Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16263
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1986
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Lau 03. Jan 2015 20:59

audiophile skrifaði:Af hverju er annars enginn brjálaður yfir hækkuninni á matvælum? Hvar er forgangsröðunin?

Auðvitað er pirrandi að vsk sé hækkaður á matvæli, samt ekki nærri því eins pirrandi og þegar hann var lækkaður úr 24.5% í 7% og kaupmenn stálu mismuninum.
Þetta er ágætis lesning:
https://www.althingi.is/altext/erindi/144/144-112.pdf

Um II. Kafla: Neytendasamtökin lýsa sig samþykk áformum um niðurfellingu laga um vörugjald nr. 97/1987, en itreka þó áhyggjur sínar af því að sú niðurfelling, auk lækkunar á efra virðisaukaskattstigi, komi ekki til með að skila sér til neytenda.
Raunar fá samtökin nú þegar margar ábendingar þess efnis að seljendur hafí hækkað verð á t.a.m. raftækjum og gosdrykkjum, og má gera því skóna að það sé í þeim tilgangi að gera verðlækkun vegna afnáms vörugjalda léttbærari. Þá er þess skemmst að minnast að í sumar, í kjölfar lækkunar á m.a. tóbaksgjöldum, gerðu Neytendasamtökin könnun á því hvort seljendur hefðu lækkað útsöluverð á tóbaki í kjölfar lagabreytingarinnar og verðlækkunar frá ATVR. í ljós kom að einungis tveir af þeim tíu seljendum sem könnunin náði til höfðu lækkað verðið. Hinir höfðu einfaldlega hækkað álagningu sína. Er því fullt tilefni til að efast um að brottnáni vörugjalda og lækkun efra virðisaukaskattsþreps komi til með að skila sér að fullu til neytenda.




bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf bigggan » Lau 03. Jan 2015 21:34

Gúrú skrifaði:Svo maður spyr sig: Af hverju á maður að sætta sig við að þetta kosti 630.000 hérna heima? Fyrir tveggja ára ábyrgð vs x hjá Noregi? Það vantar einhverjar upplýsingar hérna.


'abyrgðin i Noregi og herna, er sá samí og herna, 2 ár nema han á að endast lengur, td bilar eru með 5 ár minni mig, og það er eins herna 2 ár nema han á að endast lengur þá er han 5 ár.

Svo hefur þú netábyrgð, það á við alt sem þú kaupir á netinu eða sima, það er 2 vikur með "skoðunar timi" þar sem þú getur sent han tilbaka án þess að hafa ástæðu.




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Bjosep » Sun 04. Jan 2015 15:56

audiophile skrifaði:
Af hverju er annars enginn brjálaður yfir hækkuninni á matvælum? Hvar er forgangsröðunin?


Líklegast væri réttara að spyrja þig hvort þú hefðir verið að skríða undan einhverjum steini.

Það er búið að gagnrýna matarskattsbreytinguna alveg síðan hún var tilkynnt í upphafi hausts. Þar beindist óánægjan að stjórninni sem ákvað að hækka skattinn hér beinist óánægjan hinsvegar hinsvegar að fyrirtækjum sem ætla að láta vöruverð standa í stað eða hækka þrátt fyrir að opinber gjöld séu felld niður.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Glazier » Sun 04. Jan 2015 16:07

Hringdi í nótt og pantaði mér Dominos.. Alltaf verið tilboð 1.590 kr. stór með 2 áleggstegundum, hún er búin að hækka í 1.650 kr.


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf depill » Sun 04. Jan 2015 16:10

Glazier skrifaði:Hringdi í nótt og pantaði mér Dominos.. Alltaf verið tilboð 1.590 kr. stór með 2 áleggstegundum, hún er búin að hækka í 1.650 kr.


