SPARKLE 8800GTS (G92) 512MB Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

SPARKLE 8800GTS (G92) 512MB Review

Pósturaf Yank » Fim 27. Des 2007 23:31

Nú síðastliðin mánuð hafa bæði AMD/ATI og Nvidia markaðsett nokkrar nýjar gerðir skjákorta. Þessi skjákort hafa haft það sameiginlegt að vera að mestu leyti uppfærsla á eldri kjörnum, samfara því að framleiðslan er aðlöguð að minni kísilflögu. Nvidia G80 kjarninn er komin úr 90nm framleiðslu niður í 65nm, og hefur verið endurskírður G92, en AMD/ATI er komið niður í 55nm, með sinn R600 kjarna. Skjákortin sem um ræðir eru: Nvidia 8800GT 512MB og 256MB, Nvidia 8800GTS 512MB, og frá ATI eru það Radeon HD3850 og HD3870. Þrátt fyrir að í grundvallar atriðum sé í þessum skjákortum sömu kjarnar og áður, þá sjást einnig nýjungar, og er 8800GT fyrsta skákortið í 8800 línu Nvidia sem inniheldur PureVideo 2 vélina sem aðstoðar við afkóðun á H264 og VC-1 hágæða myndefnis codec. ATI kortin styðja einnig nýjan DX10.1 staðal, og öll uppfylla þau PCI Express 2.0 tengistaðal. Þessi skjákort eiga einnig að virka með eldri PCI Express x16 stöðlum, en þó eru nokkrar undantekningar á þeirri reglu og eigendur eldri PCI Express móðurborða hafa verið að lenda í vandræðum. Þetta er samt sem áður sjaldgæft.

Þessi nýju skjákort tilheyra flokki miðlungsöflugra (midrange) skjákorta og ætla Nvidia og ATI þeim að keppa við hvort annað. Þessi skjákort tilheyra því ekki línu öflugustu skjákorta ATI eða Nvidia, en það er ekki von á slíkum skjákortum fyrr en á fyrsta ársfjórðungi 2008. Þetta byrjaði allt með komu Nvidia 8800GT 29. október 2007 og nú síðast kom á markað Nvidia 8800GTS 512MB 11. Desember 2007. Þrátt fyrir að ekki sé um stórstíga framfarir í afli að ræða er ljósi punkturinn í þessu öllu að þessi skjákort eru að skila sambærilegum afköstum á við eldri öflugustu skjákortin, en verðið hefur lækkað mikið.

Í þessari grein verður aðallega fjallað um SPARKLE 8800GTS 512MB sem lagt var til af Tölvuvirkni til prófanna, og fá þeir þakkir fyrir, þeir lögðu einnig til Jetway Radeon HD3870 og HD3850. SPARKLE 8800GTS 512MB var fyrsta kortið af sinni gerð sem fáanlegt var hér á landi. Einnig fá þakkir IOD ehf en þeir lögðu til ASUS 8800GTX en erfitt er orðið að finn slík skjákort, enda hætt í framleiðslu. Án slíkrar velvildar yrðu greinar eins og þessi ekki til.

Nánar um SPARKLE
SPARKLE var stofnað 1981 í Taiwan, og á sér því lengri sögu en mörg önnur fyrirtæki í hátæknigeiranum. SPARKLE sérhæfir sig í framleiðslu á skjákortum í nánu samstarfi við Nvidia. SPARKLE markaðsetur skjákort sín í yfir 80 löndum í 5 heimsálfum. Eins og þeir segja sjálfir þá virðir SPARKLE einstaklinginn, heimtar hæstu gæði, ber virðingu fyrir umhverfinu og þjónar viðskiptavinum sínum af kostgæfni. Nánar um SPARKLE á http://www.sparkle.com.tw

Nánar um SPARKLE 8800GTS

Mynd

Model number : SF-PX88GTS512D3-HP
Graphics Processing : NVIDIA GeForce 8800 GTS
Core Clock : 650MHz
Memory Clock : 1940 MHz
Memory Type : 512MB GDDR3
Memory Interface : 256-Bit
Shader Clock : 1625 MHz
Bus Type : PCI-Express 2.0
RAMDAC : 400 MHz

