Síða 1 af 1

[Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 18:00
af chaplin
Ákvað fyrir nokkrum dögum að biðja Tölvutækni að sérpanta fyrir mig hljóðkort, í gær sótti ég það - þetta kort er af Xonar línunni frá Asus og er líklegast það skynsamlegasta sem ég hef nokkurntíman keypt í tölvuna mína frá upphafi.

Ég kynni
Mynd

Ég er ekki beint neinn audiophile en ég elska þó fátt jafn meira en að hlusta á tónlist í hámarksgæðum! Fyrir þá sem gera sér ekki grein fyrir því afhverju maður ætti að kaupa sér hljóðkort fyrst það er núþegar hljóð frá móðurborðinu sem er bara mjög fínt, það er eins og að segja, ég þarf ekki skjákort því skjástýringin er bara fín. Munurinn er ótrúlegur, hvort sem það er tónlist, bíómyndir eða leikir, mv. að þú sért að nota almennileg heyrnatól.

Mynd

Mynd

Mynd

Þakka Tölvutækni fyrir ótrúlega hraða þjónustu! :happy

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 18:07
af vesley
Til hamingju með frábært kort !

Er búinn að ætla mér að kaupa þetta kort í alveg ótrúlega langann tíma en tekst eitthvernveginn alltaf að hætta við það.
:roll:

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 18:12
af chaplin
Sama sagan hjá mér - ákvað líklegast fyrir 1-2 árum að fara í alvöru kort, fyrir ári ætlaði ég að fá mér það en svo gerðist það ekki fyrr en bara í byrjun vikunnar að ég stökk á það.

Eftir að ég smellti því í sé ég bara eftir að hafa ekki fengið mér það fyrr. :roll:

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 18:13
af AciD_RaiN
Hvað er svona kort að kosta? Var sjálfur búinn að vera að pæla í einhverju alvöru korti ef ég myndi fá mér einhverjar fullorðins græjur :P

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 18:17
af Magneto
hvernig heyrnartól ertu með ?

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 18:38
af valdij
Hvað kostaði það komið til landsins og hvað þurftirðu að bíða lengi? Hef verið að spá í almennilegu hljóðkorti alltof lengi.

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 18:59
af chaplin
AciD_RaiN skrifaði:Hvað er svona kort að kosta? Var sjálfur búinn að vera að pæla í einhverju alvöru korti ef ég myndi fá mér einhverjar fullorðins græjur :P

Þetta er ekki beint ódýrt kort, ég held að ég hafi borgað 37.900 kr - ég hugsa þetta jákvætt og þarf ég líklegast ekki að spá í því að uppfæra hljóðkortið næstu árin, ef þá e-h tímann.

Magneto skrifaði:hvernig heyrnartól ertu með ?

HD595 en er að skoða það að uppfæra í Audio-Technica ATHM50S - ef ég vill fara í smá öfgar þá fer ég samt hugsanlega í Denon AHD2000 - þarf bara að skoða þetta aðeins betur.

valdij skrifaði:Hvað kostaði það komið til landsins og hvað þurftirðu að bíða lengi? Hef verið að spá í almennilegu hljóðkorti alltof lengi.

Ég held að ég hafi beðið í 2-3 virka daga. Kannski var ég þó bara heppinn og þeir voru að leggja inn pöntun hjá birgja sem seldi líka hljóðkortið. Ég borgaði held ég 37.900 kr kr fyrir þau. :)

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 19:04
af worghal
Denon AHD2000 eru engir öfgar :megasmile
Denon AHD5000 og upp eru öfgar :happy

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 19:21
af valdij
Ætla líklegast að skella mér á eitt svona - er með sömu heyrnartól og þú og vil alltaf reyna kreista eins mikið úr þeim og ég get.

Denon heyrnartölin eiga að vera frábær, en heyrnartól með snúrum að koma úr báðum ear-piece heilla mig ekki. Nema þó http://pfaff.is/Vorur/4700-hd-800.aspx sem maður fær sér vonandi einn daginn.

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 19:25
af chaplin
worghal skrifaði:Denon AHD2000 eru engir öfgar :megasmile
Denon AHD5000 og upp eru öfgar :happy

Haha - jú mikið rétt, ef ég þekki samt bjánan í mér þá gæti ég endað á þeim, sérstaklega af ég fer til USA núna í Nóv. :)

valdij skrifaði:Ætla líklegast að skella mér á eitt svona - er með sömu heyrnartól og þú og vil alltaf reyna kreista eins mikið úr þeim og ég get.

Denon heyrnartölin eiga að vera frábær, en heyrnartól með snúrum að koma úr báðum ear-piece heilla mig ekki. Nema þó http://pfaff.is/Vorur/4700-hd-800.aspx sem maður fær sér vonandi einn daginn.

