Inno3D GeForce GTX 260 Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Inno3D GeForce GTX 260 Review

Pósturaf Yank » Fös 26. Des 2008 12:21

GeForce GTX 260 kom á markað í júní 2008. Þetta skjákort er "litlibróðir" GeForce GTX 280 en það er búið öflugasta og stærsta grafíska kjarnanum sem framleiddur hefur verið til þessa dags. Þeir sem fylgst hafa með skjákortsmarkaðnum undanfarin ár, eru fyrir löngu farnir að kannast við þessa formúlu hjá Nvidia. Risastór grafískur kjarni og þeir sem ekki eru fullkomnir eftir framleiðslu eru notaðir í „litlabróður“.
>>>
Er þessi formúla orðin úrelt? Hefur ATI séð við Nvidia? og hvert er raunverulegt afl þessa skjákorts verður efni þessarar greinar.

Það Inno3D GeForce GTX 260 skjákort sem hér er prófað var lagt til af http://www.kisildalur.is

Mynd


Aðeins um Inno3D

InnoVISION Multimedia Limited er með verksmiðjur sínar staðsettar í Shenshen héraði í Kína. Fyrirtækið er um 10 ára gamalt og framleiðslan samanstendur m.a. af móðurborðum, skjákortum, og ýmsum margmiðlunar búnaði. Inno3D vörur eru einungis fáanlegar í Kísildal hér á landi.

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess.
http://www.inno3d.com/
>>>
Kassi og fylgihlutir

Kassinn frá Inno3D er nokkuð hefðbundinn kassi fyrir skjákort. Mjög vel fer um allt innihald. Fylgihlutir eru nokkuð ríkulegir, en leikirnir Company of Heroes Opposing Front og Gost Recon 2 fylgja með.

Mynd

Mynd

Fylgihlutir:

- Installation Kit (CD með reklum og myndleiðbeiningar)
- Leikirnir Company of Heroes Opposing Front og Gost Recon 2
- DVI to VGA breytistikki
- Molinex afl í PCI Express 6-pin rafmagnstengi
- Ofl.
>>>
Nánar GeForce GTX 260

Bæði GeForce GTX 260 og flaggskip Nvidia GeForce GTX 280 eru búinn sama grafíska kjarnanum (G200). G200 er stærsti grafíski kjarninn sem framleiddur hefur verið til dagsins í dag, og hann inniheldur 1400 milljón transistora. GeForce 8800 var einungis búið helmingnum af þessum fjölda eða 700 milljón transitora.

Þessi formúla Nvidia að framleiða tvö skjákort úr sama kjarna er ekki ný af nálinni. Þessari aðferð var beitt á 8800 línuna einnig. GeForce 8800 GTX og GeForce 8800 GTS voru búinn sama grafíska G80 kjarnanum, en munurinn lá í fjölda shader kjarna.
Við hönnun á grafískum kjörnum er oft tekið tillit til þess að einhverjir gallar geti komið fram við framleiðslu, þannig þeir eru hannaðir með það í huga að hægt sé að nýta þá engu að síður. Þetta á einmitt við um G200 kjarna Nvidia GTX 260, en þeir kjarnar hafa venjulega eihverja gallaða shader kjarna sem hreinlega er slökkt á.

Þannig er G200 kjarni sem kemur úr framleiðslu án "galla" búinn 240 shader kjörnum notaður í GTX 280, en þeir sem hafa gallaða Shader kjarna notaðir í GTX 260. GTX 260 er búinn 192 shader kjörnum. Ekkert nema gott um þetta að segja allir græða, Nvidia á því að geta nýtt betur framleiðslu sína og neytendur græða á því að fá aflmikið skjákort á góðu verði.

ATH. Það er einnig hægt að fá GTX 260 með 216 shader kjörnum en Nvidia hefur farið að bjóða upp á slík skjákort eftir að heimtur á framleiðslunni urðu betri og með aukinni samkeppni frá ATI.

Mynd

Upplýsingar frá Nvidia um GeForce GTX 260

Mynd
>>>
Nánar um Inno3D GeForce GTX 260 og samantekt á eiginleikum

Mynd

G200 kjarninn í Inno3D GeForce GTX 260 er búinn 192 shader kjörnum, kjarninn keyrir á 576MHz tíðni, minnið á 999MHz og shader kjarnarnir á 1242MHz. Kjarninn hefur alls 993 GigaFLOP reiknigetu, pixel Fillrate upp á 16,1 GPixel/s, Texture Fillrate uppá 40,3GTexel/s, minnistýringin er 448 bita og gefur minnisbandvídd upp á 111,9 GB/s. Kjarninn er framleiddur með 65nm tækni og stærð hans er 576 mm2.

