TACENS SUPERO 700 aflgjafi Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

TACENS SUPERO 700 aflgjafi Review

Pósturaf Yank » Sun 27. Apr 2008 16:27

Þegar settur er saman innkaupalista fyrir nýjan vélbúnað er oft eitt sem situr á hakanum. Nefnilega hvernig aflgjafa á að kaupa. Miklum tíma hefur verið eytt í að velta því fyrir sér hvernig örgjörva, skjákort, móðurborð, minni, kassa, o.s.frv eigi að kaupa en val á aflgjafa situr á hakanum. Lélegur aflgjafi getur valdið vandræðum og jafnvel skemmt dýran og vandaðan vélbúnað. Það er því óráðlegt að gleyma hversu mikilvægur hluti vélbúnaðar góður aflgjafi er. Sá afgjafi sem hér verður fjallað um er Tacens Supero 700W, en hann var lagður til af http://www.kisildalur.is og fá þeir koss og faðm fyrir.

Mynd

Hvað er góður aflgjafi?

Þegar reyna á að taka saman í stuttu máli hvaða eiginleikum góður aflgjafi þarf að vera gæddur, kemur upp í hugann:
1. Gefa stöðuga spennu og afl við álag
2. Góð og hljóðlát kæling
3. Góð nýtni
4. Góð ending
Kæling aflgjafa er mjög mikilvæg, kostur er að hafa hana skilvirka og hljóðláta. Hár hiti styttir venjulega líftíma afgjafa og getur haft áhrif á afl og spennu. Afl og stöðug spenna eru jafn nauðsynleg fyrir góðan aflgjafa eins og stöðug hönd er fyrir skurðlækni. Miklar sveiflur á afli eða spennu leiða iðulega til óstöðugleika sem erfitt getur verið að finna orsök á nema hreinlega skipta út aflgjafanum. Slíkar sveiflur geta hreinlega skemmt vélbúnað en flestir hlutar tölvubúnaðar eru mjög viðkvæmur fyrir sveiflum í afli og spennu.

Hversu öflugan aflgjafa þarf?

Hér verður ekki predikað að menn eigi að rjúka til og kaupa dýrasta og öflugasta aflgjafann sem þeir geta fundið. Val á aflgjafa eins og á öllum öðrum vélbúnaði fer eftir kröfum og efnum hvers og eins. Það er þó aldrei ráðlagt að spara um of þegar kemur að kaupum á afgjafa. Góður aflgjafi er eins nauðsynlegur fyrir vélbúnað eins og dekk eða bremsur fyrir bíl. Það má því þannig séð líta á aflgjafa sem öryggisatriði. Að sama skapi haldast þessir hlutir í hendur. Þú kaupir ekki 18" low profile dekk sem þola 350 km/klst á 200 þúsund undir 30 hö Trabant og heldur ekki 850w aflgjafa til þess að keyra AMD Sempron og Nvidia 7300 kort í heimilisvél.

Aðvelt er með hjálp t.d. eXtreme Power supply Calculator að reikna út gróflega hversu öflugan aflgjafa þarf til að keyra þinn vélbúnað.

Með hjálp þessa tiltekna PSU calculator reiknast til um 450-500w aflgjafa þurfi til þess að keyra þann vélbúnað sem notaður var í þessu prófi, sem kemur nokkuð á óvart því ég hefði búist við hærri tölu, en á lista Nvidia yfir aflgjafa, sem þeir mæla með fyrir 9800 GX2 skjákort er 580w aflgjafi sá veikasti á þeim lista.

Nánar um Tacens

Tacens á sér um nokkra ára sögu, en fyrirtækið kom fyrstu vörur sínar á markað 2006. Fyrirtækið hefur það að aðalmarkmiði að lækka hávaða frá tölvubúnaði, en hávaði frá tölvubúnaði, að sögn Tacens, getur aukið á streitu, valdið höfuðverk, og almennum pirringi. Hávaði frá tölvubúnaði, gerir notkun hans að leiðinlegri upplifun. Tacens vörum er ætlað að vera hljóðlátar (Tacens þýðir hljóðlátur á latínu), gera tölvubúnað hljóðlátan, og eru framleiddar úr hágæða hlutum. Framleiðsla Tacens samanstendur m.a. af harðdiskahýsingum, kössum, kassaviftum, örgjörvakælingum, aflgjöfum og viftustýringum. Nánar um Tacens á http://www.tacens.com.