Ég segi go for it ef þú átt peninginn - ég hef átt um 4-5 hljóðkort, misgóð auðvita en þetta slær þeim öllum við. ;)

Draumurinn er amk. að prufa HD800 á hjóðkortinu þar sem HD595 eru í raun bara svona "allt-í-lagi" headphones mv. það sem er til í dag.

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 23:07
af zedro
Djöfullinn! Núna verð ég að fara kaupa mér hljóðkort! En til lukku með gripinn! :happy

Núna veit ég samt núll og nix um hvað gerir gott hljóðkort. Hver er munurinn á þessari
útgáfu og STX útgáfunni sem Kísildalur er að selja?

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 23:17
af beatmaster
Zedro skrifaði:Djöfullinn! Núna verð ég að fara kaupa mér hljóðkort! En til lukku með gripinn! :happy

Núna veit ég samt núll og nix um hvað gerir gott hljóðkort. Hver er munurinn á þessari
útgáfu og STX útgáfunni sem Kísildalur er að selja?


PCI vs PCI-e myndi ég giska á

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 23:22
af Tiger
Fæ mitt Asus Xonar Essence One á mánudaginn :D

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 23:26
af chaplin
Zedro skrifaði:Djöfullinn! Núna verð ég að fara kaupa mér hljóðkort! En til lukku með gripinn! :happy

Núna veit ég samt núll og nix um hvað gerir gott hljóðkort. Hver er munurinn á þessari
útgáfu og STX útgáfunni sem Kísildalur er að selja?

Þakka þér fyrir það, varðandi það hvað gerir hljóðkort betri en onboard hef ég ekki hugmynd um, líklegast betri þéttar, SnR hlutfall osfrv sem ég varða þekki í dag, þetta er víst eins og að spyrja hvað gerir skjástýringu betri en skjákort. #-o

Það tók mig samt smá tíma að komst að því hvort ég vildi ST eða STX því eini munurinn sem ég sá var um $20-30 verð og PCI vs. PCI-E. Ég las bara öll þau review sem ég gat fundið á netinu og endaði með því að kaupa ST þrátt fyrir að vera dýrara, einfaldlega afþví það var alltaf að fá betri skoðanir. Ég skal reyna að fletta þessu aftur upp. ;)

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 16. Ágú 2012 23:29
af Klemmi
chaplin skrifaði:Það tók mig samt smá tíma að komst að því hvort ég vildi ST eða STX því eini munurinn sem ég sá var um $20-30 verð og PCI vs. PCI-E. Ég las bara öll þau review sem ég gat fundið á netinu og endaði með því að kaupa ST þrátt fyrir að vera dýrara, einfaldlega afþví það var alltaf að fá betri skoðanir. Ég skal reyna að fletta þessu aftur upp. ;)


Munar einhverjum 40$ á NewEgg, tekið af forumi á Tom's Hardware:

1: The STX requires an extra power connector
2: The ST adds a jitter clock, which ever so slightly increases overall quality.

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 04. Okt 2012 17:41
af valdij
Jæja þá lét ég loksins verða að því og fjárfesti í þessu hljóðkorti. Luvin' it! Eruð þið mikið að fikta í stillingunum á hljóðkortinu?

Ég er núna með Sennheiser HD 595, sem eru frááábær heyrnartól, en finnst með þetta hljóðkort að þessi heyrnartól sé hálfgerður flöskuháls.

Er farið að klæja rosalega í puttana að fjárfesta í þessu: http://pfaff.is/Vorur/4700-hd-800.aspx

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 04. Okt 2012 18:52
af MatroX
flottur til hamingju með gripinn. ég væri löngu búinn að panta mér svona ef ég væri ekki með M-Audio Project Mix i/o. félagi minn fékk sér svona og gæðin eru geðveik í gegnum M-Audio BX5a

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Fim 04. Okt 2012 19:33
af Tiger
Ég reyndar stórefa að HD595 séu einhver "flöskuháls" hjá þér. Nú þekki ég þetta hjóðkort ekki nógu vel samt en finnst það samt hæpið. Á hvaða formati, bitrate og bit sample er tónlistin sem þú ert að hlusta á?

Ég er nýbúinn að fá Asus Xonar Essence One og það er með sér Headhpone amp og mín Bose hljóma rosaleg vel (og held að þau séu nú neðar á gæðalista en HD595), og ég tala ekki um M-Audio BX-5 monitoranir.

Re: [Unboxing] Asus Xonar Essence ST

Sent: Þri 04. Des 2012 16:02
af chaplin
Það er í raun rétt hjá þér - hinsvegar ef ég fengi mér amp myndi hljómurinn bætast all talsvert, I've done the research.

Næsta á dagskrá er að fá sér annaðhvort - Beyerdynamic DT 770 PRO 80 ohm eða HiFiMan HE-300 og svo e-h FiiO magnara.