Síða 4 af 4

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Mið 05. Nóv 2014 16:04
af Bioeight

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Mið 05. Nóv 2014 16:59
af kiddi
Framed skrifaði:Hér er svo mergum málsins af minni hálfu: Ég tel að þessi umræða hafi verið þörf enda hafa oft sprottið upp ljótar umræður í kjölfar athugasemda frá verðlöggum. Málið hefði horft allt öðru vísi við ef þið hefðuð bara beðið í 2-3 vikur áður en þráðurinn var settur inn. Þá hefði alveg verið hægt að halda þessum samskiptum milli madda, kidda og matrox utan við þetta og þráðurinn verið marktækari fyrir vikið.


Takk fyrir mjög svo málefnaleg og góð svör, ég er eiginlega sammála öllu sem þú segir. :happy

Persónulega er ég miklu hrifnari af því að koma sens í fólk heldur en að beita valdi, og mér sýnist ég hafa breytt amk einni skoðun, svo ég er bara sáttur :)

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Mið 05. Nóv 2014 19:33
af Klemmi
Bioeight skrifaði:

Sumt rétt, annað mjög vitlaust og/eða siðlaust.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Mið 05. Nóv 2014 22:08
af Bioeight
Klemmi skrifaði:Sumt rétt, annað mjög vitlaust og/eða siðlaust.

Ég vildi bara setja inn eitthvað súrt myndband um prútt, ég myndi hætta við sölu ef kaupandi gerði sumt af því sem er bent á í þessu myndbandi.


Ég vil hafa verðlöggur eða eitthvað sem sér til þess að allir (kaupandi og seljandi) fái eins sanngjarnt verð og hægt er en mér finnst þurfa að bæta eftirfarandi hluti:

1. Verðlöggur hafa stundum verið dónalegar
2. Fólk sem hefur ekki næga þekkingu fer í hlutverk verðlöggu og gefur rangt verðmat
3. Á söluþráðum er stundum beðið formlega um mat verðlöggu og ekki eitt einasta svar komið

Hingað til hefur mér þótt best að kaupa og selja á Vaktinni og vil ég halda því áfram.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Mið 05. Nóv 2014 22:13
af roadwarrior
Það sem ég fór að hugsa um þegar ég leit yfir þennan þráð var þessi lagstúfur: :sleezyjoe

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Mið 05. Nóv 2014 23:14
af maddi
Þetta er nú samt allt voðalega vanþroskað í kringum þessi sölumál.

Ef maður setur í auglýsingu, "Óska eftir tilboði", - þá fær maður tvennskonar pósta og fyrirspurnir,
annars vegar: "verðhugmynd?" og ekkert annað í póstinum. - þrátt fyrir að í eðli sínu sé : ósk um tilboð" akkúrat ósk um tilboð, yfirleitt gert þar sem viðkomandi er ekki viss á virði hlutarins, eða vill kanski ekki leggja fram eitthvað verð sem svo sjálfskipaða verðlöggan kemur með einhverjar vanhugsaðar yfirlýsingar og skemmir söluþráðin. - Verðlöggan gæti þá reynt að gera gagn og t.d bent á að sambærilegur hlutur kosti xxx, - og hjálpað þá þeim sem er að selja.
og hins vegar koma: "5.000kr" - fyrir eitthvað sem er augljóslega 10x meira virði. - s.s bull eitthvað sem þjónar engum tilgangi og gerir ekkert annað en að fæla fólk frá því að stunda þennan vef.


Er annars sammála því að tilsvör frá einhverjum sem ætla að skipta sér að hlutum sem aðrir eru að gera, þurfa að vera á kurteisum nótum, og leiðbeinandi, frekar en einhverjar fullyrðingar, eða dónaskapur. -

Ég skora á núverandi stjórnedur að setja siðareglur um verðlöggur og athugasemdir inn á söluþráðum. og að það verði krafa um að slíkir starfi hér undir sínu rétta nafni en ekki á bakvið einhvern avatar. - Þeir sem ætla að tjá sig um viðskipti annara verða að minnsta kosti að geta rætt málin og verið tilbúnir í að rökræða hlutina. það hlítur að vera spjallinu til framdráttar, - Annars er þetta bara eitt enn spjallið á internetinu þar sem allir hrauna yfir hvern annan og er engum til gagns.

kv.Marteinn.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Fim 06. Nóv 2014 00:31
af biturk
Sammála mörgu og sérstaklega með kurteisi

En tilboð óskast er eitthvað sem á að banna, það hafa allit hugmynd um hvað þeir vilja fyrir hlutinn seþ þeir selja eða geta aflað aér upplýsinga um nývirði eða raunvirði

Ef menn vilja ekki gefa neitt upp eru þeir yfirleitt að treista á að einhver bjóði hátt verð fyrir hlutinn og taka því strax himinlifandi með að hafa svínað á einhverjum


Annars hætti ég að nenna að verðlöggast eftir að áhugi minn á tölvum minnkaði og tími til að vesenast í tölvum varð enginn en ég vildi óska að það væru allar sölusìður með verðlöggur, þá væri söluumhverfi á netinu sanngjarnara og skynsamlegra, jafnvel siðsamlegra

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Fim 06. Nóv 2014 04:02
af Viktor
maddi skrifaði:Þetta er nú samt allt voðalega vanþroskað í kringum þessi sölumál.

