Síða 1 af 1

Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 03:27
af MatroX
Sælir Vaktarar
Snillingarnir hjá tölvutækni pöntuði Noctua NHD-14 þegar ég hringdi í þá og var annaðhvort að leita af Noctua NHD-14 eða Prolimatech Megahalems og þeir gátu svo á endanum reddað Noctua NHD-14.

Ég ákvað að gera unboxing þráð þar sem Daanielin bað svo fallega.

Ég fékk félagaminn (nonesenze hér á vaktinni) til að henda kælingunni í fyrir mig á meðan ég tók myndir og "horfði á" hehe

Við byrjuðum á því að opna þennan huge kassa og þetta er rosalega vel gerðar umbúðir, sterkar og fínar
Mynd

inn í kassanum voru festingar fyrir Intel og AMD (LGA1366, LGA1156, LGA1155, LGA775, AM2, AM2+ og AM3) ásamt skrúfjárni, NT-H1 kælikremi, 2x U.L.N.A og Y-Tengi fyrir báðar vifturnar
Mynd

Svo fór kælingin sjálf úr kassanum. hérna er allt innihaldið
Mynd

Þetta er enginn smá stærð á þessu
Mynd

Hérna er fyrir mynd, áður en við byrjuðum að taka vélina í sundur
Mynd

Hérna er stock kælingin farinn úr
Mynd

Smá stærðar munur á stock vs Noctua NHD-14
Mynd

Svo kom að því að setja Noctua kælinguna á móðurborðið þá komumst við að stórum galla við haf 932 kassan og þetta er eiginlega "óþolandi" :evil:
Mynd

Hérna sést samt hversu þægilegt cable managementið í haf 932 er gott en samt dálítið mikið mess þarna á bakvið
Mynd

Hérna eru bracketin komin á móðurborðið
Mynd

Dálítið mikið mess
Mynd

Hérna er kælingin kominn á móðurborðið og ekkert eftir nema að setja 140mm viftuna á hana
Mynd

All done
Mynd

Alls ekki mikið pláss í kringum minnin
Mynd

Nokkrar myndir af þessu loknu
Mynd

Mynd

Á endanum vill ég bara þakka fyrir þessa frábæru þjónustinni hjá tölvutækni.

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 03:42
af Frost
Suddalega flottur þráður og props fyrir ruddalega kælingu :happy

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 03:49
af jonrh
Nice! Finnst þér mikill eða lítill hávaði í henni?

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 03:53
af MatroX
jonrh skrifaði:Nice! Finnst þér mikill eða lítill hávaði í henni?

Næstum dead silent:D kom mér svakalega á óvart

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 03:55
af Hvati
nice, koma kannski með fyrir og eftir hitatölur? Svo bara overclocka :D.

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 03:58
af littli-Jake
djöfulsins monster er þetta

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 04:00
af MatroX
Hvati skrifaði:nice, koma kannski með fyrir og eftir hitatölur? Svo bara overclocka :D.


hehe eg var aðeins of fljótur á mér, ég var með sirka 50-60°c idle með stock kælingu og á stock clock á örranum

svo hentum við Noctua kælingunni í og þá dropaði htinn í svona 32-36°c svo pældi ég ekkert meir í því og notaði stillingar frá danna og henti vélinni í 4.2ghz og hun er alveg stable. ætla samt að keyra prime í nótt til að vera 100% viss.

örrinn er að idle-a í sirka 42°c og á full load að detta í 82-84°c en herbergið var dálítið heitt þannig að það verður gaman að sjá hvernig þetta er í fyrramálið eftir prime

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 04:13
af RazerLycoz
littli-Jake skrifaði:djöfulsins monster er þetta


haha mér fannst lika eftir að ég sá fyrsta screenshotið :D og vá hvað þetta er nice :)

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 05:25
af Littlemoe
Hvað kostaði þetta skrímsli?

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 09:57
af Danni V8
Hmmm ég hef verið með tvö mismunandi móðuroborð í HAF932 en aldrei lenti ég í svona að komast ekki að festingunum, þær voru í bæði skiptin nógu ofarlega hjá mér, ekki einu sinni tæpt :o

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 12:17
af MatroX
jæja núna er prime búið að vera í gangi í sirka 8 tíma og allt stable.

Mynd

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 12:52
af rapport
Blása allar kassavifturnar hjá þér út úr kassanum?

Ef 20cm viftan á hliðinni mundi blása inn þá mundi loftflæðið í gegnum kassann líklega aukast töluvert hjá þér og kælingin batna...
(Samt best að nota viftu neðarlega á kassanum með fillter/svamp fyrir framan sig til að koma lofti inn í kassann, þá er loftið kaldara og þrifin auðveldari)

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 13:12
af MatroX
rapport skrifaði:Blása allar kassavifturnar hjá þér út úr kassanum?

Ef 20cm viftan á hliðinni mundi blása inn þá mundi loftflæðið í gegnum kassann líklega aukast töluvert hjá þér og kælingin batna...
(Samt best að nota viftu neðarlega á kassanum með fillter/svamp fyrir framan sig til að koma lofti inn í kassann, þá er loftið kaldara og þrifin auðveldari)


amm það blæs enginn inn! haha gaur! auðvita er hliðar viftan að blása inn ég er ekki alveg nýliði í þessu.

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 13:24
af ZoRzEr
Flottur unbox þráður. Langur tími síðan einn slíkur kom á vaktina ;)

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 13:51
af Hvati
ZoRzEr skrifaði:Flottur unbox þráður. Langur tími síðan einn slíkur kom á vaktina ;)

bara 10 dagar samt :roll:
viewtopic.php?f=40&t=34230

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 13:54
af MatroX
Hvati skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Flottur unbox þráður. Langur tími síðan einn slíkur kom á vaktina ;)

bara 10 dagar samt :roll:
viewtopic.php?f=40&t=34230


hehe true

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 14:12
af rapport
MatroX skrifaði:
rapport skrifaði:Blása allar kassavifturnar hjá þér út úr kassanum?

Ef 20cm viftan á hliðinni mundi blása inn þá mundi loftflæðið í gegnum kassann líklega aukast töluvert hjá þér og kælingin batna...
(Samt best að nota viftu neðarlega á kassanum með fillter/svamp fyrir framan sig til að koma lofti inn í kassann, þá er loftið kaldara og þrifin auðveldari)


amm það blæs enginn inn! haha gaur! auðvita er hliðar viftan að blása inn ég er ekki alveg nýliði í þessu.



Man - fattaði ekki að þetta værir þú, er ekki keyrandi á öllum cylendrum þessa stundina... eftir stíft viku námskeið þá voru verðlaunin frá mér til mín = hellings jólabjór...

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 16:45
af MatroX
12 tímar í prime = Stable. og á minni voltum en danni. 1.312v

Mynd

Re: Unboxing Noctua NHD-14

Sent: Sun 12. Des 2010 18:02
af chaplin
MatroX skrifaði:12 tímar í prime = Stable. og á minni voltum en danni. 1.312v


Mynd