Force3D Radeon HD 4850 Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Force3D Radeon HD 4850 Review

Pósturaf Yank » Lau 18. Okt 2008 00:24

Þó einungis séu liðnir rétt rúmir fjórir mánuðir síðan ég skrifaði síðast umfjöllun um skjákort, þá er allt of langur tími liðinn. Síðan þá hefur hvert skjákortið af öðru komið á markað og ný kynslóð litið dagsins ljós, bæði frá Nvidia og ATI. Þetta byrjaði allt með tilkomu ATI Radeon HD 4850 í júní 2008 og því er eðlilegt að byrja þar. Það Force3D Radeon HD 4850 skjákort sem fjallað verður um hér var lagt til af Kísildal.

Aðeins um Force3D

Force3D er með verksmiðjur sínar staðsettar í Shenshen héraði í Kína. Fyrirtækið er nýtt af nálinni og einbeitir sér að framleiðslu skjákorta með grafískum kjörnum framleiddum af ATI/AMD. Force3D lofar góðri þjónustu, og gæðaframleiðslu á góður verði.

Mynd

Nánari upplýsingar um fyrirtækið Force2D má finna á heimasíðu þess.
http://www.force3d.com

Kassi og fylgihlutir

Kassinn er einfaldur og stílhreinn, öllu innihaldi er snyrtilega komið fyrir í honum og vel varið. Ruby er eldheit.

Mynd
Mynd

Fylgihlutir eru:

• Leiðbeininga bæklingur
• CD með reklum
• DVI í VGA x2
• Molinex í 6 pin PCI-E rafmagnstengi
• Crossfire brú
• S-Video kapal
>>>
Helstu eiginleikar Force3D Radeon HD 4850

Force3D 4850 er búið nýjum kjarna frá ATI sem nefndur er RV770. RV770 er búinn u.þ.b. milljarði transitora og er framleiddur með 55nm tækni. Kjarninn er um 260 mm að stærð. Það hefur ekki sést annað eins skjákort, markaðsett sem miðlungsöflugt með grafískum kjarna með aðra eins reiknigetu.

Force3D Radeon HD 4850 er búið: 512MB (2000 MHz) af GDDR3 minni, RV770 grafískum kjarna sem keyrir á 625MHz, með 256 bit minnisstýringu. HD 4850 styður DirectX 10.1 staðal. Tengi við móðurborð er um PCI-Express X16 2.0

ATI Radeon HD 4850 er búið 800 stream processors sem er meira en tvöföldun frá eldri HD 3800 línu ATI en þau kort hafa 320 stream processors. ATI hefur því komið á markað með skjákort sem er búið grafískum kjarna með fræðilega rúmlega tvöfalda reiknigetu á við eldri HD 3800 kynslóð. (sjá nánari samanburð í töflu hér að neðan)

Mynd

ATI hefur ekki látið nægja að uppfæra grafíska kjarnann frá HD 3800 línunni því UVD vél Radeon HD 4850 hefur einnig verið uppfærð, en hún hefur með afkóðun og hröðun á spilun hágæða vídeó (HD) efnis að gera.

Mynd

ATI Radeon HD 4850 styður ATI CrossFireX™ tækni sem gerir mögulegt að tengja saman allt að fjögur skjákort saman í CrossFire og nýta þannig fjögur skjákort saman. Skjákortið er búið tveimur DVI tengjum og það dregur aukarafmagn í gegnum 6-pinna rafmagnstengi.

Mynd

Mynd

Test Setup

CPU: Intel Core 2 Q6600 2.4Ghz (266FSBx9)
Aflgjafi: Fortron Epsilon 700W
Video drivers: NVIDIA ForceWare 169,09,169,21 (G92), 174,16 G94, 174,74 9800 GX2 Catalyst 7.11, 8.2 og 8.5 (HD 4850).
Móðurborð: Gigabyte X38-DQ6 frá http://www.tolvutek.is
HD: 2 x WD36GB raid 0 fyrir stýrikerfi. Leikir settir upp á WD SATA2 320GB
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Skjákort: Forece3D Radeon HD 4850 frá www.Kisildalur.is Gigabyte GeForce 9800 GX2 frá http://www.tolvutek.is ,XFX GeForce 9600GT frá http://www.tolvutaekni.is ,Jetway Radeon HD 3870 X2, Jetway Radeon HD3850, Jetway Radeon HD3870, Sparkle 8800GTS 512MB frá http://www.tolvuvirkni.is ,ASUS 8800GTX frá http://www.iod.is ,Evga 8800GTS 320MB SC, Inno3D 8800GTS 640MB
Stýrikerfi: Vista Ultimate 32bit SP1
Skjár: BenQ FP222WH frá http://www.tolvuvirkni.is, Samsung SyncMaster 245BW
Annarbúnaður: Logitech G15, G9 frá http://www.logitech.com, og ICY BOX IB-266 frá http://www.raidsonic.de

