Spurning um vaktin.is

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Spurning um vaktin.is

Pósturaf Pandemic » Þri 28. Sep 2004 15:21

Hvenær var Vaktin stofnuð?
Vaktin.is var stofnuð í júní, 2002.


Ég frétti af þessari síðu hjá bróðir mínum og hann sagðist hafa frétt af þessari síðu í eldgamla daga þegar hann var að versla sér 1mb minnis kubba. Var til einhver önnur vakt eða?



Skjámynd

Stutturdreki
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1683
Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
Reputation: 27
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stutturdreki » Þri 28. Sep 2004 15:46

Hef aldrei séð/heyrt um annað sambærilegt og Vatkin.is .. á íslandi.. áður. Nema kannski Partalistinn (byrjaði 2000), en það eru bara smáauglýsingar.

Hvað er hann annars að tala um í 'eldgamla daga' ? Vefurinn eins og við þekkjum hann í dag varð ekki til fyrr en um 1994.. HTML er ekki 'nema' 10 ára gamalt!.. og þá var algengt að vera með 486 eða Pentium með svona 32-64Mb minni.

Fyrir utan það er ekki svo svakalega langt síðan það voru kannski 2-3 búðir sem voru með íhluti af viti, td. Hugver, Boðeind og Tæknibær (reyndar hægt að kaupa minni út um allt..).



Skjámynd

kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kiddi » Þri 28. Sep 2004 15:53

Það hefur verið einhver allt önnur vakt þá.... en ég er búinn að vera vafrandi síðan Miðheimar fyrst bauð upp á WWW þjónustu 1994 eða 1995, man ekki nákvæmlega hvenær það var, og verandi sá tölvunörd sem ég hef alltaf verið og mun alltaf vera, þá hef ég aldrei orðið var við aðra svona síðu á Íslandi.

Verðvaktin varð til þegar ég var sjálfur að versla mér tölvu sumarið 2002, ég bjó til lista í Excel og datt í hug að setja þann lista á netið eftir að ég var búinn að safna að mér öllum upplýsingunum, aðsóknin varð gríðarleg og örfáum vikum síðar var þetta batterí komið út úr ofninum.

Því verður auðvitað ekki neitað að Vaktin hefur fyrirmynd frá m.a. http://www.pricewatch.com & http://www.edbpriser.dk