Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Jan 2015 19:47

Nú um áramótin féllu niður vörugjöld á ýmsum tækjum, t.d. sjónvarpstækjum og stórum heimilistækjum.
Tölvurnar í Elko og Rúmfó virðast hafa bilað á sama tíma og algjörlega óvart hækkað verðin á ýmsum vörum.
Það er því ástæða að vera vel á verði, ef þið eruð að spá í kaupa heimilistæki takið þá snapshot af því til að fylgjast með þróuninni næstu daga og vikur.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... ata_neinn/
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... 299&type=1

Einnig finnst mér algjörlega út úr kú að segja;
„Við byrjuðum að lækka í sept­em­ber, og eitt­hvað í októ­ber, nóv­em­ber og des­em­ber. Rétt fyr­ir ára­mót lækkuðum við síðan all­ar vör­ur hjá okk­ur sem átti eft­ir að lækka. Öll verð ættu því að vera án vöru­gjalda núna.“

Það vita allir að álagning á t.d. sjónvörpum og öðrum heimilistækjum er mikil og þó þeir hafi lækkað álagningu í sept-des sem nemur ígildi vörugjalda þá er það ekkert annað en afsláttur til að koma í veg fyrir minni sölu og á ekki að koma í veg fyrir lækkun núna.

Þetta er álíka fáránleg afsökun og ef Hagkaup myndi auglýsa "afnemum viðrðisaukaskatt varanlega á öllum vörum", síðan myndi virðisaukaskattur lækka og þeir myndu þá segja...ekki hjá okkur við erum búnir!

Afsláttur á vöru sem er ígildi vörugjalda er afsláttur en ekki vörugjaldalækkun.
Þær verslanir sem virkilega ætla að reyna þetta mega éta það sem úti frýs.




capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf capteinninn » Fös 02. Jan 2015 22:30

Yep, postið endilega ef þið sjáið verslanir gera þetta svo við getum hunsað þær



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Glazier » Fös 02. Jan 2015 22:37

Er einhverstaðar hægt að sjá lista yfir þá vöruflokka sem ættu að vera að lækka í verði núna?


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Klemmi » Fös 02. Jan 2015 22:59

Glazier skrifaði:Er einhverstaðar hægt að sjá lista yfir þá vöruflokka sem ættu að vera að lækka í verði núna?


http://www.elko.is/vorugjold/



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf beatmaster » Fös 02. Jan 2015 23:04

Viljiði samt muna að vörugjöld á innfluttum vörum er reiknaður við tollafgreiðslu þannig að vörugjöldin falla bara niður á vörum fluttum inn eftir 1 jan og eftir að hafa unnið í mörg ár við vörumóttöku get ég lofað ykkur því að vorur sem að voru tollafgreiddar í dag eru í eiginlega engum tilfellum komið upp í hillur til sölu.

http://www.visir.is/hugsanlegt-ad-vorus ... 4712299947


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Glazier » Fös 02. Jan 2015 23:07

Klemmi skrifaði:
Glazier skrifaði:Er einhverstaðar hægt að sjá lista yfir þá vöruflokka sem ættu að vera að lækka í verði núna?


http://www.elko.is/vorugjold/

Er þetta tæmandi listi eða er þetta bara listi yfir þá vöruflokka sem Elko er með sem munu/hafa lækka í verði ?


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Fös 02. Jan 2015 23:13

beatmaster skrifaði:Viljiði samt muna að vörugjöld á innfluttum vörum er reiknaður við tollafgreiðslu þannig að vörugjöldin falla bara niður á vörum fluttum inn eftir 1 jan og eftir að hafa unnið í mörg ár við vörumóttöku get ég lofað ykkur því að vorur sem að voru tollafgreiddar í dag eru í eiginlega engum tilfellum komið upp í hillur til sölu.

http://www.visir.is/hugsanlegt-ad-vorus ... 4712299947


Akkúrat það sem ég er að undirstrika með upphafsinnlegginu, fyrst vörur án vörugjalda eru ekki komnar í hillur verslana ennþá hvernig geta þá forsvarsmenn verslana fullyrt í fjölmiðlum að vörur þeirra hafi verið seldar vörugjaldslaust í marga mánuði?



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3838
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Tiger » Fös 02. Jan 2015 23:45

55" OLED tækið í Elko lækkaði í 472þús....... eina sem skiptir máli :)


Mynd


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Klemmi » Fös 02. Jan 2015 23:47

Glazier skrifaði:Er þetta tæmandi listi eða er þetta bara listi yfir þá vöruflokka sem Elko er með sem munu/hafa lækka í verði ?


