Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Diddmaster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 352
Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
Reputation: 70
Staðsetning: Reykjanesbæ
Staða: Tengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Diddmaster » Sun 22. Feb 2015 21:01

mæli ég með að regluverk um verðlöggur verði lagt fyrir líðinn þar sem dónaskapur er mjög víttt hugtak og ervitt að skilgreina sem eitthvað fast þar sem eitthverjum fynst vera dónaskapur fynst öðrum ekki

ég er samt ekki með neinar tilllögur en "Dónaskapur" verður að ég held ekki næg sem regla meira sem viðmið til dæmis hver á að dæma hvað er dónaskapur það verður að vera einn aðilli og tilnefni ég Guðjón


Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2303
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 391
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Moldvarpan » Sun 22. Feb 2015 21:01

Persónulega, þá held ég að Ísland hafi sérstöðu með þetta að gera almennt.

Við erum svo lítil þjóð, allir þekkja alla og við viljum láta koma vel fram við okkur, og komum því vel framm við aðra.

Í stærri þjóðum/alþjóðlegum spjallborðum að þá er nálægðin ekki svona mikil og hún skiptir miklu máli.

Engu að síður eru alltaf til svartir sauðir. Eflaust líka á Grænlandi ef þeir væru með tæknispjall :)
Það þarf bara að hafa auga með þeim aðilum og refsa þeim hressilega þegar við á, annars smitar það svo útfrá sér.

Menn meiga samt ekki vera svo hörundsárir að geta ekki tekið gagnrýni, hún er af hinu góða.

En mjööög ánægður með þessa niðurstöðu og siðareglur þurfa að vera til staðar hér eins og á Alþingi.




Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Framed » Sun 22. Feb 2015 22:14

Það sem mér þykir sérstakt við þessa reglubreytingu, sem nú hefur verið dregin til baka að mestu, er að þetta var rætt í haust þar sem yfirgnæfandi meirihluti vaktarinnar kaus gegn því að banna verðlöggur. Að sama skapi skildi ég niðurlag þess þráðar að það þyrfti að setja einhverjar siðareglur til handa verðlöggum með stífum viðurlögum ef ekki yrði farið eftir þeim.

Er minnið eitthvað farið að slappast hjá þér GuðjónR eða varstu að vonast til að fólk hefði skipt um skoðun á fjórum mánuðum? :fly



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2814
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 203
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf CendenZ » Sun 22. Feb 2015 22:19

Við verðum líka að vera duglegri að aðvara og banna hérna

Við erum allt of miklar linkindir að laga og færa, og eyða. En ekki alveg nógu duglegir að banna.
Það verður að vera breyting á því, annars troðfyllast allir söluþræðir af rausi og væli



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16272
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf GuðjónR » Sun 22. Feb 2015 22:47

Spurt er:
Framed skrifaði:Það sem mér þykir sérstakt við þessa reglubreytingu, sem nú hefur verið dregin til baka að mestu, er að þetta var rætt í haust þar sem yfirgnæfandi meirihluti vaktarinnar kaus gegn því að banna verðlöggur. Að sama skapi skildi ég niðurlag þess þráðar að það þyrfti að setja einhverjar siðareglur til handa verðlöggum með stífum viðurlögum ef ekki yrði farið eftir þeim.

Er minnið eitthvað farið að slappast hjá þér GuðjónR eða varstu að vonast til að fólk hefði skipt um skoðun á fjórum mánuðum? :fly


Svarið er:
CendenZ skrifaði:Við verðum líka að vera duglegri að aðvara og banna hérna

Við erum allt of miklar linkindir að laga og færa, og eyða. En ekki alveg nógu duglegir að banna.
Það verður að vera breyting á því, annars troðfyllast allir söluþræðir af rausi og væli


Pointið er að verðlöggur eins góðar og mörgum ykkar þykir þær vera eiga oftar en ekki til að skemma söluþræðina.
Einfaldsasta leiðin til að koma í veg fyrir það er að banna þær alfarið, en fyrst vilji er ekki fyrir því þá er næsta skref að passa uppá að verðlöggurnar fari ekki yfir strikið sem oft gerist. Reyndar sýnist mér oftar en ekki vera sömu "verðlöggurnar" sem láta hvað verst þannig að það ætti svo sem ekki að vera mikið mál að halda þráðunum hreinum.