Ef maður setur í auglýsingu, "Óska eftir tilboði", - þá fær maður tvennskonar pósta og fyrirspurnir,
annars vegar: "verðhugmynd?" og ekkert annað í póstinum. - þrátt fyrir að í eðli sínu sé : ósk um tilboð" akkúrat ósk um tilboð, yfirleitt gert þar sem viðkomandi er ekki viss á virði hlutarins, eða vill kanski ekki leggja fram eitthvað verð sem svo sjálfskipaða verðlöggan kemur með einhverjar vanhugsaðar yfirlýsingar og skemmir söluþráðin. - Verðlöggan gæti þá reynt að gera gagn og t.d bent á að sambærilegur hlutur kosti xxx, - og hjálpað þá þeim sem er að selja.
og hins vegar koma: "5.000kr" - fyrir eitthvað sem er augljóslega 10x meira virði. - s.s bull eitthvað sem þjónar engum tilgangi og gerir ekkert annað en að fæla fólk frá því að stunda þennan vef.


Mér finnst einmitt að verðhugmynd ætti að vera skilda. Eina ástæðan fyrir því að fólk setur ekki verðhugmyndir er að þá er það líklegra til þess að geta okrað \:D/

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Fim 06. Nóv 2014 10:20
af Klemmi
Sallarólegur skrifaði:Mér finnst einmitt að verðhugmynd ætti að vera skilda. Eina ástæðan fyrir því að fólk setur ekki verðhugmyndir er að þá er það líklegra til þess að geta okrað \:D/


Ósammála þessu, held það sé frekar vegna þess að ef þú setur verðhugmynd, þá mun gott sem enginn bjóða það verð (nema það sé í talsvert lægri kantinum), svo að þú neyðist til að setja hærri verðhugmynd heldur en þér finnst raunverulega sanngjarnt, því það verð mun vera prúttað og þá líklega niður í það verð sem þér þykir eðlilegt. Hins vegar mætir þá verðlögga á svæðið og segir þér að þetta verð sé of hátt og lætur þig líta út eins og þú sért svikahrappur eða ekki í tengslum við raunveruleikann.

Að þessu sögðu, þá tel ég þó að verðlöggur séu af hinu góða í þeim tilfellum sem um alveg absúrd verð er að ræða. Hins vegar ef verðið er +-20% af því sem þér þykir eðlilegt sem verðlögga, þá áttu frekar bara að láta þráðinn vera og sjá hvað gerist.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Fim 06. Nóv 2014 11:52
af kiddi
Klemmi skrifaði:...svo að þú neyðist til að setja hærri verðhugmynd heldur en þér finnst raunverulega sanngjarnt, því það verð mun vera prúttað og þá líklega niður í það verð sem þér þykir eðlilegt. Hins vegar mætir þá verðlögga á svæðið og segir þér að þetta verð sé of hátt og lætur þig líta út eins og þú sért svikahrappur eða ekki í tengslum við raunveruleikann.

Að þessu sögðu, þá tel ég þó að verðlöggur séu af hinu góða í þeim tilfellum sem um alveg absúrd verð er að ræða. Hins vegar ef verðið er +-20% af því sem þér þykir eðlilegt sem verðlögga, þá áttu frekar bara að láta þráðinn vera og sjá hvað gerist.


Nákvæm-f'in-lega !!

Myndu menn mæta á bílasölur og fara að tuða yfir verðlagningu á notuðum bílum sem þeir eru ekki að spá í að kaupa? Þetta er fáránleg hugmynd, þessar verðlöggur. Skil ekki hvernig mér datt í hug að gúddera þetta fyrir 12 árum síðan.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Fim 06. Nóv 2014 12:33
af Lunesta
hætti að nenna að lesa vegna þess að ég var kominn með upp í kok af drama
á annarri blaðsíðu en ég vil persónulega hafa verðlöggur.

Þegar ég fyrst byrjaði á vaktinni hafði ég ekki hundsvit á almennri álagningu,
hver verðin voru út í búð og hvað hlutirnir væru að fara á notað. Það að hafa
verðlöggur tryggði mér ekki bara að ég myndi ekki blæða út heldur einnig
því að ég lærði fljótlega á kerfið.

