LG 27GL850

Varstu að kaupa eitthvað spennandi? Komdu með myndir af því þegar þú opnaðir kassann.

Höfundur
B0b4F3tt
has spoken...
Póstar: 169
Skráði sig: Þri 05. Ágú 2014 12:11
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

LG 27GL850

Pósturaf B0b4F3tt » Mið 11. Sep 2019 20:50

Sælir

Ákvað að skella mér á eitt svona kvikindi um daginn, https://www.lg.com/us/monitors/lg-27GL8 ... ng-monitor?
27 tommur af algerlega sjónrænni veislu, 1440P, 1ms , IPS panel, 144hz og svo kirsuberið á toppnum, HDR :megasmile

Það skal reyndar tekið fram að gamli skjárinn minn var einhver gamall 24" BenQ skjár, FullHD og 60hz. Þannig að þetta er ótrúlega mikið stökk fyrir mig. Á eftir að láta reyna á þennan skjá í einhverjum tölvuleikjum. En fyrsta notkun á honum lofar góðu.

Fékk hann sendan frá Amazon með DHL, https://www.amazon.com/LG-27GL850-B-Ult ... B07TD94TQF . Verðið á honum kominn til landsins var 115þúsund. Veit ekki hversu gott verð það er fyrir svona skjá. Flutningskostnaður var frekar mikill eða um 200$. Mig minnir að BHPhoto hafi verið töluvert ódýrari í sendingarkostnaði en þeir áttu ekki skjáinn til. Og hann er reyndar uppseldur hjá Amazon líka í auganblikinu.

Mæli alveg hiklaust með þessum :happy