Gigabyte X38-DQ6 review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Gigabyte X38-DQ6 review

Pósturaf Yank » Sun 21. Okt 2007 13:11

Gigabyte X38-DQ6 review

Þegar settur er saman innkaupalisti fyrir nýjan vélbúnað, er rétt að gefa sér góðan tíma. Mikilvægt er að allir hlutir passi vel saman. Það kemur nefnilega fyrir að vélbúnaður hreinlega virkar ekki í ákveðnum samsetningum. Þetta er sem betur fer sjaldgæft, en ráðlagt er að kynna sér vel lista yfir þann vélbúnað sem prufaður hefur verið með ákveðnum móðurborðum. Slíkan lista er að finna á flestum heimasíðum framleiðenda.

Þegar kemur að vali á móðurborði vandast oft valið. Móðurborðið er nefnilega einn mikilvægasti hluturinn á innkaupalistanum, enda er það móðurborðið sem tengir saman og “talar við” alla aðra hluti tölvunar. Gott er að byrja á því að gera sér grein fyrir hverjar þarfirnar eru. Þarfir eins og hversu marga harðdiska þarf að nota?, eða er möguleiki að notaðir verði í framtíðinni, hversu mörg USB tæki á að nota?, er þörf fyrir eSATA eða firewire? hvað á að nota margar PCI, PCI Express x16 eða PCI Express x1 raufar. Á að nota eitt skjákort eða tvö?, eða á bara að halda möguleikanum opnum þannig hægt sé að uppfæra í framtíðinni í tví-skjákortalausn með því að kaupa annað eins skjákort síðar? Á þá að nota tvö kort frá Nvidia í SLI eða tvö skjákort frá AMD/ATI í crossfire?. Og síðast en ekki síst á að yfirklukka?.

Úrvalið af móðurborðum er mjög fjölbreytilegt og þau koma í öllum mögulegum og ómögulegum útfærslum, verðlag er oftast í samræmi við búnað. Þegar þarfirnar sem taldir eru upp hér að ofan liggja fyrir er hægt að fara að þrengja niður hópinn og velja endanlega hvernig móðurborð á að fá sér.
Það er þó ekki ætlunin þessarar greinar að verða leiðbeiningar í því hvernig eigi að bera sig að við val á móðurborði heldur verður nýjasta móðurborðið frá Gigabyte tekið til kostanna. Móðurborðið sem prófað verður er Gigabyte X38-DQ6, en það skartar nýjasta kubbasettinu frá Intel.

Síðan í maí hafa kubbasett í 3-línu intel (oft nefnd Bearlake) verið að koma á markað. Þetta eru kubbasett eins og G35, Q35, Q33, G31, G33, P31 og P35. Þessi kubbasett teljast til mainstrem kubbasetta frá intel, en fram að þessu hefur vantað arftaka 975X kubbasettsins, sem hefur talist highend kubbasett Intel. 975X kubbasettið er að nálgast tveggja ára aldur, en það verður að teljast aldrað fyrir highend kubbasett. Það hefur því verið ansi löng bið eftir nýju kubbasetti frá Intel í þessum flokki. Nú er arftakinn loksins kominn í formi X38. Þetta kubbasett er að finna á Gigabyte X38-DQ6, en það er fyrsta móðurborðið sem kemur á markað með X38 kubbasettinu. Það er því eðlilegt að gera þá kröfu að hér sé á ferð mjög sérstakt móðurborð með aflmiklu kubbasetti. En efni þessara greinar er einmitt hvort svo sé.

Gigabyte X38-DQ6 móðurborðið sem hér er prófað var lagt til af Tölvutek (http://www.tolvutek.is), sem er umboðsaðili Gigabyte hér á landi. Tölvutek eru nýlegir á markaði hér á landi en hafa þegar skapað sér sérstöðu með framboði á vörumerkjum frá Gigabyte, OCZ, ofl.

Aðeins um Gigabyte

Gigabyte er eitt af best þekktu vörumerkum í tölvubransanum í dag. Fyrirtækið á sér þó einungis um 20 ára sögu sem móðurborðsframleiðandi, og er í dag einn af þeim stærstu. Framleiðslan hefur orðið fjölbreyttari með árunum og samanstendur í dag m.a. af skjákortum, borðvélum, fartölvum, network serverum ofl. Á allra síðustu árum hefur Gigabyte gert kröftugt tilkall til þess að skipa sér á stall sem framleiðandi bestu móðurborða sem fást til yfirklukkunnar, þetta hefur verið sérstaklega sjáanlegt síðasta árið. Nægir að nefna Gigabyte 965P DS3 móðurborðið máli sínu til stuðnings. Gigabyte er einnig að skapa sér gott orðspor fyrir að vera fyrstir á markað með nýjungar í hönnun og vera fljótir á markað með ný kubbasett, það á ekki síst við hér á landi þar sem Gigabyte P35 DS4 og nú Gigabyte X38-DQ6 móðurborð hafa verið fáanleg langt á undan mörgum öðrum löndum Evrópu.

