:

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Lau 20. Ágú 2016 11:31
af kiddi
GoDzMacK skrifaði:Möguleiki til að eyða lokuðum þráðum og jafnvel notendaaðgangi sínum væri mjög vel þegið. Mætti segja að það sé orðið ákveðið mannréttindi.


Það eru held ég engir lokaðir þræðir hérna á vaktin.is nema rifrildisþræðir sem gengu úr böndunum, það er ennþá hægt að commenta á eldgamla þræði - misvinsælt samt. Ég skil annars sjónarmiðin að vilja geta eytt sjálfum sér út, en það getur valdið ljótu sári á spjallborðinu þar sem þræðir eftir viðkomandi geta orðið samhengislausir og skrýtnir. Ef allir færu að gera þetta þá yrði vefurinn eins og svissnesskur ostur og þá er lítið sem skilur á milli vefsins og spjallþráða á Facebook sem hverfa í algleymi og verða illaðgengilegir eftir skamma stund. Það eina (og besta) sem gefur spjallborðum eins og vaktin.is forskot er einmitt þessi hafsjór upplýsinga sem hægt er að leita í og leita ráða.

Hvort þetta ætti að vera sjálfsagður hlutur að eyða sér og sínum þráðum út er alveg umræða sem þarf að taka, en það eru tveir hlutir sem ég veit að er hægt að gera strax í dag:

1) vaktin.is getur eytt þér út sem notanda en skilið póstana þína eftir svo tjón verði ekki á þráðunum sem þú tókst þátt í, þú gætir þá farið yfir öll þín innlegg og breytt þráðum þar sem vísbendingar eru um hver þú sért, áður en þér verður eytt út.

2) Þú getur sjálfur breytt öllum innleggjum þínum alveg til fyrsta dags, þetta er eitthvað sem þú getur gert núna strax án þess að spyrja kóng né prest leyfis, en mig langar að hvetja þig að reyna að vernda rauða þráðinn í þeim innleggjum sem gætu reynst öðrum gagnleg.

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Lau 20. Ágú 2016 21:02
af Hannesinn
Og jafnvel breyta notendanafni í eitthvað generic? Search tól og slík myndi síðan væntanlega uppfæra upplýsingarnar við næsta scan?
Tek það reyndar fram að ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar, en þetta hljómar allavega líklegt.

Annars skil ég bara ekki tuðið í þessum þræði. Maðurinn biður einfaldlega um að hverfa af þessu borði. Enginn dónaskapur eða heimtufrekja, og umræðan fer bara strax út í rassgat?

Re: Eyða þræði/notendaaðgang

Sent: Sun 21. Ágú 2016 02:25
af Hjaltiatla
Persónulega vill ég sjá álíka þjónustu og www.forget.me í boði fyrir íslendinga. Eflaust ansi margir sem vilja ekki að Google og Bing indexi ákveðna linka sem þykja óæskilegir af einhverjum ástæðum (því miður er Þessi þjónusta eingöngu í boði fyrir einstaklinga innan evrópusambandsins).