Raidsonic ICY BOX MP302 margmiðlunarspilari Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Raidsonic ICY BOX MP302 margmiðlunarspilari Review

Pósturaf Yank » Fim 06. Des 2007 00:39

Sjónvarpsflakkarar eða margmiðlunarflakkarar eru til margvíslega hluta nothæfir. Þá er hægt að tengja beint við sjónvarp og horfa á kvikmyndir eða ljósmyndir. Einnig er hægt að spila tónlist úr þeim hvort sem er að tengja þá beint við hátalara eða sjónvarp. Og þegar öllu er á botninn hvolft þá eru þetta ekkert annað en harðdiska hýsingar sem gera það kleyft, að hægt er að taka öryggisafrit af gögnum og geyma á þeim, t.d. tónlistarsafninu, DVD safninu, sumarfrísmyndunum, osfv.

Úrvalið af margmiðlunarflökkurum (sjónvarpsflökkurum) hér á landi er nokkuð gott, og þeir eru fáanlegir í mörgum útfærslum. Sumir eru fyrir 2.5" fartölvudiska, aðrir eru fyrir 3.5" harðdiska. Margmiðlunarflökkurum fyrir IDE (PATA) diska fer fækkandi en framboðið á margmiðlunarflökkurum sem styðja SATA diska fer vaxandi. Sem betur fer má segja, því von er á að IDE (PATA) diskar verði af skornum skammti í nánustu framtíð. Það er því von á að margir framleiðendur íhugi að hætta framleiðslu módela sem styðja IDE harðdisk, áhrif þessa eru þegar farinn að sjást.

Þegar kemur að vali á margmiðlunarflakkara er margt sem þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er mikilvægt að gera sér grein fyrir hverjar þarfir viðkomandi notanda eru. Margmiðlunarflakkarinn verður að styðja öll algengustu form vídeó- og hljóðskrá. Það er fátt leiðinlegra en að sitja upp með skrá sem spilast ekki. Þó slíkt komi upp þýðir það þó ekki endanlega að ekki verði við það ráðið, því algengt er að forrit fylgi spilurum til þess að breyta skrám á form sem þeir styðja. En hver nennir svo sem að standa í því? Kostur er að margmiðlunarspilarinn styðji HD form vídeóskráa, sér í lagi ef nýta á til fulls gæði þess dýra High definition LCD eða Plasma sjónvarps sem nýlega hefur verið fjárfest í. Það er þó þannig að spilarar sem ráða við öll HD skráarform eru af skornum skammti, oft hafa þeir einungis þann eiginleika að geta einungis spilað eitt form af HD skrám. En skrár sem teljast til HD forma eru af nokkrum gerðum. Slíkir spilarar eru oft frekar dýrir og spurning hversu vel þeir endast en form HD skráa eins og önnur eru í stöðugri þróun.

Það er ekki ætlun þessarar umfjöllunar að gefa kaup leiðbeiningar á margmiðlunarspilurum. Heldur verðu nýjasta ICY BOX MP302 margmiðlunarspilari frá RaidSonic tekinn til kostanna. Raidsonic hafa verið duglegir við að halda að mér hlutum, og fá þeir þakkir fyrir það.

Mynd
Mynd fengin af http://www.raidsonic.de

Aðeins um RaidSonic

RaidSonic er þýskt fyrirtæki sem stofnað var 1999. RaidSonic hefur í gegnum árin skapað sér gott orð fyrir hönnun og framleiðslu á harðdiskahýsingum hvort sem er fyrir 3,5" eða 2,5" harðdiska. Nánar má nálgast upplýsingar um framleiðslu og sögu fyrirtækisins á http://www.raidsonic.de.

Helstu eiginleikar ICY BOX IB-MP302S-B

Mynd

Samantekið: Viftu kæld ál harðdiskahýsing fyrir SATA 1 eða SATA 2, 3.5" harðdiska. Styður FAT32 eða NTFS, styður vídeóskrárarform: VCD, SVCD, DVD (only VOB), MPEG1/2/4, DIVX3.x-5.x. Hljóðskráarform: MP3. Myndskráarform: JPEG, BMP, og GIF. Skráarform: AVI, ASF, VOB, DAT, MPG. Hljóðstuðningur: Stereó 2 rásir. Vídeó út: Interlace RGB, S-Video, A/V (composite), VGA. Sjónvarps- kerfisstuðningur: NTSC/PALs. Gagnaflutningur er um USB 2.0. Innbyggður LCD skjár.