X38 kubbasettið

Mynd

Mynd

Fengið af http://www.Intel.com

Ef við tökum aðeins saman þessa helstu eiginleika og hvernig þetta allt virkar er ekki hjá því komist að fjalla aðeins um hvað það er sem X38 hefur fram yfir eldri kubbasett. Þar ber hæst DDR3 stuðningur, stuðningur viðkomandi 45nm dual- og quad core örgjörva frá Intel (Penryn). Stuðningur við tvær PCI Express raufar með fullum X16 hraða. Eldir kubbasett frá Intel hafa einungis stutt eina PCI Express á fullum hraða X16 og hina á X4 sbr. P35 kubbasettið, eða jafnvel báðar á einungis X8 hraða. Að auki styður það PCI Express 2.0 sem gefur allt að 16GB/ bandvídd. Þetta er staðall framtíðarinnar og gert er ráð fyrir því að næsta kynslóð skjákorta sem væntanleg eru í nánustu framtíð styðji þennan staðal. X38 notast við sömu suðurbrú og P35 sem kallast ICH9 og skartar hún stuðningi við; 12 USB port, 6 SATA 2 tengi og Intel High Definition hljóðstuðning ásamt fleiru fíneríi.

X38 SLI sögusagnir og vangaveltur höfundar:
Það er sagt að vélbúnaðarlega séð sé ekkert sem mælir á móti því að X38 geti keyrt tvö skjákort frá Nvidia í SLI. Það lítur því þannig út að Nvidia ætli að sitja eitt að þeim gullkálfi, og reklar Nvidia skjákorta munu einungis halda áfram að styðja Nvidia kubbasett í SLI. Það er þó spurning hvort að þegar fram líða stundir að ekki komi fram modaðir reklar frá einhverjum þriðja aðila, sem geri kleyft að keyra Nvidia skjákort í SLI á X38 móðurborði, en á meðan ekki er yfirlýstur stuðningur frá Nvidia með þetta verður þetta seint fýsilegur kostur.

Gigabyte X38-DQ6

Gigabyte hefur sem betur fer tekið til í nafnakerfi sínu, en nýja kerfið einfaldar mjög að bera kennsl á mismunandi tegundir. Nöfn eins og Gigabyte GA-K8N51PVMT-9, sem segja mér fjandann ekki neitt nema að þetta tiltekna móðurborð sé fyrir AMD K8 örgjörva heyra nú sögunni til. Slík nöfn hafa vikið fyrir nöfnum eins og Gigabyte GA-P35T-DQ6 og Gigabyte GA X38-DQ6. Þetta er mun hentugra nafnakerfi og gefur til kynna hvaða kubbasett sé á móðurborðinu, hvaða kæling sé á því og hvaða tækni sé notuð, og einnig hvort móðurborðið styðji DDR2 eða DDR3. En T stendur fyrir DDR3 útfærslu. D stendur fyrir ultra durable þétta. 6-Quad stendur fyrir Quad-core örgjörva stuðning, og Quad eða fjórar DDR2 raufar, Quad cooling, Crazy cool og silentPipe og Quad eSATA 2 tengi.

Upplýsingar um Gigabyte X38-DQ6 fengnar af http://www.gigabyte.com.tw

Mynd

Það er ljóst að Gigabyte hefur hannað X38-DQ6 sem highend performance móðurborð. Gigabyte lofar 1600FSB stuðningi jafnvel þótt intel gefi það ekki opinberlega út að X38 kubbasettið styðji slíkan hraða. Það vekur þó strax eftirtekt að þetta móðurborð styður einungis DDR2 minni. Það er þó ekki endilega neikvætt því verðlag á DDR3 er í þessum skrifuðum orðum (nóv. 07) gjörsamlega út úr kortinu. DDR3 minni eru allt að 3-4x dýrari en DDR2. DDR3 er á þessum tímapunkti langt frá því að gefa aflaukningu sem réttlætir þetta verð. En ef þér er bara nákvæmlega sama hvað þetta kostar allt, þá þarftu ekki að örvænta því Gigabyte bíður einnig upp á Gigabyte X38T-DQ6 útgáfu sem er nákvæmlega sama útfærsla og móðurborðið sem hér er prófað , nema það styður DDR3 minni.

