Lacrosse bc700 Ni-MH hleðslutæki (AA/AAA)

Varstu að kaupa eitthvað spennandi? Komdu með myndir af því þegar þú opnaðir kassann.
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Vaktari
Póstar: 2883
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 226
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Lacrosse bc700 Ni-MH hleðslutæki (AA/AAA)

Pósturaf jonsig » Mán 17. Jún 2013 22:35

Fyrir okkur sem nota ennþá AA batterý og AAA þá er þessi græja klárlega málið

Mynd


Ég tók af skarið og keypti þessa græju í þeirri trú að það gæti endurlífgað hleðslurafhlöðurnar mínar. Auk þess getur þetta tæki mælt hleðslugetu rafhlaðanna til að sýna manni hvort maður sé með veikan hlekk ef maður er kannski með mörg batterý í pakka.

Viti menn ég hirti gamlar AA nimh rafhlöður úr batterí ruslagámi og náði þeim úr 200 mah uppí 1200mah sem var full hleðslugeta. þó ásigkomulag batterýa sé ekki aðeins mælt í hleðslugetu þá getur maður mælt innraviðnám rafhlaða sjálfur með venjulegum avo mæli.

þessi græja + sanyo eneloops = ekki meira duracell

Og fyrir þá sem ekki vita þá tekur sanyo eneloops 5 ár að afhlaðast um 15%. NimH batterý hafa þróast töluvert eins og lithium batterýin og eru ennþá ódýrari og minna mengandi kostur. Auk þess gefa þau duracell "run for the money"

Hleðslutækið og 4x sanyo eneloops AA kostar 8500kr sem er jafnt og 10 pakkar af duracell. Og má þá nefna að sanyo eneloops endast ca1800x
Síðast breytt af jonsig á Mið 19. Jún 2013 22:44, breytt samtals 1 sinni.


AMD 3900x. Vega64 CF,Phanteks(Seasonic) 1kW,IBM model-m,EK-Quantum Kinetic TBE 200 D5 custom loop SE/PE 360+360

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3594
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 24
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Lacrosse bc700 hleðslutæki

Pósturaf Daz » Mán 17. Jún 2013 23:03

En hvar fékkstu tækið?Skjámynd

Höfundur
jonsig
Vaktari
Póstar: 2883
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 226
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lacrosse bc700 hleðslutæki

Pósturaf jonsig » Mán 17. Jún 2013 23:04

keypti það á ebay. það heitir technoline í evrópu, en lacrosse í ameríku

þú getur keypt sanyo eneloop 2nd generation á 2000kall í bónus . Golden peak recyko í búðinni íhlutir á 2500 4xstk og farið í verkfæralagerinn í smáranum og keypt Cemelion batterý á kúk og kanil ,eða pairdeer batterý í rafborg. allt kringum 2000kallin þótt GP og Sanyoo eru best. og hafa langan hleðslutíma.


Ég hef kynnt mér batterý töluvert í sambandi við námið mitt hérna í den og hef komist að því að flest þessi batterý hleðslutæki sem þú kaupir útí búð eru ekkert mjög góð þótt þau komi frá stórum framleiðendum. Þau eiga það til að pumpa bara rafmagni í batterýin á skömmum tíma og ofhita þau, og oftar en ekki vera vanfær um að sjá þegar batteríin eru full, og halda bara áfram að hlaða og skemma þau.

þótt Nimh séu ekki með memory effect þá þarf að "refresha þau" því efnaferlarnir í þeim eiga til að stirðna ef þau eru lítið notuð og margir telja þá batteríin ónýt og henda þeim þótt þau eigi eftir 900 charge cycles eftir.

Sumir hafa áhyggjur yfir að batteríin séu bara 1.2 volt , en það er bara vandamál í low tech búnaði eins og vasaljósum sem hafa enga spennureglun, auk þess sýna mp3 spilarar batterýið bara sem 60% hlaðið því þeir halda að þeir séu að mæla alkaline batterý, sem hafa 1,5volt en tapa mjög fljótt spennunni eftir því sem þau afhlaðast, en nimh halda spennunni nokkurnvegin allan tíman þangað til þau tæmast.

persónulega finnst mér bara sorglegt að fólk sé í gríð og erg að kaupa alkaline batterý áfram, það eru örugglega mörg hundruð tonn af þessum batteríum að rotna á ruslahaugunum okkar núna, og alkaline batterí eru töluvert eitraðari heldur en hleðslubatteríin.


AMD 3900x. Vega64 CF,Phanteks(Seasonic) 1kW,IBM model-m,EK-Quantum Kinetic TBE 200 D5 custom loop SE/PE 360+360