Nvidia shield unboxing/review

Varstu að kaupa eitthvað spennandi? Komdu með myndir af því þegar þú opnaðir kassann.

Höfundur
littli-Jake
Vaktari
Póstar: 2169
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 70
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf littli-Jake » Fim 26. Apr 2018 11:32

Eftir allt of langa bið eignaðist ég loksins þessa fínu græju. Ég ætla að fara aðeins yfir upplifunina fyrstu dagana.

Áður en ég náði að opna pakkana kom strax í ljós hvað Nvidia horfa mikið í littli hlutina. Límbandi sem heldur lokinu á kassanum var með littlum flipum til að losa. Svona smávægileg smáatriði gera þetta svo mikið skemmtilegra.
IMG_20180423_184202.jpg
IMG_20180423_184202.jpg (1.29 MiB) Skoðað 2927 sinnum

Inn í kassanum er efst shildið sjálft ásamt fjarstýringu. Plast sem skiptir kassanum er mótað þannig að allt liggur vel. Pakkningar eru það góðar að ég ætla að eiga kassan ef ég þarf að flytja með dótið. Á neðri hæðinni er leikjapinni og straum kapall og þar kemur fram snild númer tvö.

Þar sem að heimurinn get ómögulega komið sér saman um hvernig rafmagns klær skal nota er shildið með umskiptanlega enda. Þú einfaldlega rennir þeirri kló sem þú þarft upp á.
IMG_20180423_184215.jpg
IMG_20180423_184215.jpg (1.33 MiB) Skoðað 2927 sinnum


Með í pakkanum kemur hleðslu snúra. Svört með Nvidia logóinu á endanum. Mjög flott. Ég klikkaði reyndar á að athuga hvort að fjarstýringarnar kæmu hlaðnar. Ég setti þær í sambandi meðan ég fór að leita að HDMI snúru sem kemur ekki með.

Þegar þú ræsir dótið fer það strax í að sækja uppfærslur. Síðan getur þú sótt uppfærslur fyrir fjarstýringarnar.
Ein kostur með fjarstýringarnar. Ég keypti auka pinna með en þurfti ekkert að gera til að sinca hann. Shildið pikkaði hann upp sjálfkrafa.

Það fyrsta sem ég gerði var að tengjast við Netflix og Plex. Bæði öppin eru þegar til staðar. Viðmótið á Plex er aðeins öðruvísi en það er í Samsung sjónvarpinu mínu en ekkert sem truflar mig. Er einmitt kominn með fítus í þessu "nýja Plex" að það spilara sjálfkrafa næsta þátt eftir 10 sek.
Hér komum við að fyrsta vandamálinu. Bæði fjarstýringin og leikjapinninn eru með snerti slider til að hækka og lækka. Sá fídus virkar ekki þegar þú ert að horfa á eitthvað sem er með suround sound. Þá þarf að nota sjónvarps/soundbar fjarstýringuna.
Að öðru leyti virkar sjónvarps viðmótið eins og draumur. Það næsta sem ég ætla að fara í er að prófa kodi til að horfa á íþróttir.

Að síðustu prófaði ég að tengjast við pc vélina. Þar sem ég er með Nvidia kort get ég streymað frá pc yfir á sjónvarpið ég held að það sé bara fyrir leik en ekki desctop vinnslu.
Eftir að ég náði í Nvidia experience gekk þetta nánast sjálfkrafa fyrir sig
Ég prófaði bæði Borderlands 2 og fallout new Vegas og þetta virkaði fullkomlega.

Shild bíður líka upp á einhverskonar leikja þjónustu. Þú getur sótt eða streymað allskonar leikjum frá littlum hopskop leikjum yfir í nýja stóra leiki. Sumt af þessu er frítt. Ég hef ekki en prófað þetta en fer í það á næstunni.

Ég borgaði 220 evrur fyrir shild með fjarstýringu og pinna í Þýskalandi. Það er langt undir hámarks heimild sem fólk hefur til að flytja inn með sér skattfrjálst. Ég tók 16gig útgáfu og á eftir að tengja utanáliggjandi harðan disk en það eru 2 usb3 tengi til staðar.