Eins og önnur Gigabyte DQ6 móðurborð skartar Gigabyte X38-DQ6, 6-Quad (fjór) fídusum, sem eru; stuðningur við fjögra-kjarna örgjörva (Quad Core CPU), fjórar DDR2 raufar, Quad BIOS sem samanstendur af tveimur bios kubbum, þar sem annar er til vara og þjónar þeim tilgangi að taka afrit af hinum, að auki er hægt ná bios af CD diski og fjórða fídusinn er að hægt að vista bios á harðdiskinn. Síðan Quad kæli kerfi sem Gigabyte kallar Crazy cool og SilentPipe, fjögur eSATA 2 tengi, og ekki síst Quad þrífasa spennu stjórnun til örgjörva.

Kassi og fylgihlutir

Þótt Gigabyte sé fyrst á markað með X38 kubbasett þá er greinilegt að umbúðadeildin hjá þeim hefur haft nægan tíma til að hanna kassann, það er klárt að kassinn á að klára söluna. Myndirnar tala sínu máli.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Úr kassanum komu:
• GA-X38-DQ6 móðurborð
• Rekla CD
• Manual
• Quick Installation Guide
• Intel® LGA775 CPU installation Guide
• 1x IDE kapall og 1x floppy disk drive kapall
• 4x SATA 3Gb/s kapplar
• 2x SATA spjöld
• I/0 Bakplata
• 2x skrúfur

Gigabyte X38-DQ6 nánari skoðun

Mynd

Þegar maður sér og snertir Gigabyte X38-DQ6 í fyrsta skipti skynjar maður strax að hér er eitthvað öðruvísi á ferð. Það er ekki síst fyrir þær sakir að Gigabyte X38-DQ6 er þyngsta móðurborð sem ég hef komið við til þessa. Skýringin liggur í einstöku kælikerfi sem Gigabyte hefur hannað, og er að öllu leyti gert úr kopar. Yfir öllum helstu hlutum móðurborðsins sem þurfa kælingu; norðurbrúnni, suðurbrúnni og mosfetum við örgjörvann liggur koparkæling sem Gigabyte hefur kosið að kalla Silentpipe kælingu. Það er hún svo sannarlega enda hljóðlaus með öllu. Það lítur út fyrir að flestir móðurborðsframleiðendur ætli að fara svipaða leið við að kæla þetta kubbasett. Gigabyte lætur hér ekki staðar numið því aftan á móðurborðinu er einnig kopar kæling undir norður- og suðurbrú og örgjörva sökklinum.

Mynd

Mynd

Gigabyte hefur kosið að kalla kælingarútfærsluna aftan á móðurborðinu CRAZY COOL og er það nafn vel valið því þetta er crazy!!! Þessi útfærsla af kælingu aftan á móðurborðinu gæti þó valdið vandræðum ef nota á kælingar eins og t.d. Zalman 9700 til þess að kæla örgjörvann, en slíkar kælingar krefjast þess að aftan á borðið þurfi að festa plötu. Í leiðbeininga bæklingnum sem fylgir Gigabyte X38-DQ6 eru leiðbeiningar um hvernig á að fjarlægja þessa kælingu, og tekið fram að ef slíkt er gert þannig að skaði hljótist af þá falli móðurborðið úr ábyrgð. Það er því rétt að hafa þetta í huga þegar valin er örgjörvakæling. Ég gerði mér ferð í Húsasmiðjuna og keypti lengri skrúfur til þess að geta fest Zalman bakplötuna á, það gengur alveg, en á endanum var niðurstaðan að sleppa því að notast við Zalman í bili, því fyrirferðin aftan á móðurborðinu olli því að örlítil þvingun kom á það við að setja það í kassann. Það er því ekki annað í stöðunni en að fjarlægja CRAZY COOL ef notast á við Zalman kælingar eða kælingar með svipuðum festingum. Þetta er þó ekki stórvandamál því Gigabyte gerir fastlega ráð fyrir þessu, eins og meðfylgjandi skrúfur og leiðbeiningar í bæklingnum sýna. Einnig eru fáanlegar ágætis kælingar sem notast við samskonar smellu festingar og Intel Retail viftan.

Mynd

Mynd

Þegar litið er yfir Gigabyte X38-DQ6 og skoðuð staðsetning tengja má ljóst vera að Gigabyte var ekki að byrja að hanna móðurborð í gær. Staðsetning flestra tengja er til fyrirmyndar, þetta á sérstaklega við rafmagntengi frá afgjafa sem tengjast móðurborðinu. Staðsetning þeirra er sérstaklega vel heppnuð, en þau eru staðsett mjög ofarlega á móðurborðinu. Það er nokkuð algengt hjá móðurborðsframleiðendum að staðsetja molinex tengið sem þarf að tengja við aflgjafann til að fá auka rafmagn fyrir seinna skjákortið ef keyra á í SLI eða crossfire inn á miðju borði. Þetta á ekki við um Gigabyte X38-DQ6, en það tryggir snyrtilegan frágang leiðslna sem á endanum skilar sér í auðveldara loftflæði um kassann, sem svo eykur möguleika á góðri kælingu. Á Gigabyte X38-DQ6 er einnig að finna fjögur viftutengi.