Við þurfum núna að skoða þetta í rólegheitunum og búa til "siðareglur" fyrir verðlöggur sem allir geta sætt sig við.



Skjámynd

Perks
Fiktari
Póstar: 82
Skráði sig: Mið 01. Maí 2013 11:41
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Perks » Sun 22. Feb 2015 23:48

mín 2 cent:
Verðlöggur skipti sér ekki af nema óskað sé eftir þeim (seljandi og kaupandi geti óskað eftir því).
Með undantekningunni að verð sé gróft.

dæmi, þú mátt kaupa 270x kortið mitt á 40 þús.
auðvitað má einhver segja að þetta verð væri út í hött svo einhvað fermingarbarn spanderi nú ekki fermingarpeningunum sínum í svona vitleysu.


600w corsair CX600 V2 | ASRock 990FX Extreme4 | AM3+ Piledriver X8 FX-8350 | Scythe Ninja 3 | Gigabyte R9 390| 2 TB Seagate HDD | 120 GB Samsung Evo SSD | 2x 4GB 1600Mhz Corsair Ven + 2x 8GB Mushkin |

Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Lunesta » Mán 23. Feb 2015 03:13

Ég er með eina lausn nema hún virkar þannig séð ekki sem regla.
Þetta yrði í raun smá forritun auk breytinga á hvernig maður bendir
á slæmt/gott verð.

Það er einfaldlega hægt að setja upp gamla repp kerfið, þetta sem
var líka með thumbs down, hafa það óháð notenda reputation og bara á fyrsta pósti söluþráðs.

Fólk myndi einfaldlega gefa thumbs down ef e-ð er að verðina auk ástæðu í comment.
comment svæðið er lítið og þetta er ekkert sérstaklega public en samt accessable svo
fólk yrði sennilega ópersónulegra og hnitmiðaðara. Seljandi gæti t.d. merkt edit við
breytingu á verði og sent pm á manneskjuna sem gaf thumbsdown með ástæðu. Þá gæti
sá vaktari breytt thumbs down yfir í thumbs up.

Ef verðið lítur vel út myndi fólk augljóslega gefa thumbs up. Þetta væri góður ávani.

Niðurstaðan myndi vera að þú getur dæmt mjög auðveldlega hversu sanngjarnt verðið
er "TALIÐ" mjög einfaldlega og séð í fljótubragði rök ef það er ekki í lagi. Þetta gefur
seljendum líka séns á að laga verðið en eins og flest allir hafa séð þá ganga sölu þræðir
sem eru þrjóskir of lengi til að byrja með almennt illa. Fólk opnar bara þráðinn, sér
athugasemd og þrjóskan seljanda og jafnvel rifrildi eða óþörf komment.

Með like/dislike þar sem þú getur breytt þessu væri þetta svo frábært. Þetta gæti þýtt smá
vinna fyrir þig Guðjón (sorrý :P) en ef þetta er gert og verður af thing þá gæti þetta verið
lausninn til að gera verðvakt notaðra íhluta margfalt betri.
Síðast breytt af Lunesta á Mán 23. Feb 2015 03:17, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Danni V8 » Mán 23. Feb 2015 03:17

Mig langar að benda á það að ef maður er með spjallborðið stillt á ensku, þá eru engur reglur.

Ég fékk notifications um að það væru breyttar reglur og að ég ætti að skoða þær og þá tók ég eftir þessu.

Stendur bara "Board rules

These rules are disclosed to clarify the various responsibilities of all community members here on spjallid.is. They shall be adhered to by everyone to ensure that our board runs smoothly and provides a fun and productive experience for all of our community members and visitors."

Og síðan koma engar reglur.

Allt í lagi að hafa reglurnar á íslensku, en leiðinlegt að þurfa að stilla allt borðið yfir á íslensku til að sjá reglurnar.