Mynd

Ef skoðaðar eru myndirnar hér að neðan, en þær sýna hlutfallslega stærð G200 kjarnans við aðra algenga grafíska kjarna, og reiknigetu G92 kjarnans sem finna má í GeForce 8800GTS 512MB skjákortum. Þá fer maður að gera sér betur grein fyrir því hverslags skrímsli G200 grafíski kjarninn er. Bæði í reiknigetu og stærð. Ók!! Skrímsli hvernig stendur þú þig við raunverulegar aðstæður í leikjum?

Mynd

Mynd

RV670 er kjarni ATI 3870
RV770 er kjarni ATI 4870
G92b er kjarni Nvidia 9800 GTX 55nm
G92 er kjarni Nvidia 8800GTS 512Mb
R600 er kjarni ATI HD 2900 XT
G200 er kjarni Nvidia GTX 260 og 280

Mynd

Mynd

Glæsilegt skjákort. SLI eða 3-way SLI
Tekur rafmagn um tvö 6 pinna PCI Express x16 rafmagnstengi

Mynd

Myndin sýnir Inno3D GeForce GTX 260 og Nvidia GeForce 8800 GTS 512MB
>>>
Test Setup

CPU: Intel Core 2 Q6600 2.4Ghz (266FSBx9)

Aflgjafi: Fortron Epsilon 700W

Video drivers: NVIDIA ForceWare 177,41(G200), 169,09,169,21 (G92), 174,16 G94, 174,74 9800 GX2 Catalyst 7.11, 8.2 og 8.5 (HD 4850).

Móðurborð: Gigabyte X38-DQ6 frá http://www.tolvutek.is

Mynd

HD: 2 x WD36GB raid 0 fyrir stýrikerfi. Leikir settir upp á WD SATA2 320GB

Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12

Skjákort: Inno3D GeForce GTX 260, Force3D Radeon HD 4850 frá www.Kisildalur.is Gigabyte GeForce 9800 GX2 frá http://www.tolvutek.is ,XFX GeForce 9600GT frá http://www.tolvutaekni.is ,Jetway Radeon HD 3870 X2, Jetway Radeon HD3850, Jetway Radeon HD3870, Sparkle 8800GTS 512MB frá http://www.tolvuvirkni.is ,ASUS 8800GTX frá http://www.iod.is ,Evga 8800GTS 320MB SC, Inno3D 8800GTS 640MB

Stýrikerfi: Vista Ultimate 32bit SP1

Skjár: BenQ FP222WH frá http://www.tolvuvirkni.is, Samsung SyncMaster 245BW

Mynd

Annarbúnaður: Logitech G15, G9 frá http://www.logitech.com, og ICY BOX IB-266 frá http://www.raidsonic.de

Mynd

Mynd

>>>
Próf

Þau próf sem notuð voru að þessu sinni eru öll fyrir utan Far Cry og Prey gerð samfara raunverulegri spilun, þar sem fjöldi ramma er mældur með Fraps. Þetta gefur sem raunverulegasta mynd af afli skjákorta, því fjöldi ramma er þá mældur við þær aðstæður sem skjákortin eru hönnuð í, nefnilega leikjaspilun. Einnig er notast við gervipróf eins og 3DMark06. Leikjaprófin eru öll tekin á 30 sekúnda tímabili yfirleitt strax í byrjun leiks. Varast var að hafa mikið um breytur eins og t.d. skotbardaga við óvini en slíkt getur valdið óþægilega miklum breytileika á niðurstöðum, enda er þá t.d. A.I. leikja að taka afl frá kerfinu en ekki einungis grafíkvélin. Þannig var reynt að endurtaka nákvæmlega sömu hreyfingar og framkvæma sömu hluti aftur og aftur, sama hvaða skjákort var prufað. Ef einhverjar niðurstöður þóttu ótrúverðugar var prófið endurtekið til þess að fá staðfestingu. Hvert próf var keyrt fimm sinnum og meðaltal þeirra niðurstaðna tekið. Allir leikir eru uppfærðir með nýjustu fáanlegum plástrum.