Þetta er sama verð og hefur alltaf verið 1485 kr án vsk. 1590 kr fyrir vsk breytinguna og 1650 eftir vsk breytinguna. Kenndu Simma D um en ekki Dominos. En tengist ekki vörugjöldum.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2208
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf kizi86 » Sun 04. Jan 2015 16:16

depill skrifaði:
Glazier skrifaði:Hringdi í nótt og pantaði mér Dominos.. Alltaf verið tilboð 1.590 kr. stór með 2 áleggstegundum, hún er búin að hækka í 1.650 kr.


Þetta er sama verð og hefur alltaf verið 1485 kr án vsk. 1590 kr fyrir vsk breytinguna og 1650 eftir vsk breytinguna. Kenndu Simma D um en ekki Dominos. En tengist ekki vörugjöldum.

þá ætti þetta að lækka en ekki hækka, þar sem vsk á tilbúnum mat lækkaði (allaveganna minnir mig að tilbúinn matur hafi verið í hærra skattþrepinu)..


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf depill » Sun 04. Jan 2015 16:17

kizi86 skrifaði:
depill skrifaði:
Glazier skrifaði:Hringdi í nótt og pantaði mér Dominos.. Alltaf verið tilboð 1.590 kr. stór með 2 áleggstegundum, hún er búin að hækka í 1.650 kr.


Þetta er sama verð og hefur alltaf verið 1485 kr án vsk. 1590 kr fyrir vsk breytinguna og 1650 eftir vsk breytinguna. Kenndu Simma D um en ekki Dominos. En tengist ekki vörugjöldum.

þá ætti þetta að lækka en ekki hækka, þar sem vsk á tilbúnum mat lækkaði (allaveganna minnir mig að tilbúinn matur hafi verið í hærra skattþrepinu)..


Neibb. Það var 7% vsk er núna 11% vsk.



Skjámynd

Squinchy
FanBoy
Póstar: 773
Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
Reputation: 40
Staðsetning: Grafarholt
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Squinchy » Sun 04. Jan 2015 20:16

Hagkaup lækkaði þetta TV um heilar 951.kr :thumbsd
http://www.hagkaup.is/vorur/raftaeki/sjonvorp/vnr/21936


Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a

Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16263
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1986
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Sun 04. Jan 2015 20:53

Hérna er eitt dæmi þess að Elko stendur ekki við lækkun vörugjalda og vsk.
Þessi vél var auglýst í bæklingi hjá þeim 28. júlí - 4. ágúst sem „ný vara“, þarna voru stjórnvöld ekki búin að ákveða vörugjaldalækkunina.
Verðið var þá 249.995.- kr
Verðið er núna 237.127.-
Lækkun: 12.868.- eða 5.1% (lækkunin ætti að vera 52.499.- kr.)
Hefði Elko skilað vörugjalda og VSK lækkun til neytenda þá væri verðið á vélinni: 197.496.- (miðað við -21%)
Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum sem hægt er að skoða beri menn saman bæklinga síðasta árs og heimasíðuna núna.
http://www.elko.is/elkoedit/upload/file ... 14W31a.pdf
Viðhengi
Screenshot 2015-01-04 20.38.38.gif
Screenshot 2015-01-04 20.38.38.gif (23.53 KiB) Skoðað 2729 sinnum
Screenshot 2015-01-04 20.38.19.gif
Screenshot 2015-01-04 20.38.19.gif (77.63 KiB) Skoðað 2729 sinnum
Screenshot 2015-01-04 20.47.06.gif
Screenshot 2015-01-04 20.47.06.gif (17.47 KiB) Skoðað 2729 sinnum




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Dúlli » Sun 04. Jan 2015 21:21

Sá að þessi síða var að koma upp á fésinu "Látum ekki níðast á okkur".



Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Jimmy » Sun 04. Jan 2015 22:25

Hefur þetta líka áhrif á myndvarpa eins og sjónvörp?


~

Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Yawnk » Sun 04. Jan 2015 22:33

Er ekki 21% vörugjöld af útvörpum í bíla?
Var að fylgjast með einu tæki hjá Nesradíó sem kostaði 39.990 kr fyrir lækkun, sé síðan að tækið er komið á 33.990 kr núna eftir lækkun.
39.990 x 0.79 = 31.521 kr = 21% lækkun
39.990 x 0.85 = 33.915 kr = 15% lækkun!

