Gigabyte GeForce 9800 GX2 Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Gigabyte GeForce 9800 GX2 Review

Pósturaf Yank » Mið 02. Júl 2008 19:53

Eftir að ATI kom með HD 3870 X2 á markað 28. Janúar 2008, hefur það skjákort verið öflugasta skjákortið sem hægt er að kaupa, en hversu lengi var það svo? Mad mod Mike dó ekki ráðalaus og splæsti saman tveimur G92 kjörnum á tveimur skjáborðum (PCB) og útkoman er Nvidia GeForce 9800 GX2, sem sett var á markað innan við tveimur mánuðum síðar. Hversu mikið afl býr í Gigabyte 9800 GX2 og hversu vel tókst Mad Mod Mike við hönnun þessa skjákorts verður efni þessarar greinar. Það Gigabyte GeForce 9800 GX2 skjákort sem hér er prófað var lagt til af Tölvutek umboðsaðila Gigabyte hér á landi og fá þeir þakkir fyrir.

Aðeins um Gigabyte

Gigabyte er eitt af best þekktu vörumerkum í tölvubransanum í dag. Fyrirtækið á sér þó einungis um 20 ára sögu sem móðurborðsframleiðandi, og er í dag einn af þeim stærstu. Framleiðslan hefur orðið fjölbreyttari með árunum og samanstendur í dag m.a. af skjákortum, borðvélum, fartölvum, network serverum ofl. Nánar um Gigabyte má lesa á http://www.gigabyte.com.tw

Mynd

Kassi og fylgihlutir

Þrátt fyrir að Gigabyte 9800 GX2 sé öflugasta skjákort sem fyrirtækið bíður uppá, þá hefur fyrirtækið kosið að eyða ekki miklu púðri í umbúðirnar og fylgihluti. Kassinn er einfaldur og fylgir þema sínu alla leið með samskonar mynd af dís eða fígúru á skjákortinu sjálfu. Engir leikir fylgja með.

Mynd
Mynd

Fylgihlutir eru:
• Leiðbeininga bæklingur
• CD með reklum
• DVI í VGA x2
• Molinex í 6 pin PCI-E rafmagnstengi
• Molinex í 8 pin PCI-E rafmagnstengi
• P/SPDIF kapal

Helstu eiginleikar GeForce 9800 GX2

PCI Express 2.0 Support
Designed for the new PCI Express 2.0 bus architecture offering the highest data transfer speeds for the most bandwidth-hungry games and 3D applications, while maintaining backwards compatibility with existing PCI Express motherboards for the broadest support.
NVIDIA® PureVideo® HD Technology1
The combination of high-definition video decode acceleration and post-processing that delivers unprecedented picture clarity, smooth video, accurate color, and precise image scaling for movies and video.
Dynamic Contrast Enhancement & Color Stretch
Provides post-processing and optimization of High Definition movies on a scene-by-scene basis for spectacular picture clarity.
HDMI Output
Integrated HDMI™ connector enables sending both high-definition video and audio signals to an HDTV via a single cable.
NVIDIA HybridPower™ Technology2
Lets you switch from the GeForce 9800 GX2 graphics card to the motherboard GeForce GPU when running non graphically-intensive applications for a silent, low power PC experience.
Quad NVIDIA SLI® Technology3
Industry leading Quad NVIDIA SLI technology offers amazing performance scaling by implementing 4-way AFR (Alternate Frame Rendering), for the world’s fastest gaming solution under Windows Vista with solid, state-of-the-art drivers.
Enthusiast System Architecture
The new ESA-enabled NVIDIA control panel provides a state-of-the-art interface for performance tuning and monitoring of your GeForce 9800 GX2-based graphics card on NVIDIA nForce 790i platforms.

Mynd

Nánari upplýsingar má finna á http://www.nvidia.com

Nánar um Gigabyte GV-NX98X1GHI-B GeForce 9800 GX2

GeForce 9800 GX2 er í einfölduðu máli tvö 8800 GTS skjákort búinn undirklukkuðum G92 65nm kjarna á tveimur skjáborðum (PCB), splæst saman til þess að nýta eina PCI-Express x16 rauf. Skjákortið er í því búið tveimur G92 kjörnum keyrðum á 600MHz tíðni, 2x512MB = 1 GB af minni og 2x256bit minnisstýringu. Þetta er því í grundvallar atriðum SLI tækni um eina PCI-Express X16 rauf. Þrátt fyrir að vera vélbúnaður sem hefur sést að mestu leiti áður í 8800 GTS 512MB skjákortinu áður má finna endurbætur á tækninni og nýja fídusa, m.a.