Það eru einungis 2 hlutir sem má gagnrýna þegar kemur að staðsetningu tengja:

Í fyrsta lagi eru pinnarnir til að hreinsa bios (clear cmos) staðsettir á milli PCI Express x16 raufana. En erfitt er að nálgast þá ef skjákort sem tekur pláss tveggja PCI raufa hefur verið komið fyrir, svo ekki sé nú talað um ef tveimur skjákortum hefur verið komið fyrir. Gigabyte hefur kosið að halda þessari staðsetningu áfram en hana er einnig að finna á Gigabyte 965P DS3. Líklega skýring á þessu er sú að Gigabyte hefur fulla trú á þeim eiginleika bios að stilla sig sjálfkrafa á stillingar sem hann ræður við ef notandi hefur verið full metnaðarfullur við yfirklukkun. Það kom þó fyrir við prófanir einu sinni að grípa þurfti til þess að endurstilla bios með clear cmos pinnanum. Það var þó ekki eftir að móðurborðið náði ekki ræsingu (no post) eftir of metnaðarfulla yfirklukkun, heldur eftir að að biosinn hafði verið uppfærður með @BIOS.

Í öðru lag mætti staðsetning SATA tengja skipta um sæti við staðsetningu pinna sem í eru tengdir power og reset rofar kassans. Gigabyte hefur kosið að setja SATA tengin eins nálægt staðsetningu harðdiska á kostnað staðsetningu þessara tengja. Myndin er viljandi sett upp þannig að hún styðji mál mitt. Auðvitað er hægt að leiða þessar snúrur undir móðurborðið, en í þessu tilfelli voru þær ekki nægjanlega langar til að það væri hægt. Á myndinni hér að neðan sést einnig staðsetning CLR_CMOS pinnanna. Myndin sýnir einnig staðsetningu kubbs merktum Gigabyte SATA2 en þetta er sá kubbur sem stjórnar IDE og tveimur auka SATA 2 tengjum. ICH9 frá Intel og reyndar ICH7 og ICH8 suðurbrýrnar styðja ekki IDE staðal og því er þessum kubb bætt við. Flestir móðurborðsframleiðendur notast við JMicron kubb en Gigabyte notast við sinn eigin, eða allavega sérmerktum þeim.

Mynd

Mynd

Gigabyte hefur verið að skapa sér sérstöðu með því að nota einungis hágæða efnivið í sín móðurborð. Gigabyte X38-DQ6 skartar annarrar kynslóðar útfærslu af þessu tagi, sem Gigabyte kýs að kalla Ultra Durable 2. Með því nota slíkan hágæða efnivið í móðurborð sín tryggir Gigabyte hámarks nýtingu orku, minni hitamyndun, aukin stöðugleika og lengri líftíma. Gigabyte fullyrðir að með Ferrít kjarna spennu jöfnurum (Ferrite core choke) og fastefnis þéttum (solid capacitor) með Ultra Durable 2 tæki náist allt að 18x lengri ending en með hefðbundnum þéttum. Nánari upplýsingar um þýðingu þessarar tækni er hægt að nálgast hér http://www.giga-byte.co.uk/FileList/Web ... 27_ud2.htm

Mynd

Röð ferrít kjarna spennujafnara, og fasefnis þétta í kringum örgjörva sökkulinn er að verða einkennismerki Gigabyte DQ6 móðurborða. Gigabyte kallar þessa útgáfu Quad Triple Phase, en hún á að skila stöðugri spennu til örgjörvans en hefðbundnar útfærslur. Margar aflmiklar kælingar geta verið mjög fyrirferðamiklar, og mikið af fyrirferðamiklum þéttum kringum örgjörvasökkulinn getur leitt til þess að þær passa ekki á tiltekið móðurborð. Prufað var að setja Zalman 9700 á og passar hún bara vel á. Það er þó þannig að ég mæli með að CRAZY COOL kælingin aftan á sé fjarlægð. S.br. hér að ofan.

Mynd

Gigabyte X38-DQ6 er ríkulega búið tengimöguleikum. Alls er mögulegt að tengja að aftan: 8 x USB 2.0/1.1 tengi , 2 x IEEE 1394a bæði stærri og minni gerð, 2 x RJ-45 lan tengi, en borðið er búið tveimur Gigabit netkortum, 1 x PS/2 lyklaborðs port, og 1 x PS/2 músa port . Hljóðtengimöguleikar eru 1 x coaxial S/PDIF út tengi, 1 x optical S/PDIF út tengi og 6 x hljóðtengi (Center/Subwoofer Speaker Out/Rear Speaker Out/Side Speaker Out/Line In/Line Out/Microphone). Þetta er mögulegt vegna þess að Gigabyte hefur sleppt að hafa með úrelda tengimöguleika eins og LPT og COM tengi. Þessi öldnu tengi er þó að finna á móðurborðinu. Að auki fylgir auka 2x spjöld fyrir eSATA tengi og molinex rafmagn. Innbyggða hljóðkortið er 8 Channels ALC889A Audio controller.