Vöruflokkar sem Elko selur. Það er verið að fella niður almenn vörugjöld, hef því miður ekki séð tæmandi lista, einungis lista yfir tollskrárnúmer sbr.

http://www.tollur.is/upload/files/Tolls ... E_utg4.pdf

Það mætti þó örugglega vel samþætta þetta við annan gagnagrunn til að tengja tollskrárnúmerin við nöfn, svo sem að 2202.1012 eru gosdrykkir með viðbættum sykri eða sætiefnum í einnota álumbúðum.

Skemmtileg þróun, gosdrykkir lækka í verði kolsýrt vatn hækkar, í samræmi við það sem tekið var fyrir í skaupinu...

Landlæknir skrifaði:Tveggja lítra gosflaska, sem í dag kostar 295 krónur í ákveðnum stórmarkaði, gæti lækkað um a.m.k. 11%. Kolsýrt vatn myndi hins vegar hækka um 5% eins og ávextir og grænmeti. Hvað sælgæti varðar eru áhrifin mismunandi en þau fara m.a. eftir núverandi vörugjöldum sem leggjast á eftir sykurinnihaldi.




sindrinski
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 03. Jan 2015 02:34
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf sindrinski » Lau 03. Jan 2015 02:39

Vita menn hvort tölvuíhlutir muni lækka í verði? Á maður td að bíða með að versla sér skjákort.



Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Lunesta » Lau 03. Jan 2015 04:02

Ég held ekki.. Ef ég man rétt var ekki einu sinni tollur á flestum tölvuíhlutum, þar á meðal skjákort, held
það sé bara vaskur þar en það má vel vera að mér skjátlist.




sverrirgu
Fiktari
Póstar: 65
Skráði sig: Fim 01. Mar 2012 17:40
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf sverrirgu » Lau 03. Jan 2015 04:15

sindrinski skrifaði:Vita menn hvort tölvuíhlutir muni lækka í verði? Á maður td að bíða með að versla sér skjákort.

Engin vörugjöld eins og Lunesta sagði en þeir lækka eitthvað þar sem VSK fer niður í 24% en sú lækkun ætti nú þegar að vera komin inn í kerfin svo það er ekki eftir neinu að bíða.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf depill » Lau 03. Jan 2015 09:54

GuðjónR skrifaði:
beatmaster skrifaði:Viljiði samt muna að vörugjöld á innfluttum vörum er reiknaður við tollafgreiðslu þannig að vörugjöldin falla bara niður á vörum fluttum inn eftir 1 jan og eftir að hafa unnið í mörg ár við vörumóttöku get ég lofað ykkur því að vorur sem að voru tollafgreiddar í dag eru í eiginlega engum tilfellum komið upp í hillur til sölu.

http://www.visir.is/hugsanlegt-ad-vorus ... 4712299947


Akkúrat það sem ég er að undirstrika með upphafsinnlegginu, fyrst vörur án vörugjalda eru ekki komnar í hillur verslana ennþá hvernig geta þá forsvarsmenn verslana fullyrt í fjölmiðlum að vörur þeirra hafi verið seldar vörugjaldslaust í marga mánuði?


Ekki það að ég er alveg sammála þér með bullið sem Samsung var að reyna "vörugjöld afnumin". En ég var í Heimilistækjum í gær ( kepyti reyndar ekkert ) og sá tæki sem ég sá fyrir jól á "tilboði" á 399 fyrir jól, núna á 299. Og það var ekki til afgreiðslu ( þótt fullt af fólki var að kaupa ) fyrr en eftir helgi einmitt vegna þess að þeir eru bara með slatti lager niðrá höfn tilbúinn til afgreiðslu.

Það er örugglega mikið að gera hjá tollinum núna næstu daga.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Lau 03. Jan 2015 10:56

depill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
beatmaster skrifaði:Viljiði samt muna að vörugjöld á innfluttum vörum er reiknaður við tollafgreiðslu þannig að vörugjöldin falla bara niður á vörum fluttum inn eftir 1 jan og eftir að hafa unnið í mörg ár við vörumóttöku get ég lofað ykkur því að vorur sem að voru tollafgreiddar í dag eru í eiginlega engum tilfellum komið upp í hillur til sölu.

http://www.visir.is/hugsanlegt-ad-vorus ... 4712299947


Akkúrat það sem ég er að undirstrika með upphafsinnlegginu, fyrst vörur án vörugjalda eru ekki komnar í hillur verslana ennþá hvernig geta þá forsvarsmenn verslana fullyrt í fjölmiðlum að vörur þeirra hafi verið seldar vörugjaldslaust í marga mánuði?