NVIDIA HybridPower™ Technology2 sem gerir kleypt að keyra á innbyggðum grafískum kjarna á móðurborði ef móðurborðið er búið slíkum kjarna frá Nvidia, en þetta er hægt að gera þegar ekki er þörf á miklu 3D afli eins raunin er yfirleitt í venjulegir deskotp vinnslu. Þessi möguleiki getur hugsanlega sparar mikla orku.

Quad NVIDIA SLI® Technology3 bíður upp á þann möguleika að keyra tvö GeForce 9800 GX2 skjákort í SLI og nýta þannig fjóra G92 grafíska kjarna og 2GB af minni.

NVIDIA® PureVideo® HD Technology1 hefur einnig verið endurbætt og á að gefa skarpari og skýrari mynd en áður við spilun kvikmynda.

Mynd

Mynd

Við fyrstu snertingu þá virkar Gigabyte GeForce 9800 GX2 sem massíft skjákort, en þetta er stærsta og þyngsta skjákort sem ég hef handleikið til dagsins í dag. Það er ekki að furða þótt GeForce 9800 GX2 séu of kölluð múrsteininn. GeForce 9800 GX2 er þó ekkert lengra en t.d. GeForce 8800 GTX, eða þykkra en 8800 GTS 512MB þar sem það er þykkast. Það er sem gerir það massíft er að það er sömu þykktar á alla kanta en það gefur því fyrst og fremst þessa „múrsteins“ áferð ásamt því að vera þungt. GeForce 9800 GX2 er búið tveimur Dvi tengjum og einu HDMI.

Mynd

Myndirnar sýna samanburð á stærð Gigabyte GeForce 9800 GX2, SPARKLE 8800GTS 512MB og XFX GeForce 9600GT.

Mynd

Tvö skjáborð splæst saman í eitt, með einni PCI-Express x16 2.0 tenginu.

Mynd

Gigabyte GeForce 9800 GX2 þarf auka rafmagn frá einu 6-pinna og einu 8-pinna rafmagnstengi. Ef afgjafinn þinn er ekki búinn slíkum tengjum þá fylgja auka molinex tengi yfir í 6-pin og 8-pinna rafmagnstengi. Nánar um hvaða aflgjafa Nvidia mælir með fyrir Nvidia GeForce 9800 GX2 má nálgast hér http://www.nvidia.com/object/geforce_98 ... upply.html

Veikasti aflgjafinn sem Nvidia mælir með er 700w. Skjákortið lætur vita ef það er ekki að fá nægjanlegt rafmagn m.a. með þar til gerðum ljósum. Grænaljósið sem sést á myndinni hér að ofan gefur til kynna að allt sé í lagi en ef það lýsir rauðu ljósi þá vantar afl. Einnig eru LED ljós framan á skjákortinu sem gefa sömu upplýsingar.

Test Setup

CPU: Intel Core 2 Q6600 2.4Ghz (266FSBx9)
Aflgjafi: Fortron Epsilon 700W
Video drivers: NVIDIA ForceWare 169,09,169,21 (G92), 174,16 G94, 174,74 9800 GX2 Catalyst 7.11, og 8.2
Móðurborð: Gigabyte X38-DQ6 frá http://www.tolvutek.is
HD: 2 x WD36GB raid 0 fyrir stýrikerfi. Leikir settir upp á WD SATA2 320GB
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Skjákort: Gigabyte GeForce 9800 GX2 frá http://www.tolvutek.is ,XFX GeForce 9600GT frá http://www.tolvutaekni.is ,Jetway Radeon HD 3870 X2, Jetway Radeon HD3850, Jetway Radeon HD3870, Sparkle 8800GTS 512MB frá http://www.tolvuvirkni.is ,ASUS 8800GTX frá http://www.iod.is ,Evga 8800GTS 320MB SC, Inno3D 8800GTS 640MB
Stýrikerfi: Vista Ultimate 32bit SP1
Skjár: BenQ FP222WH frá http://www.tolvuvirkni.is, Samsung SyncMaster 245BW
Annarbúnaður: Logitech G15, G9 frá http://www.logitech.com, og ICY BOX IB-266 frá http://www.raidsonic.de