Dæmið sem sett er hér um framkvæmd er ekki dæmigert um hvernig þetta var gert en hér er um COD4 30 sekúnda leikjaspilun að ræða. Þetta var endurtekið fimm sinnum og meðaltals fjöldi ramma tekin af þeim skiptum. Þetta er bara langskemmtilegasta dæmið.
http://www.mediafire.com/?03eusr31t9v

3DMark06 http://www.3dmark.com/products/3dmark06/

Er þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum. Inniheldur aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf. Örgjörva prófið líkir eftir gervigreindar- (A.I.) og eðlisfræðilegumreikningum (physics) en slíkir reikningar krefjast sífellt meira afls af vélbúnaði.

Far Cry
http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Mynd

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standarinn í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Prey

Mynd

Notast er við HardwareOC prey http://www.hocbench.com/prey.php

BioShock

Mynd

Þessi leikur skartar DirectX 10 stuðning, og notast við Unreal 3.0 grafíkvélina. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom út í ágúst 2007.

Call of Duty 4: Modern Warfare

Mynd

Margir segja þennan leik best heppnaða framhald klassísk skotleiks. Grafíkvélin er DirectX 9 en skartar samt prýðisgrafík. Leikurinn reynir töluvert á vinnslu skjákorta með því að leggja á þau þunga HDR vinnslu, og eðlisfræðilega útreikninga sem auka á raunveruleika tilfinningu leiksins við spilun.

Crysis


Mynd

Er þróaður af Crytek, þeim sömu og gerðu Far Cry. Leikurinn gerir gífurlegar kröfur til vélbúnaðar og skartar nýrri grafíkvél CryEngine2 sem er ein fyrsta grafíkvélin sem gefur fullan stuðning við DirectX 10. Leikinn er einnig hægt að keyra í DirectX 9 bæði með Windows Vista og Windows XP, og krefst það minna afls. Þessi leikur er bomba ársins 2007 og sumir vilja meina að þarna sé að ferðinni besti skotleikur sem sést hefur til þessa. Leikurinn hefur einnig hlotið gagnrýni fyrir að vera allt of kröfuharður á vélbúnað, þ.e.a.s frá öllum öðrum en vélbúnaðarframleiðendum, því menn flykkjast í hrönnum í tölvuverslanir til þess að uppfæra, svo þeir geti spilað leikinn.

Half-Life 2: Episode Two

Mynd

Er nýjasti útspil Valve í þessari seríu, sem vart þarf að kynna. Leikurinn notast við Source grafíkvélina sem hönnuð er af Valve, þá sömu og knýr Counter Strike Source. Þessi leikjavél styður einungis DirectX9. Þótt þessi vél sé þannig séð kominn til ára sinn er gífurlegur fjöldi leikjaspilara að spila leiki sem byggja á þessari grafíkvél.

S.T.A.L.K.E.R.: Shadow of Chernobyl

Mynd

Er leikur frá Úkraínska fyrirtækinu GSC Game World. Leikurinn notast við X-ray grafíkvélina sem er DirectX 9 shader Model 3.0 vél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. Þessi vél er því nokkuð sér á báti en engu að síður setur töluvert álag á skjákort.

TimeShift

Mynd

Er fyrstu persónu skotleikur frá Vivendi Games, sem gefin hefur verið út á PC, Xbox 360 og Playstation 3. Leikurinn kom út á PC 30. Október 2007. Leikurinn notast við Unreal 3.0 grafíkvélina.
>>>
Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000
Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Mynd

Velleman DVM 805 hljóðstyrksmælir
Notaður til þess að mæla hljóðmyndun við álag.

Mynd
>>>
Orkunotkun

Orkunotkun var mæld á sama hátt og áður hefur verið gert. Mæld er heildarorkunotkun prófunar vélbúnaðar með VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000 mæli. Mælingin á mesta álagi fer þannig fram að mælirinn mælir orkunotkun úr rafmagnstengli við allar prófanir og geymir hæsta gildi sem síðan er lesið úr minni. Idle notkun eða notkun við lítið álag er mæld við það að vélin er keyrð upp í Windows Vista og lesið af mælinum við 2D vinnslu. Ekki er slökkt á Aero eða öðrum grafík möguleikum Windows Vista. Ekki er leiðrétt fyrir nýtni aflgjafa.

