XFX GeForce 9600 GT review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

XFX GeForce 9600 GT review

Pósturaf Yank » Þri 08. Apr 2008 17:41

Það er óhætt að segja að hasar og læti séu á skjákortsmarkaðnum. Bæði Nvidia og ATI hafa sett á markað fjöldann allan af nýjum gerðum undanfarna mánuði. Svo mikil hafa lætin verið að það þarf að hafa sig allan við til þess að ná að komast yfir að prófa þau öll. Aðalpúðrið hefur farið í að fjalla um skjákort sem gera tilkall til þess að teljast öflugustu skjákort sem boðið er uppá hverju sinni, en ATI náði forskoti með HD 3870 X2 í örskamman tíma, bara til þess að tapa krúnunni fljótlega aftur til GeForce 9800 GX2. Það skjákort sem tekið verður til kostanna hér tilheyrir flokki miðlungsöflugra skjákorta. XFX GeForce 9600 GT skjákortið sem prófað er hér var lagt til af Tölvutækni. Er XFX GeForce 9600 GT hagstæðustu kaup sem þú getur gert í dag? verður m.a efni þessarar greinar.

Þrátt fyrir að Nvidia hafi aftur náð þeirri stöðu af ATI að geta boðið upp á öflugasta skjákortið sem hægt er að kaupa, þá hefur hefur Nvidia GeForce 8600 línan miðlungsöflugra skjákorta átt undir högg að sækja. Allt frá því að AMD/ATI setti á markað ATI HD 3850 í nóvember 2007 hefur það skjákort vegna verðlags og afls verið konungur miðlungsöflugra skjákorta. Við slíkt ástand getur Nvidia að sjálfsögðu ekki unað og ætla sér að bæta úr því með GeForce 9600 GT.

GeForce 6600GT, 7600GT og 8600GT eru skjákort, sem flestir tölvuáhugamenn þekkja, enda sennilega mest seldu skjákortin hér á landi undanfarin ár. Þessi skjákort eiga það sameiginlegt að hafa talist til miðlungsöflugra skjákorta. Það gleymist oft í hamaganginum þegar fjallað er um stríð framleiðanda um hver geti boðið upp á öflugasta skjákortið sem hægt er að kaupa hverju sinni, að sala miðlungsöflugra skjákorta skapar mest af tekjum framleiðenda. Það er því mikilvægt fyrir ATI og Nvidia að geta boðið upp á spennandi kosti í þessum flokki.

Mynd

Nánar um XFX

XFX er fyrirtæki með viðhorf, sem best er lýst með orðum þeirra sjálfra (í lauslegri þýðingu): "XFX þorir að fara þangað sem samkeppnisaðilar myndu vilja fara, en geta ekki". XFX sérhæfir sig nánast eingöngu í framleiðslu á vörum sem byggðar eru á tækni frá Nvidia, s.s móðurborðum og skákortum. XFX er hluti PINE samsteypunnar sem stofnuð var 1989 og nýtur samstarfs við fyrirtæki eins og Dell, NEC, Microsoft, Panasonic, Philips, Samsung, og Intel, svo einhver séu nefnd. Fyrirtækið framleiðir um 500 þúsund einingar af tölvu tengdum vörum árlega. Höfuðstöðvar PINE eru staðsettar í Hong Kong. Þeir sem hafa áhuga geta nálgast upplýsingar um fyrirtækið á http://www.xfxforce.com

Kassi og fylgihlutir

Að framan er kassinn mjög stílhreinn og á honum eru einföld skilaboð, en talan 9 stendur væntanlega fyrir GeForce 9 línuna og slagorðið "Play hard" þekkja flestir. Þegar kassanum er snúið við æsast leikar til muna og sjá má slagorð og setningar eins og "SHATTERS ALL RECORDS", "A NEW BREED OF GRAPHICS", osfv. Það er klárlega háttur XFX að vera yfirlýsingaglaðir og með attitude, svo ég leyfi mér að sletta aðeins. Í gegnum tíðina hef ég ekki verið sérlega hrifin af umbúðum með loforðum um afköst sem varann getur aldrei staðið við, en XFX er ekki að taka neitt rosalega stórt upp í sig að þessu sinni, það er einungis sá háttur þeirra að vera með smá töff viðhorf. Dæmi um slíkt er t.d. "DO not disturb I´m" gaming spjald sem fylgir og á eftir að hanga á hurðahúna margra leikjaspilara. Hvort það kaupi frið fyrir konum, kærustum eða mömmum verður tíminn að leiða í ljós.