Próf

Þau próf sem notuð voru að þessu sinni eru öll fyrir utan Far Cry og Prey gerð samfara raunverulegri spilun, þar sem fjöldi ramma er mældur með Fraps. Þetta gefur sem raunverulegasta mynd af afli skjákorta, því fjöldi ramma er þá mældur við þær aðstæður sem skjákortin eru hönnuð í, nefnilega leikjaspilun. Einnig er notast við gervipróf eins og 3DMark06. Leikjaprófin eru öll tekin á 30 sekúnda tímabili yfirleitt strax í byrjun leiks. Varast var að hafa mikið um breytur eins og t.d. skotbardaga við óvini en slíkt getur valdið óþægilega miklum breytileika á niðurstöðum, enda er þá t.d. A.I. leikja að taka afl frá kerfinu en ekki einungis grafíkvélin. Þannig var reynt að endurtaka nákvæmlega sömu hreyfingar og framkvæma sömu hluti aftur og aftur, sama hvaða skjákort var prufað. Ef einhverjar niðurstöður þóttu ótrúverðugar var prófið endurtekið til þess að fá staðfestingu. Hvert próf var keyrt fimm sinnum og meðaltal þeirra niðurstaðna tekið. Allir leikir eru uppfærðir með nýjustu fáanlegum plástrum.

Dæmið sem sett er hér um framkvæmd er ekki dæmigert um hvernig þetta var gert en hér er um COD4 30 sekúnda leikjaspilun að ræða. Þetta var endurtekið fimm sinnum og meðaltals fjöldi ramma tekin af þeim skiptum. Þetta er bara langskemmtilegasta dæmið.
http://www.mediafire.com/?03eusr31t9v

3DMark06 http://www.3dmark.com/products/3dmark06/

Er þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum. Inniheldur aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf. Örgjörva prófið líkir eftir gervigreindar- (A.I.) og eðlisfræðilegumreikningum (physics) en slíkir reikningar krefjast sífellt meira afls af vélbúnaði.

Far Cry
http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Mynd

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standarinn í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Prey

Mynd

Notast er við HardwareOC prey http://www.hocbench.com/prey.php

BioShock

Mynd

Þessi leikur skartar DirectX 10 stuðning, og notast við Unreal 3.0 grafíkvélina. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom út í ágúst 2007.

Call of Duty 4: Modern Warfare

Mynd

Margir segja þennan leik best heppnaða framhald klassísk skotleiks. Grafíkvélin er DirectX 9 en skartar samt prýðisgrafík. Leikurinn reynir töluvert á vinnslu skjákorta með því að leggja á þau þunga HDR vinnslu, og eðlisfræðilega útreikninga sem auka á raunveruleika tilfinningu leiksins við spilun.

Crysis


Mynd

Er þróaður af Crytek, þeim sömu og gerðu Far Cry. Leikurinn gerir gífurlegar kröfur til vélbúnaðar og skartar nýrri grafíkvél CryEngine2 sem er ein fyrsta grafíkvélin sem gefur fullan stuðning við DirectX 10. Leikinn er einnig hægt að keyra í DirectX 9 bæði með Windows Vista og Windows XP, og krefst það minna afls. Þessi leikur er bomba ársins 2007 og sumir vilja meina að þarna sé að ferðinni besti skotleikur sem sést hefur til þessa. Leikurinn hefur einnig hlotið gagnrýni fyrir að vera allt of kröfuharður á vélbúnað, þ.e.a.s frá öllum öðrum en vélbúnaðarframleiðendum, því menn flykkjast í hrönnum í tölvuverslanir til þess að uppfæra, svo þeir geti spilað leikinn.

Half-Life 2: Episode Two

Mynd

Er nýjasti útspil Valve í þessari seríu, sem vart þarf að kynna. Leikurinn notast við Source grafíkvélina sem hönnuð er af Valve, þá sömu og knýr Counter Strike Source. Þessi leikjavél styður einungis DirectX9. Þótt þessi vél sé þannig séð kominn til ára sinn er gífurlegur fjöldi leikjaspilara að spila leiki sem byggja á þessari grafíkvél.

S.T.A.L.K.E.R.: Shadow of Chernobyl

Mynd

Er leikur frá Úkraínska fyrirtækinu GSC Game World. Leikurinn notast við X-ray grafíkvélina sem er DirectX 9 shader Model 3.0 vél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. Þessi vél er því nokkuð sér á báti en engu að síður setur töluvert álag á skjákort.

