Síða 1 af 1

[Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 13:26
af Gilmore
Ég er búinn að vera að kaupa íhluti hér og þar síðustu daga og er með allt klárt fyrir smíðarnar.

Í upphafi ætlaði ég bara að gera budget vél, því ég er með tæplega 2 ára i7 vél sem stendur ennþá fyllilega fyrir sínu, en það þarf aðra tölvu á heimilið þar sem tölvunotkun er talsverð hjá okkur. Þegar ég var kominn af stað þá bara réð ég ekki við mig og var kominn í tæplega 400 þús kr dæmi þegar allt er tekið saman, fyrir utan skjáinn sem kostar rúmlega 200 þús, þannig að þetta kostar í allt rúmlega 600 þús. :fullur

Skjár: Þennan keypti ég nýjan á ebay og borgaði ca. 220 þús fyrir hann með gjöldum.
Dell Ultrasharp 30" U3011: https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... b4d42b642a

Kassi: Haf X + 4 stk 200mm megaflow LED viftur + Aerocool Blue Shark 140mm: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=6387
Móðurborð: Gigabyte Z68XP-UD4H: http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-s1 ... -modurbord
Aflgjafi: Corsair HX1050: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7551
Skjákort: 2 stk Powercolor AX6950 2GB fyrir Crossfire: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1731
Vinnsluminni: G.Skill Sniper 1866MHZ: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1509
Örgjörvi: i5 2500K 3.3ghz: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1976
Kæling: Coolermaster V8: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=4685
SSD: Mushkin Chronos 120GB: http://www.tolvutek.is/vara/120gb-sata3 ... 25-chronos
HDD: 1TB Seagate Barracuda Sata3: http://www.tolvutek.is/vara/1tb-sata3-s ... 524as-32mb
Hljóðkort: Asus Xonar Essence STX: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1579

Viftustýring: Scythe Kaze Master pro: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1798
Mús: Razer Naga Epic: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1981
Lyklaborð: Luxeed U7 Classic: http://luxeed.com/estore/product.php?id_product=44
Hátalarar: Logitech Z623: http://www.tl.is/vara/24031

Ég sendi svo kannski inn einhverjar myndir af þessu, og af ferlinu. :)

Re: [Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 13:36
af chaplin
Ertu búinn að versla allt?

Re: [Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 14:38
af Gilmore
Já, búinn að versla allt. Vantar bara lyklaborðið, en það er á leiðinni og ætti að koma með póstinum öðru hvoru megin við helgina.

Átti reyndar hátalarana og hljóðkortið fyrir. Ekki víst að ég geti notað hljóðkortið, því ég held að skjákortin hylji báðar PCI-Express1 raufarnar.

Re: [Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 14:56
af mundivalur
Powercolor AX5950 2GB það virðast vera einhver spezzz skjákort :troll

Re: [Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 15:27
af Gilmore
Það er stærri kæling (tvær stórar viftur) á þeim en er á orginal kortunum sem eru bara með þessa einu litlu hárþurrkuviftu. Kæla mikið betur og heyrist lítið sem ekkert í þeim, en gallinn er að þau eru plássfrekari.

Það dugar ekkert minna en SLI/Crossfire fyrir svona stóra upplausn 2560x1600 og mikið vram, 2GB er alveg lágmark. Of dýrt að kaupa single 6999 eða GTX 590, þannig að 2 x 6950 virðist vera besti kosturinn og kemst nálægt þessum fyrrnefndu kortum í þessari háu upplausn.

Re: [Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 17:41
af Gilmore
Skjákortin eru auðvitað 6950 en ekki 5950. :klessa

Re: [Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 18:44
af Tiger
Gilmore skrifaði:Skjákortin eru auðvitað 6950 en ekki 5950. :klessa



4. gr.

Ekki senda inn óþarfa bréf
Ekki senda inn bréf nema þú hafir eitthvað að segja eða spyrja um. Ekki senda inn
2 bréf í röð á sama þráðinn, þú getur notað breyta takkan til að bæta við eldri bréf.

Það er stranglega bannað að búa til tvo eða fleiri þræði um sama hlutinn.

Re: [Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 18:56
af Nitruz
Gilmore skrifaði:HDD: 1GB Seagate Barracuda Sata3: http://www.tolvutek.is/vara/1tb-sata3-s ... 524as-32mb


hmm ætlaru að keyra win 3.11 á þessum einns gígabæta disk :shock:

Annars til hamingju með geggjaða vél :happy

Re: [Build] Dúndurvél í smíðum i5 Sandy Bridge.

Sent: Fim 26. Jan 2012 19:03
af chaplin
Ég hugsa að eina sem ég hefði gert öðruvísi með þetta setup er P183, Megahalems, AX/TruePower og HD7970. Annars mjög vígalegt setup! ;)