Rating kerfi - misnotkun?

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf gRIMwORLD » Fim 19. Feb 2015 09:00

Mig langar að opna umræðu á misnotkun á rating kerfinu hér á vaktinni.

Opna spjallið nú í morgun og kominn með -1 á söluþráð sem er núna 3 ára gamall. Þegar ég skoða þá var þar á ferð aðili sem fékk -1 frá mér vegna þráðar sem hann stofnaði til nýverið um meinta "ripoff" starfsemi tölvuverslunar.

Commentið sem ég fékk með var eftirfarandi:

"Notandi er haldinn þeirri áráttu að beita kaldhæðni upp að ömurlega leiðinlegu marki, gerir lítið úr öðrum notendum í sumum tilvikum .. læt þetta duga hér sem comment. BOO"

Hvað finnst ykkur?


IBM PS/2 8086

Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1680
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf Stutturdreki » Fim 19. Feb 2015 09:05

Ákaflega barnalegt.

Einhverstaðar sá ég að einhver fékk mínus stig fyrir að spyrja asnalegrar spurningar, hvað er málið með það? Alla þá tíð sem ég hef hangið á vaktinni hefur það einmitt verið staður fyrir fólk til að koma og spyrja asnalegra spurninga og fá svör og eða umfjöllun sem vonandi hjálpar viðkomandi að leysa vandamál eða fræðast frekar.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf KermitTheFrog » Fim 19. Feb 2015 10:26

Ákaflega lélegt verð ég að segja. Er ekki hægt að reporta notendur bara fyrir svona?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16268
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2015 10:30

Góðar ábendingar, gallinn við svona kerfi er sá að menn geta misnotað það. Það er hægt að mínusa í hefndarskyni.
Kosturinn er hinsvegar sá að stjórendur geta eytt út svoleiðis "hefndar mínusum" einnig er hægt að breyta stillingum þannig að notendur sem misnota kerfið missi möguleikann á því að gefa mínus stig. En svo getur líka verið erfitt að sjá hvenær er um hefnd og hvenær ekki.
Í þessu tilfelli skellir notandinn mínus á þriggja ára gamalt innlegg eftir að hafa fengið mínus sjálfur, það sýnist mér vera gert í pirringi og því ekki eiga rétt á sér en ég get auðvitað haft rangt fyrir mér.

Kerfið býður líka upp á það að gefa bara plús stig, það virkar þá þannig að almennt eru notendur ekki að fá nein stig nema það sé eitthvað sérstakt sem öðrum notendum finnst þeir eiga skilið að fá stig fyrir.

Hvernig finnst ykkur að við ættum að tækla þetta til framtíðar?
p.s. Stutturdreki, ég sé engin mínus stig hjá þér, gæti verið að sá sem gaf þér það hafi séð að sér og eytt því?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf Gúrú » Fim 19. Feb 2015 10:40

Ég segi engar reglur og ekkert vesen eða að hafa bara plúsa nú eða bara sleppa þessu kerfi. :D

Það væri líka asnalegt að refsa fólki þegar það eru engar reglur um kerfið.

Veðja líka á að þetta neikvæða rating og ummælin sem fylgdu þeim hafi átt að fara á mig/mitt comment. :lol:


Modus ponens

Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1680
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf Stutturdreki » Fim 19. Feb 2015 10:47

GuðjónR skrifaði:p.s. Stutturdreki, ég sé engin mínus stig hjá þér, gæti verið að sá sem gaf þér það hafi séð að sér og eytt því?


Dæmið sem ég vísaði í átti ekki við mig sjálfan þótt ég eigi það vissulega til að spyrja asnalegra spurninga. :)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16268
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2015 10:50

Stutturdreki skrifaði:
GuðjónR skrifaði:p.s. Stutturdreki, ég sé engin mínus stig hjá þér, gæti verið að sá sem gaf þér það hafi séð að sér og eytt því?