TimeShift

Mynd

Er fyrstu persónu skotleikur frá Vivendi Games, sem gefin hefur verið út á PC, Xbox 360 og Playstation 3. Leikurinn kom út á PC 30. Október 2007. Leikurinn notast við Unreal 3.0 grafíkvélina.

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000
Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Mynd

Velleman DVM 805 hljóðstyrksmælir
Notaður til þess að mæla hljóðmyndun við álag.

Mynd

Skilvirkni kælingar

Ég var í smá vandræðum með að meta skilvirkni kælingar, því þegar prófanir fóru fram var ekki komin stuðningur við 9800 GX2 í RivaTuner notaður hefur verið hingað til þess að skrá hitastigið. Það Þurfti því að beita aðeins annarri aðferð en ég hef gert venjulega. Aðal munurinn liggur í að notað var GPU-Z til þess að nema hita. Keyrt var endurtekið game test HDR 2-Deep Freeze og látið keyra stanslaust í 2 klukkustundir. Við þær aðstæður fór hitastigið í mest 81°C á kjarnanum skv. GPU-Z.

Mynd

Við lítið álag eða venjulega 2D vinnslu var hitastigið skv. CPU-Z um 67°C

Mynd

Orkunotkun

Mynd

Gigabyte GeForce 9800 GX2 er orkufrekasta skjákort sem ég hef prófað til þessa. Það munar þó ekki nema 17 W við hámarksálag á Nvidia GeForce 9800 GX2 og ATI 3870 X2 eða um 4,5%. Það er þó nokkuð áhugavert hversu mikill munur er á orkuþörf þessara skjákorta við venjulega desktop vinnslu en þar munar 34W eða rúmlega 15%.

Það munar svo tæplega 90W á orkunotkun við hámarksálag á Nvidia 8800 GTS 512MB og Nvidia 9800 GX2 sem eru í grundvallar atriðum sami vélbúnaður einungis helmingi meira af honum í Nvidia 9800 GX2, en þetta er munur upp á rúm 23%.

Hljóðmyndun

Mynd

Gigabyte GeForce 9800 GX2 er hávaðasamasta skjákort sem ég hef prufað, þetta skjákort er vægast sagt mjög hávært.

3DMark06

Þótt 3DMark06 sé þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum og innihaldi aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf, þá er það að verða ansi aldrað þegar kemur að því að meta afl nýjustu skjákorta. Það flýtur þó hér með, enda langalgengast að það sé notað þegar menn metast um afl leikjavéla sinna.

Mynd

Bioshock

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Í grafinu hér að ofan er tekin saman meðaltals fjöldi ramma sem skjákortin náðu í prófinu á leiknum Bioshock í upplausninni 1280x1024. Það er óhætt að segja að Gigabyte GeForce 9800 GX2 leiki sér að þessum leik, og sé nákvæmlega sama hvort upplausnin sé sett í 1280x1024 eða 1920x1200, meðaltals fjöldi ramma er nánast sá sami.

Call of Duty 4

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Gigabyte GeForce 9800 GX2 fær mjög góða útkomu í Call of Duty 4 og fær rétt tæplega helmingi fleiri ramma en GeForce 8800 GTS 512MB G92 í 1920x1200 upplausn.

Crysis


Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Niðurstöður úr Crysis sýna vel aflið sem býr í Gigabyte GeForce 9800 GX2. Þetta er eina skjákortið sem mér hefur dottið í hug að reyna að spila Crysis í upplausninni 1920x1200 og DirectX 10, en það gerði ég eina kvöldstund án teljandi vandræða. GeForce 9800 GX2 nær 40%-50% fleiri römmum háð valinni upplausn heldur en GeForce 8800 GTS G92, sem verður að teljast fínt m.v leik sem ekki hefur stutt SLI vel og ekki verið talinn þess verður að keyra í DirectX 10 fram að þessu, vegna þess að skjákort hafa illa ráðið við það, og ekki neinn stórkostlegur munur á myndgæðum við það.

Half-Life 2 Episode Two

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Half-Life 2 Episode Two keyrir á einni af fáum grafíkvélum sem hannaðar voru í samstarfi við ATI. Það kemur því ekki á óvart að ATI skjákort komi vel út. Það er einnig áhugavert að í upplausn upp í allt að 1680x1050 sést lítil munur á afli GeForce 8800 GTS G92 og GeForce 9800 GX2. En um leið og álagið eykst og farið er í 1920x1200 kemur rúmlega 30% aflmunur í ljós í þessum leik.