Mynd

Inno3D GeForce GTX 260 er nokkuð orkufrekt skjákort, en það kemur ekki á óvart. Þessi kjarni er mjög stór. Þetta er þó ekkert ógurlegt m.v. afl, en það er að þarf svipaða orku og GeForce 8800GTX. Athyglisvert er að við lítið álag eða við venjulega 2D desktop vinnslu þá þarf GeForce GTX 260 óvenju lítið af orku og nokkuð minna en GeForce 9600 GT.
>>>
Hljóðmyndun

Inno3D GeForce GTX 260 er ekki hljóðlátt skjákort, og vermir þriðja sætið yfir hávaðasömustu skjákort sem ég hef prufað til þessa. Kælingin á GTX 260 er mjög lík eins og kælingin á eldri 8000 línu, en einhverja hluta vegna er hún ekki eins hljóðlát. Maður verður einungis var við hljóðmyndun undir álagi sem eðlilega er mest við leikjaspilun. Hljóðmyndun er ekki það mikil að hún nái að yfirgnæfa hljóð úr leiknum, allavega ekki ef spilaður er leikur með einhverju fjöri í.

Mynd
>>>
3DMark06

Þótt 3DMark06 sé þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum og innihaldi aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf, þá er það að verða ansi aldrað þegar kemur að því að meta afl nýjustu skjákorta. Það flýtur þó hér með, enda algengt að það sé notað þegar menn metast um afl leikjavéla sinna.

Mynd

GTX 260 tapar þarna fyrir mun ódýrara skjákorti eða ATI 4850. En eins og stendur hér að ofan er orðið litið að marka þetta próf í dag. Einnig virðast Nvidia skjákort oft koma verr út úr þessu prófi.
>>>
Bioshock

Stillingar:

Mynd

Í Bioshock er GTX 260 að ná sama fjölda ramma og ATI 4850. Það eru ákveðin vonbrigði því Nvidia GeForce GTX 260 er mun dýrara skjákort. Í upplausninni 1920x1200 kemur ATI 4850 jafnvel örlítið betur út.

Mynd

Mynd

Mynd
>>>
Call of Duty 4

Stillingar

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Í COD4 er verður útkoman hagstæðari fyrir Inno3D GeForce GTX 260 heldur en í Bioshock.
>>>
Crysis

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Crysis er sá leikur í dag sem gerir lítið úr skjákortum. Inno3D GeForce GTX 260 er eina einkjarna skjákortið sem ég hef prófað til dagsins í dag sem ræður við að halda yfir 30 römmum að meðaltali og það í DX10, 1920x1200 upplausn, og High myndgæða stillingum.
>>>
Half-Life 2 Episode Two

Stillingar

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Half-Life 2 Episode Two keyrir á einni af fáum grafíkvélum sem hannaðar hafa verið í samstarfi við ATI síðustu ár. Það kemur því ekki á óvart að ATI skjákort komi hér vel út. Það er athyglisvert að Inno3D GeForce GTX 260 skuli vera öflugra en GeForce 9800 GX2 í þessari grafíkvél.
>>>
S.T.A.L.K.E.R

Stillingar

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

S.T.A.L.K.E.R er leikur sem búinn er X-ray grafíkvél, hún telst nokkuð óhefðbundin m.v. aðrar, en er engu að síður DirectX 9 Shader Model 3.0 grafíkvél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. X-ray grafíkvél er nokkuð sér á báti því hún notar ýmis trix til þess að ná fram sem bestum myndgæðum.

Inno3D GeForce GTX 260 er öflugasta einkjarna skjákortið prófað hér.
>>>
Far Cry

Stillingar

Maximum quality option, Direct3D renderer
Level: Volcano, demo: Volcano.tmd
Pixel shader: model 3.0
Antialising: 8x
Anisotropic filtering: 16x
HDR: level 7
Geometry Instancing: enabled
Normal-maps compression: enabled

Mynd

Mynd

Þótt leikurinn Far Cry sé frá árinu 2004 er hann góður og gildur til þess að prófa afl skjákorta í DX9. Þessi leikur hefur alltaf verið hliðhollur ATI skjákortum.
>>>
Prey