NVIDIA® unified architecture
Fully unified shader core dynamically allocates processing power to geometry, vertex, physics, or pixel shading operations, delivering up to 2x the gaming performance of prior generation GPUs

Full Microsoft® DirectX® 10 support
DirectX 10 GPU with full Shader Model 4.0 support delivers unparalleled levels of graphics realism and film-quality effects

NVIDIA® SLI™ technology
Delivers up to 2x the performance of a single GPU configuration for unparalleled gaming experiences by allowing two graphics cards to run in parallel. The must-have feature for performance PCI Express® graphics, SLI technology dramatically scales performance on today’s hottest games.

PCI Express 2.0 support
Designed to run perfectly with the new PCI Express 2.0 bus architecture, offering a future-proofing bridge to tomorrow’s most bandwidth-hungry games and 3D applications by maximizing the 5 GT/s PCI Express 2.0 bandwidth (twice that of first generation PCI Express).PCI Express 2.0 products are fully backwards compatible with existing PCI Express motherboards for the broadest support.

GigaThread™ Technology
Massively multi-threaded architecture supports thousands of independent, simultaneous threads, providing extreme processing efficiency in advanced, next generation shader programs

NVIDIA® Lumenex™ Engine
Delivers stunning image quality and floating point accuracy at ultra-fast frame rates:
16x Anti-aliasing: Lightning fast, high-quality anti-aliasing at up to 16x sample rates obliterates jagged edges
128-bit floating point High Dynamic-Range(HDR):Twice the precision of prior generations for incredibly realistic lighting effects-now with support for anti-aliasing

NVIDIA® Quantum Effects™ Technology
Advanced shader processors architected for physics computation enable a new level of physics to be simulated and rendered on the GPU –all white freeing the CPU to run game engine and AI

NVIDIA® ForceWare® Unified Driver Architecture (UDA)
Delivers a proven record of compatibility reliability and stability with the widest range of games and applications
ForceWare provides the best out-of-box experience and delivers continuous performance and feature updates over the life of NVIDIA GeForce® GPUs

OpenGL® 2.0 optimizations and support
Ensures top-notch compatibility and performance for OpenGL applications
Dual 400MHz RAMDACs
Blazing-fast RAMDACs support dual QXGA displays with ultra-high, ergonomic refresh rates –up to 2048x1536@85Hz.

Dual Dual-Link DVI Support
Able to drive industry’s largest and highest resolution flat-panel displays up to 2560x1600 and with support for High-bandwidth Digital Content Protection(HDCP).

NVIDIA PureVideo HD technology
The combination of high-definition video decode acceleration and post-processing that delivers unprecedented picture clarity, smooth video, accurate color, and precise image scaling for movies and video.

Discrete, Programmable Video Processor
NVIDIA PureVideo is a discrete programmable processing core in NVIDIA GPUs that provides superb picture quality and ultra-smooth movies with 100% offload of H.264 video decoding from the CPU and significantly reduced power consumption.

Hardware Decode Acceleration
Provides ultra-smooth playback of H.264, VC-1, WMV and PEG-2 HD and SD movies.

HDCP Capable:
Designed to meet the output protection management (HDCP) and security specifications of the Blu-ray Disc and HD DVD formats, allowing the playback of encrypted movie content on PCs when connected to HDCP-compliant displays.

Advanced Spatial-Temporal De-Interlacing
Sharpens HD and standard definition interlaced content on progressive displays, delivering a crisp, clear picture that rivals high-end home-theater systems.

High-Quality Scaling
Enlarges lower resolution movies and videos to HDTV resolutions, up to 1080i, while maintaining a clear, clean image. Also provides downscaling of videos, including high-definition, while preserving image detail.

Inverse Telecine (3:2 & 2:2 Pulldown Correction)
Recovers original film images from films-converted-to-video (DVDs, 1080i HD content), providing more accurate movie playback and superior picture quality.

