Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR


Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf vesley » Þri 17. Mar 2015 21:11

Frá því að ég fór fyrst að fylgjast með Noctua um 2011 hafði ég alltaf verið rosalega heillaður af þeirra vörum og hönnun. Er búinn að lesa ótrúlegt magn af umfjöllunum um þeirra vörur og voru allir sammála um að þeir voru sér á báti með bæði sína hönnun og afkastagetu þegar Noctua kom fyrst á markaðinn. Hinsvegar hafði ég aldrei átt Noctua vörur og var meginástæðan sú að ég lét brúna litinn stöðva mig algjörlega og ekki var mikið framboð eftir þeim vörum hér á landi.

Ég byrjaði að starfa hjá Tölvutækni síðasta sumar (2014) og vissi af því að hann hafði verið eini aðilinn sem var að selja Noctua. Ég fékk þá að kynnast þeirra vörum enn betur í gegnum samsetningar og sölu og strax þegar ég var með fyrstu viftuna í höndunum hætti ég að spá í þessum brúna lit, verð meira að segja að segja að mér finnst hann bara nokkuð fínn!
Metnaðurinn sem Noctua leggur í sínar vörur heillaði mig alveg rosalega, hef alltaf haft gaman af því ef vörur er vel pakkaðar inn og eru eftirtektarverðar í verslunum og á netinu.
Mynd

Hverjir eru Noctua ?

Noctua var stofnað árið 2005 þegar fyrirtækin Rascom Computerdistribution og Kolink International hófu samstarf. Noctua hóf rekstur sinn með það markmið að koma sterkir inn á markað þeirra sem sækjast eftir hljóðlátum kælingum og viftum ásamt því að skila frá sér gríðarlega góðum afköstum og leið ekki á langt þar til þeir voru einir af eftirsóttari framleiðendum í „enthusiast“ kælingum og fengu gríðarlegt lof frá bæði viðskiptavinum og gagnrýnendum.

Fljótlega eftir að ég byrjaði að vinna hjá Tölvutækni vissi ég að fólk hér á landi hafði mikinn áhuga á kælingunum og mörgum langaði að geta keypt vifturnar þeirra líka. Við ákváðum því í framhaldi að taka inn sendingu af þeirra viftum og hefja sölu.
Sjálfur keypti ég mér 2stk af Noctua NF-A14 og langaði strax að skrifa umfjöllum um þær viftur óháð mínu starfi og stöðu, þannig þetta er enginn „sponsorship“ frá Tölvutækni og er ég ekki feiminn við að gagnrýna þá galla sem ég gæti séð.

Noctua NF-A14 viftan er 140mm í ummáli og 25mm á breiddina.
Tengimöguleiki: 4 pinna PWM
Snúningshraði: 1500RPM, 1200RPM með viðnámi og er lágmarkssnúningur 300RPM
Loftflæði: 82,6 CFM, 68CFM með viðnámi
Hávaði: 24,6dB(A) , 19,2dB(A) með viðnámi.
Loftþrýstingur: 2.08mm H2O, 1,51mm H2O með viðnámi.



Pakkningarnar hjá Noctua eru þær bestu sem ég hef rekist á hingað til þegar kemur að kælingum og viftum. Allar vörurnar þeirra eru vandlega uppsettar og sýna vel þá stefnu sem Noctua vill halda sem „premium“ framleiðandi.

Mynd

Greinargóðar upplýsingar eru á framhliðinni ásamt mjög stílhreinni hönnun sem heillar mig mjög mikið en fyrir þann sem þekkir lítið á viftur gæti átt erfitt með að átta sig á því hvað varan er og þar hjálpar mikið að hægt sé að opna framhliðina.

Mynd

Noctua leggur mjög mikið í að hafa góðar upplýsingar á sínum pakkningum og hér fyrir innan er mikið af upplýsingum um hönnun vörunnar og hvað sé fyrir innan ásamt auðvitað glugganum sem sýnir viftuna.

Mynd
Ég tók ekki eftir því fyrr en ég tók vifturnar fyrst heim að það væri líka hægt að opna bakhliðina og lesa meira um þeirra hönnun. Þeir útskýra öll möguleg atriði í sinni hönnun og hafa ástæðu fyrir hverri breytingu sem vifturnar hafa umfram aðrar.