Þarna má sjá að spilarinn hefur ekki lækkað nema um 15% af þessum 21% sem hann hefur ÁTT að lækka um.
Er eitthvað að fara framhjá mér í þessu eða er þetta bara svindlerí?
Væri ekki hægt að fara fram á það að fá spilarann á 31.521 kr? :roll:
Umræddi spilari : http://www.nesradio.is/247-cde-183bt.html

Var einnig að fylgjast með öðrum ódýrari spilara sem kostaði upphaflega 29.990 kr en er núna kominn niður í 24.900 kr.
Með 21% lækkun yrði sá spilari á 23.621 kr.
http://www.nesradio.is/254-ute-72bt.html


Vörugjöld : http://www.elko.is/vorugjold/



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Daz » Sun 04. Jan 2015 22:50

Ef það falla af 21% vörugjöld ætti varan að lækka um 17,35%.



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Yawnk » Sun 04. Jan 2015 22:52

Daz skrifaði:Ef það falla af 21% vörugjöld ætti varan að lækka um 17,35%.

Okei, vissi það ekki.
Afhverju 17.35% samt?



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16263
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1986
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf GuðjónR » Sun 04. Jan 2015 22:55

Daz skrifaði:Ef það falla af 21% vörugjöld ætti varan að lækka um 17,35%.

Það lækkar líka sem nemur 1.5% af vsk.

Koma ekki vörugjöld fyrst, svo VSK ofan á verð með vörugjöldum þ.e. áður en varan er leyst úr tolli og svo álagning ofan á allan pakkann?
Lækkunin á að vera 21% ekki 17,35% það er búið að gefa það út.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Daz » Sun 04. Jan 2015 22:58

GuðjónR skrifaði:
Daz skrifaði:Ef það falla af 21% vörugjöld ætti varan að lækka um 17,35%.

Það lækkar líka sem nemur 1.5% af vsk.

Koma ekki vörugjöld fyrst, svo VSK ofan á verð með vörugjöldum þ.e. áður en varan er leyst úr tolli og svo álagning ofan á allan pakkann?
Lækkunin á að vera 21% ekki 17,35% það er búið að gefa það út.


Ég nenni nú ekki að fletta upp hvaða gjöld eru að falla niður en já, vsk breytingin á að telja inn líka. Heildar prósentulækkunin er þá 18,35% (Ef að upphafleg vörugjöld voru 21% og vsk breyting er 25,5->24,0)

Yawnk skrifaði:
Daz skrifaði:Ef það falla af 21% vörugjöld ætti varan að lækka um 17,35%.

Okei, vissi það ekki.
Afhverju 17.35% samt?

Af því að 21% hækkun er ekki það sama og 21% lækkun. 21% gjöld sem áður voru lögð á verð falla út, það lækka ekki verðið um 21% samt
100 * 1.21 (hækkun um 21%) = 121
121 * 0.79 (lækkun um 21%) = 95,59



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7052
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1000
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf rapport » Sun 04. Jan 2015 23:04

Það virðist vera einhver misskilningur í fólki að halda að verð vöru sé bara (innkaupsverð + föst prósenta í álagningu)*VSK

Það er margskonar kostnaðarúrhlutunarmódel sem til eru þegar verð vöru eru ákveðin.

Algengasta verðmódelið er "markaðsverð" = það verð er sett á vöruna sem markaðurinn er til í að borga.

Þannig að innkaupsverð skiptir hreinlega ekki máli við verðútreikninginn.