Mynd

Gigabyte X35-DQ6 er búið 2x PCI Express X16 raufum, 2x PCI raufum og 3x PCI Express X1.

Mynd

Bios

Það er óhætt að segja að bios Gigabyte X38-DQ6 bjóði upp á allar mögulegar stillingar sem þarf til þess að ná góðri yfirklukkun. Sumir valmöguleikarnir eru jafnvel full ríkulegir, þetta á við um suma volt valmöguleikanna en hægt er t.d. að setja spennu á örgjörvanum (vCore) í 2,35v sem ætti að vera nægjanlegt til að steikja alla núverandi örgjörva sem passa á þennan sökkul . DDR2 spennu er einnig hægt að hækka um +1,55v úr eðlilegri spennu, sem gera þá ca 1,8v + 1,55 = 3,35v. Það væri fáránlegt annað en að hrósa Gigabyte fyrir að gefa alla þessa valmöguleika og svo háa spennu. Það þarf ansi mikinn viðvaning til þess að stilla spennuna í botn og steikja þannig íhluti því allar spennustillingar sem þykja líklegar til slíks eru litaðar rauðum lit. Rautt er jú alþjóðlegt merki fyrir hættu ekki satt. Bios bíður einnig upp á að stilla sjálfur volt við yfirklukkun og er það stilling sem gagnast ætti óvönum sérlega vel.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Test Setup

CPU: Intel Core 2 E6600
Video drivers: NVIDIA Force Ware 94,24
Móðurborð: Gigabyte X38-DQ6, lagt til af http://www.tolvutek.is , ASUS P5N-E SLI, lagt til af http://www.kisildalur.is, Foxconn P35A-S, lagt til af http://www.tolvuvirkni.is , Gigabyte 965P DS3, MSI 965 Neo
HD: WD36GB Raptor 10000 rpm
Minni: OCZ DDR2 6400 Platinum Edition Rev2 @800MHz, timings 4 4 4 15
Skjákort: MSI 7950GT Zero Edition
Aflgjafi: OCZ ModStream 450W
Skjár: Samsung SyncMaster 226BW
Stýrikerfi: Win XP SP2

Yfirklukkun

Gigabyte X38-DQ6 yfirklukkaðist mjög vel. Það er ekki á það fullreynt hversu hátt þetta tiltekna móðurborð endanlega kemst,vegna þess að aðrir hlutir vélbúnaðar sem notaðir voru urðu takmarkandi þáttur á árangur. Intel E6600 örgjörvi sem notaður var hefur í öðrum prófunum ekki viljað fara yfir 470 FSB. Það varð því niðurstaðan að yfirklukkun stöðvaðast í 470 FSB sem gaf endanlega 1880MHz brautar hraða. Hægt var að ræsa borðið á mun hærri hraða en það var aldrei stöðugt í Windows. Á 1880MHz brautar hraða var borðið stöðugt. Notast var við F5f bios.

Mynd


Próf

Far Cry
http://www.farcrygame.com/uk/home.php
Mynd

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standarinn í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Prey

Mynd

Notast er við HardwareOC prey http://www.hocbench.com/prey.php

3DMark06 http://www.3dmark.com/products/3dmark06/

Gott og þægilegt forrit til þess að meta afl vélbúnaðar í DirectX 9 þrívíddar leikjum. Inniheldur aðskilin skjákorts- og örgjörvapróf. Örgjörva prófið líkir eftir gervigreindar- (AI) og eðlisfræðilegumreikningum (physics) en slíkir reikningar krefjast sífellt meira afls af vélbúnaði.

Super Pi

Í þessu prófi er talan Pi reiknuð að 4 milljón aukastöfum. Super Pi hefur lengi verið í uppáhaldi hjá yfirklukkurum, Það reynir á afl véla og er ágætt til þess að prófa stöðugleika. Þættir eins og afl örgjörva, kubbasetts og þéttur tími á minni eru mikilvægir til þess að ná að reikna pi með sem flestum aukastöfum á sem skemmstum tíma.

Sisoft Sandra XI http://www.sisoftware.net/

Mjög algengt er að nota þetta próf í umfjöllunum um örgjörva. Sýnir m.a. á einfaldan hátt reiknigetu örgjörva.