Mynd

Mynd

Fylgihlutir eru:
• Leiðbeininga bæklingur
• CD með reklum
• S-Video kapal
• DVI í VGA x2
• Molinex í 6 pin PCI-E rafmagnstengi
• S-video í component tengi
• Do Not Disturb I´m Gaming spjald á hurðahún.

Helstu eiginleikar GeForce 9600GT 512MB DDR3

XFX GeForce 9600 GT inniheldur "nýjan" kjarna frá Nvidia sem nefndur er G94. Hann er nýr í þeim skilningi að hann hefur ekki sést í skjákorti áður, en gamall í þeim skilningi að hann er endurhannaður helmingurinn af G92 kjarna GeForce 8800GTS 512MB sem ég hef fjallað um áður http://www.tech.is/spjall/viewtopic.php?f=41&t=308. Nafnakerfi Nvidia 9600 GT og nafnið á kjarnanum G94 er ekki til þess að hjálpa manni að átta sig á því að þetta skjákort tilheyrir flokki miðlungsöflugra skjákorta en ekki flokki öflugustu skjákorta eins og 8800 GTS G92 skjákortið gerir, en þetta hefur verið háttur Nvidia, kjarni 8600 GT var nefndur G84 en kjarni 8800GTX G80. Nvidia notar útgáfu 9600 GT til þess að kynna til sögunar nýja PureVideo tækni sem var þegar innbyggð í G92 kjarnan í 8800 GT og 8800 GTS, en falin þangað til ForceWare 174 reklar komu til sögunar. Þannig að 9600 GT er ekki búið neinni nýrri tækni sem hefur ekki sést áður. Það er því eðlilegt að hægt sé að færa rök fyrir því að þetta skjákort hefði jafnvel átt að heita GeForce 8700, enda virðist GeForce 9600 GT tækilega séð varla eiga 9600 GT nafngiftina skilið, en hér hafa markaðslögmál og sölumennska ráðið nafngiftum hjá Nvidia, og það virðist ætla að eiga við um Nvidia 9000 línuna alla.

Mynd

Þegar skoðuð er taflan hér að ofan og skjákortin borin saman má sjá að eldri GeForce 8600 lína skjákorta er skilið eftir í rykinu. Til þess að einfalda málið má segja að GeForce 9600 GT sé búið helmingnum af kjarna GeForce 8800 GTS eða 64 stream prosessors klukkuðum á sömu tíðni og í 8800 GTS 512MB og hefur því fræðilega séð helmingi lægri reiknigetu en skilar sömu minnisbandvídd og GeForce 8800 GT. Er þá GeForce 9600 GT helmingi veikara en GeForce 8800 GTS G92? Nei langt því frá, en nú má ekki segja of mikið of snemma.

Nánar um XFX GeForce 9600 GT 512MB DDR3

XFX GeForce 9600GT: 512MB (1900MHz) af GDDR3 minni, G94 kjarna (64 stream processors) sem keyrir á 650MHz, 256 bit minnisstýring, Tenging við móðurborð er um PCI-Express X16 2.0, PCI-Express X16 2.0 staðalinn á einnig að virka með eldri PCI-Express X16 stöðlum. Einungis þarf að tengja eitt 6-pin rafmagnstengi til að uppfylla orkuþarfir 9600 GT.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Við fyrstu snertingu þá virkar XFX GeForce 9600 GT massíft skjákort, en það er ekki vegna þess að það sé langt, breitt, þungt eða þykkt, heldur vegna þess að kælingin er öll að frátaldi viftunni gerð úr áli. XFX GeForce 9600 GT er jafn langt og 8800GTS en mun þynnra og tekur einungis pláss einnar PCI raufar. Þetta þýðir þó að viftan blæs engu lofti út úr kassanum heldur út um raufar ofan á því. Þetta fyrirkomulag veldur þó engu vandamáli því þetta skjákort er "svalt" eins og mælingar sýndu.