Það er ekki langt síðan aðrir framleiðendur fóru að betrumbæta pakkningar sínar líka, og eru nú sumar þeirra nokkuð líkar Noctua. Mynd
Ég býst nú þrátt fyrir það ekki við því að Noctua voru fyrstir með pakkningarnar, en örugglega þeir sem vöktu mestu athyglina.

Mynd

Mynd
Það sem fylgir í pakkningunum er :
Noctua NF-A14 viftan.
Framlengingarsnúra fyrir viftutengi
Viðnám til að hægja á viftu
Splitter til að samtengja 2 viftur
Gúmmí til að minnka titring og hávaða ásamt hefðbundnum skrúfum.

Mynd

Noctua viftan hefur nokkuð sérstæða hönnun, þeir hafa beitt ýmsum brögðum bæði til þess að minnka hávaða og líka til að loftið beinist í betri átt út úr viftunni. Rákirnar sem eru á viftublöðunum sjálfum eru til þess að auka hraða loftsins og með þeirri hröðun skilar hún bæði betra flæði og minni hávaða (Vortex Noise)
Ramminn utan um viftuna er líka með ýmsa fítusa hvað varðar hönnun. Það eru litlar rákir fyrir miðju á hringnum og þær eru til að hjálpa viftuspöðunum að viðhalda sínu flæði með minniháttar truflunum sem ramminn getur valdið. Beinu rákirnar sem eru á ytra lagi rammans eru ekki ósvipaðar t.d. hönnun á golfkúlu, er þetta gert til þess að viftan nái að draga meira loft inn að sér. Mynd
Mynd

Mynd

Mynd


Ég ákvað að splæsa í tvær viftur til að setja í framhliðina á NZXT Switch 810 kassan sem ég nota.
Þar fyrir var ég með í efra plássinu NZXT 140mm viftu sem fylgdi kassanum og í neðra plássinu var Scythe Gentle Typhoon að blása á hörðu diskana.

Ég tók strax eftir því þegar ég kveikti fyrst á tölvunni hvernig flæðið var öðruvísi í viftunum miðað við þær sem áður voru, nú á ég engin flott mælitæki eða álíka en það þurfti ekki meira en að leggja lófann nálægt til að finna hvernig sogið inn að viftunum lá öðruvísi miðað við NZXT og Scythe viftuna.

Mynd

Á fullum hraða (1500RPM) eru þær örlítið háværari en ég bjóst við, en ég var líka með mjög miklar væntingar varðandi það að vifturnar væru hljóðlátar. Þær eru samt með engu móti háværar á 1500RPM og munar miklu frá þeim og NZXT viftunni, en er hávaðinn nokkuð svipaður Gentle Typhoon ef mælt er með eyranu.
Hinsvegar kom mér það algjörlega á óvart að það munaði vel á hitastiginu í kassanum hjá mér.
Idle hitinn talar sínu máli og hef ég merkt fallega í paint þær breytingar sem virðast hafa átt sér stað. Hitastigið var það sama í herberginu (20-22°C)
Helsta ástæðan fyrir breytingum t.d. á örgjörvanum og hitastigi á móðurborði væri sú að vifturnar gefa bæði frá sér umtalsvert betra loftflæði, ætti loftþrýstingurinn líka að hjálpa mjög mikið að auka flæðið að viftunni sem er beint hinum megin við harðdiska“bracketið“ í kassanum og snýr sú vifta að vissu leyti upp að örgjörvanum og chipset kælingunni.

Mynd

Mynd

Eins og flestallt frá Noctua þá kemur það manni alls ekki á óvart að vifturnar skili frá sér góðum niðurstöðum, stærsti plúsinn sem ég sé við þessar viftur er aðallega það hvað þær skila miklu frá sér á lægri snúningum miðað þær viftur sem ég var með að framanverðu. Hvað mínusa varðar þá eru þeir ekki margir, liturinn átti það til að bögga mig mikið en hann er farinn að venjast núna og það er hægt láta þessar viftur koma vel út í réttri vél. Ekki má gleyma að þetta eru alls ekki ódýrustu vifturnar á markaðnum en hinsvegar ætti það ekki að koma á óvart miðað við þá vinnu sem Noctua hefur lagt í allar þær tækninýjungar sem þær bjóða upp á. Þessar viftur eru flokkaðar sem premium vara og ég get ekki annað en mælt með þeim miðað við mína reynslu með þeim.
Síðast breytt af vesley á Fim 19. Mar 2015 13:45, breytt samtals 3 sinnum.