S.T.A.L.K.E.R

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

STALKER er leikur sem búinn er X-ray grafíkvél sem telst nokkuð óhefðbundin m.v. aðrar, en er engu að síður DirectX 9 Shader Model 3.0 grafíkvél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. X-ray grafíkvél er einnig nokkuð sér á báti því hún notar ýmis trix til þess að ná fram sem bestum myndgæðum . Engu að síður má sjá allt að helmingsaukningu á fjölda ramma með GeForce 9800 GX2 á móti GeForce 8800 GTS G92.

Far Cry

Stillingar:
Maximum quality option, Direct3D renderer
Level: Volcano, demo: Volcano.tmd
Pixel shader: model 3.0
Antialising: 8x
Anisotropic filtering: 16x
HDR: level 7
Geometry Instancing: enabled
Normal-maps compression: enabled

Mynd

Mynd

Far Cry niðurstöður eru hefðbundnar, GeForce 9800 GX2 leiðir afgerandi og fær næstum helmingi fleiri ramma en GeForce 8800 GTS G92 þegar keyrt er próf í 1920x1200 upplausn.

Prey

Stillingar
Demo: guru3d-5.demo
Shader Detail: Highest
Aspect Ratio: 4:3
Antialiasing: 4x
Anisotropic filtering: 16x
Graphics BOOST: enabled

Mynd

Mynd

Gigabyte GeForce 9800 GX2 leiðir eins og áður, maður verður þó óneitanlega fyrir smá vonbrigðum með niðurstöðurnar, eftir að hafa séð nokkrum sinnum allt að helmings mun afli GeForce 8800 GTS G92 og GeForce 9800 GX2. En þannig er það með ATI 3870 X2 einnig það græðist lítið á tveimur grafískum kjörnum.

TimeShift

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Í prófi á TimeShift í 1920x1200 má sjá rúmlega helmings aukningu á fjölda ramma hjá GeForce 8800 GTS G92 vs. GeForce 9800 GX2. GeForce 9800 GX2 fær hér glimrandi niðurstöður.

Heildarfjöldi ramma

Er samanlagður fjöldi ramma sem skjákortin náðu úr öllum prófum, hér er lágmarks-, hámarks- og meðaltals fjölda ramma lagður saman.

Mynd

Mynd

Grafið sýnir í prósentum hlutfallslegt afl skjákortanna sem prófuð voru samanborið við öflugasta skjákortið sem prófað hefur verið hingað til, Gigabyte GeForce 9800 GX2. Athugið að ekki er hægt að alhæfa um að þetta sé endanlegur munur en þetta á svo sannarlega við í þeim leikjum og þeirri upplausn og stillingum sem þeir voru prófaðir í. Þetta er því góð vísbending um hvert afl þessara skjákorta er m.v. hvert annað við raunverulega leikjaspilun. Þessi próf eru jú sett upp til að líkja sem best eftir því. Það verður þó að hafa þann varnagla á að það var ekki oft fyrr en í upplausninni 1920x1200 sem GeForce 9800 GX2 fór virkilega að láta til sín taka og náði m.a. rúmlega helmingi fleiri römmum í sumum leikjum en GeForce 8800 GTS G92.

FPS verð

Mynd

Ef tekinn eru saman verð á skjákortunum sem prófuð voru og reiknað út frá því hvað hver rammi sem skjákortið náði í prófunum kostar fæst grafið hér að ofan. Eftir því sem skjákort er dýrara og fær færri ramma út úr prófunum því óhagstæðari verður þessi stuðull.

Það kemur ekki á óvart að 9800 GX2 skuli ekki fá betri niðurstöðu í samanburði sem þessum, að það falli undir ATI 3870 X2 er óvænt enda virðist það skila meiri hlutfallslegir aflaukningu m.v. 8800 GTS G92 heldur en ATI 3870 X2 vs ATI 3870. En eðlilegt er að bera þessi kort saman enda Nvidia 9800 GX2 lítið annað en tvö 8800 GTS G92 skjákort splæst saman á svipaðan hátt og ATI 3870 X2 er búið tveim kjörnum ATI 3870 skjákortsins.

Læt röðina frá því 6. Apríl 2008 halda sér til þess að sjá hvað hefur gerst frá því að ég setti svona graf saman síðast,en Nvidia GeForce 8800 GTS 320 MB hefur lækkað mikið í verði síðan þá og því raskast röðinn sem áður var.