Bad Edit Correction When videos are edited after they have been converted from 24 to 25 or 30 frames, the edits can disrupt the normal 3:2 or 2:2 pulldown cadence. PureVideo uses advanced processing techniques to detect poor edits, recover the original content, and display perfect picture detail frame after frame for smooth, natural looking video.

Noise Reduction : Improves movie image quality by removing unwanted artifacts.

Edge Enhancement:
Sharpens movie images by providing higher contrast around lines and object

Integrated SD and HD TV Output Provides world-class TV-out functionality via Composite, S-Video, Component, DVI, or HDMI connections. Supports resolutions up to 1080p depending on connection type and TV capability.

Samantekið:
Klukkutíðni 650MHz, minnistíðni 1940MHz, Shader klukkutíðni 1625MHz, minnistjórnun 256bita, 512MB GDDR3 minni, PCI Express 2.0, DirectX 10 stuðningur.

Það hjálpar ekki til að gera greinamun á þessu nýja 8800GTS korti og eldir útgáfum að Nvidia skildi kjósa að halda sama nafni. Það hjálpar þó að líta yfir töfluna hér að neðan til þess að átta sig betur á þessu. G92 er í grundvallar atriðum sami kjarni (G80) og knúið hefur eldri skjákort 8800 línu Nvidia. G92 er framleiddur með 65nm tækni, á móti 90nm tækni sem var notuð við framleiðslu á G80. G92 er með 256bita minnistjórnun á móti 320bita eða 384bita minnistjórnun hjá G80 áður. 8800GTS G92 hefur hærri klukkutíðni, hærri Shader klukkutíðni, og þar með talið meira Shader reikni afl en minni minnisbandvídd heldur en eldri Nvidia 8800GTX og Nvidia 8800 Ultra.

Mynd

Við skulum ekki velta okkur of mikið upp úr þessum tölum heldur finna frekar út með prófunum hversu öflugt Sparkle 8800GTS 512MB G92 er í raun. En fyrst nokkrar myndir af SPARKLE 8800GTS 512MB og hinum skjákortunum.

Mynd

Viftan á SPARKLE 8800GTS 512MB hefur verið endurhönnuð. Kortið þarf eins og önnur eldri 8800GTS kort einungis einn PCI Express 6 pinna rafmagnstengi, en ekki tvö eins og Nvidia 8800GTX. Kortið er einnig jafn langt og eldri 8800GTS, sem bæði eru styttri en 8800GTX. Það er athyglisvert að þegar skoðuð er bakhlið Sparkle 8800GTS 512MB sést að tengingar við kjarnann eru mun þéttari heldur en á eldri 8800 kortum. Kjarninn er jú nokkuð minni.

Mynd
Mynd


Kassi og fylgihlutir

Kassinn er einfaldur en stílhreinn og á honum eru engin loforð um afköst sem eiga ekki við rök að styðjast, eins og sést stundum. Svo lengi sem ekki er verið að tala um gáfur, er einfalt gott í mínum bókum. Engum aukahlutum, leikjum eða slíku er hér fyrir að fara, það sem þú borgar fyrir er skjákortið, nauðsynlegustu hlutir og búið.

Mynd


Fylgihlutir eru:
• DVI yfir í VGA tengi
• S-video-out kapall
• Molinex tengi yfir í 6-pin PCI Express rafmagnstengi
• Manual
• Diskur með reklum