En ef einhver er af gamla skólanum og reiknar út verð alveg frá grunni, þá yrði það e-h á þessa leið:

Innkaupsverð + innflutningskostnaður + opinber gjöld (t.d. í endurvinnslusjóð ef varan er raftæki eða í pappakassa) + vinnslugjald utanhúss (fast gjald við tollafgreiðslu t.d. hjá TVG) + Innahúss gjald (úthlutun kostnaðar starfsmanns við bókun innflutningsskjala) + fjárfestingarkostnaður (það kostar að fjármagna birgðir og vextir hafa lítið breyst) + kostnaðarúthlutun á rekstri verlsunar (bæði sýningarpláss, afgreiðsla) + auglýsingakostnaður (oftast úthlutað niður á vörulínur)

Á endanum er VSK bætt ofaná þetta alltsaman og þá ertu kominn með útsöluverð vöru.

Innflutningsverð er oft virkilega stór hluti en sá hluti minnkar þegar um sérvöruverslanir er að ræða sem flytja inn sjálfar og halda sinn eigin lager.

Ef eitthvað kostaði t.d. 30þ. þá er strax 6þ. VSK = 24þ. var gamla verðið án VSK og ef við segjum að 6þ. af því sé annar kostnaður, þá má t.d. áætla að 18þ. hafi lækkað um 20% = úr 18þ. í 14.400 + 6000 + VSK = 25.300 =16% lækkun í það heila.

Við skulum því ekki vera of harðir að dæma, það verður að líta til heildar þjónustu sem viðkomandi fyrirtæki veitir.



Skjámynd

Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 10
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Yawnk » Sun 04. Jan 2015 23:09

rapport skrifaði:Það virðist vera einhver misskilningur í fólki að halda að verð vöru sé bara (innkaupsverð + föst prósenta í álagningu)*VSK

Það er margskonar kostnaðarúrhlutunarmódel sem til eru þegar verð vöru eru ákveðin.

Algengasta verðmódelið er "markaðsverð" = það verð er sett á vöruna sem markaðurinn er til í að borga.

Þannig að innkaupsverð skiptir hreinlega ekki máli við verðútreikninginn.


En ef einhver er af gamla skólanum og reiknar út verð alveg frá grunni, þá yrði það e-h á þessa leið:

Innkaupsverð + innflutningskostnaður + opinber gjöld (t.d. í endurvinnslusjóð ef varan er raftæki eða í pappakassa) + vinnslugjald utanhúss (fast gjald við tollafgreiðslu t.d. hjá TVG) + Innahúss gjald (úthlutun kostnaðar starfsmanns við bókun innflutningsskjala) + fjárfestingarkostnaður (það kostar að fjármagna birgðir og vextir hafa lítið breyst) + kostnaðarúthlutun á rekstri verlsunar (bæði sýningarpláss, afgreiðsla) + auglýsingakostnaður (oftast úthlutað niður á vörulínur)

Á endanum er VSK bætt ofaná þetta alltsaman og þá ertu kominn með útsöluverð vöru.

Innflutningsverð er oft virkilega stór hluti en sá hluti minnkar þegar um sérvöruverslanir er að ræða sem flytja inn sjálfar og halda sinn eigin lager.

Ef eitthvað kostaði t.d. 30þ. þá er strax 6þ. VSK = 24þ. var gamla verðið án VSK og ef við segjum að 6þ. af því sé annar kostnaður, þá má t.d. áætla að 18þ. hafi lækkað um 20% = úr 18þ. í 14.400 + 6000 + VSK = 25.300 =16% lækkun í það heila.

Við skulum því ekki vera of harðir að dæma, það verður að líta til heildar þjónustu sem viðkomandi fyrirtæki veitir.

=D> Flott svar
Jæja þá lætur maður þetta bara framhjá sér fara sem eðlileg lækkun og ekkert svindlerí :catgotmyballs



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7052
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1000
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf rapport » Sun 04. Jan 2015 23:16

Yawnk skrifaði: =D> Flott svar
Jæja þá lætur maður þetta bara framhjá sér fara sem eðlileg lækkun og ekkert svindlerí :catgotmyballs


OK, berum saman tvö dæmi...

Mun ný IBM turntölva lækka meira, minna eða jafn mikið og samsett tölva úr einhverri tölvuverslun?