Dæmið sem ég vísaði í átti ekki við mig sjálfan þótt ég eigi það vissulega til að spyrja asnalegra spurninga. :)

Það eru ekki til asnalegar spurningar, bara asnaleg svör. ;)



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf Hnykill » Fim 19. Feb 2015 10:56

Sammála því að bara verði hægt að gefa + en ekki - ..þakka fyrir góða hjálp eða leiðbeiningar o.s.f, og koma bara með mótsvar í umræðuna ef menn eru ekki samsinna einhverju. stað þess að gefa - í hvert skipti sem einhverjum líkar ekki eitthvað sem sagt er.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf jericho » Fim 19. Feb 2015 11:06

Annaðhvort:
a) bara hægt að gefa plús

eða:
b) sleppa þessu rating system

mín skoðun



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16268
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2015 11:38

Eins og alltaf þegar upp koma álitamál þá fær meirihlutinn að ráða.
viewtopic.php?f=46&t=64500



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf Hannesinn » Fim 19. Feb 2015 11:43

Sleppa þessu alfarið. Hefur engan tilgang.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16268
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf GuðjónR » Fim 19. Feb 2015 11:49

Hannesinn skrifaði:Sleppa þessu alfarið. Hefur engan tilgang.

Tilgagsnlausir hlutir geta verið skemmtilegir. :)
Vaktarar eru búnir að biðja um þetta í mörg ár.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf dori » Fim 19. Feb 2015 11:59

Hafa þetta bara eins og það er eða bara plús. Fínt að hafa þetta kerfi inni.



Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2766
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Reputation: 123
Staðsetning: FL410
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf zedro » Fim 19. Feb 2015 13:16

Þetta er fínt kerfi. Ég myndi samt vilja sjá það sem skyldu að setja athugasemd þegar viðkomandi rate'ar eitthvað.
Taka það fram afhverju viðkomandi fékk plús/mínus. Þeir sem misnota kerfið missa svo möguleikann á því að rate'a.


Kísildalur.is þar sem nördin versla

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7064
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1005
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf rapport » Fim 19. Feb 2015 13:24

Þessi þráður væri miklu skemmtilegri og betur rate-aður ef það væru screenshot með blurruðum notendanöfnum í OP...




bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf bigggan » Fim 19. Feb 2015 13:53

Frekar hafa þetta aðeins svo hægt er að gefa jákvæð "rate" þá er ekki hægt að misnota þetta eða eikvað svoleiðis, og þau sem skrifar gott fæ plussa.

Flest spjallborð eru með það þannig.



Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 710
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 38
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf gRIMwORLD » Fim 19. Feb 2015 14:28

Sé það eru mismunandi væntingar til þessa kerfis. Mér persónulega finnst í lagi að hafa +/- en það ætti auðvitað að nota - á skynsaman máta.
Alveg eins og dómarar í boltaleikjum fá ekki að dæma meira ef þeir standa sig illa þá mætti skoða áminningar ef notendur eru að rate'a niður pósta þegar það á alls ekki við. Held það sé í algjörum undantekningum sem slíkt gerist þó.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf Viktor » Fim 19. Feb 2015 15:28

Alveg sammála þeim að ofan hérna, hafa þetta bara eins og á Facebook, bara hægt að gefa plús.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Rating kerfi - misnotkun?

Pósturaf FreyrGauti » Fim 19. Feb 2015 20:11

Nákvæmlega það að Sallarólegur se kominn með minus fyrir að segja skoðun sina sýnir hvað þetta er notað vitlaust.

Hver á tilgangurinn að vera með kerfinu, sýna hverjir eru hjálplegir, hverjir eru traustir i viðskiptum?
Eða á þetta að vera notað eins og facebook þar sem menn like'a hluti sem þeim finnst fyndnir eða eru sammála, og þá dislike'a þá sem þeir eru ekki sammála?

Ef þetta a að vera gagnlegt þá þarf að hafa báða möguleika og setja reglur, ef þetta á bara að vera eins og like takkinn á facebook þá er þetta algjörlega pointless og ætti ekki að hafa sem "reputation" gildi a notanda.