PCMark05 http://www.3dmark.com/products/pcmark05/

PCMark05 er einfalt og auðvelt í notkun. Það gerir kleyft að prufa afl vélbúnaðar. Afl hinna mismunandi þátta vélbúnaðar eru prófaðir, þ.e. örgjörva, minni, grafík og harðadisksins. Niðurstöður eru birtar í hlutum og þannig fær hver þáttur vélbúnaðar stig sem síðan eru tekin saman í eitt heildar PCMark Score. Þannig er t.d. hægt að fá frekar slaka heildareinkunn með mjög öflugum örgjörva en slöku minni, skjákorti osfv.

HD Tach Version 3.0.1.0

Þetta er mjög þægilegt forrit til þess að prufa les og skrif hraða harðdiska Raid uppsetninga og USB drifa. Frekari upplýsingar hér http://www.simplisoftware.com/Public/index.php

Lavaleys Everest http://www.lavalys.com

Forrit ekki ósvipað Sisoft Sandra, hægt er að prófa afl mismunandi hluta vélbúnaðar á aðgengilegan hátt.

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000
Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Mynd

Orkunotkun

Grafið sýnir heildar orkunotkun kerfis. Mælingin á hámarks orku fór þannig fram að VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000 var látin nema orkunotkun við keyrslu allra prófa og þannig fundin hæsta og lægsta orkunotkun.

Mynd

Niðurstöður

Mynd

Hærra er betra. Prófið leggur mat á hversu vel móðurborðið nýtir örgjörvann, með því að mæla reiknigetu hans. ASUS P5N-E SLI sker sig aðeins úr hér á meðan Intel X38, og P35, hafa örlitla yfirhönd yfir 965P kubbasettin. Munurinn er þó mjög lítill um 1% munur er á hæsta og lægsta skori.

Mynd

Hærra er betra. Prófið leggur mat á hversu vel örgjörvinn er að vinna í hinum ýmsu verkefnum. Intel P35 og X38 móðurborðin leiða á meðan Nvidia 650i rekur lestina. Þetta er þó enginn munur, einungis 0,4% munur á hæsta og lægsta skori. Því hefur oft verið haldið fram að þau kubbasett sem nýti Intel örgjörva best séu frá Intel sjálfum. Þessa fullyrðingu má auðveldlega hrekja s.k.v. útkomunni hér að ofan í Sandra Arithmetic. En á sama hátt og má hrekja hana með Sandra Arithmetic prófinu þá staðfestir PCMark05 CPU score hana, en líklegra er það marktækara því það prófar örgjörvan í fjölbreyttari vinnslu. ASUS P5N-E SLI er með lægstu útkomuna en Gigabyte X38 og Foxconn P35 koma best út. Er þetta staðfesting á því að nýju kubbasettin frá Intel hafi yfirhöndina? Full mikið af því góða að túlka það svo sterkt en vísbending er það. Munurinn er þó eins og áður sagði mjög lítill.

Mynd

Prófið metur hversu vel gengur að vinna með hljóðskrá. Hærra er betra. Mjög lítill munur er. Rétt rúmlega 0,4% munur er á hæsta og lægsta skori.

Mynd

Prófið metur hversu vel gengur að vinna með vídeó skrá. X38 kubbasettið sker sig úr og er rúmlega 4% hraðara en Nvidia 650i. Intel kubbasett og örgjörvar hafa í gegnum tíðina haft yfirhöndina í vinnslu sem þessari. X38 kubbasettið virðist ætla að tryggja áframhaldandi þróun og styrkja stöðu Intel í slíkri vinnslu.

Mynd

Intel móðurborðin eru öll á mjög svipuðu róli en ASUS P5N-E SLI með nvidia 650i kubbasettinu sker sig úr sem hægast. Gigabyte GA 965P DS3 er óvænt hraðast og það tæplega sekúndu fljótara heldur en MSI 965 og Foxconn P35 móðurborðin. Tæplega 3% munur er á tímanum sem tók að reikna Super PI að 4 milljón aukastöfum milli móðurborða.

Próf sem meta afl í grafíkvinnslu

Mynd

Hærra er betra. Þetta próf leggur mat á hversu vel vélbúnaður vinnur í DirectX 9 leikjum. Öll móðurborðin fá mjög svipað útkomu, en tæplega 0,25% munur er á hæsta og lægsta skori. Í þessu prófi er flöskuhálsinn á útkomu frekar Nvidia 7950GT skjákortið en kubbasettin. Hefði sjálfsagt getað keyrt þetta próf 100x og fengið allt aðra niðurstöðu. þ.e. öll myndu í einhverri þriggja lotu prófana hafa verið efst eða lægst. Þessi niðurstaða styður einfaldlega það hversu jöfn þau eru.

Leikja próf

Mynd

Í Far Cry eru öll móðurborðin að ná sama eða nánast sama fjölda ramma. Það að fá 187 ramma á sekúndu eða 188 skiptir óverulegu máli enda einungis um 0,5% mun. Það er varla tilviljun að ASUS P5N-E SLI nær alltaf mestu rammafjölda sama hver upplausnin er.