Próf

Þau próf sem notuð voru að þessu sinni eru öll fyrir utan Far Cry og Prey gerð samfara raunverulegri spilun, þar sem fjöldi ramma er mældur með Fraps. Þetta gefur sem raunverulegasta mynd af afli skjákorta, því fjöldi ramma er þá mældur við þær aðstæður sem skjákortin eru hönnuð í, nefnilega leikjaspilun. Einnig er notast við gervipróf eins og 3DMark06. Leikjaprófin eru öll tekin á 30 sekúnda tímabili yfirleitt strax í byrjun leiks. Varast var að hafa mikið um breytur eins og t.d. skotbardaga við óvini en slíkt getur valdið óþægilega miklum breytileika á niðurstöðum, enda er þá t.d. A.I. leikja að taka afl frá kerfinu en ekki einungis grafíkvélin. Þannig var reynt að endurtaka nákvæmlega sömu hreyfingar og framkvæma sömu hluti aftur og aftur, sama hvaða skjákort var prufað. Ef einhverjar niðurstöður þóttu ótrúverðugar var prófið endurtekið til þess að fá staðfestingu. Hvert próf var keyrt fimm sinnum og meðaltal þeirra niðurstaðna tekið. Allir leikir eru uppfærðir með nýjustu fáanlegum plástrum.

Dæmið sem sett er hér um framkvæmd er ekki dæmigert um hvernig þetta var gert en hér er um COD4 30 sekúnda leikjaspilun að ræða. Þetta var endurtekið fimm sinnum og meðaltals fjöldi ramma tekin af þeim skiptum. Þetta er bara langskemmtilegasta dæmið.
http://www.mediafire.com/?03eusr31t9v

3DMark06 http://www.3dmark.com/products/3dmark06/

Gott og þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum. Inniheldur aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf. Örgjörva prófið líkir eftir gervigreindar- (A.I.) og eðlisfræðilegumreikningum (physics) en slíkir reikningar krefjast sífellt meira afls af vélbúnaði.

Far Cry
http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Mynd

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standarinn í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Prey

Mynd

Notast er við HardwareOC prey http://www.hocbench.com/prey.php

BioShock

Mynd

Þessi leikur skartar DirectX 10 stuðning, og notast við Unreal 3.0 grafíkvélina. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom út í ágúst 2007.

Call of Duty 4: Modern Warfare

Mynd

Margir segja þennan leik best heppnaða framhald klassísk skotleiks. Grafíkvélin er DirectX 9 en skartar samt prýðisgrafík. Leikurinn reynir töluvert á vinnslu skjákorta með því að leggja á þau þunga HDR vinnslu, og eðlisfræðilega útreikninga sem auka á raunveruleika tilfinningu leiksins við spilun.

Crysis


Mynd

Er þróaður af Crytek, þeim sömu og gerðu Far Cry. Leikurinn gerir gífurlegar kröfur til vélbúnaðar og skartar nýrri grafíkvél CryEngine2 sem er ein fyrsta grafíkvélin sem gefur fullan stuðning við DirectX 10. Leikinn er einnig hægt að keyra í DirectX 9 bæði með Windows Vista og Windows XP, og krefst það minna afls. Þessi leikur er bomba ársins 2007 og sumir vilja meina að þarna sé að ferðinni besti skotleikur sem sést hefur til þessa. Leikurinn hefur einnig hlotið gagnrýni fyrir að vera allt of kröfuharður á vélbúnað, þ.e.a.s frá öllum öðrum en vélbúnaðarframleiðendum, því menn flykkjast í hrönnum í tölvuverslanir til þess að uppfæra, svo þeir geti spilað leikinn.

Half-Life 2: Episode Two

Mynd

Er nýjasti útspil Valve í þessari seríu, sem vart þarf að kynna. Leikurinn notast við Source grafíkvélina sem hönnuð er af Valve, þá sömu og knýr Counter Strike Source. Þessi leikjavél styður einungis DirectX9. Þótt þessi vél sé þannig séð kominn til ára sinn er gífurlegur fjöldi leikjaspilara að spila leiki sem byggja á þessari grafíkvél.

S.T.A.L.K.E.R.: Shadow of Chernobyl

Mynd

Er leikur frá Úkraínska fyrirtækinu GSC Game World. Leikurinn notast við X-ray grafíkvélina sem er DirectX 9 shader Model 3.0 vél. Þessi vél styður ekki anti-aliasing ásamt HDR (Dynamic lighting) á sama tíma. Þessi vél er því nokkuð sér á báti en engu að síður setur töluvert álag á skjákort.

