Síða 1 af 1

SheevaPlug Development Kit

Sent: Lau 26. Feb 2011 19:12
af Revenant
SheevaPlug

SheevaPlug er lítil tölva á stærð við stóran spennubreyti of hefur eftirfarandi specca:

* 1.2 GHz ARM örgjörvi
* 512 MB DDR2 RAM
* 512 MB Flash diskur
* 1x USB port
* 1x Gigabit ethernet
* 1x SD kort slot
* Ubuntu Jaunty 9.04 á JFFS2 filesystemi

kassi.jpg
Kassinn
kassi.jpg (52.87 KiB) Skoðað 1122 sinnum


Í kassanum eru

* SheevaPlug
* Ethernet kapall
* Europlug - C7 kapall
* Europlug - C7 tengi 90°
* USB típa A í mini B kapall fyrir serial console

fylgihlutir.jpg
Fylgihlutir
fylgihlutir.jpg (73.58 KiB) Skoðað 1123 sinnum


Það er hinsvegar einn galli við þessa tölvu, Ubuntu 9.04 er hætt að supporta og enginn íslenskur spegill (bara archive spegill sem er frekar hægur).
Ég ákvað því að setja upp Debian Squeeze og breyta filesysteminu í UBIFS (Unsorted Block Image File System) en halda stýrikerfinu á 512 MB flash disknum (sjá t.d. góðar leiðbeiningar hér).
Það er hægt að installa öðrum kerfum á t.d. SD kort eða USB lykla og "hot swapað" þeim með því bara að skipta um kort/lykil.

Eftir að hafa sett upp Debian boota pluginn upp á innan við 20 sek og get sótt í gegnum SFTP (af Kingston USB kubbi) á ca 4-5 MB/s (þá er SSHD að cappa)

sidea.jpg
sidea.jpg (46.3 KiB) Skoðað 1123 sinnum

sideb.jpg
sideb.jpg (46.28 KiB) Skoðað 1122 sinnum

connected.jpg
Í notkun
connected.jpg (63.73 KiB) Skoðað 1125 sinnum




Kóði: Velja allt

root@plug:~# uname -a
Linux plug 2.6.37.1 #2 PREEMPT Fri Feb 18 15:30:41 MST 2011 armv5tel GNU/Linux
root@plug:~# df -h
Filesystem            Size  Used Avail Use% Mounted on
/dev/root             460M  313M  143M  69% /
tmpfs                 251M     0  251M   0% /lib/init/rw
udev                   10M  120K  9.9M   2% /dev
tmpfs                 251M     0  251M   0% /dev/shm
tmpfs                 1.0M  572K  452K  56% /var/run
tmpfs                 1.0M     0  1.0M   0% /var/lock
tmpfs                 251M  128K  251M   1% /tmp
/dev/sda1              15G  2.0G   13G  14% /data/usb
root@plug:~# cat /proc/cpuinfo
Processor       : Feroceon 88FR131 rev 1 (v5l)
BogoMIPS        : 1192.75
Features        : swp half thumb fastmult edsp
CPU implementer : 0x56
CPU architecture: 5TE
CPU variant     : 0x2
CPU part        : 0x131
CPU revision    : 1

Hardware        : Marvell SheevaPlug Reference Board
Revision        : 0000
Serial          : 0000000000000000
root@plug:~# free -m
             total       used       free     shared    buffers     cached
Mem:           501        489         12          0          0        411
-/+ buffers/cache:         77        424
Swap:            0          0          0

Þetta er statusinn með lighttpd + rtorrent + php + samba í gangi

Tenglar:
plugcomputer.org
Installing Debian To Flash

Re: SheevaPlug Development Kit

Sent: Lau 26. Feb 2011 19:21
af Klaufi
Flottur þráður, og óstjórnlea töff græja, eitthvað við hana sem segir að mig langi í svona..

Í hvað á svo að nota þetta?

*Ps* verðið segir að ég verði að finna einhverja notkun fyrir svona græju..

Re: SheevaPlug Development Kit

Sent: Lau 26. Feb 2011 19:24
af gardar
Virkilega virkilega töff græja!

Tók eftir því að þú ert með rtorrent uppsett.. Ætlarðu að mounta aðra vél í gegnum nfs? Eða láta minnislykilinn bara duga?


Væri mjög svo til í svona græju, get ímyndað mér að þetta sé upplagt til að planta niður þar sem maður kemst í háhraða internet :-"

Re: SheevaPlug Development Kit

Sent: Lau 26. Feb 2011 20:50
af Revenant
Í augnablikinu ætla ég bara að láta minnislykilinn duga, en ég er ennþá að fikta aðeins í tækinu :p.

Upprunalega ætlaði ég að kaupa GuruPlug (eins og SheevaPlug nema með auka USB tengi, auka gigabit og ESATA porti) og nota hann sem router en hætti við það vegna þess að það GuruPlug hitnar miklu meira (og það var sett 20mm vifta í sem heyrist í eins og ryksugu). Þar að auki hefði ég þurft að kaupa development kit-ið sér sem hefði kostað miklu meira í heildina.

Ég hef samt séð furðulega hluti gert með þessu tæki, t.d. keyrt gnome session í gegnum USB-to-VGA adapter, öryggismyndavélakerfi (tengir bara venjulega USB vefmyndavél í), símstöð, póstþjón, DNS þjón og margt fleirra.

Eina sem takmarkar möguleikana eru I/O möguleikarnir og 512MB RAM :P