[Unboxing] Razer Mamba

Varstu að kaupa eitthvað spennandi? Komdu með myndir af því þegar þú opnaðir kassann.
Skjámynd

Höfundur
Optimus
Nörd
Póstar: 117
Skráði sig: Fim 09. Des 2010 01:19
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

[Unboxing] Razer Mamba

Pósturaf Optimus » Þri 25. Jan 2011 16:45

Ég fór í gær í tölvutækni og verslaði mér eina Mamba (fékk afbragðsgóða afgreiðslu frá honum daanielin hérna á vaktinni) og þar sem ég hef verið beðinn um að pósta myndum ákvað ég að gera bara unboxing þráð!

Ég verð að byrja á því að segja að pakkningin utan um þessa mús er án efa sú flottasta sem ég hef séð utan um nokkurn jaðarbúnað. Hér er mynd af kassanum utan um kvikindið:
Mynd

Aftan á kassanum
Mynd

Kassinn er opnaður með því að renna pappanum neðan af glæra kassanum, og þá blasir þetta við:
Mynd

Fyrir aftan miðann er að finna litla möppu merkta Razer, sem inniheldur alla þessa bækling og Razer límmiða. Þarna er að finna certificate of authenticity, quickstart guide, manual og catalogue, allt bæði á ensku og frönsku.
Mynd

Fyrir aftan bæklingamöppuna eru þessar skúffur:
Mynd

Skúffunum er rennt út og í þeim er að finna USB-to-miniUSB snúruna, batteríið og lok fyrir batteríhólfið, og síðan receiver/charge dockið.
Mynd

Nærmynd af snúrunni, gold-plated í báða enda
Mynd

Botn músarinnar; þarna sést on/off rofinn, signal pairing takkinn, læsirofi fyrir snúruna í wired mode og 3.5G laser skynjarinn. Litlu punktarnir hægra megin við skynjarann eru hleðslutengin fyrir charge dockið. Þeir virðast vera gold-plated líka.
Mynd

Hérna er músin komin í hleðslu. Það er blátt ljós á skrunhjólinu og á botninum á hleðslustöðinni. Þegar músin er að hlaðast púlsar ljósið á hleðslustöðinni.
Mynd
Mynd

Er að nota músina núna og get ekki annað sagt en að ég sé mjög sáttur. Ég á ennþá aðeins eftir að venjast henni, en ég er ótrúlega hrifinn af hönnun músarinnar. Hún er flott og stílhrein, þægilegt að nota hana og charge dockið er alveg töff líka. Hún er líka bara rosalega gæðaleg og maður fær það mjög á tilfinninguna að vel hafi verið vandað til verks þegar þessi mús var hönnuð og framleidd. Configuratorinn með drivernum er frábær og hægt að stilla allt niður í minnstu smáatriði, eini vandinn er sá að hann er lengi að vista stillingarnar í Synapse minnið á músinni (en við því er svosem að búast yfir wireless tenginguna, þetta væri líklega fljótlegra í wired mode).
Ég tók smá test run í Black Ops í gærkvöldi og hún stóð sig alveg eins og hetja. Nú þarf ég bara að venjast henni. Lófinn á mér var orðinn eins og mót af G5, núna þarf ég að endurmóta í Mamba :megasmile


i7 950|Noctua NH-D14|ASUS P6X58D-E|Mushkin Ridgeback 3x2GB|PNY GTX 570|ASUS Xonar DX|Mushkin Chronos 120GB SSD|2x1TB RAID1|HAF X|Corsair HX850W||Samsung 27" P2770FH

Skjámynd

Raidmax
Gúrú
Póstar: 595
Skráði sig: Mið 05. Ágú 2009 19:19
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Razer Mamba

Pósturaf Raidmax » Þri 25. Jan 2011 16:49

nice ! langar í þessa mús ! :D


Intel Core i7 2600K 3.4 Ghz | Gigabyte P67A-UD4-B3 | G.Skill 2 x 4 GB 1600 Mhz Ripjaws 1.5 V | MSI GTX 1070 Ti 8 GB | CM Silent Gold 1000W | Corsair Hydro H70 | 500 GB SSD Samsung | 1TB Samsung | Corsair Graphite 230T

Skjámynd

Plushy
Vaktari
Póstar: 2223
Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
Reputation: 5
Staðsetning: Grafarvogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Razer Mamba

Pósturaf Plushy » Þri 25. Jan 2011 16:54

Flottur, do want :)


i7 2600k | Gigabyte P67A-UD3-B3 | 8 GB Blackline 1600 Mhz CL9 | Gigabyte GTX 560 SOC | Nitrox 750W | OCZ Vertex 3 120 GB SSD Max Iops

Skjámynd

pattzi
Kerfisstjóri
Póstar: 1287
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 17
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Razer Mamba

Pósturaf pattzi » Þri 25. Jan 2011 16:57

Sleff Langar í þettaSkjámynd

ZoRzEr
/dev/null
Póstar: 1356
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 12:11
Reputation: 32
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Razer Mamba

Pósturaf ZoRzEr » Þri 25. Jan 2011 17:18

Flottur unboxing þráður. Alltaf gaman að sjá menn nenna að rífa aðeins í myndavélina ;)


7700k | Maximus IX Hero | 32GB | 1TB 960 Pro m.2 | GTX 1080 Ti | Corsair AX1200i | CaseLabs SM8 | Custom EK loop | Asus PG279Q
Synology DS1817+ | 20TB
USG | US-8-60W | nanoHD | CloudKey


HelgzeN
</Snillingur>
Póstar: 1083
Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Razer Mamba

Pósturaf HelgzeN » Þri 25. Jan 2011 17:36

klassi


Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3613
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 192
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Razer Mamba

Pósturaf Tiger » Þri 25. Jan 2011 18:25

Magnaðar umbúðir og frágangur á þessum grip.


---------------------------------------------------------
"When you think you're done, it just begins"

Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3091
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 38
Staða: Ótengdur

Re: [Unboxing] Razer Mamba

Pósturaf Frost » Þri 25. Jan 2011 19:02

Welcome to da club! :japsmile


MB: Gigabyte Z270n Gaming 5 CPU: i7 7700k Cooler: Noctua NH-D14 GPU: GTX 1080ti RAM: 16GB DDR4 3000Mhz PSU: Silverstone SX700 SSD: Crucial 1TB SSD HDD: 4TB Case: Fractal Design Nano S
Asus PG278Q - BenQ GW2765HT - Logitech G910 - Logitech G900 - Logitech G933 - Beyerdynamic DT990 600 ohm - Schiit Magni/Modi 2 Uber stack