Síða 1 af 1

[Unboxing]GX-Gaming Deathtaker

Sent: Þri 05. Nóv 2013 21:33
af SergioMyth
Ég fjárfesti um daginn í þessum ]http://www.gx-gaming.com/?action=products_detail&wtype=feature&id=1 (gæða)grip, músin var rock solid til að byrja með, hægt hanna sínar fullkomnum stillingar hvað varðar sensitivity og annað. Hún les 5000 dpi sem er reyndar eiginlega pointless en auðvelt að velja dpi stillingar og nóg af vel skipulögðum tökkum í boði. Fljótlega fór ég að lenda í því að rauða ljósið sem ég hafði valið fór að dvína í miðjum leik og allt í einu datt hún út, músin átti greinilega í einhverjum sambands örðuleikum, samt sem áður var snúran ekki trosnuð og ekkert sást á henni enda hafði ég haft hana upp rúllaða frá byrjun enda fáránlegt að nota 5+ metra af snúru til að spila tölvuleik. Félagi minn keypti eins mús og lenti í því sama, þannig að ég mæli alls ekki með þessari mús þar sem þetta er greinilega framleiðslu galli. Ég hinsvegar keypti hana í computer.is og vildu þeir allt fyrir mig gera og reyndu að gera við hana sem virkaði til að byrja með en fljótlega fór það eins og áður. :thumbsd

Re: [Unboxing]GX-Gaming Deathtaker

Sent: Þri 05. Nóv 2013 21:59
af upg8
Er það bara ljósið sem er til skrauts sem að dettur út eða er eitthvað meira að klikka? Ef það er bara ljósið þá er það allavega ekki snúran sem er að klikka.

Re: [Unboxing]GX-Gaming Deathtaker

Sent: Mið 06. Nóv 2013 11:00
af SergioMyth
Hún hættir að virka, þetta var ekki nægilega skýrt orðað hjá mér, hún hættir að virka og dettur randomly úr sambandi. Félagi minn á eins týpu og lenti í því sama ;)