TimeShift

Mynd

Er fyrstu persónu skotleikur frá Vivendi Games, sem gefin hefur verið út á PC, Xbox 360 og Playstation 3. Leikurinn kom út á PC 30. Október 2007. Leikurinn notast við Unreal 3.0 grafíkvélina.

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000
Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Mynd

Velleman DVM 805 hljóðstyrksmælir
Notaður til þess að mæla hljóðmyndun við álag.

Mynd


Test Setup

CPU: Intel Core 2 Q6600 2.4Ghz (266FSBx9)
Video drivers: NVIDIA ForceWare 169,09,169,21 (G92), Catalyst 7,11
Móðurborð: Gigabyte X38-DQ6 lagt til af www.tolvutek.is
HD: 2 x WD36GB raid 0 fyrir stýrikerfi. Leikir settir upp á WD SATA2 320GB
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Skjákort: Jetway Radeon HD3850, Jetway Radeon HD3870, Sparkle 8800GTS 512MB lögð til af www.tolvuvirkni.is, ASUS 8800GTX lagt til af www.iod.is, Evga 8800GTS 320MB SC, Inno3D 8800GTS 640MB
Stýrikerfi: Vista Ultimate 32bit
Skjár: BenQ FP222WH lagður til af www.tolvuvirkni.is
Annarbúnaður: Logitech G15, G5,og ICY BOX IB-266 frá www.raidsonic.de


Niðurstöður Hljóðmyndun

Almennt má segja að öll skjákortin fyrir utan eitt teljist nokkuð hljóðlát. Það kom á óvart að háværasta skjákortið skildi vera ASUS 8800GTX, en sú niðurstaða var ekki í samræmi við eldri mælingar sem ég hef gert á Nvidia 8800GTX skjákortum. Skýringin virðist liggja í því að ASUS hefur kosið að auka snúning viftunnar, til þess að halda kortinu kaldari. Aðra skýringu finn ég ekki því kælingin leit út fyrir að vera af nákvæmlega sömu gerð og aðrar kælingar á Nvidia 8800GTX skjákortum.

Það er þó rétt að vekja athygli á því að SPARKLE 8800GTS 512MB er hljóðlátasta skjákortið undir álagi, og í desktop vinnslu. Álagið var myndað með því að keyra í sífelldri endurtekningu leikjaprófið Deep Freeze í 3DMark06, en við það myndast hámarks álag á skjákortið, sem veldur auknum snúningi á viftunum, en þær eru hitastýrðar á öllum þessum skjákortum sem prufuð voru.

Mynd

Orkunotkun

Hér var mæld heildarorkunotkun kerfis án skjás, en ekki bara notkun skjákortsins. Test setup samanstendur m.a. af fjórum harðdiskum, 2GB af minni, og þremur 120mm kassaviftum. Segja má að þetta sé svona „dæmigerð“ uppsetning hjá harðkjarna tölvuáhugamanni. Mælingin fór þannig fram að tengdur var VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000 mælir við vélina allan tímann sem prófanir fóru fram.

Mælirinn skráir hæstu orkuþörf sjálfkrafa. Minnsta orkuþörf (idle) var mæld eftir ræsingu og einungis farið inn í Windows Vista, ekki var slökkt á neinum grafík fídusum Vista eins og Aero. Orkuþörfin var lesin af mælinum við þessa keyrslu.

Þegar kemur að afli í grafíkvinnslu er lítill munur á SPARKLE 8800GTS 512MB og ASUS 8800GTX, þó þarf 8800GTX mun meiri orku, eða liðlega 9% meiri orku undir álagi og rúmlega 17% meira við það að gera lítið sem ekki neitt.

Áhugavert er hve litla orku ATI kortin taka í desktop vinnslu og ekki síður undir álagi. Það er af sem áður var, þegar ATI HD2900XT þurfti nánast sýna eigin rafstöð til þess að hafa nægjanlegt rafmagn undir álagi. Fyrir þann sem hugsar um orkureikninginn er því hiklaust hægt að mæla með nýju línu ATI. En ATI Radeon HD3870 er að skila svipuðu afli í leikjum og ATI Radeon HD2900XT gerir. Það var ekki sannreynt hér.