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2208
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 166
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf kizi86 » Þri 17. Mar 2015 21:26

flott grein hjá þér! bara laga myndirnar, þessir dropbox tenglar virka bara ekki, mæli með að notir Myndavaktin eða www.imgur.com til að uploada myndunum


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV


Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf vesley » Þri 17. Mar 2015 22:22

kizi86 skrifaði:flott grein hjá þér! bara laga myndirnar, þessir dropbox tenglar virka bara ekki, mæli með að notir Myndavaktin eða http://www.imgur.com til að uploada myndunum



Takk fyrir það :)

Já skal laga dropbox myndirnar í hvelli. Tók ekki eftir þessu því ég sé myndirnar sjálfur.



Skjámynd

Hvati
Geek
Póstar: 803
Skráði sig: Mán 19. Jan 2009 12:36
Reputation: 6
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf Hvati » Þri 17. Mar 2015 22:33

Ég á 4 stk. NF-A14 FLX viftur, þær eru algjör snilld, heyrist ekkert í þeim á á 500-800 rpm en flytja samt slatta af lofti en ef maður hækkar snúninga uppí 1500 rpm þá heyrist vissulega í þeim en þær skila líka fáránlegum afköstum, er með þær tengdar í viftustýringu. Svo er maður með hljóðlátan Seasonic aflgjafa og Noctua NH-D14 svo það heyrist mest í hörðum diskunum í tölvunni minni :P




Höfundur
vesley
Kóngur
Póstar: 4253
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 190
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf vesley » Þri 17. Mar 2015 23:22

Komið í lag :)



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf Hannesinn » Þri 17. Mar 2015 23:54

Ég er akkurat einn af þeim sem eru með ofnæmi fyrir hávaða í tölvum og hef verið að spá í þessum Noctua kassaviftum í smá tíma. Ég keypti seinast Corsair AF-120 og ég varð fyrir virkilegum vonbrigðum með þær. Jújú, þær blása alveg lofti en þær eru líka rándýrar og það er leiðinlega mikill hávaði í þeim, þó að viðnámið sé tengt og þær snúast rétt undir 1000rpm.

Er einhver hérna sem hefur samanburð á Corsair AF-120 og sambærilegri Noctua viftu eða er ég í ruglinu með kröfurnar?


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4323
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 382
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf chaplin » Mið 18. Mar 2015 00:16

Síðan ég setti saman tölvu um 2009-2010 með Noctua NH-D14 hef ég aldrei getað smíðað mér tölvu nema það sé NH-D14 á örgjörvanum. Þoli ekki hljóð í viftum en með NH-D14 gat ég keyrt i3 án þess að nota vifturnar og þegar ég uppfærði í i5 var nóg að hafa eina viftu á 200rpm. Fáranleg snilld. Skemmir líka ekki að mér finnst liturinn á viftunum vera algjört klám (og mér sýnist ég vera einn um það). ;)

Ég mun hugsanlega setja saman litla vél í sumar, eina sem ég hef ákveðið að verði í turninum er NH-D15.

Flott grein hjá þér meistari, er til í meira svona!


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS


qkru45
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Mið 18. Mar 2015 12:14
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf qkru45 » Mið 18. Mar 2015 13:05

Á fullum hraða (1500RPM) eru þær örlítið háværari en ég bjóst við, en ég var líka með mjög miklar væntingar varðandi það að vifturnar væri hljóðlátar. Þær eru samt með engu móti háværar á 1500RPM og munar miklu frá þeim og NZXT viftunni, en er hávaðinn nokkuð svipaður Gentle Typhoon ef mælt er með eyranu.
Hinsvegar kom mér það algjörlega á óvart að það munaði vel á hitastiginu í kassanum hjá mér.
Idle hitinn talar sínu máli og hef ég merkt fallega í paint þær breytingar sem virðast hafa átt sér stað. Hitastigið var það sama í herberginu (20-22°C)


GuL

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6278
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 434
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Noctua NF-A14 umfjöllun :TLDR

Pósturaf worghal » Mið 18. Mar 2015 16:05

Bara ef þær væru ekki svona ljótar :(
Annars væri kassinn hjá mér fullur af noctua viftum


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow