JBL E50BT unboxing and review

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16255
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1980
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

JBL E50BT unboxing and review

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Maí 2016 22:22

Hér kemur stutt samantekt um þráðlaus JBL heyrnartól.
Er með tvö JBL bluetooth heyrnartól, þessi heyrnartól hafa þá sérstöðu að annað þeirra tengis þráðlaust í Bluetooth tæki, í mínu tilfelli sjónvarp og hitt tækið parar sig svo við það.
Fyrsta sem maður sér þegar maður opnar pakkann eru gæðleg og "sturdy" heyrnartól, eiginlega gæðalegri en maður átti von á miðað við verðmiðann. Þau fara yfir eyrun og eru mjög lokuð, nánast eins og heyrnarhlífar.

Í pakkanum er líka snúra með 3.5mm fyrir þá sem vilja tengja þau með snúru og einnig hleðslusnúra, USB>3.5mm.
Næsta skref var að kíkja á litla bæklinginn, já ótrúlegt en satt þá gerði ég það!
Eftir að hafa parað annað tækið við sjónvarpið og síðan parað þau saman (sem tók nánast enga stund) þá var farið að prófa.
Þau eru 100% í sync við mynd, þ.e. hljóð og mynd synca en það á við um bæði tækin en það er það sem mestu máli skiptir.
Hljómurinn er mjög góður og í raun alveg ný upplifun að hafa svona gott sound með sjónvarpinu.

Hægt er að hækka og lækka með skífunni á vinstra megin, fyrir þá sem eru með þau tengd þráðlaus við síma er hægt að svara símanum (innbyggður mic), setja símtal á bið og slíta símtali, einnig ef þú ert með þau tengt við tónlistaspilara þá er hægt að setja á pásu og skippa lögum.
JBL E50 kosta 16.995.- í Tölvulistanum. En þar er sýniseintak sem hægt er að máta og fá að prófa við græjur og heyra hljómgæðin.
Viðhengi
IMG_0146.JPG
IMG_0146.JPG (595.29 KiB) Skoðað 3232 sinnum
IMG_0147.JPG
IMG_0147.JPG (840.48 KiB) Skoðað 3232 sinnum
IMG_0149.JPG
IMG_0149.JPG (722.33 KiB) Skoðað 3232 sinnum



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6275
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: JBL E50BT unboxing and review

Pósturaf worghal » Þri 10. Maí 2016 22:28

þetta!
Þetta er kúl! :D


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2482
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: JBL E50BT unboxing and review

Pósturaf svanur08 » Þri 10. Maí 2016 22:36

Nice! Til hamingju með þessi flottu headphones. :happy


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: JBL E50BT unboxing and review

Pósturaf mundivalur » Þri 10. Maí 2016 22:48

Flott hef þetta í huga :D



Skjámynd

vesi
/dev/null
Póstar: 1464
Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
Reputation: 121
Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
Staða: Ótengdur

Re: JBL E50BT unboxing and review

Pósturaf vesi » Þri 10. Maí 2016 22:56

Til lukku, Flott lýsing.
Ætli sé hægt að para fleirri saman, eða eru þau max 2 við 1x Signal?


MCTS Nov´12
Asus eeePc

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16255
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1980
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: JBL E50BT unboxing and review

Pósturaf GuðjónR » Þri 10. Maí 2016 23:07

vesi skrifaði:Til lukku, Flott lýsing.
Ætli sé hægt að para fleirri saman, eða eru þau max 2 við 1x Signal?


Það væri gaman að vita, í bæklingnum var talað um tvö, þ.e. ýtir 1x á takkann á tækinu sem gefur strauminn og síðan 2x á tækið sem þiggur strauminn. Mig grunar að þú sért limitaður við tvö tæki án þess þó að vita það fyrir víst.
Núna eru börnin sofnuð og við ætlum að kíkja á Banshee, það verður munur að þurfa ekki að hafa VOL 1-2 á TV og nánast lesa varamál.
Þetta myndi líka nýtast vel fyrir þá sem eru með TV í svefnherberginu, annar aðilinn gæti þá farið að sofa án þess að verða fyrir truflun, það er líka fínt að geta blastað þáttinn sinn eða góða mynd án þess að trufla aðra, t.d. þeir sem búa í fjölbýli. Svo heyrir maður líka miklu nákvæmara hljóð heldur en í TV hátölurunum. Tóm hamingja!