Nánari upplýsingar frá framleiðenda.

http://www.xfxforce.com/web/product/lis ... Id=2037700
http://www.nvidia.com/object/geforce_9600gt.html

Test Setup

CPU: Intel Core 2 Q6600 2.4Ghz (266FSBx9)
Aflgjafi: Fortron Epsilon 700W
Video drivers: NVIDIA ForceWare 169,09,169,21 (G92), 174,16 G94, Catalyst 7.11, og 8.2
Móðurborð: Gigabyte X38-DQ6 frá http://www.tolvutek.is
HD: 2 x WD36GB raid 0 fyrir stýrikerfi. Leikir settir upp á WD SATA2 320GB
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Skjákort: XFX GeForce 9600GT frá http://www.tolvutaekni.is ,Jetway Radeon HD 3870 X2, Jetway Radeon HD3850, Jetway Radeon HD3870, Sparkle 8800GTS 512MB frá http://www.tolvuvirkni.is ,ASUS 8800GTX frá http://www.iod.is ,Evga 8800GTS 320MB SC, Inno3D 8800GTS 640MB
Stýrikerfi: Vista Ultimate 32bit SP1
Skjár: BenQ FP222WH frá http://www.tolvuvirkni.is
Annarbúnaður: Logitech G15, G9 frá http://www.logitech.com, og ICY BOX IB-266 frá http://www.raidsonic.de

Próf

Þau próf sem notuð voru að þessu sinni eru öll fyrir utan Far Cry og Prey gerð samfara raunverulegri spilun, þar sem fjöldi ramma er mældur með Fraps. Þetta gefur sem raunverulegasta mynd af afli skjákorta, því fjöldi ramma er þá mældur við þær aðstæður sem skjákortin eru hönnuð í, nefnilega leikjaspilun. Einnig er notast við gervipróf eins og 3DMark06. Leikjaprófin eru öll tekin á 30 sekúnda tímabili yfirleitt strax í byrjun leiks. Varast var að hafa mikið um breytur eins og t.d. skotbardaga við óvini en slíkt getur valdið óþægilega miklum breytileika á niðurstöðum, enda er þá t.d. A.I. leikja að taka afl frá kerfinu en ekki einungis grafíkvélin. Þannig var reynt að endurtaka nákvæmlega sömu hreyfingar og framkvæma sömu hluti aftur og aftur, sama hvaða skjákort var prufað. Ef einhverjar niðurstöður þóttu ótrúverðugar var prófið endurtekið til þess að fá staðfestingu. Hvert próf var keyrt fimm sinnum og meðaltal þeirra niðurstaðna tekið. Allir leikir eru uppfærðir með nýjustu fáanlegum plástrum.

Dæmið sem sett er hér um framkvæmd er ekki dæmigert um hvernig þetta var gert en hér er um COD4 30 sekúnda leikjaspilun að ræða. Þetta var endurtekið fimm sinnum og meðaltals fjöldi ramma tekin af þeim skiptum. Þetta er bara langskemmtilegasta dæmið.
http://www.mediafire.com/?03eusr31t9v

3DMark06 http://www.3dmark.com/products/3dmark06/

Er þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum. Inniheldur aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf. Örgjörva prófið líkir eftir gervigreindar- (A.I.) og eðlisfræðilegumreikningum (physics) en slíkir reikningar krefjast sífellt meira afls af vélbúnaði.

Far Cry
http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Mynd

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standarinn í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Prey

Mynd

Notast er við HardwareOC prey http://www.hocbench.com/prey.php

BioShock

Mynd

Þessi leikur skartar DirectX 10 stuðning, og notast við Unreal 3.0 grafíkvélina. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom út í ágúst 2007.

Call of Duty 4: Modern Warfare

Mynd

Margir segja þennan leik best heppnaða framhald klassísk skotleiks. Grafíkvélin er DirectX 9 en skartar samt prýðisgrafík. Leikurinn reynir töluvert á vinnslu skjákorta með því að leggja á þau þunga HDR vinnslu, og eðlisfræðilega útreikninga sem auka á raunveruleika tilfinningu leiksins við spilun.

Crysis

Mynd

Er þróaður af Crytek, þeim sömu og gerðu Far Cry. Leikurinn gerir gífurlegar kröfur til vélbúnaðar og skartar nýrri grafíkvél CryEngine2 sem er ein fyrsta grafíkvélin sem gefur fullan stuðning við DirectX 10. Leikinn er einnig hægt að keyra í DirectX 9 bæði með Windows Vista og Windows XP, og krefst það minna afls. Þessi leikur er bomba ársins 2007 og sumir vilja meina að þarna sé að ferðinni besti skotleikur sem sést hefur til þessa. Leikurinn hefur einnig hlotið gagnrýni fyrir að vera allt of kröfuharður á vélbúnað, þ.e.a.s frá öllum öðrum en vélbúnaðarframleiðendum, því menn flykkjast í hrönnum í tölvuverslanir til þess að uppfæra, svo þeir geti spilað leikinn.