Ekki það að ég er alveg sammála þér með bullið sem Samsung var að reyna "vörugjöld afnumin". En ég var í Heimilistækjum í gær ( kepyti reyndar ekkert ) og sá tæki sem ég sá fyrir jól á "tilboði" á 399 fyrir jól, núna á 299. Og það var ekki til afgreiðslu ( þótt fullt af fólki var að kaupa ) fyrr en eftir helgi einmitt vegna þess að þeir eru bara með slatti lager niðrá höfn tilbúinn til afgreiðslu.

Það er örugglega mikið að gera hjá tollinum núna næstu daga.


Frábært að heyra að heimilistæki séu "solid" og ekki að taka þátt í því að taka til sín vörugjaldalækkunina.
Ég er lika að fylgjast með ákveðnum tækjum bæði hjá Elko og Samsungsetrinu, hvorugir hafa lækkað verðin ennþá.
Fólk á að mótmæla með veskinu, við neyðumst með að láta þetta yfir okkur ganga með bensinið, tryggingarnar, bankana og fleiri fákeppnisfyrirtæki en með heimilistæki þá höfum við svo sannarlega val. Sniðgöngum þau fyrirtæki sem ætla að haga sér svona og verslum við þá sem eru heiðarlegir.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf audiophile » Lau 03. Jan 2015 12:29

Varðandi þessa umræðu, þá get ég lofað að Elko er ekki að reyna að svindla á neinum eða reyna að komast hjá einhverjum lækkunum á einstaka vörum.

Ballið byrjar þegar SamsungSetrið/Ormsson auglýsa í haust að þeir séu að "fella niður" vörugjöldin strax. Fleiri fyrirtæki fylgdu svo á eftir og auglýstu vörugjaldalækkunir þ.á.m. Sjónvarpsmiðtöðin, Tölvulistinn, Tölvutek ofl. Þetta var lækkun sem nemur vörugjöldum að þeirra sögn og var eitthvað sem Elko tók ekki þátt í nema að því leiti að vera í virkri samkeppni var lækkað verð á öllum vörum sem samkeppnisaðilarnir lækkuðu. Þar gildir verðvernd Elko. Þetta er líklega að valda einhverjum ruglingi hjá fólki. Vörur sem voru lækkaðar sem nemur vörugjöldum fyrir áramót eru ekki að lækka núna, því það var búið að lækka þær.

Eins og komið hefur fram, eru vörur sem tollaðar eru án vörugjaldanna fæstar komnar í verslun og eru fyrirtæki eins og Elko að taka á sig kostnaðinn við að lækka strax 2. janúar allar vörur sem bera vörugjöld. Þetta var frekar stór aðgerð að breyta öllum verðum sérstaklega þar sem varð VSK breyting líka og það klikkaði verðbreyting á örfáum vörum af þeim mörg þúsund sem þurfti að breyta. Slíkt gerist og verið að vinna í breytingum.

Það er gott að neytendur fylgist vel með.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 13:08

audiophile skrifaði:Ballið byrjar þegar SamsungSetrið/Ormsson auglýsa í haust að þeir séu að "fella niður" vörugjöldin strax. Fleiri fyrirtæki fylgdu svo á eftir og auglýstu vörugjaldalækkunir þ.á.m. Sjónvarpsmiðtöðin, Tölvulistinn, Tölvutek ofl. Þetta var lækkun sem nemur vörugjöldum að þeirra sögn og var eitthvað sem Elko tók ekki þátt í nema að því leiti að vera í virkri samkeppni var lækkað verð á öllum vörum sem samkeppnisaðilarnir lækkuðu. Þar gildir verðvernd Elko. Þetta er líklega að valda einhverjum ruglingi hjá fólki. Vörur sem voru lækkaðar sem nemur vörugjöldum fyrir áramót eru ekki að lækka núna, því það var búið að lækka þær.


Það sem þú ert að lýsa er einfaldlega verðlækkun/afsláttur, sama undir hvaða yfirskini það var. Fyrirtæki gátu ekki sloppið við vörugjöldin strax.

Ef fyrirtækin skáru öll af álagningunni sinni til að auka sölu, fá svo vörurnar ennþá ódýrar og lækka ekki verðin við það þá eru þau að gera nákvæmlega það sem Guðjón var að lýsa.
Hækka álagningu aftur í það sama.

Vörur sem voru lækkaðar sem nemur vörugjöldum fyrir áramót eru ekki að lækka núna, því það var búið að lækka þær.


