Logitech diNovo Mini review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Logitech diNovo Mini review

Pósturaf Yank » Mán 14. Júl 2008 16:57

Eins og flestir vita sérhæfir Logitech sig í framleiðslu á jaðarbúnaði, og lyklaborðin frá þessu fyrirtæki eru löngu orðin þekkt hér á landi fyrir góða hönnun og gæði. Lyklaborðið sem hér verður skoðað er Logitech diNovo Mini. Þetta lyklaborð er langt frá því að teljast hefðbundið, en það gerir það bara forvitnilegra. Það Logitech diNovo Mini sem hér er prufað var lagt til af Logitech nordic.

Aðeins um Logitech

Logitech er fyrirtæki sem þarf ekki að kynna fyrir neinum áhugamanni um tölvubúnað, það verður því ekki eytt miklu púðri í það hér. Logitech sérhæfir sig í framleiðslu jaðarbúnaðs fyrir einstaklinga og fyrirtæki, með það í huga að einstaklingurinn njóti hins stafræna heims betur. Þetta er jaðarbúnaður eins og: lyklaborð, mýs, hátalara, fjarstýringa, vefmyndavéla, o.s.frv. Fyrirtækið á sér nokkuð langa sögu enda stofnað í Sviss 1981. Logitech hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir nýjungar og hönnun og þykir leiðandi í hönnun og þróun jaðarbúnaðs. Nánar um Logitech á http://www.logitech.com
Mynd

Logitech diNovo Mini

Þegar ég tók diNovo Mini kassann upp í fyrsta skipti áttaði ég mig fyrst á því hvað Mini í nafninu stendur fyrir. Þessi græja er pínu lítil, og líkist mun meira fjarstýringu að stærð heldur en lyklaborði. En það er einmitt það sem Logitech hafði í huga með þessari vöru þar að segja að veita þér fullkomna stjórnun á HTPC vélinni þinni. Eða með þeirra eigin orðum (lausleg þýðing) "Þú tengir tölvuna þína við sjónvarpið. Þú ert að hala niður myndum og horfir á þær í sjónvarpinu. Náðu fullkomnri stjórn á skemmtuninni sem tölvan bíður uppá með þráðulausu lyklaborði í lófastærð sem er sér hannað í þetta hlutverk"

Mynd

Mynd

Notagildi og hönnun

- Lyklaborð í lófastærð með baklýsingu.
- Lítið.

Mynd

Stjórnun
- Innbyggður ClickPad með tveimur notkunarmöguleikum: Notanlegur sem hefðbundið snertiborð (músarstilling) sviðaður og fylgir flestum fartölvum – eða sem smellu borð til þess að fara á milli hluta og velja í t.d. Media Center.
- Upplýst lyklaborð: Sláðu inn texta í myrkri án vandræða. Njóttu tveggja mismunandi lita á upplýsinguni eftir því hvaða stillingu þú velur. Appelsínugult fyrir músarstillinguna en grænn fyrir Media Center stillinguna.

Mynd

Performance
- Endurhlaðanleg Li-ion rafhlaða: allt að eins mánaðar ending á hleðslu.
- Bluetooth® 2.0: Njóttu þráðlausrar stjórnunar í allt að 9 metra fjarlægð.

Kassi og fylgihlutir

Umbúðirnar eru vel hannaðar og endalaust af dóti virtist koma upp úr þessum litla kassa.

Mynd
Mynd

Uppúr kassanum komu:

• diNovo Mini
• aflgjafi
• USB tengdur móttakari
• Rechargeable lithium-ion rafhlaða
• Leiðbeiningabæklingur
• CD með SetPoint hugbúnaði
• diNovo hreinsiklútur

Nánar um Logitech diNovo Mini

Logitech diNovo Mini er ætlað að brúa bilið á milli fjarstýringar fyrir Windows Media Center ásamt því að hafa grundvallar eiginleika fullbúins lyklaborðs. Logitech diNovo Mini er einnig hægt að nota með Playstation 3, en til þess þarf að stilla græjuna sérstaklega með því að breyta stillingum aftaná, en það er gert með færslu á einum takka.

Mynd
Mynd

Hægt er með færslu á takka að breyta starfsemi Click padsins í skynjara fyrir músina og þannig breytist skyndilega diNovo Mini úr Media Center fjarstýringu í nokkurs konar fartölvu lyklaborð með músastýringu.

Prófanir
Logitech diNovo Mini er búið að vera inn í stofu fyrir framan Media Center heimilisins í rúmlega mánuð, á þeim tíma hefur einungis einu sinni þurft að hlaða rafhlöðuna. Ekki þurfti að hafa áhyggjur af því að verða straumlaus því að með tveggja daga fyrirvara lætur SetPoint vita að lyklaborðið sé að verða straumlaust. Rafhlaðan er hlaðin með því að stinga diNovo Mini í samband við hleðslutæki sem er mjög líkt hefðbundnum hleðslutækjum fyrir GSM síma.

Upphaflega var snertiborðið (touch pad) frekar stirðbusalegt í notkun í músastillingunni og ég átti erfitt með að fá depilinn á þann stað sem kosið var. En eftir smá æfingu verður það þægilegt í notkun, ekki kannski hægt að tala um Logitech G9 músar nákvæmni, en svipað þægilegur og venjulegt fartölvu snertiborð.
Það er enginn að fara að slá inn 100 áslætti á mínútu á þetta lyklaborð, maður veit þó aldrei með þessa SMS kynslóð. Það er þó vel hægt að nota það til allrar annarrar notkunar eins og slá inn slóðir í Internet Explorer osfv. Hefði hins vegar aldrei getað hugsað mér að skrifa þessa grein með Logitech diNovo Mini.

Ein af fyrstu viðbrögðum konunar við þessari græju voru“ Hvað ef þetta dettur í gólfið?“ Og var hún væntanlega að velta því fyrir sér hvort Logitech diNovo Mini myndi lifa slíkt af, enda lenda fjarstýringar af og til í gólfinu. Ekki veit ég hvert endanlegt höggþol Logitech diNovo Mini er en græjan hefur þegar á þessum eina mánuði endað nokkrum sinnum í gólfinu án þess að á henni sjái.

Það er ekki óþarfi hjá Logitech að láta klút fylgja með, en hann er ætlaður til þess að þurrka af diNovo Mini enda áferðin þannig að puttaför sjást auðveldlega á henni.

Samantekt

Logitech hefur tekist ætlunarverk sitt, og skapað lyklaborð/fjarstýringu sem gefur fullkomið vald yfir tölvu tengdri við sjónvarp. Þá gildir einu hvort ætlunin sé að notast einungis við Media Center forrit eða önnur forrit sem fylgja Windows eða öðrum sambærilegum stýrikerfum.

Logitech diNovo Mini lyklaborðið er klárlega græja sem hægt er að mæla með. diNovo Mini er meðfærilegt og gefur þér fullkomna stjórn yfir tölvunni þinni sem tengd er sjónvarpi.

Umræður hér viewtopic.php?f=20&t=18625

Editor RISI
Copyright Yank 2008