Síða 1 af 1

Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 00:46
af Optimus
Ég eignaðist mína fyrstu tölvu 14 ára, þegar ég fermdist. Hún var ágætlega mikið tryllitæki miðað við það hvenær ég fékk hana. Á hana spilaði ég m.a. Half-Life 2 seríuna, Bioshock, WoW og alla þá leiki sem eru mér kærastir. Um er að ræða shuttle tölvu, þannig að uppfærslur voru illmögulegar, ekki það að mér hafi eitthvað frekar dottið í hug að uppfæra fyrr en nýlega. Í haust, fjórum árum eftir ferminguna mína, fór ég loksins að pæla í því að uppfæra leikjavélina og fá mér eitthvað sem ræður við þetta nýjasta. Í þessu var lengi pælt og að lokum ákvað ég að bíða þar til um jólin, því þá gæti ég pantað ýmislegt í útlöndum. Þannig var nefnilega að góður vinur minn var í BNA yfir jólin og frænka mín sem býr í danmörku ætlaði að vera hér yfir jólin.
Ég gerði rosaflott excel skjal yfir kostnað íhluta, las ótal reviews, gerði nokkra núbbaþræði hérna á vaktina, skipti hver veit hversu oft um skoðun með helstu íhluti, var búinn að ákveða en þá kom eitthvað nýtt og betra, o.s.frv.
En að lokum var listi íhluta ákveðinn, og er svona:

Kassi: Cooler Master HAF X, keyptur lítillega notaður af daanielin hér á vaktinni
Aflgjafi: Corsair HX850W
Móðurborð: ASUS P6X58D-E, flutt inn frá DK
Örgjörvi: Intel Core i7-950, flutt inn frá BNA
Örgjörvakæling: Noctua NH-D14
Vinnsluminni: Mushkin Enhanced Blackline Ridgeback 3x2GB, flutt inn frá BNA
Skjákort: PNY GeForce GTX 570, flutt inn frá BNA
Hljóðkort: ASUS Xonar DX
SSD: OCZ Vertex 2 120GB, flutt inn frá BNA
HDD: 2x Samsung 1TB í RAID1
Heyrnartól: Sennheiser PC360 G4ME, flutt inn frá DK

Mynd

Ég átti þegar nýtt lyklaborð og gamla G5 músin sem ég fékk með gömlu borðtölvunni er enn í góðu lagi, svo einu jaðartækin sem mig vantaði voru góð leikjaheyrnartól. Þar sem ég gat fengið þau frá danmörku og því um helmingi ódýrari en þau yrðu hér á landi fór ég beint í það besta, sem reyndist vera góð ákvörðun.
Ég fékk allt dótið heim til mín 5. janúar og réðst beint í samsetningu. Ég hef aldrei áður sett saman tölvu, svo ég fékk með mér hjálparhellu sem hefur töluvert meiri reynslu af þessu en ég.
En byrjum að unboxa.

Solid state drifið:
Mynd

Innihald kassans, bæklingur, límmiði, 3.5" adapter bracket og drifið sjált
Mynd

Besti límmiðinn
Mynd

Skjákortið!
Mynd

Kassinn opnaður
Mynd

Aukahlutirnir: driver diskur, DVI-to-VGA converter, MiniHDMI-to-HDMI converter og dual-molex-to-PCIe 6-pin adaptor
Mynd

Kortið sjálft
Mynd

Mynd

Mynd

RIdgeback minniskubbarnir frá Mushkin
Mynd

Mynd

Örgjörvinn. Þar sem ég ætlaði hvort eð er að henda stock viftunni, þá sagði ég vini mínum sem flutti hann inn að taka bara kubbinn sjálfan og proof-of-purchase.
Mynd

Hljóðkortið
Mynd
Mynd

Aukahlutirnir með hljóðkortinu: manual, 3-pin-to-molex adaptor, low-profile bracket, mini-jack-to-RCA adaptor og eitthvað dót fyrir digital output
Mynd

Kortið sjálft
Mynd

Móðurborðið
Mynd

Aukahlutirnir með móðurborðinu: Quickstart guide, manual, I/O shield, nokkrir SATA kaplar, bæði SATAII og III, 2-way og 3-way SLI tengi o.s.frv. Engar skrúfur með.
Mynd

Borðið sjálft
Mynd

I/O panel
Mynd

Aflgjafinn
Mynd

Kassinn opnaður, gleymdi að taka myndir af aukahlutunum með honum, en með þessu fylgdi powersnúra, einhverjar leiðbeiningar og poki með öllum helstu rafmagnstengjum fyrir íhlutina.
Mynd