Mynd

Í Prey er sama saga og áður mjög lík útkoma og eftir því sem upplausn leiksins hækkar því minna máli skiptir kubbasettið máli.

Próf sem reyna á afl minnis

Mynd

Það vekur athygli hversu mikill munur er á minnisbandvídd ASUS 650i borðsins og svo hinna sem öll hafa intel kubbasett. Munurinn er óvenju mikill eða rúmlega 4,5% munur á ASUS P5N-E SLI og Gigabyte GA 965P DS3.

Mynd

Aftur ná Intel kubbasettin yfirhöndinni yfir Nvidia. Nýju kubbasettin X38 og P35 koma óvænt örlítið lakar út en 965P.

Mynd

Hér er betra að hafa lægri tíma og Nvidia 650i kemur óvænt best út en engu að síður virðist þetta ekki hjálpa því með almenna minnisvinnslu.

Próf sem reyna á vinnsluhraða harðdisks

Mynd

Mjög svipuð útkoma í Buffered Read prófinu en 2,7% munur á hæsta og lægstu útkomu. Gigabyte X38 sker sig úr þegar kemur að Random Read prófinu og er 5% fljótara en ASUS Nvidia 650i móðurborðið.

Mynd

Hér er minna betra. Gigabyte X38 er fljótast að sækja á harðdiskinn. Þessi niðurstaða styrkir Random Read niðurstöðuna. En eðlilegt er að það móðurborð sem fljótast er að sækja gögn á harðdiskinn sé einnig fljótast að Random lesa af honum.

Mynd

Hér leiða nýrri Intel kubbasetts móðurborðin. En prófið mælir meðaltals leshraða af WD Raptor 36GB 10000 rpm harðdisknum sem notaður var í þessu prófi. Munurinn er þó sáralítill.

Mynd

Mynd

Itunes prófið mælir tímann sem tók að breyta 1:18 mínútu kafla af symfóníum No. 9 eftir Beethoven yfir á ACC form með hjálp Itunes. Seinna prófið mælir hversu lengi tekur að þjappa saman 90 .jpg myndum í eina .rar skrá með hjálp WinRar. Eftirtektarvert er að ASUS Nvidia 650i borðið virðist nota WinRar á áhrifaríkari hátt en Gigabyte X38 og Foxconn P35 móðurborðin.

Mynd

Niðurstöður úr PCMark05 voru vægast sagt óvæntar, en þar kemur allt í einu X38 verst út í heildina.

Ef teknar eru saman niðurstöður prófa fyrir utan leikjapróf, þ.e. Far Cry og Prey, þar sem munur var vart marktækur, gefin refsistig fyrir hvert sæti sem farið er niður um, þannig fæst 1 refsistig fyrir að koma best út, en 5 refsistig fyrir lökustu útkomu. Þá er niðurstaðan að Gigabyte X38-DQ6 kemur best út úr þessum prófum. Það er þó rétt að gera sér grein fyrir því að munurinn er mjög lítill, og ólíklegt að nokkur notandi yrði var við aflmun í venjulegri notkun sama hvert þessara móðurborða hann væri að nota. Það eru þó sömu þættir fást staðfestir sem aðrir prófunar aðilar hafa verið að halda fram. Þetta á við um t.d. harðdiskvinnslu sem er ekki eins góð hjá Nvidia kubbasettinu og hjá Intel. Þessi munur er jafnvel enn greinilegri hjá X38 og P35 sem skarta nýjustu suðurbrúnni ICH9 frá Intel. Þessi sömu kubbasett koma einnig vel út í prófum sem reyna á örgjörva vinnslu í Audio compression og Video Encoding prófum. Einnig er greinilegt að nýju kubbasett Intel eru skref fram á við þótt ekki sé það stórkostlegt. Það er allavega lítil ástæða fyrir eigendur með kubbasett frá Intel 965, eða Nvidia 650i að rjúka til og uppfæra í snarhasti.

Mynd

Samantekt

Gigabyte X38-DQ6 er mjög öflugt og vandað móðurborð. Það er öflugasta móðurborð sem fáanleg er hér á landi ef keyra á tvö AMD/ATI skjákort í crossfire ásamt DDR2 minni. Gigabyte gefur það út fyrir að þola 1600MHz brautartíðni, og það eintak sem hér var prufað yfirklukkaðist vel.

Gigabyte X38-DQ6 er ríkulega búið tengimöguleikum: 8x USB 2.0/1.1 tengi, 2xFirewire bæði minni og stærri gerð, 4x eSATA með tengi spjaldi að aftan, 8x SATA 2 tengi, og 2x Gigabit netkort, eru tengimöguleikar sem ætti að fullnægja þörfum allra, og rúmlega það. Að auki eru 2x USB og 1x Firewire tengi staðsett á móðurborðinu, sem hægt er að tengja t.d. við til þess gerð tengi á framhlið kassa.