Half-Life 2: Episode Two

Mynd

Er nýjasti útspil Valve í þessari seríu, sem vart þarf að kynna. Leikurinn notast við Source grafíkvélina sem hönnuð er af Valve, þá sömu og knýr Counter Strike Source. Þessi leikjavél styður einungis DirectX9. Þótt þessi vél sé þannig séð kominn til ára sinn er gífurlegur fjöldi leikjaspilara að spila leiki sem byggja á þessari grafíkvél.

S.T.A.L.K.E.R.: Shadow of Chernobyl

Mynd

Er leikur frá Úkraínska fyrirtækinu GSC Game World. Leikurinn notast við X-ray grafíkvélina sem er DirectX 9 shader Model 3.0 vél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. Þessi vél er því nokkuð sér á báti en engu að síður setur töluvert álag á skjákort.

TimeShift

Mynd

Er fyrstu persónu skotleikur frá Vivendi Games, sem gefin hefur verið út á PC, Xbox 360 og Playstation 3. Leikurinn kom út á PC 30. Október 2007. Leikurinn notast við Unreal 3.0 grafíkvélina.

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000
Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Mynd

Velleman DVM 805 hljóðstyrksmælir
Notaður til þess að mæla hljóðmyndun við álag.

Mynd

Skilvirkni kælingar

Skapaðar voru aðstæður þar sem XFX GeForce 9600 GT var undir stöðugu "hámarks" álagi til þess að mynda sem mestan hita. Keyrt var endurtekið game test HDR 2-Deep Freeze og látið keyra stanslaust þangað til RivaTuner sýndi að hitastig kjarna kortsins hækkaði ekki meira. Þ.e. jafnvægi var komið á.

Mynd

Kæling XFX GeForce 9600 GT verður að teljast skilvirk, skákortið fór úr 45°C við lítið álag (2D) í 64°C við hámarks álag sem breyting upp á 19°C. Það eru því litlar líkar að skjákortið fari að hægja á sér vegna of mikils hita því kjarninn þarf að ná 105°C (Core threshold) til þess.

Mynd

Orkunotkun

Mynd

Hér var mæld heildarorkunotkun alls vélbúnaðar fyrir utan skjá, en ekki bara notkun skjákortsins. Vélin sem notuð var til prófanna samanstendur m.a. af fjórum harðdiskum, 2GB af minni, og þremur 120mm kassaviftum. Segja má að þetta sé svona "dæmigerð" uppsetning hjá harðkjarna tölvuáhugamanni. Mælingin fór þannig fram að tengdur var VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000 mælir við vélina allan tímann sem prófanir fóru fram.

Mælirinn skráir hæstu orkuþörf sjálfkrafa. Minnsta orkuþörf (idle) var mæld eftir ræsingu og einungis farið inn í Windows Vista, ekki var slökkt á neinum grafík stillingum Windows Vista eins og Aero. Orkuþörfin var lesin af mælinum við þessa keyrslu.

XFX GeForce 9600 GT tekur mest 250 W undir álagi en 169 w í venjulegir desktop (2D) vinnslu. Þetta er nokkuð meira en Ati 3870 og 3850 sem eru helstu keppinautarnir frá ATI við GeForce 9600 GT.

Neðra grafið er birt hér til fróðleiks en ekki er hægt að bera beint saman orkunotkun, því um er að ræða sitthvorn vélbúnaðinn sem notaður var í prófanir og ekki var prófað á nákvæmlega sama hátt. Eldri vélbúnaður tekur þó í heildina minna rafmagn ekki síst fyrir þær sakir að hann var búinn Intel E6600 Core 2 Duo örgjörva (tvíkjarna) en það nýja Q6600 eða fjórkjarnaörgjörva. Þetta er því að vissu leyti sambærilegt ef hafður er þessi varnagli á.