Þær eru þá að hækka aftur í álagningu=>effectively hækka í verði aftur, yes? Ekki það að þú vitir það ekki heldur bara að benda þér á að það er enginn að misskilja.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Lau 03. Jan 2015 13:33

Gúru þú ert alveg "spot on" með það sem ég sagði.

audiophile skrifaði:Vörur sem voru lækkaðar sem nemur vörugjöldum fyrir áramót eru ekki að lækka núna, því það var búið að lækka þær.

Hér stendur hnífurinn í kúnni, Elko er ekki að tapa á vörunum þó þeir gefi 20% afslátt til að vera samkeppnishæfir, það dugar alveg að skoða hvað sambærilegar vörur kosta á norðurlöndunum. Þótt hver einasti hlutur fari niður um 20% þá eru verðin samt hærri hérna og ekki tala um flutningskostnað.
Muniði eftir Lýsisperlunum?, þær eru fluttar til Danmerkur og til baka og kosta 2 kr. stykkið en þær sem fara beint úr verksmiðjunni á Granda 50 metra yfir götuna í Bónus kosta 5 kr. stykkið. Flutningskostnaður er því ansi frjálslega notað hugtak þegar okur er réttlætt. Það að Elko telji sig búna að breyta vörugjöldum þýðir bara það að þegar þeir fá næst vörur úr tollinum 20% ódýrari en síðast þá eru þeir að hækka álagninguna um það sem því nemur.
Vörugjaldalækkunin er þá látin bæta upp tímabundin afslátt sem er virkilega lélegt.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Lau 03. Jan 2015 14:52

Double post!

Hérna er smá dæmi, ég tók snapshot í desember hjá Samsungsetrinu, þar er sjónvarp á 631.920.- kr. fyrir áramót og sléttar 629.000.- kr. eftir áramót.
Lækkun upp á heilar 2.920.- kr. eða 0.46%
Þetta sjónvarp kostar í Noregi og Svíþjóð c.a. 380k Íslenskar, af hverju færðu næstum tvö tæki þar fyrir eitt hér?

http://www.pricerunner.se/pl/2-2968344/ ... 505-priser
http://www.prisjakt.no/product.php?p=2584094
Viðhengi
samsung_an vörugjalda.JPG
samsung_an vörugjalda.JPG (74.55 KiB) Skoðað 4065 sinnum
samsung TV eftir lækkun.JPG
samsung TV eftir lækkun.JPG (66.36 KiB) Skoðað 4065 sinnum



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 15:39

GuðjónR skrifaði:Double post!
Þetta sjónvarp kostar í Noregi og Svíþjóð c.a. 380k Íslenskar, af hverju færðu næstum tvö tæki þar fyrir eitt hér?


Reglubrjótur og lygasjúkur. :)

Þetta sjónvarp kostar 308.000 í Noregi í fimm mismunandi verslunum þó tvö þeirra séu ekki með þau á lager tímabundið.

Svo maður spyr sig: Af hverju á maður að sætta sig við að þetta kosti 630.000 hérna heima? Fyrir tveggja ára ábyrgð vs x hjá Noregi? Það vantar einhverjar upplýsingar hérna.


Modus ponens


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4168
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1301
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Klemmi » Lau 03. Jan 2015 16:12

Gúrú skrifaði:Svo maður spyr sig: Af hverju á maður að sætta sig við að þetta kosti 630.000 hérna heima? Fyrir tveggja ára ábyrgð vs x hjá Noregi? Það vantar einhverjar upplýsingar hérna.


Ég þekki það svo ekki með sjónvörpin, en Samsungsetrið/verkstæði Ormsson sá allavega um ábyrgðarviðgerðir fyrir Samsung á tölvuskjám sem keyptir voru innan Norðurlandanna síðast þegar ég vissi :) Sú vitneskja er reyndar 1 eða 2 ára gömul.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16258
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1983
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Lau 03. Jan 2015 16:26

Gúrú skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Double post!
Þetta sjónvarp kostar í Noregi og Svíþjóð c.a. 380k Íslenskar, af hverju færðu næstum tvö tæki þar fyrir eitt hér?


Reglubrjótur og lygasjúkur. :)

Þetta sjónvarp kostar 308.000 í Noregi í fimm mismunandi verslunum þó tvö þeirra séu ekki með þau á lager tímabundið.

Svo maður spyr sig: Af hverju á maður að sætta sig við að þetta kosti 630.000 hérna heima? Fyrir tveggja ára ábyrgð vs x hjá Noregi? Það vantar einhverjar upplýsingar hérna.

