ZyXEL PLA-400 rafmagnslínu lan Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

ZyXEL PLA-400 rafmagnslínu lan Review

Pósturaf Yank » Mán 22. Sep 2008 23:23

Nettengingar í heimahúsum er eitthvað sem ég hef haft áhuga á í nokkurn tíma. Best er líklega að hafa ethernet tengi í hverju herbergi og er ekki ólíklegt að slíkt þyki jafn eðlilegt í framtíðinni og lagning símalínu er í dag. Það var lítið hugsað fyrir því í dag, hvað þá fyrir 20-30 árum, að draga earthnet snúrur í veggi á sama hátt og rafmagn. Það getur því verið kostnaðarsamt að koma ethernet leiðslum fyrir eftir á, þannig að prýði þyki af.

Algengast er að í dag sé húsnæði sé gert fullkomlega nettengt með þráðlausum (wireless) búnaði. Þessi lausn er í sjálfu sér ágæt enda þægileg og auðveld í framkvæmd. Hún er að sjálfsögðu ekki án ókosta. Helstu ókostir wireless búnaðar eru hraðaleysi og ekki síst að signal getur oft verið lélegt, sér í lagi á milli hæða. Það gleymist einnig oft með wireless búnað er að af honum getur stafað sjónmengun, því loftnet og magnarar á signalið hangandi upp á vegg eru ekki endilega húsprýði.

Síðan ég prufaði rafmagnslínu (powerline) lan lausn síðast virðist þessi tækni skv uppgefnum eiginleikum frá framleiðendum hafa tekið stórstígum framförum. Í þessari grein verður fjallað um ZyXEL PLA-400 powerline Eternet adapter og hann borin saman við 54Mbps þráðlausan búnað. ZyXEL PLA-400 státar að allt að 200Mbps hraða samkvæmt uppgefnum kostum framleiðenda, en ætlunin er að finna út hvort svo sé í raun. Sá búnaður sem hér er prufaður var lagður til af ZyXEL.

Mynd

ZyXEL PLA-400 rafmagnslínu lan

Uppgefnir kostir framleiðanda (lausleg þýðing Yank)

Flutningsgeta allt að 200Mbps
ZyXEL rafmagnslínu serían gerir þér kleyft að hafa allt húsið nettengt í gegnum rafmagnsleiðslur . Þökk sé þróaðri HomePlug AV tækni getur PLA-400 gefið allt að 200Mbps flutnings hraða. PLA-400 gerir þér kleypt að setja upp home network og deila þannig gögnum milli véla heimilisins eða tengja þær veraldarvefnum gegnum rafmagnslínurnar sem þegar eru fyrir í húsinu.

Mikil-Bandvídd og þróað QoS hljóð og mynd
Innbyggðar QoS eiginleikar HomePlug AV gera PLA-400 seríuna kjörna fyrir dreifingu HDTV og VoIP strauma innan heimilisins. HomePlug AV er hannað til að gefa mikla bandvídd og lága-tíðni og uppfyllir þannig þarfir nokkra strauma af vídeó, hljóði eða gögnum.

Fullkomin 128-bit AES öryggis vörn
Með 128-bit dulkóðun ( Data Encryption Security) (AES) tækni gefur PLA-400 örugga tengingu fyrir veraldarvefinn og heima net (home network). Njóttu hraða netsins og flutnings skráa á miklum hraða.

Auðveld uppsetning
PLA-400 er kjörin fyrir notendur sem þurfa Lan tengingu án þess að nota til þess auka leiðslur. Allt sem þarf er að tengja PLA-400 í rafmagnstengi og þú hefur sett upp nettengingu hvar sem er í húsinu.

Uppsetning

ZyXEL PLA-400 búnaður er mjög einfaldur í uppsetningu og virkar nánast sem plug and play. Það þarf þó að setja upp hugbúnað. Settur er upp ZyXEL powerline Configuration hugbúnaður upp á einni vél sem tengd verður heima netinu og í gegnum hana er hægt að stilla lykilorð, jafnvel forgangsraða hraða á hverja vél fyrir sig. Ráðlagt er að uppfæra firmware með hjálp Firmware update tool. Til þess að þetta virki allt sem skildi þarf að setja upp NET Framework a.m.k 1.1 útgáfu en hún fylgir með á CD.

Hægt að láta búnaðinn standa sér eða skrúfa hann fastan á vegg og ekki fer mikið fyrir honum. Hann er þeim vanköntum búinn, að til þess að ná sem bestri tengingu þarf að tengja hann beint við veggtengil, og þar með teppist einn rafmagnstengill bara í þessa tengingu. Ef ZyXEL PLA-400 er tengdur við fjöltengi tapast flutningshæfi og stöðuleiki. Það er hægt að hafa það þannig að rafmagnslínu tengi heila íbúð eða húsnæði svo lengi sem það tengt á sömu rafmagnslínu. Þannig ef tengt er í fjölbýlishúsi þá verður einungis viðkomandi íbúð tengd, ekki nágranninn eða sameign.

