Síða 1 af 1

unboxing þráður

Sent: Þri 03. Júl 2012 13:50
af bulldog
Hvað segja menn væri ekki sniðugt hjá mér að búa til unboxing þráð þegar ég fæ gtx 690 kortið mitt á morgun ? Það verður svo frábært !!!!!!

Re: unboxing þráður

Sent: Þri 03. Júl 2012 13:50
af AntiTrust
.. Væri ekki nær að búa bara til þráð þegar þú færð kortið í hendurnar? :)

Re: unboxing þráður

Sent: Þri 03. Júl 2012 13:58
af Xovius
Kannski bara ég en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á því að sjá fólk taka hluti úr kössum... Aldrei skilið þetta

Re: unboxing þráður

Sent: Þri 03. Júl 2012 14:07
af AciD_RaiN
Xovius skrifaði:Kannski bara ég en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á því að sjá fólk taka hluti úr kössum... Aldrei skilið þetta

nei þú ert ekki einn um það vinur :happy

Re: unboxing þráður

Sent: Þri 03. Júl 2012 15:09
af bulldog
AntiTrust skrifaði:.. Væri ekki nær að búa bara til þráð þegar þú færð kortið í hendurnar? :)

antitrust : jú ég er að meina það, ég fæ kortið í hendurnar á morgun. :happy

Re: unboxing þráður

Sent: Þri 03. Júl 2012 16:33
af Eiiki
Xovius skrifaði:Kannski bara ég en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á því að sjá fólk taka hluti úr kössum... Aldrei skilið þetta

Hér er ég ósammála, mér finnst mjög gaman að sjá fólk taka nýjar vörur úr kössunum og púsla þeim saman í öflugt setup.
En annars finnst mér innleggið hans Antitrust vera alveg frábært :)

Re: unboxing þráður

Sent: Þri 03. Júl 2012 17:30
af Jimmy
Unboxing þráður að unboxing þræði.

Linus^2

Re: unboxing þráður

Sent: Þri 03. Júl 2012 19:33
af Moldvarpan
Þetta hljóta að vera hressar gleðitöflur :japsmile

Re: unboxing þráður

Sent: Fös 13. Júl 2012 11:16
af Viktor
Hef alltaf haft gaman að unboxing myndum/videos... gaman að sjá hvað framleiðendur leggja mismikinn metnað í framsetningu, sem gefur oft smjõrþef ad gæði vörunnar

Re: unboxing þráður

Sent: Fös 13. Júl 2012 15:14
af Klemmi
Sallarólegur skrifaði:Hef alltaf haft gaman að unboxing myndum/videos... gaman að sjá hvað framleiðendur leggja mismikinn metnað í framsetningu, sem gefur oft smjõrþef ad gæði vörunnar


Ekki sammála því, ég vil einmitt frekar að framleiðandinn leggi meira í innihaldið heldur en umbúðirnar.... Eiga frekar að eyða púðrinu í að hafa flotta og góða heimasíðu þar sem þú getur séð allt um vörurnar og góðar myndir.

Re: unboxing þráður

Sent: Fös 13. Júl 2012 15:19
af AntiTrust
Klemmi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hef alltaf haft gaman að unboxing myndum/videos... gaman að sjá hvað framleiðendur leggja mismikinn metnað í framsetningu, sem gefur oft smjõrþef ad gæði vörunnar


Ekki sammála því, ég vil einmitt frekar að framleiðandinn leggi meira í innihaldið heldur en umbúðirnar.... Eiga frekar að eyða púðrinu í að hafa flotta og góða heimasíðu þar sem þú getur séð allt um vörurnar og góðar myndir.


Talandi um, mér finnst oft heimasíður fyrirtækja gefa ótrúlega mikið í skyn um gæði vörunnar.

Re: unboxing þráður

Sent: Fös 13. Júl 2012 17:00
af Viktor
Klemmi skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:Hef alltaf haft gaman að unboxing myndum/videos... gaman að sjá hvað framleiðendur leggja mismikinn metnað í framsetningu, sem gefur oft smjõrþef ad gæði vörunnar


Ekki sammála því, ég vil einmitt frekar að framleiðandinn leggi meira í innihaldið heldur en umbúðirnar.... Eiga frekar að eyða púðrinu í að hafa flotta og góða heimasíðu þar sem þú getur séð allt um vörurnar og góðar myndir.


Auðvitað á varan að vera númer 1, 2 og 3, hitt er svo plús.
Sammála með heimasíðurnar, óþolandi þegar fyrirtæki eru með lélegar heimasíður, t.d. þegar maður þarf drivera. Gerist allt of oft, dæmi: http://www.m-audio.com.