ICY BOX MP302 styður því algengustu vídeo skráarform, en ekki nein HD skráarform. Fyrir suma myndi það þýða að þessi spilari hentaði þeim ekki. Persónulega er ég beggja blands, enda hef ég ekki enn rekist á marga margmiðlunarspilara á "skynsamlegu" verði sem spilar öll HD skráarformöt, flestir styðja ekki H.264 codec. Vissulega mun aðgengi af HD efni aukast með tíð og tíma, en hvar er það í dag? Ef þig vantar HD margmiðlunarspilara verður þú að leita annað.

Hljóðskráarform er bundið við MP3. Mætti vera fjölbreytilegra því ekki eru allir sem kjósa þetta form skráa, sökum þess að hluti af hljómgæðum tapast við að afrita tónlist yfir á MP3 form. Að öðru leyti er ekki margt sem hægt er að æsa sig yfir þegar kemur að mögulegum fídusum þessa margmiðlunarspilara, allt það algengasta er til staðar, en lítið um auka púður í honum. En þannig spilara hefur Raidsonic einmitt náð að skila, þ.e. einföldum en áreiðanlegum, en nánar um það síðar.

Ánægjulegt er að stuðningur er við NTFS en ekki einungis FAT32, en það þýðir að ekki er vandamál að afrita skrár stærri en 4 GB yfir á ICY BOX 302. Slíkt var t.d. vandamál með eldri seríu frá Raidsonic.

Kassi, fylgihlutir

Ja kassinn, hvað á ég að segja?, eða eins og konan orðaði það:"hvað ertu að gera með þessa gay tösku?". Þetta sagði hún þegar hún sá mig koma inn um útidyrahurðina með þennan kassa undir hendinni. Hún er þarna að vísa til bleika litsins, sem er áhugavert val á lit enda ekki svona dæmigerður litur sem á að höfða til beggja kynja. Kannski endurspegla þessar hugleiðingar einungis óöryggi mitt með eigin kynhneigð, en það væri sársaukafullt af minni hálfu að ganga með þennan kassa undir hendinni út úr verslun. Það væri þá ekki nema hylja hann með poka.

Mynd

Kassinn þjónar þó tilgangi sínum vel og virkar ágætlega sem framtíðar lausn við að flytja ICY BOX 302 á milli staða. Einnig hægt að kaupa aukalega meðfærilegri tösku frá ICY BOX sem kemur í mun hefðbundnari og "kynlausum lit".

Mynd
Mynd

Fylgihlutir: Spennubreytir og rafmagnstengi, mynd og hljóðkaplar, USB kapal, 4 skrúfur, fjarstýring, Skrúfjárn, reklar, CD með reklum og forritinu Ultra RM Converter, sem hægt er að nota til þess að breyta Real Media skrám í form sem spilarinn ræður við. Myndin sýnir reyndar reynslu útgáfu, en það er einungis vegna þess að það á eftir að setja inn meðfylgjandi serial.

Mynd

Samsetning

Að koma harðdisk fyrir í ICY BOX 302 krefst lítillar færni, í raun má segja að ef viðkomandi hafi séð stjörnuskrúfjárn áður þá hafi hann hlotið nægjanlega þjálfun. Það er þó eitt sem stuðaði mig við samsetningu, en það var að öðru megin voru kaplar staðsettir full nálægt götum ætluðum fyrir skrúfur. En með þeim skrúfum er SATA harðdiskurinn festur í boxið. Rafmagns og SATA tengið eru samskonar kaplar og maður sér í venjulegri borðvél í dag. Þetta er ágæt lausn, og ekki er hætta á að neitt brotni vegna þvingunar sem gæti átt sér stað við ísetningu harðdisksins. En sumir SATA flakkarar eru með slíður þar sem disknum er rennt í. Samsetning tók augnablik. Látum myndirnar tala.