Hægt er að fá þráðlausan búnað á endann, þannig er t.d. hægt að nota rafmagnslínu lan tenginu á milli hæða en síðan setja þráðlausan router á endann á henni og þannig fá þráðlaust lan á þeirri hæð.

Mynd

Nánari upplýsingar á http://www.zyxel.com

Kassi og fylgihlutir

Mynd

Mynd

Fylgihlutir:

• 2x Homeplug PL-400
• 2x stuttar earthnet snúrur
• CD með utility hugbúnaði
• Quick setup guide

Próf

Heimili mitt hefur fram að þessu verið búið 54Mbps þráðlausum búnaði sem hefur verið staðalbúnaður routera sem fylgja tengingum símafyrirtækja í þó nokkurn tíma.

Mynd

Prófin ganga einfaldlega út á að afrita rúmlega 4GB skrá milli tveggja véla sem tengdar eru með klassískum ZyXEL 600 seríu route og ZyXEL PLA-400 rafmagnslínu búnaði frá herbergi fram í stofu í sjónvarpsvél (HTPC) en á milli eru ca 10 metrar. Báðar vélarnar eru búnar Windows Vista sem þekkt er fyrir að hægja á tíma sem tekur af afrita á milli.

Mynd

Sá hraði sem náðist yfir rafmagnslínu lanið var 6 MB/s. Þannig hraðinn sem fékkst við þessar aðstæður sem lýst er hér að ofan er 6MB/s x 8bits/MBxs = 48Mbps eða langt frá því að vera 200Mbps. Það má þó ekki gleymast að þetta er í gegnum ZyXEL 600 seríu router sem er einungis 100Mbps.

Ef afritað var gegnum lansnúru á milli vélanna tengda á milli ZyXEL 600 seríu router þá fékkst hraðinn 8,33 MB/s eða 66,6Mbps Þannig ZyXEL 600 seríu beinirinn virðist ekki mjög takmarkandi.

Mynd

Skilgreining á byte http://en.wikipedia.org/wiki/Byte og útskýringar á megabyte vs megabit en eitt byte er jafnt og 8 bits.

Ef skipt er út PLA-400 rafmagnslínu laninu fyrir ZyXEL G-260 USB þráðlausan 54Mbps búnaði fengust 2,63MB/s eða 21Mbps.

Mynd

Samantekt

ZyXEL PLA-400 nær ekki nálægt þeim hraða sem framleiðandi gefur upp, við þær aðstæður sem hér voru settar upp. Það á heldur ekki við um þráðlausa búnaðinn. Ef ég á að segja eins og er þá átti ég aldrei von á því. Fullyrðingar framleiðanda netbúnaðar um hraða standast aldrei þegar kemur að raunverulegri notkun. Algengt er að deila megi í fullyrðingarnar með tveimur í besta falli.

Við skulum þó ekki missa okkur alveg gagnrýninni því í þessu prófu var heima netið tengt saman með ZyXEL 660HW D1 sem gefur einungis möguleika á 100Mbps lani. Hann er því eðlilega hraðatakmarkandi í þessu prófu að einhverju leiti.

Þrátt fyrir allt er rafmagnslínu lanið mun hraðara en hefðbundin 54Mbps þráðlaus búnaður. Upplifunin á hraðamuninum er einhvern veginn mun greinilegri í hefðbundinni notkun heldur en þessar mælingar gefa til kynna. Það var oft mjög erfitt að horfa á kvikmyndir í hágæðum (HD) yfir 54Mbps þráðlausu tenginguna og oft hökti myndin. Slíkt hefur horfið með öllu með tilkomu ZyXEL PLA-400 á heimilinu.

Afritun gagna yfir þráðlausa lanið var nánast ómöguleg og krafðist mikillar þolinmæði, enda er mikill munur á því að afrita 4GB af gögnum á hálftíma með þráðlausa búnaðinum á móti rúmlega 11 mín. með ZyXEL PLA-400.

ZyXEL PLA-400 rafmagnslínu lan er mjög stöðugur búnaður og ekki þarf að hafa áhyggur af því að samband sé að detta niður af hans völdum.

Þannig þegar á öllu er á botninn hvolft þá er ZyXEL PLA-400 mjög mikil framför fram yfir 54Mbps þráðlausa búnaðinn.

Það er því miklu frekar upplifunin við raunverulega notkun sem fær mig til þess að mæla með ZyXEL PLA-400 rafmagnslínubúnaði heldur en uppgefnir kostir framleiðanda um hraða.

copyright Yank 2008
Editor RISI