Eldra Test Setup

CPU: Intel Core 2 E6600 2.4Ghz@2,89Ghz (320FSBx9)
Video drivers: NVIDIA ForceWare 91.47, Catalyst 7,5, NVIDIA Force Ware 158,22 (8800GTX, 8800GTS, 8600 og 8500)
Móðurborð: MSI 975X Platinum Power up edition
HD: 2 x WD36GB raid 0
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Hljóðkort: Creative Audigy
Skjákort: Jetway Radeon X2900XT, Sparkle 8800GTX, MSI 8600GTS Zero Noise Edition, MSI 8600GT Zero Noise Edition, MSI 8500GT ,MSI 8800GTS O.C. Edition, MSI 7900GTO, MSI 7950GT, EVGA 7800GT@470/1100, MSI X1600XT, MSI 7600GS, Gainward 6600GT.
Stýrikerfi: Win XP SP2

Mynd

Hljóðmyndun

Mynd

XFX GeForce 9600GT er nokkuð hljóðlátt skjákort undir álagi og er hljóðlátasta skjákortið sem ég hef mælt við desktop vinnslu (2D vinnslu) með virkri viftu.

3DMark06

Þótt 3DMark06 sé þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum og innihaldi aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf, þá er það að verða ansi aldrað þegar kemur að því að meta afli nýjustu skjákorta. Það flýtur þó hér með enda langalgengast að það sé notað þegar menn metast um afl leikjavéla sinna.

Mynd

XFX GeForce 9600 GT fær enga glimrandi niðurstöðu í þessu prófi og tapar fyrir öllum skjákortunum sem prófuð voru nema ATI X3850, það munar þó sára litlu á næstu skjákortum.

Bioshock

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Í grafinu hér að ofan er tekin saman meðaltals fjöldi ramma sem skjákortin náðu í prófinu á leiknum Bioshock í upplausninni 1280x1024. Fyrir 9600 GT verður niðurstaðan að teljast mjög viðunandi og er útkoman svipuð og hjá eldri GeForce 8800 línu Nvidia ef frá eru talin 8800GTS G92 og 8800GTX.

Call of Duty 4

Stillingar:

Mynd
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Í Call of Duty 4 kemur XFX GeForce 9600 GT betur út en öll eldri 8800 línan að frátöldum 8800GTS G92 og 8800GTX. Þetta skjákort ræður reyndar ágætlega við þennan tiltekna leik í allt að 1920x1200 upplausn.

Crysis

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Crysis er sá FPS leikur í dag sem gerir lítið úr öllum þeim skjákortum sem fáanleg eru í dag, sama hvað þau kosta. Í DX9 prófum fæst sama niðurstaða og áður XFX GeForce 9600 GT tapar einungis fyrir öflugustu skjákortunum GeForce 8800GTS G92, 8800GTX og ATI 3870X2. XFX GeForce 9600 GT ræður ágætlega við þennan leik með allt í high í 1280x1024 upplausn, en líklegt er spilari online myndi slaka enn meira á grafík kröfum. Eina skjákortið sem ég hef prufað fram að þessu og ræður við þennan leik í 1680x1050 er ATI HD 3870 X2.

Half-life 2 Episode Two

Stillingar:

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

HL2EP2 leikja prófið er hægstætt ATI skjákortum en þessi leikur notast við Source grafíkvélinni sem hönnuð var í samstarfi við ATI. Þetta próf ásamt Far Cry eru einu prófin sem ATI 3850 hafði betur í.

S.T.A.L.K.E.R

stillingar:

Mynd
Mynd
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

S.T.A.L.K.E.R notast við X-ray grafíkvélina, sem er DirectX 9 shader Model 3.0 vél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. X-ray grafíkvél er einnig nokkuð sér á báti því hún notar ýmis trix til þess að ná fram sem bestum myndgæðum, og setur því töluvert álag á skjákort. Þetta leikjapróf er meira háð magni minnis á skákortum en mörg önnur, enda koma þau skjákort sem eru með 320MB eða minna minni mjög illa út.

Far Cry

Stillingar:
Maximum quality option, Direct3D renderer
Level: Volcano, demo: Volcano.tmd
Pixel shader: model 3.0
Antialising: 8x
Anisotropic filtering: 16x
HDR: level 7
Geometry Instancing: enabled
Normal-maps compression: enabled

Mynd

Far Cry hefur alltaf verið hliðhollur ATI skjákortum, 9600GT lendir á botninum, þegar upplausnin er hækkuð úr 1024x768 í 1680x1050.