Kassi og fylgihlutir

Það er alltaf forvitnilegt að fá að prufa vöru frá fyrirtæki sem maður þekkir ekki neitt. Kassinn er einfaldur og stílhreinn í útliti, en svört og hvít litasamsetning getur bara ekki klikkað. Mikið af upplýsingum er á kassanum, upplýsingum eins og að beitt sé tækni sem Tacens kallar „0DBA TECHNOLOGY PRO“ en við lítið álag á afgjafan slökknar á kæliviftunni. Einnig má lesa af kassanum að afgjafinn er hannaður í Evrópu, en á aflgjafanum sjálfum er hann sagður made in China. Ekkert óeðlilegt þar á ferð, allar líkur eru á því að Nike skórnir þínir séu framleiddir í Kína en ekki hannaðir þar.

Mynd

Mynd

Á vefsíðu TACENS er afgjafinn sagður með SLI vottun og það kemur einnig fram á síðu Nvidia, þessi vottun hefur sennilega komið til eftir að kassinn var hannaður því ekki er minnst einu orði á það á kassanum sjálfum.

Fylgihlutir:
• Handbók
• Rafmagnsleiðsla í veggtengil
• 5x Þumal skrúfur til að festa afgjafann
• Gúmmí til að draga úr víbríngi
• 1x 24-20 pinna ATX tengi
• 2x 6/8 pinna PCI-Express tengi
• 8x SATA afl tengi
• 6x Molinex tengi
• 3x disklinga drif afltengi

Mynd

Helstu eiginleikar TACENS SUPERO 700

Mynd
Mynd

EXCLUSIVE TACENS 0Db technology pro : Upgraded heat reducing system with a smart fan control which even switches off the fan when it is not needed, producing 0db noise

- EXTREME HIGH EFFICIENCY (>85%) AND HIGH-END ACTIVE PFC CIRCUIT (>0.99) : HIGH ENERGY SAVING, STABILIZED AND ENHANCED OUTPUT VOLTAGES

- INAUDIBLE TOP-QUALITY 120MM FAN : FOR ACTIVE COOLING SITUATIONS. SPECIALLY DESIGNED FOR ULTRA-LONG LIFE (>120,000 HOURS) and ultra-silent operation

- TACENS FULL ANTIVIBRATION SYSTEM : INTERNAL FAN ANTIVIBRATION PADS PLUS EXTERNAL ANTIVIBRATION. FOR TOTAL VIBRATION ABSORTION AVOIDING NOISE PRODUCTION

- SMART CABLE MANAGEMENT WITH BLACK CABLE SLEEVING :
USE ONLY THE CABLES YOU NEED FOR EASY AND CLEAN INSTALLATION. ALLOWS BETTER CASE COOLING AND MORE SILENT OPERATION

- POWERFUL QUAD 12V RAILS : FOR EXTREMELY STABLE SYSTEM

- ATX12V 2.2 AND EPS12V 2.91 COMPLIANT INCLUDING FULL PROTECTION TECHNOLOGIES : top safety and reliability power supplies

- DUAL 8-PIN PCI-EXPRESS CONNECTORS INCLUDED : REQUIRED FOR NEXT GENERATION GRAPHIC CARDS. DOWNWARD COMPATIBLE WITH EXISTING 6-PIN PCI-E CONNECTORS

- dual/quad CORE cpu and nvidia™ sli ™ ready certified
Mynd

Mynd

Samantekið: Hljóðlátur og nýtin afgjafi sem slekkur á kæliviftunni ef ekki er þörf á virkri kælingu, viftan endist í allt að 14 ár. Með fylgja gúmi til að draga úr víbríngi og þar með hávaðmyndun. Afgjafi með einingatengdu snúrukerfi (modular). Quad 18A 12v rail, 2x 8 pinna og 2x 6 pinna PCI-Express rafmagns tengi fyrir núverandi og næstu kynslóð skjákorta. Fjórkjarna örgjörvastuðningur ásamt SLI, nvidia tvískjákorta stuðningur. ATX 2,2 stuðningur.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Með TACENS SUPERO 700 fylgja aftengjanlegar snúrur sem bjóða upp á alla mögulega tengingmöguleika sem notaðir eru í dag og í náinni framtíð.

Það verður seint sem ég verð sannfærður um að valtengjanlegt snúrukerfi (modular) sé ekki hentugri lausn en hefðbundið snúrukerfi. Til eru þeir sem vilja meina að með þessu valtengjanlegu snúrukerfi tapist ákveðin áreiðanleiki í spennu, vegna truflana sem geta orðið við það að setja þetta auka tengi, á milli rafstraumsins til viðkvæmra hluta vélbúnaðar. Ók ! gott og blessað, ef svo er þá er klárlega sú áhætta sem skapast við slíkt fyrirkomulag þess virði, vegna þess mikla kosts að þurfa einungis að koma þeim snúrum fyrir í kassanum sem þarf að nota hverju sinni. Að auki þá hef ég nú prófað tvo aflgjafa með valtengjanlegu snúrukerfi sem hafa haft yfirburði þegar kemur að stöðugleika í spennu, fram yfir minn eldri Fortron Epsilon 700w aflgjafa sem búinn er "hefðbundnu" snúrukerfi.

