Síða 1 af 1

ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fim 04. Jún 2015 19:41
af Alfa
Sælir

Fyrir þá sem eiga t.d MSI 970 GTX þá fann ég góða lausn á backplate sem því miður fylgir ekki þessum kortum. Hjá http://www.ColdZero.eu er hægt að panta allavega þrjú útlit fyrir þetta kort og reyndar helling á önnur kort t.d Gigabyte, Asus, EVGA ofl ásamt ýmsum öðrum vörum. ColdZero eru staðsettir í Portugal en ég fékk mjög hagstæðan DHL flutning frá þeim á einungis þremur dögum (til vestmannaeyja, hefðu verið tveir á höfuðborgarsvæðið).

Ástæðan fyrir því að ég fór í kaup á backplate er að kortið hjá mér (á þó alls ekki við um öll kort) svignar svolítið og auk þess er tölvan hjá mér neðarlega og ekkert sexy að horfa ofan á PCB plötuna og minniskubba. Verðið var rétt um 40€ eða um 6 þús hingað komið með 15€ DHL alla leið að dyrum (ódýrari flutningur í boði en það munar bara of litlu að mínu mati. Kortið kom í góðum kassa sem fór mjög vel með vöruna.

Ásetning var mjög auðveld, með plötunni fylgja allar skrúfur og tvær þykktir af "riserum" (gúmmískífum) til að passa að platan komi hvergi við. Hvaða skrúfur þarf að losa segir sig eiginlega sjálft en hægt er að finna leiðbeiningar á heimasíðu framleiðanda. Farið þó varlega því þið eruð að losa heatzink sem eru undir. T.d á VRM sem færðist aðeins til hjá mér en það var auðvelt að koma því aftur á sinn stað.

Coldzero backplatan sem ég valdi er eins og aðrar þarna úr 3mm svörtu plexy (sennilega hægt að fá hvítt líka) og það hjálpar mikið við hvað kortið svignar. Ég efast ekki um að þetta sé hægt hérna á íslandi en þá þyrfti að skanna kortið inn og setja það upp í forriti fyrir skurð, stórefa að það kostaði minna en 6 þús.

ATH! ef þið eruð að panta fyrir MSI 970GTX kannið þá hvaða PCB þið eruð með, það eru nefnilega tvö í gangi v1.1 og v1.3.
ATH! allar breytingar á kortum gætu skaðar ábyrgð, ég tek ekki persónulega ábyrgð á því :)

Myndir sýna þetta betur ... svo enjoy !

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fim 04. Jún 2015 19:49
af ZoRzEr
Kom bara mjög vel út. Flott vél líka.

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fim 04. Jún 2015 20:55
af mundivalur
Glæsilegt :happy

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fim 04. Jún 2015 21:12
af Alfa
mundivalur skrifaði:Glæsilegt :happy


Kaplarnir og Led ljósin frá þér Mundi hjálpa nú til með það ;)

icemodz.com

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fim 04. Jún 2015 22:04
af jojoharalds
Mjög snyrtilegt :)
Hríkalega flott Til lukku með flotta vél !!

En eins spurning samt,:

hvernig færðu 24GB vinnsluminni (4x8 er sama sem 32GB) ?

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fim 04. Jún 2015 22:11
af rickyhien
jojoharalds skrifaði:Mjög snyrtilegt :)
Hríkalega flott Til lukku með flotta vél !!

En eins spurning samt,:

hvernig færðu 24GB vinnsluminni (4x8 er sama sem 32GB) ?


8+8+4+4 = 24 :P

ps. mjög snyrtileg og flott vél =D>

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fim 04. Jún 2015 22:42
af jojoharalds
rickyhien skrifaði:
jojoharalds skrifaði:Mjög snyrtilegt :)
Hríkalega flott Til lukku með flotta vél !!

En eins spurning samt,:

hvernig færðu 24GB vinnsluminni (4x8 er sama sem 32GB) ?


8+8+4+4 = 24 :P

ps. mjög snyrtileg og flott vél =D>


Hehe ups var einhvernveginn ekki að pæla að það væri náturlega til 4gb :)

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fös 05. Jún 2015 00:04
af Alfa
jojoharalds skrifaði:Hehe ups var einhvernveginn ekki að pæla að það væri náturlega til 4gb :)


Já þú áttir kollgátuna ... þetta eru s.s upprunalegu 2 x 8 gb svo komst ég yfir 2 x 4 kit og henti þeim bara í líka (þó ég hafi ekkert við þau að gera ... en þau gera lookið aðeins meira clean, í stað þess að vera með 2 tóm slot).

kv Kristján

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fös 05. Jún 2015 00:21
af Xovius
Þetta er eitt flottasta backplate sem ég hef séð. Skil ekki afhverju backplate er ekki orðið standard á öllum svona high end kortum. Kom mér einmitt mjög á óvart að nýja 980ti kortið verður ekki með backplate þó að 980 (minnir mig) og 970 windforce kortið sem ég var með komi með backplate frá framleiðanda.

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fös 05. Jún 2015 00:50
af Alfa
Ég vona að menn fyrirgefið mér myndaspammið, en ég hef alltaf fílað tölvuklám!

því miður er ég ekki með nógu góða myndavél til að ná þessu í réttu ljósi í myrkri en þetta er nálægt því!

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fös 05. Jún 2015 09:42
af Moldvarpan
Virkilega snyrtileg tölva og fallega frá gengið.

Á mynd, P6056297.jpg, hallar kortið ekki örlítið, frá vinstri niður til hægri?
Þetta er þannig hjá mér, þótt ég sé með allt aðra útgáfu af skjákorti, en þó Gaming frá MSI.

Eru öll kort svona í dag? Þetta er kannski smámunasemi, en finnst furðulegt að þau séu ekki alveg lóðrétt.

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fös 05. Jún 2015 10:53
af Alfa
Sælir
Frá þessu angle virðist það jù en ef maður er alveg level við kortið er það ekki svo, kannski 2mm. Það var akkurat astæðan fyrir backplate-inu, þvi það svignaði mun meira. Það ma kenna kannski smá köplunum um maður gæti tekið þa inn að ofan eða frá hægri en þá myndu þeir sennilega ekki njòta sìn jafnvel.

Re: ColdZero MSI 970 GTX backplate mini review

Sent: Fös 05. Jún 2015 11:16
af worghal
Mögnuð síða. Er að spá í að uppfæra strix backplatið hjá mér og fá mér líka backplate á hljóðkortið :D