Þó svo í þessum prófunum hafi notkun á öðrum vélbúnaði ekki verið til þess að draga fram bestu kosti X38, næst að sýna fram á að Gigabyte X38-DQ6 með hinu nýja X38 kubbasetti frá Intel er skref framávið. Notast var við 266FSB (E6600) örgjörva og DDR2 800MHz minni, en Gigabyte X38-DQ6 styður 333FSB örgjörva (í raun 400FSB) og DDR2 1066MHz minni. Það var því ekki keyrt á þeim brautarhraða sem það er hannað fyrir hvorki á örgjörva né minni.

X38 kubbasettið var hannað með það í huga að nota það með DDR3 minnisstaðlinum. Flest móðurborð með X38 kubbasettinu sem eiga eftir að koma á markað verða fyrir DDR3 minni. Það er ákveðin hömlun í því að Gigabyte X38-DQ6 styðji ekki DDR3, en það er líka kostur. DDR3 minni hefur verið til staðar meirihlutan af árinu 2007, það hefur bara ekkert lækkað í verði og er allt að 4x dýrara en gott og vandað DDR2 minni. Aflmunurinn sem DDR3 gefur fram yfir DDR2 minni er engan veginn svo mikils virði. Kosturinn við Gigabyte X38-DQ6 er að hægt að að njóta aflsins í X38 kubbasettinu með því að notast við mun ódýrara DDR2 minni.

Það er rétt að taka það fram að Gigabyte X38-DQ6 er fyrsta móðurborðið á markað með X38 kubbasettinu. Rekklar og bios eru því mjög ungir, þessir hlutir eiga því bara eftir að batna. Þrátt fyrir þetta var ekki hægt að finna nein byrjenda vandkvæði á því, eins og oft vill verða þegar ný kubbasett koma á markað. Gigabyte X38-DQ6 steig ekki feilspor í prófunum.

Gigabyte X38-DQ6 yfirklukkaðist mjög vel. Í raun það vel að aðrir hlutar vélbúnaðarins sem notaðir voru við prófanir voru takmarkandi þáttur fyrir betri árangur. Bios borðsins bíður upp á einstaklega ríkulega möguleika þegar kemur að vali á stillingum sem þarf til að ná hámarks árangri í yfirklukkun. Þetta á bæði við um möguleika sem snúa að spennustjórnun og stillingum á tíma á minni og minnisdeili.

Það sem greinir Gigabyte X38-DQ6 frá mörgum öðrum móðurborðum er hönnun og notkun á hágæða hlutum til framleiðslu. Þessa framleiðslutækni hefur Gigabyte verið að fullkomna síðustu ár. Þessi hönnun og framleiðsla snýr að því að notast eingöngu við hágæða hluti. Hluti eins og fastefnisþétta, ferrít kjarna spennujafnara og spólur. Notkun slíkar hluta ætti að tryggja hámarks endingu og stöðugleika Gigabyte X38-DQ6.

Gigabyte X38-DQ6 er með dýrari móðurborðum sem fáanleg eru hér á landi (18. Okt. 2007), enda er X38 kubbasettið ungt. Hvort það sé þess virði verður hver og einn að svara fyrir sig. Sá sem ekki setur verðið fyrir sig fær vandaðasta, ríkulegasta útbúna ,og öflugasta móðurborð sem ég hef prufað.

Gigabyte X38-DQ6 hefur sett staðal sem ég mun dæma önnur móðurborð út frá í framtíðinni.

Eftirmáli.

Það var upphafleg ætlunin að skrifa grein um samanburð á móðurborðum sem fáanleg eru á Íslandi, ekki ósvipað og “Icelandic 800MHz memory shootout” greinin var. Mér varð fljótlega ljóst að slík grein tæki meiri tíma en ég gæti séð af. Það hafði einnig áhrif að einstaklingur var farinn að senda tölvupóst á framleiðendur móðurborða, vitna í mínar greinar og villa á sér heimildir til þess að fá send eintök til prófanna. Það var því niðurstaðan að byrja einhverstaðar og kalla það byrjunarreit, með móðurborðs umfjallanir. Gigabyte X38-DQ6 er búið að setja staðal sem önnur móðurborð verða metin útfrá í framtíðinni.

Að lokum fá sérstakar þakkir: Tölvutek, Tölvuvirkni og Kísildalur fyrir að leggja til móðurborð í prófanir. Án slíks velvilja hefði þessi grein aldrei orðið til.

Umræða hér
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=15814

Editor RISI Copyright Yank 2007