Gigabyte Aivia M8600 - Unboxing & Preview

Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Gigabyte Aivia M8600 - Unboxing & Preview

Pósturaf emmi » Fim 17. Mar 2011 16:48

Mynd

Ég fékk þessa mús í hendurnar fyrir nokkrum dögum til að prófa og skrifa örlítið um hana en hún er er nýjasta útspil Gigabyte í músa deildinni og er aðallega beint að þeim sem spila tölvuleiki.

Hvað er í kassanum:
  • Aivia M8600 mús
  • Tvær USB í mini USB snúrur
  • Tvær rafhlöður
  • Dokka (hleðslutæki og sendir fyrir þráðlausa)
  • Geisladiskur með hugbúnaði
Unboxing myndaþráður: (Afsakið myndgæðin, kominn tími á nýja myndavél!)
Kassi 1 Kassi 2 Innihald Mús 1 Mús 2 Mús 3 Mús 4 Mús 5 Mús 6 Mús 7

Hugbúnaður - Install Hugbúnaður 1 Hugbúnaður 2 Hugbúnaður 3

En já, þetta er nýjasta músin frá Gigabyte og er hún hlaðin fídusum og nýjungum. Ef við byrjum á taka fram helstu eiginleikana hér fyrir neðan:

  • GamePlay Wireless Technology- over 50hrs battery life in game play
  • Quick-swap battery system- instant battery changing under 2sec, as fast as gun clip loading
  • 32KB onboard memory enables up to 5 programmable profile settings
  • Dual mode wired/wireless functionality-switch between the wireless freedom and the frenzy of wired play
  • Advanced GHOST Macro Engine
Músina er semsagt hægt að nota bæði með USB snúru (wired) og þráðlausa en það fylgja tvær rafhlöður með henni sem báðar eiga að endast í 100 klukkustundir (50+50) samkvæmt Gigabyte. Mjög auðvelt er að skipta um rafhlöður en það er gert með því að smella á lítinn hnapp sem er undir músinni og skýst þá rafhlaðan út og sú nýja sett inn í staðinn, ekki ósvipuð þeirri tækni sem notuð er til að skipta um skothylki í byssu, þeir hjá Gigabyte virðast mjög hrifnir af byssum. :P

GHOST tæknin er Macro vél (Engine) sem leyfir þér að breyta og vista allt að 70 macróa á 32KB innbyggða minninu í músinni. Það þýðir að þær breytingar sem þú gerir haldast þó svo að þú farir með músina í aðra tölvu.

MyndMyndMynd

Með músinni fylgir dokka sem þú getur notað til að hlaða músina, einnig þjónar hún þeim tilgangi að vera þráðlaus sendir ef þú notar hana sem þráðlausa. Aivia M8600 notar Twin-eye Gaming Laser tæknina sem sér um að skila af sér nákvæmni og hraða sem allir leikjaspilendur kunna vel að meta. :)

Hér eru svo ítarlegri tækniupplýsingar um músina fyrir þá sem vilja vita.
  • Tracking System: Twin-eye Laser
  • Resolution: 100 ~ 6500dpi (Hardware: upto 5600dpi)
  • Onboard memory 32KB
  • Maximum acceleration: 50g
  • Maximum speed: 150 inches/second
  • Certificate: CE/FCC/BSMI/NCC
  • Color: Black
  • Cable length: 1.8m nylon braided / Gold-plated USB connector to mini USB
  • Dimension: (L)134.3*(W)72.7*(H)42.7 mm
  • Weight: 148g with battery; 110g without battery
  • Accessory: Chargin dock, Li-ion batter*2, USB to mini USB cable*2,m Drive CD, Quick Guide, Spare feet pad
  • Support OS: Windows 98/2000/ME/XP 32bit/VIsta 32/64bit/Win7 32/64 bit

MyndMyndMynd

Notkun:
Músin var mjög þægileg í daglegri notkun, ég varð ekki var við neitt lagg hvort sem ég var að vinna í Windows eða spila tölvuleiki þegar músin var notuð þráðlaus. Ég fékk hann Daníel sem skrifar fyrir Gametivi.is til að prófa músina í einn dag og notaði hann tímann vel til að spila MW2. Hann lét vél af músinni, gat ekki fundið fyrir neinu laggi þegar hún var þráðlaus. Eina sem hann setti í raun útá hana var það að bakið á henni er ekki eins og á flestum músum, það er hálfgerður kantur á bakinu á henni en þar sem flestar mýs hafa rúnað bak. Þetta er þó eitthvað sem venst mjög fljótt og verð ég að vera sammála honum hvað þetta varðar.

Kostir:
  • Stillanleg á marga vegu, innbyggt minni, 5 prófílar
  • Þráðlaus mús ásamt möguleikanum á að hafa hana USB tengda
  • Löng ending á rafhlöðu, auka rafhlaða fylgir með sem skipta má um fljótt og örugglega
  • Skrunhjól temmilega stirt, skrollar áfram og tilbaka ásamt til hægri og vinstri
Ókostir:
  • Bakið er ekki slétt (kantur á topp, ekki rúnað eins og á flestum músum)
  • Verðmiðinn
Einkunn: 9.5
Ef þú átt pening og langar í góða leikjamús þá mæli ég hiklaust með þessari. Hún er þægileg í notkun, býður uppá marga fídusa og ekki skemmir að það fylgir auka rafhlaða með ásamt því að geta notað hana bæði með USB kapli og þráðlaust.

Allar nánari upplýsingar um þessa mús má svo nálgast á vefsíðu Gigabyte.

Grettir Ólafsson vann í Starcraft 2 keppni Gamer 2011 fyrsta eintak af GIGABYTE Aivia M8600 músinni í verðlaun, en GIGABYTE sendi Tölvutek eitt fyrsta eintak sem í boði er í heimi beint frá verksmiðju fyrir verðlauna afhendinguna, en Grettir var svo almennilegur að lána músina fyrir þessa umfjöllun og fær hann sérstakar þakkir fyrir það.

Fyrsta sending af GIGABYTE AIVIA músinni er væntanleg í verslanir Tölvutek og söluaðila GIGABYTE á Íslandi í næstu viku og mun hún kosta kr. 19.900kr. Sjálfur bíð ég spenntur eftir að nálgast þessa mús. :)

Mynd
Síðast breytt af emmi á Fim 17. Mar 2011 16:56, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 20
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Gigabyte Aivia M8600 - Unboxing & Preview

Pósturaf Plushy » Fim 17. Mar 2011 16:51

Þetta var bara eins og að lesa um unboxing af flugvél.

Það er að segja = :happy



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3605
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Gigabyte Aivia M8600 - Unboxing & Preview

Pósturaf dori » Fim 17. Mar 2011 17:05

Hvernig er wireless dótið á henni? Er þetta bluetooth eða er hleðslutækið líka móttakari?

edit: týpískt að maður sjái þetta strax þegar maður les yfir í annað skipti. Annars finnst mér að menn ættu að nota bluetooth meira :P