Síða 1 af 1

Last Datatech.is

Sent: Lau 21. Okt 2017 14:08
af raggos
Daginn vaktarar.
Vildi bara vara ykkur við fyrirtækinu Datatech.is á Íslandi og eigenda þess Andri Steinn Jóhannsson.
Ég fór með disk í viðgerð í sumar hjá þeim og afhenti á sama tíma varadisk í varahluti sem og stýrispjald (PCP) til að auka líkur á viðgerð. Síðan þá hef ég ekkert heyrt í kauða og ítrekaðar tilraunir til að ná í fyrirtækið til að fá búnaðinn minn til baka hafa engu skilað.
Þetta er svikamylla

Re: Last Datatech.is

Sent: Lau 21. Okt 2017 15:56
af einarhr
Athyglisvert

"Gagnabjörgun C Erfiðustu verkefnin falla í þennan flokk. Hér þarf að skipta um varahluti innan í harða disknum, t.d. formagnara (e. pre-amp), leshausa (e. heads) o.fl. Viðgerðir sem þessar fara fram í rykhreinsuðu umhverfi og eru mjög vandasamar. Að lokinni viðgerð á vélbúnaði eru notaðar „B“ gagnabjörgunaraðferðir eins og lýst er hér að ofan."

Er Datatech með þessa aðstöðu eða er verið að senda diskana erlendis?

Þessi heimasíða gefur samt lítið sem ekkert upp um hver er Datatech, en ég fann þetta á RSK
https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit ... 5602161570
https://1819.is/a-og-b-ehf

Bætt við,

Fyrirtæki sem auglýsir sig "síðan 2012" með 2016 kennitölu er svo íslenskt. :)

Re: Last Datatech.is

Sent: Lau 21. Okt 2017 16:01
af Sallarólegur
einarhr skrifaði:Fyrirtæki sem auglýsir sig "síðan 2012" með 2016 kennitölu er svo íslenskt. :)


Það getur verið hagkvæmt að vera með rekstur á einstaklingskennitölu þegar veltan er lág og skuldsetning lítil eins og oft í tæknigeiranum, svo það er svo sem ekkert óeðlilegt.

Það kostar um 200-300.000 kr. að stofna ehf.

Re: Last Datatech.is

Sent: Lau 21. Okt 2017 16:15
af einarhr
Sallarólegur skrifaði:
einarhr skrifaði:Fyrirtæki sem auglýsir sig "síðan 2012" með 2016 kennitölu er svo íslenskt. :)


Það getur verið hagkvæmt að vera með rekstur á einstaklingskennitölu þegar veltan er lág og skuldsetning lítil eins og oft í tæknigeiranum, svo það er svo sem ekkert óeðlilegt.

Það kostar um 200-300.000 kr. að stofna ehf.200 til 300 þúsund er ekki mikið fyrri Ehf, það ætti að vera meira svo menn hætti braski. Ef þú ætlar út í buissnes eins og þennan hjá Datatech þá kostar svona ransóknarstofa sem er rykfrí miljónir og ætti að skapa næga peninga fyrir fyrirtækið. Það að gamlar kennitölur/fyrirtæki séu til sölu sem gerir misgáfuðum mönnum aðgang að þvi að braska með fyrirtæki og láta sögu þeirra áður koma sér til góðs og flakkið heldur áfram. Það er stofnuð ehf hægri og vinstri á Íslandi, flest til góðs en svo eru það kennitöluflakkararnir sem leika á þetta kerfi og skattgreiðendur á Íslandi taka tapið.

Re: Last Datatech.is

Sent: Lau 21. Okt 2017 16:24
af GuðjónR
Sallarólegur skrifaði:Það kostar um 200-300.000 kr. að stofna ehf.

https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/gjaldskra/
Stofnun einkahlutafélags (ehf.) 130.800.-

Re: Last Datatech.is

Sent: Lau 21. Okt 2017 16:27
af Sallarólegur
GuðjónR skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Það kostar um 200-300.000 kr. að stofna ehf.

https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/gjaldskra/
Stofnun einkahlutafélags (ehf.) 130.800.-


Þetta er ekki eini kostnaðurinn við ehf. Þarf svo að greiða endurskoðanda og að skila ársreikningum oþh.

3. Hvað kostar að stofna fyrirtæki?
Það eitt að sækja um stofnun einkahlutafélags kostar kr.130.500- (sjá gjaldskrá rsk) við það bætist svo kostnaður við að ráða endurskoðenda til að fylla út alla nauðsynlega pappíra fyrir ykkur. Ef þið hafið stofnað fyrirtæki áður þá eigið þið líklega alla pappírana til og getið hugsanlega stofnað það sjálfir, stundum er þó gott að fá fagmann til að sjá um það sérstaklega ef þið eruð margir í hóp og viljið útbúa gott hluthafasamkomulag til að tryggja rétt ykkar allra. Ég hef ekki ráðið endurskoðenda/lögfræðing til að setja upp pappírana fyrir mig í nokkur ár og veit því ekki alveg hvað það myndi kosta en gæti þó áætlað að það væri á bilinu 40-80þús fyrir utan hluthafasamkomulagið. En þið getið notað hlutaféð til að borga þennan kostnað, sem þýðir að þið verðið í raun bara með 300 þúsund í hlutafé eftir að hafa borgað fyrir þetta og því ennþá minni ástæða til að taka þann pening út úr fyrirtækinu.


https://www.frumkvodlar.is/kostnadur-ny ... rirtaekja/

Re: Last Datatech.is

Sent: Lau 21. Okt 2017 16:37
af einarhr
Back on track ;)
op
hvenær í sumar og ertu með þjónustubeiðni? Greiddir þú eitthvað fyrirfram? Hvenær heyrðir þú síðast í Datatech?