´
Rétt hjá þér, þetta litur mun verr út en ég setti það upp. Minnti að Norska krónan væri rúmar 20 isl.
Og svo segja þeir að verð "fyrir breytingu" sé 790k! hvaða rugl er það? Eins og 630 sé ekki nógu slæmt!
Það væri gaman að vita hvort einhver hafi virkilega borgað 790k fyrir svona tæki? Og sé það raunin fá að vita hvort vaselín hafi fylgt með.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf gardar » Lau 03. Jan 2015 16:30

Klemmi skrifaði:
Vöruflokkar sem Elko selur. Það er verið að fella niður almenn vörugjöld, hef því miður ekki séð tæmandi lista, einungis lista yfir tollskrárnúmer sbr.



http://andriki.is/post/105986699229



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 18:30

Það er hægt að fljúga til Noregs og baka (44k), gista á hóteli þar í 8 nætur (112k) og vera með leigubíl frá Hertz allan tímann (58k) fyrir mismuninn
á Samsungsetursverðinu og hráu innflutningsverði. (308k án flutningsgjalds + vaskur af því).

Það er eitthvað fishy við að staðan sé sú eftir niðurfellingu vörugjalda.


Modus ponens

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1559
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 125
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf audiophile » Lau 03. Jan 2015 18:55

GuðjónR skrifaði:Gúru þú ert alveg "spot on" með það sem ég sagði.

audiophile skrifaði:Vörur sem voru lækkaðar sem nemur vörugjöldum fyrir áramót eru ekki að lækka núna, því það var búið að lækka þær.

Hér stendur hnífurinn í kúnni, Elko er ekki að tapa á vörunum þó þeir gefi 20% afslátt til að vera samkeppnishæfir, það dugar alveg að skoða hvað sambærilegar vörur kosta á norðurlöndunum. Þótt hver einasti hlutur fari niður um 20% þá eru verðin samt hærri hérna og ekki tala um flutningskostnað.
Muniði eftir Lýsisperlunum?, þær eru fluttar til Danmerkur og til baka og kosta 2 kr. stykkið en þær sem fara beint úr verksmiðjunni á Granda 50 metra yfir götuna í Bónus kosta 5 kr. stykkið. Flutningskostnaður er því ansi frjálslega notað hugtak þegar okur er réttlætt. Það að Elko telji sig búna að breyta vörugjöldum þýðir bara það að þegar þeir fá næst vörur úr tollinum 20% ódýrari en síðast þá eru þeir að hækka álagninguna um það sem því nemur.
Vörugjaldalækkunin er þá látin bæta upp tímabundin afslátt sem er virkilega lélegt.


En þetta kemur allt niður á það sama er það ekki? Þeir sem voru ekki með neina "vörugjaldalækkun" fyrir áramót lækka verðin núna um sömu prósentu og hinir sem gerðu það fyrir áramót, semsagt 20% og álagningin helst sú sama. Það hljómar bara betur og réttlátara er það ekki? Það er frekar augljóst að ekkert fyrirtæki tekur á sig 20% lækkun á álagningu og lækkar svo aftur um 20% þegar vörugjöldin eru tekin af, er það ekki?

Álagningin helst sú sama hvort sem þú lækkar um 20% fyrir áramót og ekkert í dag, eða lækkaðir ekkert fyrir áramót og lækkar um 20% núna. Kemur niður á því sama. Ekkert svindl eða blekking í gangi.

Mér fannst þetta vörugjaldalækkanarugl fyrir áramót vera persónulega villandi og ekki hafa átt rétt á sér og ef ég man rétt voru Ormsson og Samsungsetrið sem riðu af vaðið með þetta og öll hin fyrirtækin fylgdu á eftir til að missa ekki af lestinni. Sértaklega fáránlegt fannst mér auglýsingarnar hjá Tölvulistanum og Tölvutek sem selur fáar vörur sem bera vörugjöld hvort eð er.

Annars er ég enginn talsmaður Elko, ég vinn bara þarna og er að reyna að koma því á framfæri að það er ekki vísvitandi verið að svindla á fólki hjá okkur.

Af hverju er annars enginn brjálaður yfir hækkuninni á matvælum? Hvar er forgangsröðunin?


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Gúrú » Lau 03. Jan 2015 19:03

audiophile skrifaði:Af hverju er annars enginn brjálaður yfir hækkuninni á matvælum? Hvar er forgangsröðunin?


Ertu bilaður? Því það fer í ríkissjóð en ekki Elko/Samsungsetrið/o.s.frv. ehf kannski? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?


Modus ponens