Fréttir af Verðvaktinni - 24. mars 2003

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

Höfundur
kiddi
Stjórnandi
Póstar: 1198
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
Reputation: 255
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Fréttir af Verðvaktinni - 24. mars 2003

Pósturaf kiddi » Mán 24. Mar 2003 23:40

Við vonum að fólk hafi farið að okkar ráðum í síðustu uppfærslu varðandi kaup á vinnsluminni, okkur grunar að DDR fari hækkandi aftur upp úr þessu. Látið ekki deigan síga!

Við höfum nú flokkað í sundur Retail frá OEM örgjörvum á örgjörvalistanum vegna góðra ábendinga. Retail örgjörvar koma með viftu og lengri ábyrgð en OEM, auk þess sem viftur fylgja ekki OEM örgjörvum. Athugið að ekki allir verðlistar verslananna gera greinarmun á OEM/Retail, þar sem það var ekki tekið fram gerðum við ráð fyrir að viðkomandi örgjörvi væri OEM svo þið skuluð athuga málin vel áður en þið festið hug ykkar við einhvern ákveðinn örgjörva.

Skjákortin hafa ekki haggast frekar en vanalega, og eigum ekki von á alvöru breytingum fyrr en næstu kynslóðir skjákorta mæta á skerið.