Þegar það kemur að vaktinni og prútti fyrir mér sem bæði sölumaður og
kaupandi þá hef ég voðalega lítið verið að því. Ef ég sé hátt verð þá reyni
ég ekki að undirbjóða rosalega. Og ég reyni líka að setja verðin mín á sanngjarnan
máta. Það er ekki erfitt fyrir seljendur að segja að þetta sé sanngjarnt verð
og að þeir séu ekki tilbúnir til að lækka verðið. Oftar en ekki verða fleiri kaupendur.

Verðlöggurnar hjálpa líka þegar það kemur að kaupum sem ég hef ekki mikið vit á.
Hvort sem það er sala á hlutum sem eru ekki til á Íslandi eða eitthvað sem ég
hef einfaldlega ekki hundsvit á.

Það er samt rosalega misjafnt hvernig verðlöggurnar hegða sér. Sumir eru rosalega þægilegir
sem segja bara t.d. "verðið er smá off hjá þér. Þú setur verð á x, en nýtt verð á sambærilegri
vöru er y, og þetta er almennt að fara hérna á verði z."

Þegar fólk ekki verðlöggum heldur ignore-ar hvað þeir segja þá er það big nono fyrir mig.
Seljandi getur hins vegar svarað með rökum hverjar sínar ástæður voru fyrir verðlaggningunni.

Þegar maður fer á bland þá prúttar maður og setur hærra verð. Þegar maður fer á vaktina
þá borgar maður það sama ef ekki mjög nálægt og verðsettning seljanda var og þegar
maður selur á vaktinni þá pælir maður í því hvað er sanngjarnt verð. Of hátt verð á vaktinni
er ekki eitthvað sem ég reyni að prútta niður heldur hugsa ég frekari "oh" og fer svo úr þræðinum.

Ég veit ekki með ykkur en ég þoli ekki að versla á stöðum eins og tyrklandi (Bland) og það meðal
annars er vaktin frábær.

Re: Eru verðlöggur góðar löggur?

Sent: Fim 06. Nóv 2014 18:15
af Diddmaster
Lunesta skrifaði:hætti að nenna að lesa vegna þess að ég var kominn með upp í kok af drama
á annarri blaðsíðu en ég vil persónulega hafa verðlöggur.

Þegar ég fyrst byrjaði á vaktinni hafði ég ekki hundsvit á almennri álagningu,
hver verðin voru út í búð og hvað hlutirnir væru að fara á notað. Það að hafa
verðlöggur tryggði mér ekki bara að ég myndi ekki blæða út heldur einnig
því að ég lærði fljótlega á kerfið.

Þegar það kemur að vaktinni og prútti fyrir mér sem bæði sölumaður og
kaupandi þá hef ég voðalega lítið verið að því. Ef ég sé hátt verð þá reyni
ég ekki að undirbjóða rosalega. Og ég reyni líka að setja verðin mín á sanngjarnan
máta. Það er ekki erfitt fyrir seljendur að segja að þetta sé sanngjarnt verð
og að þeir séu ekki tilbúnir til að lækka verðið. Oftar en ekki verða fleiri kaupendur.

Verðlöggurnar hjálpa líka þegar það kemur að kaupum sem ég hef ekki mikið vit á.
Hvort sem það er sala á hlutum sem eru ekki til á Íslandi eða eitthvað sem ég
hef einfaldlega ekki hundsvit á.

Það er samt rosalega misjafnt hvernig verðlöggurnar hegða sér. Sumir eru rosalega þægilegir
sem segja bara t.d. "verðið er smá off hjá þér. Þú setur verð á x, en nýtt verð á sambærilegri
vöru er y, og þetta er almennt að fara hérna á verði z."

Þegar fólk ekki verðlöggum heldur ignore-ar hvað þeir segja þá er það big nono fyrir mig.
Seljandi getur hins vegar svarað með rökum hverjar sínar ástæður voru fyrir verðlaggningunni.

Þegar maður fer á bland þá prúttar maður og setur hærra verð. Þegar maður fer á vaktina
þá borgar maður það sama ef ekki mjög nálægt og verðsettning seljanda var og þegar
maður selur á vaktinni þá pælir maður í því hvað er sanngjarnt verð. Of hátt verð á vaktinni
er ekki eitthvað sem ég reyni að prútta niður heldur hugsa ég frekari "oh" og fer svo úr þræðinum.

Ég veit ekki með ykkur en ég þoli ekki að versla á stöðum eins og tyrklandi (Bland) og það meðal
annars er vaktin frábær.


AMEN systa [-o<