Mynd

Neðra grafið er birt hér til fróðleiks en ekki er hægt að bera beint saman orkunotkun, því um er að ræða sitthvorn vélbúnaðinn sem notaður var í prófanir og ekki var prófað á nákvæmlega sama hátt. Eldri vélbúnaður tekur þó í heildina minna rafmagn ekki síst fyrir þær sakir að hann var búinn E6600 Dual Core örgjörva en það nýja Q6600 eða fjórkjarnaörgjörva. Þetta er því sambærilegt ef hafður er þessi varnagli á.

Eldra Test Setup

CPU: Intel Core 2 E6600 2.4Ghz@2,89Ghz (320FSBx9)
Video drivers: NVIDIA ForceWare 91.47, Catalyst 7,5, NVIDIA Force Ware 158,22 (8800GTX, 8800GTS, 8600 og 8500)
Móðurborð: MSI 975X Platinum Power up edition
HD: 2 x WD36GB raid 0
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Hljóðkort: Creative Audigy
Skjákort: Jetway Radeon X2900XT, Sparkle 8800GTX, MSI 8600GTS Zero Noise Edition, MSI 8600GT Zero Noise Edition, MSI 8500GT ,MSI 8800GTS O.C. Edition, MSI 7900GTO, MSI 7950GT, EVGA 7800GT@470/1100, MSI X1600XT, MSI 7600GS, Gainward 6600GT.
Stýrikerfi: Win XP SP2

Mynd

Niðurstöður leikjapróf

BioShock

Stillingar
Mynd

Mynd

Mynd

Call of Duty 4

Stillingar
Mynd
Mynd

Mynd

Mynd

Half-life 2 Episode Two

Stillingar
Mynd

Mynd

Mynd

S.T.A.L.K.E.R

stillingar
Mynd
Mynd
Mynd

Mynd

Mynd

Far Cry

Stillingar
Maximum quality option, Direct3D renderer
Level: Volcano, demo: Volcano.tmd
Pixel shader: model 3.0
Antialising: 8×
Anisotropic filtering: 16×
HDR: level 7
Geometry Instancing: enabled
Normal-maps compression: enabled

Mynd

Prey

Stillingar
Demo: guru3d-5.demo
Shader Detail: Highest
Aspect Ratio: [4:3]
Antialiasing: 4×
Anisotropic filtering: 16×
Graphics BOOST: enabled

Mynd

TimeShift

Stillingar
Mynd
Mynd
Mynd

Mynd

Mynd

Crysis

Stillingar
Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Heildarfjöldi ramma úr leikjaprófum

Ef teknir eru heildar fjöldi ramma sem náðust í leikjum. Bæði min,max og avg þá fæst þessi aflröðun: 8800GTS G92>8800GTX>ATI 3870>8800GTS 640MB>8800GTS 320MB>ATI 3850

Mynd

Nánast sama aflröðun fæst út úr 3DMark06.

Mynd

Myndgæði (IQ)

Það er misjafnt hversu mikla áherslu menn leggja á myndgæði. Þeir eru til sem einblína á hversu marga ramma skjákort nær í tilteknum leikjum, en velta lítið fyrir sér hver gæði hvers ramma eru. Nvidia þótti lengi vel standa AMD/ATI að baki þegar kom að myndgæðum. Myndgæði 7000 línu Nvidia voru ekki eins góð og X1000 línu ATI. Ekki síst fyrir þær sakir að 7000 línan hefur ekki getað keyrt Anti-aliasing og Anasotorpic filtering samfara HDR (High dynamic range). Á þessu hefur nú orðið breyting og Nvidia 8000 línan getur orðið í dag keyrt þessa hluti á sama hátt og AMD/ATI. Mun á myndgæðum 7000 línu Nvidia m.v. X1000 línu ATI gerði ég nánari skil í umfjöllun um MSI 8600GTS Noise Free Edition.