Próf

Þau próf sem notuð voru að þessu sinni eru öll fyrir utan Far Cry og Prey gerð samfara raunverulegri spilun, þar sem fjöldi ramma er mældur með Fraps. Þetta gefur sem raunverulegasta mynd af afli skjákorta, því fjöldi ramma er þá mældur við þær aðstæður sem skjákortin eru hönnuð í, nefnilega leikjaspilun. Einnig er notast við gervipróf eins og 3DMark06. Leikjaprófin eru öll tekin á 30 sekúnda tímabili yfirleitt strax í byrjun leiks. Varast var að hafa mikið um breytur eins og t.d. skotbardaga við óvini en slíkt getur valdið óþægilega miklum breytileika á niðurstöðum, enda er þá t.d. A.I. leikja að taka afl frá kerfinu en ekki einungis grafíkvélin. Þannig var reynt að endurtaka nákvæmlega sömu hreyfingar og framkvæma sömu hluti aftur og aftur, sama hvaða skjákort var prufað. Ef einhverjar niðurstöður þóttu ótrúverðugar var prófið endurtekið til þess að fá staðfestingu. Hvert próf var keyrt fimm sinnum og meðaltal þeirra niðurstaðna tekið. Allir leikir eru uppfærðir með nýjustu fáanlegum plástrum.

Dæmið sem sett er hér um framkvæmd er ekki dæmigert um hvernig þetta var gert en hér er um COD4 30 sekúnda leikjaspilun að ræða. Þetta var endurtekið fimm sinnum og meðaltals fjöldi ramma tekin af þeim skiptum. Þetta er bara langskemmtilegasta dæmið.
http://www.mediafire.com/?03eusr31t9v

3DMark06 http://www.3dmark.com/products/3dmark06/

Er þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum. Inniheldur aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf. Örgjörva prófið líkir eftir gervigreindar- (A.I.) og eðlisfræðilegumreikningum (physics) en slíkir reikningar krefjast sífellt meira afls af vélbúnaði.

Far Cry
http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Mynd

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standarinn í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Prey

Mynd

Notast er við HardwareOC prey http://www.hocbench.com/prey.php

BioShock

Mynd

Þessi leikur skartar DirectX 10 stuðning, og notast við Unreal 3.0 grafíkvélina. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom út í ágúst 2007.

Call of Duty 4: Modern Warfare

Mynd

Margir segja þennan leik best heppnaða framhald klassísk skotleiks. Grafíkvélin er DirectX 9 en skartar samt prýðisgrafík. Leikurinn reynir töluvert á vinnslu skjákorta með því að leggja á þau þunga HDR vinnslu, og eðlisfræðilega útreikninga sem auka á raunveruleika tilfinningu leiksins við spilun.

Crysis

Mynd

Er þróaður af Crytek, þeim sömu og gerðu Far Cry. Leikurinn gerir gífurlegar kröfur til vélbúnaðar og skartar nýrri grafíkvél CryEngine2 sem er ein fyrsta grafíkvélin sem gefur fullan stuðning við DirectX 10. Leikinn er einnig hægt að keyra í DirectX 9 bæði með Windows Vista og Windows XP, og krefst það minna afls. Þessi leikur er bomba ársins 2007 og sumir vilja meina að þarna sé að ferðinni besti skotleikur sem sést hefur til þessa. Leikurinn hefur einnig hlotið gagnrýni fyrir að vera allt of kröfuharður á vélbúnað, þ.e.a.s frá öllum öðrum en vélbúnaðarframleiðendum, því menn flykkjast í hrönnum í tölvuverslanir til þess að uppfæra, svo þeir geti spilað leikinn.

Half-Life 2: Episode Two

Mynd

Er nýjasti útspil Valve í þessari seríu, sem vart þarf að kynna. Leikurinn notast við Source grafíkvélina sem hönnuð er af Valve, þá sömu og knýr Counter Strike Source. Þessi leikjavél styður einungis DirectX9. Þótt þessi vél sé þannig séð kominn til ára sinn er gífurlegur fjöldi leikjaspilara að spila leiki sem byggja á þessari grafíkvél.

