Síða 1 af 1

Kaup á nýrri tölvu

Sent: Þri 13. Jan 2015 17:43
af Sólrún
Ég er að hugsa um að kaupa mér nýja Lenovo tölvu, sú gamla er orðin amk 10 ára og hefur reynst mér vel.
Mér hefur verið ráðlagt að kaupa Lenovo IDP Yoga sem er sambland af fartölvu og spjaldtölvu, myndavélin í henni freistar mín,
en ég er hikandi, ég er með hugbúnað sem tengist saumavélinni minni og og ég nota músina mikið en Yoga tölvan hefur aðeins 1 USB tengi og það er of lítið fyrir mig.
Er einhver sem getur gefið mér góð ráð? Sólrún

Re: Kaup á nýrri tölvu

Sent: Þri 13. Jan 2015 17:45
af sopur

Re: Kaup á nýrri tölvu

Sent: Þri 13. Jan 2015 17:56
af Bjosep
Hvaða verðbil ertu að horfa á?

Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ert að horfa til Lenovo?

Re: Kaup á nýrri tölvu

Sent: Þri 13. Jan 2015 19:45
af Sólrún
Ég hef satt að segja ekki velt verðinu mikið fyrir mér.
Ég hef góða reynslu af Lenovo og get þessvegna vel hugsað mér að kaupa það merki aftur,
en það er ekki samt absolut ákvörðun.
Sólrún