Prey

Stillingar
Demo: guru3d-5.demo
Shader Detail: Highest
Aspect Ratio: 4:3
Antialiasing: 4x
Anisotropic filtering: 16x
Graphics BOOST: enabled

Mynd

Prey er fyrstu persónu skotleikur sem notast við id Tech 4 grafíkvélina, sem ásamt nýjum viðbætum er sama grafíkvél og keyrir Doom 3 og Quake. XFX GeForce 9600 GT heldur uppteknum hætti hér og er leikurinn vel spilandi í upplausn allt að 1920x1200.

TimeShift

Stillingar
Mynd
Mynd
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Í TimeShift fellur XFX GeForce 9600 GT óvænt niður við botninn en munurinn er naumur því á ATI 3870, 8800GTS 320MB, og 8800GTS 640MB, munar einungis 4 römmum.

Heildarfjöldi ramma

Mynd

Er samanlagður fjöldi ramma sem skjákortin náðu úr öllum prófum, hér er lámarks-, hámarks- og meðaltals fjölda ramma lagður saman. Á þessu grafi sést að XFX GeForce 9600 GT er að bjóða upp á meira afl en eldri 8800 lína hafði að undanskildu GeForce 8800 GTX. Þessi skjákort kostuðu á sínum tíma helmingi eða rúmlega helmingi meira, en XFX GeForce 9600 GT kostar nú.

Mynd

Grafið sýnir í prósentum hlutfallslegt afl skjákortanna sem prófuð voru samanborið við öflugasta skjákortið sem prófað hefur verið hingað til, nefnilega ATI 3870X2. Athugið ekki er hægt að alhæfa um að þetta sé endanlegur munur, en þetta á svo sannarlega við í þeim leikjum og þeirri upplausn og stillingum sem þeir voru prófaðir í. Þetta er því góð vísbending um hvert afl þessara skákorta er m.v. hvert annað við raunverulega leikjaspilun. Þessi próf eru jú sett upp til að líkja sem best eftir því.

Ef XFX GeForce 9600 GT er miðað við öflugasta GeForce skjákortið þá er það að skila 75% af afli SPARKLE 8800GTS G92.

Mynd

Ef tekin eru saman verð á skjákortunum sem prófuð voru og reiknað út frá því hvað hver rammi sem skjákortið náði í prófunum kostar fæst grafið hér að ofan. Eftir því sem skjákort er dýrara og fær færri ramma út úr prófunum því óhagstæðari verður þessi stuðull. XFX GeForce 9600 GT er samkvæmt þessu hagstæðustu kaup sem þú getur gert hér á landi m.v. afl og verð. Það vantar reyndar hér skjákort sem mögulega gæti gert tilkall til þessa titils nefnilega GeForce 8800 GT sem ódýrast hér á landi kostar um 21 þúsund. Verðinn sem notuð eru hér eru m.v. ódýrasta skjákortið sem fáanlegt er af hverri gerð hér á landi 6. Apríl 2008.

Samantekt

XFX GeForce 9600 GT er hægstæðustu kaup sem þú getur gert á Íslandi í dag, ef þú vilt fá sem mest afl fyrir sem minnstan pening.

XFX GeForce 9600 GT er öflugra en ATI 3850, og það er svo mikið öflugra en eldri 8600 lína Nvidia að ég hreinlega nennti ekki að prófa slíkt skjákort máli mínu til stuðnings.

Ef þú kaupir XFX GeForce 9600 GT færðu velhannað, svalt og hljóðlátt skjákort sem ræður við að spila alla þá leiki sem hér voru prófaðir í bestu mögulegum gæðum, í upplausn allt að 1680x1050. Fyrir utan einn leik, nefnilega Crysis. Eina skákortið sem hefur ráðið við þann leik í 1680x1050 sem ég hef prófað hingað til var ATI HD3870X2, en það skjákort kostar rúmlega helmingi meira.

XFX GeForce 9600 GT ræður jafnvel við að spila suma þá leiki sem hér voru prófaðir í bestu mögulegum gæðum í upplausninni 1920x1200 sem er besta mögulega upplausn 24" LCD skjás.

XFX GeForce 9600 GT er kjörið skjákort fyrir eigendur 22" breiðtjaldskjáa sem vilja "nægjanlegt afl" á sem lægstu verði. Þetta á jafnvel við um eigendur 24" skjáa ef þeir eru tilbúnir að slaka örlítið á gæðum af og til.

umræður hér viewtopic.php?f=21&t=17724

Editor RISI
Copyright Yank 2008