Verðin sem hér eru notuð eru m.v. ódýrasta skjákortið sem fáanlegt er af hverri gerð hér á landi 26. Maí 2008.

Samantekt

GeForce 9800 GX2 er lang öflugasta skjákortið sem hægt er að kaupa í dag.

Mad Mod Mike (Nvidia) dó ekki ráðalaus eftir að Ruby (ATI) hafði stolið af honum krúnunni fyrir skömmu, hann sótti túpu af tonnataki og límdi saman tvö GeForce 8800 GTS 512MB kort og útkoman varð GeForce 9800 GX2 ,hrifsaði síðan krúnunna til sínum aftur með feitum digru fingrum glottandi við tönn.

Helsti ókostur þessa skjákorts vegur frekar þungt að mínu mati. En hann er að það er fáránlega hávaðasamt, í hljóðstyrksmælingu sýndi dB mælirinn rúmlega 55dB!! við hámarksálag, og það í Antec kassa sem kældur er með þremur 120mm viftum.

Þrátt fyrir að Nvidia segist vera stolt af sinni hönnun, sem í grundvallar atriðum er að splæsa saman tveimur skjáborðum, snúa þeim saman og mynd þannig eitt skjákort, þá lítur út fyrir að þessi hönnun sé rótin að aðalvandamáli þessa skjákorts. Tveir G92 kjarnar sem snúa saman mynda mikinn hita og þessum hita þarf að koma burt. Til þess þarf öfluga kælingu og hönnun á henni er bara ekki að gera sig og er hávaðinn í því sönnun þess. Það er þó rétt að taka það fram hér að sú hönnun hefur ekkert að gera með Gigabyte enda er kælingin hönnuð af Nvidia. Það er bara ekki ásættanleg hönnun að splæsa saman tveimur skjáborðum búnum „eldri“ grafískum kjörnum og setja utan um það múrsteinspakka búnum ljósum og fínheitum ef niðurstaðan er síðan rúmlega 55dB undir álagi.

Reklar Nvidia fá góða einkunn eftir þessar prófanir, en enginn vandamál komu upp við prófanir sem rekja má til rekla, og það þrátt fyrir að ungir væru.

Þrátt fyrir að í skjákortinu sé að finna kjarna sem finna má í eldri GeForce 8800 línu Nvidia, en það er lítið um nýjan vélbúnað í 9800 GX2, þá er engu að síður hægt að finna tækninýjungar sem hafa ekki sést áður, t.d. NVIDIA HybridPower™ Technology2 sem gerir kleypt að keyra á innbyggðum grafískum kjarna á móðurborði ef móðurborðið er búið slíkum kjarna frá Nvidia, þegar ekki er þörf á miklu 3D afli eins og raunin er í venjulegri desktop vinnslu, en þetta á að sparar mikla orku. Quad NVIDIA SLI® Technology3 bíður upp á þann möguleika að keyra tvö GeForce 9800 GX2 skjákort í SLI og nýta þannig fjóra G92 grafíska kjarna og 2GB af minni. NVIDIA® PureVideo® HD Technology1 hefur einnig verið endurbætt og á að gefa skarpari og skýrari mynd en áður við spilun kvikmynda, hvort sem er í hágæðum (Blu-ray) eða ekki.

Gigabyte GeForce 9800 GX2 er orkufrekt skjákort, en undan því er varla hægt að kvarta, við því var að búast enda búið tveimur grafískum kjörnum.

Gigabyte GeForce 9800 GX2 er feikilega öflugt skjákort og fyrir þá sem tilbúnir eru að líta fram hjá vanköntum þess, getur það verið góður kostur. Sér í lagi ef viðkomandi spilar leiki í 1920x1200 upplausn eða hærri (24“ skjá eða stærri) of ef viðkomandi er þegar á móðurborð með einni PCI-Express x16 rauf eða þá móðurborð sem styður einungis Crossfire frá ATI. Þá er GeForce 9800 GX2 öflugasta grafíklausninn sem hann getur keypt án þess að skipta út móðurborði einnig. Fyrir þá sem þegar eru búnir Nvidia móðurborðum sem styðja SLI væri sniðugra að taka tvö 8800 GT eða öflugri Nvidia skjákort í 8800 línunni og keyra í SLI.

umræður velkomnar hér
viewtopic.php?f=21&t=18503

Editor RISI
Copyright Yank 2008