Kominn uppúr:
Mynd

Noctua!
Mynd

Kæliplatan
Mynd

Heatsinks og viftur
Mynd

Í þann mund að setja örgjörvann í borðið
Mynd


Samsetningin gekk mjög vel, fyrir utan smá ævintýri þegar við gerðum okkur grein fyrir því að við værum ekki með neinar móðurborðsskrúfur. Ég hrindi út um allan bæ í alla þá sem mér datt í hug að gætu átt skrúfur, en það gekk ekki. Ég gerði þráð á vaktinni, en þar var fátt um svör. Ég gróf að lokum fram gamla heimilistölvu sem er ekki lengur í notkun með það í huga að stela úr henni skrúfum, en komst að því, mér til mikillar mæðu, að þar sem þetta var dell tölva var móðurborðið ekki með venjulegum skrúfum, heldur einhverskonar boltum.
Þetta reddaðist hins vegar að lokum, því sami vinur minn og hafði flutt inn tölvudótið frá BNA sagðist eiga gamla ónýta heimilistölvu sem við mættum kryfja. Við brunuðum af stað og gátum fengið úr tölvunni 6 skrúfur, sem er tæknilega séð þremur of lítið, en með smá lagni og "strategic placement" á skrúfum, þá hafðist þetta.

Samsetningu lokið
Mynd

Mynd

Mynd


Stund sannleikans:
Mynd

Hún kveikti á sér!
Mynd


Þetta fór semsagt allt að óskum og ég er að skrifa þennan þráð á nýju tölvuna. Hún stendur sig ótrúlega vel, lenti ekki í neinum vandræðum með RAID setup, nema örlítið vegna eigin vankunnáttu, átti eftir að formatta array-ið og þess vegna birtist það ekki í My Computer, en ég fann út úr því. Móðurborðsskrúfuævintýrið borgaði sig líka, því á meðan ég var að grafa upp gömlu tölvuna fann ég þennan fínasta 20" dell skjá, sem ég setti að sjálfsögðu upp við hliðina á mínum eigin. Hér má sjá aðstöðuna eins og hún er núna:

Mynd
Mynd
Mynd

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 00:50
af rapport
NICE...

Enjoy!!!

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 00:57
af vesley
Snilld ! Er að fýla það að unboxing þræðir eru að skjóta upp kollinum aftur.

En í guðanna bænum lagaðu cable managementið ](*,) :crazy

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 01:04
af Optimus
vesley skrifaði:Snilld ! Er að fýla það að unboxing þræðir eru að skjóta upp kollinum aftur.

En í guðanna bænum lagaðu cable managementið ](*,) :crazy


:oops: Já ég veit, þetta er í rugli. Klukkan var orðin margt og mig langaði bara að vera búinn að þessu, en ég þarf klárlega að laga cable management bráðlega.

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 01:07
af Optimus
Hérna er smá stærðarsamanburður við gömlu tölvuna
Mynd
Mynd
Mynd

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 01:55
af MatroX
afhverju að snúa kælingunni svona. þetta hindrar henni aðeins að kæla ef ég orða það svoleiðis?

eða þurftiru að hafa þetta svona útaf minnunum

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 02:41
af Optimus
MatroX skrifaði:afhverju að snúa kælingunni svona. þetta hindrar henni aðeins að kæla ef ég orða það svoleiðis?

eða þurftiru að hafa þetta svona útaf minnunum



Minniskubbarnir voru fyrir. Með þessari uppsetningu blæs hún lofti frá skjákortinu og upp um top-exhaustið. Ekki alveg ákjósanlegt, en hún passar því miður ekki hinsegin :(

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 08:51
af Eiiki
Þetta er gjööðveikt, til hamingju! \:D/

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 09:38
af donzo
Optimus skrifaði:
MatroX skrifaði:afhverju að snúa kælingunni svona. þetta hindrar henni aðeins að kæla ef ég orða það svoleiðis?

eða þurftiru að hafa þetta svona útaf minnunum



Minniskubbarnir voru fyrir. Með þessari uppsetningu blæs hún lofti frá skjákortinu og upp um top-exhaustið. Ekki alveg ákjósanlegt, en hún passar því miður ekki hinsegin :(


Færðu viftuna sem er fyrir smá upp, affectar ekki mikið performance, það er mælt með því svoleiðis ef þúrt með "aðeins" of há minni :/

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 11:05
af Gilmore
Þetta er æðislegt, engin smá uppfærsla frá gömlu vélinni þinni.....til hamingju. :)

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 14:09
af J1nX
hvaða Mario drykkur er þetta ? :D

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mán 10. Jan 2011 18:21
af Optimus
J1nX skrifaði:hvaða Mario drykkur er þetta ? :D


http://www.amazon.com/Nintendo-Super-Ma ... B000RLBDNU

Einn vinur minn keypti þetta í florida og gaf mér fyrir löngu síðan, hef aldrei tímt að opna hana.

Re: Unboxing+samsetning GTX 570, OCZ Vertex 2, i7 950 osfrv

Sent: Mið 12. Jan 2011 22:11
af HelgzeN
aðal lyklaborðið (Y)