Stillingar

Demo: guru3d-5.demo
Shader Detail: Highest
Aspect Ratio: 4:3
Antialiasing: 4x
Anisotropic filtering: 16x
Graphics BOOST: enabled

Mynd

Mynd

Í þessari grafíkvél er Inno3D GeForce GTX 260 konungur og kemur best út.
>>>
TimeShift

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Inno3D GeForce GTX 260 er hér öflugasta einkjarnaskjákortið, með nokkrum yfirburðum.
>>>
Heildarfjöldi ramma

Mynd

Mynd

Grafið hér að ofan sýnir hlutfallslegt afl skjákortanna í prósentum sem prófuð voru samanborið við öflugasta skjákortið, sem prófað hefur verið hingað til, Gigabyte GeForce 9800 GX2. Athugið að ekki er hægt að alhæfa um að þetta sé endanlegur munur, en þetta á við í þeim leikjum og þeirri upplausn og stillingum sem leikirnir voru prófaðir í. Þetta er því góð vísbending um hvert afl þessara skjákorta er m.v. hvert annað við raunverulega leikjaspilun. Þessi próf eru sett upp til að líkja sem best eftir því.

Það verður þó að hafa þann varnagla á að þetta eru niðurstöður úr prófunum leikjanna upp í upplausn 1680x1050. Það má því leiða líkur að því að það sé veikari skjákortunum í hag að ekki sé t.d. 1920x1200 upplausn tekin með.

Inno3D er að ná um 87% af afli Geforce 9800 GX2 í þeim leikjum og þeirri upplausn sem það var prófað í, það verður að teljast nokkuð ásættanleg niðurstaða, ekki satt.
>>>
Samantekt

Inno3D GeForce GTX 260 er feikna öflugt einkjarna skjákort. Það er í sjálfu sér ekki hægt að finna neina sérstaka veika punkta á því sem slíku. Mjög öflugt, þokkalega hljóðlátt, þarf ekki ógurlegt afl, ekki sérstaklega heitt, virka í SLI og jafnvel 3-Way SLI (þ.e þrjú GTX 260 tengd saman), reklastuðningur almennt mjög góður, og tveir leikir fylgja með Company of Heroes Opposing Front og Gost Recon 2.

Mynd

Það sem finna má að GeForce GTX 260 er að skömmu eftir að það kom á markað í júní 2008 kemur ATI með sitt útspil í formi ATI Radeon 4850, en það er mun ódýrara en GTX 260 og lítið veikara. Það að ATI 4850 skuli einungis vera ca 15% veikara skjákort er kjánalegt. Þú gerir þér ekki grein fyrir hversu kjánalegt það er fyrr en þú heldur á GeForce GTX 260 í annarri hönd og ATI 4850 í hinni. Stærðarmunurinn er mikill.

Mynd

Undan farin ár hafa Nvidia og ATI háð hatramma baráttu um hvort fyrirtækið geti boði upp á öflugasta grafíska kjarnann hverju sinni. ATI stal krúnunni með fyrsta DX9 skjákorti sínu ATI Radeon 9700 Pro en tapaði henni síðan aftur jafn harðan til Nvidia. Svona hefur þetta gengið koll af kolli undanfarin ár fyrirtækin hafa skipst á að bjóða upp á öflugasta grafíska kjarnann.

Árið 2005 ákvað ATI að tapa slagnum viljandi um öflugasta grafíska kjarnann (slíku halda þeir fram sjálfir ), og einbeita sér að markaðnum sem skilar mestum tekjum, en það er framleiðsla og sala á miðlungsöflugum skjákortum. Þessi skjákort ætla þeir að framleiða á sem hagkvæmastan máta og keppa einungis um titilinn "öflugasta skjákortið" með tvíkjarna skjákortum. Sumir vilja kalla þetta uppgjöf af hálfu ATI, sem reyndar reið ekki feitum hesti frá ATI 2900XT floppinu, en aðrir segja þetta snjallt markaðsbragð. En hvernig sem á það er litið verður því ekki neitað að þessi ákvörðun hefur komið svolítið flatt upp á Nvidia, sem gengur illa að veita 4800 línu ATI samkeppni í verðum. Ekki síst fyrir þær sakir að til þess þurfa þeir að notast við risastóran grafískan kjarna sem kostar mun meira að framleiða heldur en RV770 kjarna 4800 línu ATI.

Copyright Yank
Editor RISI (á eftir að lesa)