Hingað til mæli ég eindregið með þessari græju. Hún gerði til að mynda allt sem Apple TV gera og betur.


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2751
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 254
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf hagur » Fim 26. Apr 2018 12:43

Geggjuð græja :)Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4218
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 313
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf chaplin » Fim 26. Apr 2018 17:10

Welp.. annar hluturinn kominn á innkaupalistann.

En töff tæki, mátt endilega leyfa okkur að fylgjast með þessu! Einnig, er hægt að tengja lyklaborð og mús við þetta og spila þá PC leikina í sjónvarpinu þótt tölvan sé inn í bílskúr? :o


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2316
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 302
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf Hjaltiatla » Fim 26. Apr 2018 17:15

Er mjög mikið að fíla að geta notað Chromecast (sem er innbyggt í græjuna) til að cast-a efni úr öppum sem bjóða uppá það. T.d Linux academy etc..
Ekkert betra en að vera horfa á efni í sjónvarpinu og með laptop-inn í fanginu meðan maður er að læra.Tek stundum græjuna með mér meira að segja :lol:


Just do IT
  √

Skjámynd

BugsyB
</Snillingur>
Póstar: 1047
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Reputation: 12
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf BugsyB » Fim 26. Apr 2018 21:10

Er við það að parkera minu eftir árs notkun - plex appið mjög oft að crasha í því - og sama hvað ég reyni þá breytist það ekki


Símvirki.

Skjámynd

Blues-
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Þri 09. Maí 2006 01:16
Reputation: 9
Staðsetning: /usr/local
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf Blues- » Fim 26. Apr 2018 22:53

Nota Plex mjög mikið og var orðinn heitur á að skella mér á Nvidia Shield ..
Það var hinsvegar algert turnoff að lesa plex forumið hjá þeim sem eru með Shield ..
annar hver maður virðist vera að lenda í að þessa krassi í tíma og ótíma.

Alger synd þar sem þessi vélbúnaður er top notch.Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1608
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf MuGGz » Fim 26. Apr 2018 23:20

Ég er með Nvidia shield og hef ekki lennt 1x í því að plex crashi ...Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2070
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 126
Staða: Tengdur

Re: Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf kizi86 » Fös 27. Apr 2018 01:37

"Hér komum við að fyrsta vandamálinu. Bæði fjarstýringin og leikjapinninn eru með snerti slider til að hækka og lækka. Sá fídus virkar ekki þegar þú ert að horfa á eitthvað sem er með suround sound. Þá þarf að nota sjónvarps/soundbar fjarstýringuna. "

er þetta ekki bara útaf passthrough? þe sendir surround digital hljóð ósnert til soundbarsins? ég var allaveganna með það stillt svoleiðis, en þoldi ekki að geta ekki notað hækka og lækka í tölvunni minni svo slökkti á passthrough, valdi frekar að láta encode-a surround sound á 2 channel sound (er að tala um pc hér reyndar) en gæti vel trúað að getur ekki lækkað í shield útaf passthrough..


AsRock Fatal1ty Z77 Professional Intel 3770K@4.4GHz Asus GTX 980OC Strix 4GB GeiL Leggera DDR3 2x4GB@2133MHz 1.5TB Seagate Barrracuda 7200rpm stýrikerfi: Crucial m4 240GB SSD 2TB Hitachi 7200rpm 27" 1440p Shimian IPS LED WD RED 4TB 3TB WD Green Aerocool XpredatorAerocool X-Strike 1100w PSU

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5566
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 405
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia shield unboxing/review

Pósturaf rapport » Fös 27. Apr 2018 01:47

Hvernig ertu með saoundbarið tengt?

Ég er HDMI í TV og svo bluetooth beint í Shield, hljóðið fer því aldrei í gegnum TV.

p.s. kann einhver leið til að fara í gegnum þennan login skjá í Golfstar með fjarstýringu, nenni ekki að aftengja lyklaborðið mitt og fara með það inn í sjónvarpsherbergi til að laga.

p.p.s. langar í góðan 2 player leik.. finn ekkert spes.