Próf

Orkunotkun var mæld með hjálp VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000

Mæld var orkunotkun prófunarvélbúnaðarins við "enga" notkun. Vélin var einungis látin keyra sig inn í windows(idle), þ.e. lámarks orkunotkun eða álag var á vélbúnaðnum. Mæld var orkunotkun við eins mikið álag og hægt var að skapa á vélbúnaðinn. Sett var 100% álag á örgjörvann með því að keyra Stress prime Orthos 2004 próf, plús það að skjákort var sett í hámarks afköst með því að keyra stanslaust Game test HDR2 Deep Freeze í 3Dmark06 í amk 2 klst. Við það skapaðist orkufrekasta ástand vélbúnaðarins og þannig líkt eftir mjög ýktum aðstæðum.

Mæld var spennan á +3.3v, +5v, og +12v bæði við lítið álag (idle) og mesta álag sem hægt var að draga úr kerfinu með því að skapa hámarks álag(load). Það sem leitað er eftir er sem minnstum sveiflum í spennu og stöðugri aflmyndun við álag á aflgjafanna.

Mynd

Test Setup

CPU: Intel Core 2 Q6600 2.4Ghz (266FSBx9)
Aflgjafi: TACENS SUPERO 700W frá http://www.kisildalur.is ,Fortron Epsilon 700W
Video drivers: NVIDIA ForceWare 174,74
Móðurborð: Gigabyte X38-DQ6 frá http://www.tolvutek.is
HD: 2 x WD36GB raid 0 fyrir stýrikerfi. Leikir settir upp á WD SATA2 320GB
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Skjákort: Gigabyte 9800 GX2 frá http://www.tolvutek.is
Stýrikerfi: Vista Ultimate 32bit SP1
Skjár: BenQ FP222WH frá http://www.tolvuvirkni.is
Annarbúnaður: Logitech G15, G9 frá http://www.logitech.com, og ICY BOX IB-266 frá http://www.raidsonic.de

Niðurstöður

Mynd

Hámarks álag 395w var myndað við þær "ýktu" aðstæður að keyra orthos prime samfara grafíkprófinu 3Dmark06. Við þessar aðstæður eru skjákort og örgjörvi í sem orkufrekustu ástandi. Þrátt fyrir þetta mikla álag eru sveiflur á spennu Tacens Supero 700 mjög litlar. Það er því auðvelt að álykta út frá því að hér er mjög stöðugur afgjafi á ferðinni.

Samantekt

Tacens hefur tekist á stuttum tíma að koma með aflgjafa á markað sem uppfylla ætti þarfir harðkjarna tölvuáhugamanns. Hann er einstaklega hljóðlátur og öflugur, gefur stöðuga spennu, er með slíðruðum aftengjanlegum snúrum(modular),notast við nýjustu tækni, og styður nýjustu tengimöguleika. Allt þetta á sanngjörnu verði. Ég mun spenntur fylgjast með því sem kemur frá þessu fyrirtæki í framtíðinni.

TACENS SUPERO 700 aflgjafinn kemur með aftengjanlegu snúrukerfi(modular). Það þýðir að þú notar einungis þau rafmagnstengi sem þú þarft hverju sinni. Það þarf því ekki að troða ónotuðum leiðslum einhverstaðar á bakvið eða til hliðar, þar sem þær geta truflað loftflæði og þar með raskað kælikerfi tölvukassans.

Hljóðláta viftan sem kælir aflgjafann er 120mm og með endingu í allt að 120000 klukkustundir, eða tæplega 14 ár, þessi afgjafi ætti því að endast ágætlega.

TACENS SUPERO 700 er búinn öllum þeim tengimöguleikum sem þú þarft til þess að keyra öflugustu skjákort veraldar hvort sem er í SLI eða Crossfire, hann kemur með SLI vottun frá Nvidia. Ef þú ert í vafa um að 700w séu nægjanlega, þá ekki örvænta því TACENS SUPERO 1000w er einnig fáanlegur.

TACENS SUPERO 700 er klárlega afgjafi sem tech.is mælir með.

Umræður velkomnar hér
viewtopic.php?f=1&t=17892

Editor RISI
Copyright Yank 2008