Nýherji flytur tölvuna inn en gerir í raun ekkert annað en að selja hana.

Tölvuverslun flytur inn íhluti sem munu lækka í verði en samsetningin mun enn kosta það sama, er það ekki?

Munu þær lækka jafn mikið í % ?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf depill » Sun 04. Jan 2015 23:22

rapport skrifaði:
Yawnk skrifaði: =D> Flott svar
Jæja þá lætur maður þetta bara framhjá sér fara sem eðlileg lækkun og ekkert svindlerí :catgotmyballs


OK, berum saman tvö dæmi...

Mun ný IBM turntölva lækka meira, minna eða jafn mikið og samsett tölva úr einhverri tölvuverslun?

Nýherji flytur tölvuna inn en gerir í raun ekkert annað en að selja hana.

Tölvuverslun flytur inn íhluti sem munu lækka í verði en samsetningin mun enn kosta það sama, er það ekki?

Munu þær lækka jafn mikið í % ?


Vont dæmi reyndar. Tölvur og íhlutir bera ekki vörugjöld heldur bara virðisaukaskatt. Svo já þær munu lækka jafn mikið ( úr 25,5% vsk í 24% vsk ).

Flest allir flokkanir fyrir vörugjöld eru vörur sem er engan vegin framleiddar hér.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1547
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 215
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf depill » Sun 04. Jan 2015 23:24

GuðjónR skrifaði:
Daz skrifaði:Ef það falla af 21% vörugjöld ætti varan að lækka um 17,35%.

Það lækkar líka sem nemur 1.5% af vsk.

Koma ekki vörugjöld fyrst, svo VSK ofan á verð með vörugjöldum þ.e. áður en varan er leyst úr tolli og svo álagning ofan á allan pakkann?
Lækkunin á að vera 21% ekki 17,35% það er búið að gefa það út.


Hann er að tala um að ef það eru 21% vörugjöld þá er afreikningshlutfallið 17,35%. En minnir að hæsta vörugjaldið hafi verið 25%, afreikningshlutfallið er 20% og svo 1,2% vegna vsk lækkunar, svo við endum í 21% lækkun.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf Tbot » Sun 04. Jan 2015 23:43

Skoðið bara elgiganten.dk og berið saman við elko

Það er munur upp á tugi þúsunda á sumum sjónvarpstækjum, þ.e. sömu gerðum af sony og panasonic
Danska krónan er 21 íslensk.

vsk hjá þeim er 25%



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf roadwarrior » Mán 05. Jan 2015 00:10

Tbot skrifaði:Skoðið bara elgiganten.dk og berið saman við elko

Það er munur upp á tugi þúsunda á sumum sjónvarpstækjum, þ.e. sömu gerðum af sony og panasonic
Danska krónan er 21 íslensk.

vsk hjá þeim er 25%


Er þá nokkuð mál hjá fólki að versla orðið td sjónvarpstæki og flytja inn sjálft. :sleezyjoe



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6292
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 440
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf worghal » Mán 05. Jan 2015 00:21

ef að vörugjaldið er 21% og það fellur frá. þá á ekki að mínusa flatt 21% af fullu verði...
ef 100000 fær á sig 21% þá eru það 121000. en til að lækka þetta aftur í 100000 og taka burt þessi 21% þá þarf að taka 17,36% af 121000.

en hérna eru allir að taka flata 21% af heildartölunni.

er ég kanski að gera einhverja villu ? :-k


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Fylgjumst vel með lækkun vörugjalda

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 05. Jan 2015 00:24

worghal skrifaði:ef að vörugjaldið er 21% og það fellur frá. þá á ekki að mínusa flatt 21% af fullu verði...
ef 100000 fær á sig 21% þá eru það 121000. en til að lækka þetta aftur í 100000 og taka burt þessi 21% þá þarf að taka 17,36% af 121000.

en hérna eru allir að taka flata 21% af heildartölunni.

er ég kanski að gera einhverja villu ? :-k


Þetta er alveg rétt hjá þér.