S.T.A.L.K.E.R.: Shadow of Chernobyl

Mynd

Er leikur frá Úkraínska fyrirtækinu GSC Game World. Leikurinn notast við X-ray grafíkvélina sem er DirectX 9 shader Model 3.0 vél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. Þessi vél er því nokkuð sér á báti en engu að síður setur töluvert álag á skjákort.

TimeShift

Mynd

Er fyrstu persónu skotleikur frá Vivendi Games, sem gefin hefur verið út á PC, Xbox 360 og Playstation 3. Leikurinn kom út á PC 30. Október 2007. Leikurinn notast við Unreal 3.0 grafíkvélina.

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000
Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Mynd

Velleman DVM 805 hljóðstyrksmælir
Notaður til þess að mæla hljóðmyndun við álag.

Mynd

Orkunotkun

Orkunotkun var mæld á sama hátt og áður hefur verið gert. Mæld er heildarorkunotkun prófunar vélbúnaðar með VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000 mæli. Mælingin á mesta álagi fer þannig fram að mælirinn mælir orkunotkun úr rafmagnstengli við allar prófanir og geymir hæsta gildi sem síðan er lesið úr minni. Idle notkun eða notkun við lítið álag er mæld við það að vélinn er keyrð inn Windows og lesið af mælinum við 2D vinnslu. Ekki er slökkt á Aero eða öðrum grafík möguleikum Windows. Ekki er leiðrétt fyrir nýtni aflgjafa.

Mynd

Það kom mér svolítið á óvart hversu mikið af afli HD 4850 þarf, en við mesta álag þá fór orkunotkun í 297 W en mallaði í um 171 W við 2D vinnslu. Mesta álag myndaðist við að keyra leikinn Bioshock, en það er eitthvað sem ég er orðinn vanur að sjá. HD 4850 kemur nokkuð vel út þegar kemur að notkun við litla vinnslu (2D). Í slíku ástandi notar HD 4850 svipað afl og Nvidia GeForce 9600GT sem er mun aflminna skjákort.

Hljóðmyndun

Mynd

Það verður að segjast eins og er að það heyrist nokkuð í Force3D Radeon HD 4850, enda hafa margir framleiðendur snúið bakið við kælingunni sem ATI hannaði upphaflega fyrir HD 4850. Það Force3D HD 4850 sem prófað var hér er einmitt búið þeirri kælingu. Force3D bíður upp á HD 4850 með annarri útfærslu af kælingu sem á að vera betri og hljóðlátari (var ekki prófuð hér).

3DMark06

Þótt 3DMark06 sé þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum og innihaldi aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf, þá er það að verða ansi aldrað þegar kemur að því að meta afl nýjustu skjákorta. Það flýtur þó hér með, enda algengt að það sé notað þegar menn metast um afl leikjavéla sinna.

Mynd

Force3D Radeon HD 4850 leggur öll eldri einkjarna skjákort eldri kynslóðar í þessu prófi.

BioShock

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Hvað á maður að segja?. Eina sem mér dettur í hug er... Já sæll! er þetta miðlungsöflugt skjákort?

Call of Duty 4

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Crysis

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Það er til marks um aflið sem býr í Force3D Radeon HD 4850 að það skuli ná nánast sama fjölda ramma í Crysis og öflugasta útspil ATI í HD 3800 línunni, ATI Radeon HD 3870 X2. Með Force3D Radeon HD 4850 er Crysis vel spilanlegur í 1680x1050 hvort sem er í DX9 eða DX10 stillingu.

Half-Life 2 Episode Two

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Half-Life 2 Episode Two keyrir á einni af fáum grafíkvélum sem hannaðar hafa verið í samstarfi við ATI. Það kemur því ekki á óvart að ATI skjákort komi vel út.En vá! HD 4850 fær sömu útkomu og stundum betri en tvíkjarna Nvidia 9800GX2, sem kostar?

S.T.A.L.K.E.R

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Eftir flugeldasýningu í leikjaprófum fram að þessu fellur HD 4850 allt í einu niður í meðalmennsku. Það er þó rétt að taka það fram að með meðalmennsku er átt við að það er á pari við öflugustu skjákort síðustu kynslóðar. STALKER er leikur sem búinn er X-ray grafíkvél sem telst nokkuð óhefðbundin m.v. aðrar, en er engu að síður DirectX 9 Shader Model 3.0 grafíkvél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. X-ray grafíkvél er einnig nokkuð sér á báti því hún notar ýmis trix til þess að ná fram sem bestum myndgæðum.