Mynd
Mynd
Mynd

Dagleg notkun

Mynd

Það verður strax ljóst að ICY BOX MP302 er einfaldur í notkun. Upp kemur MENU sem skylt á við Windows Media Center, þó engan veginn jafn fullkomið. Ef farið er inn í t.d. MOVIE þá sjást allar þær kvikmyndir sem vistaðar hafa verið á flakkarann sem flísar (tiles). Ef rennt er yfir þær spilast brot úr þeim í endurtekningu. Þannig er hægt að bera kennsl á hvaða mynd á að spila. Þetta hefur þó þann ókost að taka stundum of mikinn tíma. Hægt er að stilla hversu margar myndir birtast á hverri síðu. Einnig er hægt að fara inn í FILE (sem er skráar valsnið) og velja þar möppu sem kvikmyndir eða annað myndefni eða hljóðefni hefur verið vistað í og velja efni sem spila á með nafni. Ef efni er vistað á ICY BOX þá raðast það sjálfkrafa í PHOTO, MUSIC, MOVIE eftir skráargerð.

Mynd

Tónlist sem sett hefur verið á ICY BOX MP302 finnst inn í MUSIC LIBRARY. Hægt er að vafra um það með notkun á fjarstýringunni og er viðmótið þá ekki ósvipað og í FILE hlutanum. Allir hlutir eru mjög einfaldir í notkun og myndi ég treysta gamla settinu fyrir gripnum, yrði satt að segja mjög hissa ef ég fengi hringingu þar sem efnið væri spurning um hvaða takka ætti að ýta á til að gera hitt eða þetta?

Test Setup

CPU: Intel Core 2 Q6600
Móðurborð: Gigabyte X38-DQ6 lagt til af http://www.tolvutek.is
HD: 2 x WD36GB Raid 0
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Skjákort: Inno3D 8800GTS 640MB OC
Stýrikerfi: Windows Vista Ultimate
Skjár: BenQ FP222WH frá http://www.tolvuvirkni.is

Samantekt

Raidsonic ICY BOX MP302 margmiðlunarspilari er ekki dýrasti og vandaðasti margmiðlunarspilari sem þú getur fengið, langt því frá. Einhver myndi jafnvel ganga svo langt að kalla þetta "chepó" spilara, og vísa til þess að hann væri hreinlega ódýrt drasl. Sá hin sami myndi hafa kolrangt fyrir sér að mínu mati. Vissulega er þetta ódýr spilari en þessar 3 vikur sem ég hef haft hann í prófunum hefur hann ekki stigið feilspor, og á meðan vara skilar því hlutverki sem hún er hönnuð í, er ekki réttlætanlegt að kalla hana "chepó drasl".

Það vandamál að frjósa af og til er mín reynsla af mörgum öðrum margmiðlunarspilurum. Ég gekk svo langt að hafa Raidsonic ICY BOX MP302 í gangi í 2 vikur samfleytt, með fullum disk af margmiðlunar efni tengdan við BenQ FP222WH skjá. Í tíma og ótíma fiktaði ég í fjarstýringunni, ásamt venjulegu tölvustússi mínu, setti á pásu, skipti um mynd, spólaði fram og til baka, bara til að djöflast í honum, með það eina markmið að fá hann til að frjósa. Allt kom fyrir ekki Raidsonic ICY BOX MP302 hefur ekki frosið einu sinni þann tíma sem ég hef notað hann.

Hægt er að telja til hluti sem betur mættu fara; fyrir það fyrsta er einungis stuðningur við tvær hljóðrásir í steríó, ekki t.d. 5.1 kerfi. Hann styður ekki High definition skráarform, en spilar flest annað. Styður einungis MP3 tónlistarskrár. Menu kerfi hans mætti vera hraðvirkara.

Raidsonic ICY BOX MP302 er áreiðanlegur, einfaldlegur í notkun, hljóðlátur og ódýr margmiðlunarspilari. Þetta er ekki fullkomnasti margmiðlunarspilari sem þú getur fengið, eða ríkastur af fídusum, en hann er ódýr eftir því og þjónar sínum tilgangi vel hvort sem taka á hann með í sumarbústaðinn, hjólhýsið, fellhýsið, inní svefnherbergi eða bara fram í stofu og spila efni af honum.

umræða hér takk
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=16210

Editor RISI
Copyright Yank 2007