ZiRiuS skrifaði:Ein "skólatölva" undir (réttsvo) 150þús? Djöfull eru verð á fartölvum mikil bilun...
Eitt er þó bilaðra, en það er að kaupa fartölvu fyrir skóla á 250þús eða meira (skil þó ef þú ert að fara í kvikmyndaskólann eða listaháskólann).
Ég hélt einmitt að fólk í venjulegu námi reyndi að kaupa sér tölvu á allavega smá budget, eða þú veist, ég allavega reyni að gera það... kannski er ég bara eitthvað afbrigði

Fyrsta tölvan sem ég ætlaði að setja á listann var Lenovo IdeaPad hjá Elko, en núna þegar ég fletti henni upp sé ég hana ekki og sé aftur á móti Lenovo IdeaPad 530s á 100.000 kr, 1.5kg, allt að 8 klst rafhlöðuendingu, virðist vera nokkuð, ideal.
Eina tölvan sem ég fann þegar ég gerði listann sem virtist vera fullkomin á blaði og kostaði undir 100.000 kr var með 8. kynslóð af i5, 4GB RAM, 128 GB SSD og FullHD skjár. Ég fór niður í verslun og skoða vélina, eftir stutta notkun voru vifturnar farnar í 100% og á 30 mín fóru 15% af rafhlöðunni.
Hjaltiatla skrifaði:True, t.d held ég að chromebook dugi fyrir mjög marga framhaldsskólanema.
Vandamálið sem ég hef rekist á, þar sem ég bað um að fá Chromebook vélar fyrir skóla sem ég var að aðstoða, nemendur vildi ekki nota þær. Þessar tölvur voru ódýrar og um leið og við fórum í dýrari vélar að þá byrjuðu nemendur aðeins að fikta með þær, en að láta fólk nota eitthvað sem það þekkir ekki eða kann ekki á getur verið erfitt, hvað þá að láta þau fjárfesta í þessum hlutum.
Sallarólegur skrifaði:Flott myndband. Alltof dýrar vélar. Tölvur eru aldrei fjárfesting, enda falla þær bara í verði

En gætir skipt þessu í tvennt "BESTA SKÓLATÖLVAN" og "BESTA ÓDÝRA SKÓLATÖLVAN"

Fyrsta pælingin var að gera top 5 low / mid / high-end lista. Ég vill þó minna aftur á að þessi listi er ekki heilagur og sé ég núna Lenovo IdeaPad 530s, á 100.000 kr og án þess að kynna mér vélina, að þá lúkkar hún mjög vel.
Moldvarpan skrifaði:Ég verð að viðurkenna að ég er pínu lost eftir þetta vídeó.
Hvað gerir þessar tölvur að betri "skólatölvu", en margar aðrar á 60-100k?
Vel hægt að fá full-hd display, ssd og þokkalega batterís endingu á því verðbili.
Tökum nokkur dæmi (hunsum Chromebook í bili) :
- Acer Aspire 3 er á 60.000 kr. Hún er með FullHD skjá, 4 GB vinnsluminni, 128 GB drif. En hún er líka 2.1 kg. Mér finnst þetta vera allt of þungt fyrir fólk sem eru á flakki.
- Acer Swift 1 er á 60.000 kr. 13.3" skjár (Full HD). 4 GB vinnsluminni, 64 GB drif og 1.3 kg. Vélbúnaðurinn er þó um 2 ára gamall.
- Fyrir 10.000 kr aukalega getur þú farið í Asus Vivobook, helmingi stærra drif en einnig með 2 ára gömlum vélbúnaði?
- HP Notebook er mjög djúsí. 14" FullHD, 7. kynslóð af Intel, 6 GB vinnsluminni, lítið drif en einnig frekar létt (1,46 kg). Skjárinn er mjög dimmur, en fyrir 80.000 kr að þá er þetta líklegast fínasti díll. Vandamálið hér er að núna myndu koma spurningar frá nördunum, "En fyrir 20.000 kr getur þú fengið meira vinnsluminni og helmingi öflugri örgjörva".
Að gera þennna lista í miðjum Dual to Quad core skiptum er einfaldlega bara erfitt, og ódýrari vélar með Quad Core ná oft ekki að losa sig við hitann sem myndast. Ég gerði því frekar lista með vélum sem ég get staðið bakvið, þær duga sennilega lengur en ódýrari vélar og tvær af vélunum eru með 3 ára ábyrgð.