Far Cry

Stillingar:

Maximum quality option, Direct3D renderer
Level: Volcano, demo: Volcano.tmd
Pixel shader: model 3.0
Antialising: 8x
Anisotropic filtering: 16x
HDR: level 7
Geometry Instancing: enabled
Normal-maps compression: enabled

Mynd

Mynd

Þótt leikurinn Far Cry sé frá árinu 2004 er hann góður og gildur til þess að prófa afl skjákorta í DX9. Force3D Radeon HD 4850 nær rúmlega helmingi fleiri römmum en GeForce Nvidia 9600GT, en það skjákort var einn besti valkostur miðlungsöflugra skjákorta eldri kynslóðar.

Prey

Stillingar:

Demo: guru3d-5.demo
Shader Detail: Highest
Aspect Ratio: 4:3
Antialiasing: 4x
Anisotropic filtering: 16x
Graphics BOOST: enabled

Mynd

Mynd

TimeShift

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Nvidia GeForce 8800GTS 512MB nær að halda í við HD 4850 í upplausn upp að 1680x1050 en munurinn á meðaltals fjölda ramma í 1920x1200 upplausn er um 29% HD 4850 í vil.

Heildarfjöldi ramma

Mynd

Mynd

Grafið hér að ofan sýnir hlutfallslegt afl skjákortanna í prósentum sem prófuð voru samanborið við öflugasta skjákortið, sem prófað hefur verið hingað til, Gigabyte GeForce 9800 GX2. Athugið að ekki er hægt að alhæfa um að þetta sé endanlegur munur en þetta á við í þeim leikjum og þeirri upplausn og stillingum sem leikirnir voru prófaðir í. Þetta er því góð vísbending um hvert afl þessara skjákorta er m.v. hvert annað við raunverulega leikjaspilun. Þessi próf eru sett upp til að líkja sem best eftir því.

Það verður þó að hafa þann varnagla á að þetta eru niðurstöður úr prófunum leikjanna upp í upplausn 1680x1050. Það má því leiða líkur að því að það sé veikari skjákortunum í hag að ekki sé t.d. 1920x1200 upplausn tekin með.

Force3D Radeon HD 4850 er að fá sömu niðurstöðu og ATI Radeon HD 3870 X2 gerði en það er öflugasta skjákortið úr eldri HD 3800 línu ATI. ATI Radeon HD 3870 X2 er búið tveimur RV670 kjörnum og þ.a.l. 320 x2= 640 stream processors á móti 800 stream processors RV770 grafíska kjarnans sem er í ATI Radeon HD 4850.

FPS VS verð

Ef tekið eru saman verð á skjákortunum sem prófuð voru og reiknað út frá því hvað hver rammi sem skjákortið náði í prófunum kostar, fæst grafið hér að ofan. Eftir því sem skjákort er dýrara og fær færri ramma út úr prófunum því óhagstæðari verður þessi stuðull. Verðin m.v. ódýrasta kort fáanlega á Íslandi 3. Október 2008.

Mynd

Samantekt

Force3D Radeon HD 4850 er það sem Nvidia GeForce 8800GT var, konungur miðlungsöflugra skjákorta.

Mynd

Með Force3D Radeon HD 4850 er Crysis vel spilanlegur í 1680x1050 hvort sem er í DX9 eða DX10 stillingu. Það ræður vel við alla nýjustu leiki.

Force3D Radeon HD 4850 er rúmlega 40 % öflugra en ATI Radeon HD 3850 skjákortið sem það leysir af hólmi.

Það er eðlilegt að menn hafi átt erfitt með að halda vatni yfir afli HD 4850 fram að þessu. Það er einnig ýmislegt sem hægt er að þakka fyrir eftir að það kom á markað. Nægir að nefna að Nvidia snarlækkaði verð á G200 línu sinni í kjölfarið og hafa svarað með útgáfu skjákorta sem eflaust hafðu aldrei litið dagsins ljós.

Með Radeon HD 4850 hefur ATI blásið til sóknar í samkeppninni við Nvidia. Fyrir það er rétt að vera þakklátur, því samkeppnisleysi hefur einkennt skjákortsmarkaðinn síðan Nvidia GeForce 8800GTX kom á markað 8. Nóvember 2006.

Ef þú vilt ótrúlega aflmikið skjákort fyrir lítinn pening þá færðu þér Force3D Radeon HD 4850.

Copyright Yank 2008
Editor RISI