Þegar ný skjákort koma á markað vaknar alltaf sama spurning: er framleiðandi að reyna að ná fjölda ramma upp, með því að stilla rekla þannig að það slaki á myndgæðum? En það eðlilega reynir minna á skjákortið.

Til þess að svara þessari spurningu voru tekin skjáskot úr eftirtöldum leikjum; Bioshock (DirectX 10), Crysis bæði DirectX 10 og DirectX 9, Call of Duty 4 (DX9), og síðan en ekki síst með hjálp 3DMark06 (DX9). Það er vert að hafa í huga að öll leikjaskjáskotin eru ekki tekin á nákvæmlega sama tíma. Þetta þýðir breytileika í myndunum, enda ekki um nákvæmlega sama ramma að ræða. Þannig geta t.d. sést fuglar á einni mynd sem síðan sjást ekki á hinni (Crysis). Það þýðir þó ekki að þeir hafi aldrei birst, heldur eru þeir einungis flognir burt.

Skjáskotin tekin með 3DMark06 er nákvæmlega sami rammi.

Það er ekki auðvelt að meta gæði skjáskota og slíkt er eðlilega mat hvers og eins. Best hefur mér fundist að bera saman skjáskotin með hjálp Microsoft Office Picture Manager, en með honum er auðvelt að fletta á milli mynda og Zoom inn eða út til þess að skoða hluti nánar.

Það er engin ástæða til þess að draga þetta lengur, niðurstaðan er að óverulegur munur er á myndgæðum ATI HD3780 og Nvidia 8800GTS 512. Ætla ég að leyfa mér að ganga svo langt að hann sé enginn og allar þessar myndir hefðu getað verið teknar með sama skjákorti. Þetta á við um bæði DirectX 9 eða DirectX 10 leiki sem hér voru prófaðir. Dæmi hver fyrir sig. Myndirnar hafa verið minnkaðar úr 1680x1050 í 800x500 upplausn og vistaðar af .jpg formi. Mæli með að ef þið viljið bera saman gæðin á sem bestan hátt að þið sækið upprunalegu skjáskotin.

Upprunalegu skjáskotin voru öll tekin með Fraps og í bestu gæðastillingum sem leikirnir bjóða uppá. Hægt að nálgast skjáskotin hér. http://www.mediafire.com/?45t1ytw2e0o

BioShock

Sparkle 8800GTS 512MB
Mynd

Jetway ATI Radeon HD3870
Mynd

Call of Duty 4

Sparkle 8800GTS 512MB
Mynd

Jetway ATI Radeon HD3870
Mynd

Crysis DX9

Sparkle 8800GTS 512MB
Mynd

Jetway ATI Radeon HD3870
Mynd

Crysis DX10

Sparkle 8800GTS 512MB
Mynd

Jetway ATI Radeon HD3870
Mynd

Samantekt

SPARKLE 8800GTS 512MB með sínum endurbætta G92 kjarna er öflugasta skjákortið sem prufað var hér. Það lætur eldri G80 kjarna 8800 línu Nvidia líta jafn illa út og Nvidia 8800GTX lét ATI HD2900XT líta út áður. Þ.e.a.s. eldri 8800 lína Nvidia er: aflminni, hávaðasamari, heitari og orkufrekari.

SPARKLE 8800GTS 512MB og 8800GT (ekki prófað hér), hafa á einni nóttu úrelt eldri 8800 línu Nvidia. Þau gera það með því að skila afli á verðlagi sem ekki hefur áður sést.

Nvidia hefur kveðið niður draug fortíðarinnar. 8800 lína Nvidia skilar ekki síðri myndgæðum (IQ) heldur en ATI í þeim leikjum sem hér voru prófaðir.

Nú er bara að vona að saga síðustu ára endurtaki sig, þ.e. að Nvidia eða AMD/ATI komi með skjákort sem hefur tvöfalt afl á við núverandi kynslóð, en það hefur gerst með rúmlega ársfresti síðastliðin ár.

Þakkir fá þeir sem lögðu til vélbúnað í þessi próf.

Umræða hér viewtopic.php?t=16439

Editor RISI
Copyright Yank 2007