Persónulega þoli ég ekki að sjá stillingar á íslensku. Ég veit ekki hvers vegna, mér finnst það bara kjánalegt. Alveg eins og þegar Firefox eða VLC eru á íslensku. Ég get varla notað forritin þannig.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Jon1
Geek
Póstar: 843
Skráði sig: Sun 20. Jan 2008 04:25
Reputation: 15
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Jon1 » Mán 23. Feb 2015 13:49

sáttur með þetta ! taka hart á dónaskap og öðrum eins óþverra


i7 6700k @ 4.0 GHz | Custom Loop Water Cooling| AsRock z170 extreme 6+ | G.skill trident z 16 GB DDR4 @ 3200 MHz | Gigabyte Aorus GTX 1080ti| Wallmount | BeQuiet Darkpower pro 850+ | Samsung 950 pro nvme m.2 512gb + Samsung SSD 850 evo 2.5'' 2x250GB SATA3|Acer X34a - BenQ G2450 24'' | W10 x64

Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Skaz » Mán 23. Feb 2015 17:15

Væri ekki mál að verðlöggur þyrftu einfaldlega að hafa almennilegan rökstuðning fyrir þeirri verðhugmynd sem að þeir koma með, þ.e.a.s vísa í gömul verð eða núverandi verð eða sölur sem að hafa átt sér stað á hlutunum nýlega.

En á endanum er það sem að verðlögga segir bara álit verðlöggunar og endanlegt verð er það sem að einhver er tilbúin að borga og annar er tilbúinn að selja á.

Ég myndi sjá eftir þessu einkenni þessa vefs ýtir undir verðvitund og oftar en ekki umræðu um hentugleika hlutar og hvort að hægt sé að fá annað sem að nýtist betur fyrir minna. Að sama skapi þá ýtir þetta á seljendur að vinna heimavinnuna sína ef að þeir ætla að gefa upp verðhugmynd, eða ef að þeir vilja það ekki að fá álit á virði hlutar fyrir þá.

Hvað varðar almenna kurteisi þá á hún að vera sjálfsögð. Vandamálið er kannski aldursbilið á þessum vef virðist vera massíft alveg frá 15-45 árum að það virðist vera og þetta er eftir allt netið þar sem að hljóð- og andlitslaus samskipti gera erfitt að ná tónum og töktum skilaboða.
Það væri þá ábyrgðarhlutur stjórnenda að vera virkir í að ýta við mönnum sem að fara yfir strikið, með greinagóðum útskýringum sem og að einfaldlega vísa burt þeim sem að ekki geta haldið sig á línunni. Slíkt má samt ekki snúast upp í einna línu svör með þrem orðum, eða link í einhverjar siðareglur og engu öðru. Það þarf að gera þetta rétt og rækta upp mannskapinn og hegðunina og lífga aðeins upp á staðinn í stað þess að berja hann niður með boðum og bönnum.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16272
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1995
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf GuðjónR » Mán 23. Feb 2015 17:33

Skaz skrifaði:-skrifar slatta-

Já þetta er nokkuð spot-on hjá þér.
Einn stjórnandinn okkar kom með ágætis tillögu:

"Dud, þetta verð er alltof hátt" = Engin rökstuðningur, Aðvörun
"GAUR ERTU HÁLFVITI ÞETTA VERÐ ER BARA STEIK" = Bann
"Mig langar vinsamlega að benda á að sama vara (eða sambærileg) fæst ný hér fyrir þetta verð: *Insert link*" = Samþykkt



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Breyting á reglum: Verðlöggur leyfðar, kurteysi skilyrði.

Pósturaf Xovius » Þri 24. Feb 2015 21:45

Finnst þetta rétt ákvörðun. Fyrir mér eru verðlöggurnar mikilvægur partur af vaktinni. Þegar ég kom hingað fyrst og vissi lítið um verðlagningu tölvuíhluta fannst mér ég samt geta verið örruggur um að það væri ekki verið að svindla á mér. Svo lengi sem ábendingar frá verðlöggum eru kurteisar og byggðar á staðreyndum.
All Hail GuðjónR!