Haddi segir af sér

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
Haddi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 23:17
Reputation: 0
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Haddi segir af sér

Pósturaf Haddi » Fim 20. Sep 2007 17:55

Jæja..

Ég ætla að segja af mér sem stjórnandi vaktarinnar um óákveðinn tíma.

Ég vona bara að ykkur gangi allt í haginn og mér finnst mjög miður að það sem ég gerði fór illa í ykkur og ég sé mikið eftir því. Þetta voru fljótfærnismistök og ég segi bara SORRY!

Efast um að nokkur vilji mig aftur eftir þetta.

En ég kveð stjórnarstólinn,

Bestu kveðjur,
Haddi



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fim 20. Sep 2007 21:14

Hmmm...sýnist ég vera sá fyrsti að kveðja þig.
Takk fyrir .... að gera nauðsynlegar lagfæringar til að minnka spamm og fleira, man ekki alveg hvað það var en það var eitt annað allavega.


En ég get ekki sagt að þú hafir staðið þig gagnvart notendum hérna,(þú talaðir um á öðrum þræði að þú tækir ábendingum)fórst í fýlu við minnsta tilefni og notaðir völd þín óspart í þína þágu.
Vonum að þú lifir og lærir, enda ungur drengur.
Og gangi þér vel í framtíðinni



Skjámynd

djjason
Ofur-Nörd
Póstar: 258
Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
Reputation: 0
Staðsetning: Boston, MA
Staða: Ótengdur

Re: Haddi segir af sér

Pósturaf djjason » Fim 20. Sep 2007 22:51

Haddi skrifaði:Jæja..
Ég ætla að segja af mér sem stjórnandi vaktarinnar um óákveðinn tíma.


Hvernig segir maður af sér í óákveðinn tíma. Segir maður ekki bara annaðhvort af sér eða ekki :)


"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds


Höfundur
Haddi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 23:17
Reputation: 0
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Pósturaf Haddi » Fim 20. Sep 2007 23:31

Nei, kannski kíkir maður aftur þegar allt er orðið rólegt..



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3813
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 141
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Pósturaf Daz » Fim 20. Sep 2007 23:48

Haddi skrifaði:Nei, kannski kíkir maður aftur þegar allt er orðið rólegt..
:shock: :?

Engu að síður stórmannlegt af Hödda (eða hvað á að kalla hann) að hætta.




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vefstjórnun

Pósturaf Gets » Fös 21. Sep 2007 01:35

Smá innleg frá mér í þessa umræðu.

Ég þekki Hödda/Haddi Nörd ekkert, það að hann hafi gert eitthvað sem flestum “að mér sýnist” notendum spjallsins á vaktin.is hafi mislíkað “mér líka” eru bara mannleg mistök og mér finnst að við eigum ekki að dæma hann of hart, það er enginn okkar fæddur til að stjórna svona viðamiklu spjallborði eins og vaktin er, látið mig vita það, ég er einn stjórnanda spjallborðs á öðrum vef, og ég hef sko verið látin heyra það af og til, af sumum notendum þess spjallborðs, og veit vel að þetta starf er ekki metið á nokkurn hátt af notendum spjallsvæða almennt, enda gera flestir sér ekki grein fyrir þeirri yfirlegu sem þetta starf þarfnast.

Ég vona að Haddi sjái sér fært að taka að sér, að vera áfram einn af vefstjórum þessa vefs, reynslunni ríkari, ég efast ekki um að hann hefur gert margt gott fyrir þennan vef.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3095
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 443
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf hagur » Fös 21. Sep 2007 11:32

Klapp fyrir Hadda. Stórmannlegt að hafa rögg í að segja af sér ef manni verður á í "starfi".

Þetta mættu íslenskir pólitíkusar taka sér til fyrirmyndar :!: :lol:




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 21. Sep 2007 11:42

Fær Prik í kladdann. Það þarf smá guts í að segja af sér eftir að viðurkenna eigin brot.

Menn mega líka ekki taka öllu persónulega hérna enda þekkjumst við persónulega ekki rass.

Manni líður stundum svona " pabbi minn er sterkari en pabbi þinn "

Þurfum að passa þetta.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
Haddi
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Mán 23. Sep 2002 23:17
Reputation: 0
Staðsetning: Ísland
Staða: Ótengdur

Re: Vefstjórnun

Pósturaf Haddi » Fös 21. Sep 2007 13:28

Gets skrifaði:Smá innleg frá mér í þessa umræðu.

Ég þekki Hödda/Haddi Nörd ekkert, það að hann hafi gert eitthvað sem flestum “að mér sýnist” notendum spjallsins á vaktin.is hafi mislíkað “mér líka” eru bara mannleg mistök og mér finnst að við eigum ekki að dæma hann of hart, það er enginn okkar fæddur til að stjórna svona viðamiklu spjallborði eins og vaktin er, látið mig vita það, ég er einn stjórnanda spjallborðs á öðrum vef, og ég hef sko verið látin heyra það af og til, af sumum notendum þess spjallborðs, og veit vel að þetta starf er ekki metið á nokkurn hátt af notendum spjallsvæða almennt, enda gera flestir sér ekki grein fyrir þeirri yfirlegu sem þetta starf þarfnast.

Ég vona að Haddi sjái sér fært að taka að sér, að vera áfram einn af vefstjórum þessa vefs, reynslunni ríkari, ég efast ekki um að hann hefur gert margt gott fyrir þennan vef.

Æj takk, mig vantaði þetta :wink:

Eins og ég las á öðru innleggi þínu þarf að taka stjórnendamálin hérna dáldið mikið í gegn. Sjálfur hef ég sinnt stjórnarstarfi á mörgum vinsælum og óvinsælum vefsíðum í gegn um tíðina og hef ég oft lent í þessu. Ástæðan fyrir því að ég hætti hér var sú að stjórnendur voru farnir að koma með skítaköst á mig hérna á opinberu spjalli en auðvitað á slíkt að fara fram á umræðum fyrir stjórnendur.

Ég hef ekkert á móti neinum stjórnanda hérna, mér finnst þeir allir vera að standa sig í stykkinu og ég er mjög stoltur með þá sem komust í stjórnarstólinn í gær. Ef einhverntímann, einhver áhugi verður á því að fá mig aftur, þá er ég opinn fyrir öllu en ég ætla ekki að heimta það. Það tók á að segja af sér á þessum vef, en ég taldi mig á það vegna umræðanna í gær. Og enn og aftur biðst ég afsökunar á að hafa eytt þessum þræði, og bið tolvuvirkni afsökunnar. Þetta voru fljótfærnismistök sem eiga ekki að eiga sér stað. Núna kvet ég Guðjón til að taka vel til í stjórnarstöðunum, koma liðinu á svið og tala meira saman ofl.

Bestu kveðjur,
Haddi




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2539
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 21. Sep 2007 14:17

Bara flott hjá þér. ..

Eins og áður kom fram er enginn að hunsa hvað þú gerðir vel. Menn bara mis óhressir með hvað þú gerðir illa.

Ég tel að það verði ekkert vandamál að koma þér aftur í vefstjóra stól hérna ef þú ert tilbúinn að sinna því eins og herramannstölvunörd.

Kveðja
Ómar Örn Smith.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s