Jetway Radeon HD 2900XT review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Jetway Radeon HD 2900XT review

Pósturaf Yank » Fös 20. Júl 2007 14:21

Jetway Radeon HD 2900XT review

Radeon HD 2900XT (R600) er loksins fáanlegt á klakanum, biðin hefur verið löng og eftirvæntingin mikil. AMD /ATI hefði örugglega kosið að setja R600 á markað í nóvember 2006 á sama tíma og Nvidia setti sitt fyrsta DirectX 10 skjákort (8800GTX) á markað. AMD hefði örugglega einnig kosið að koma X2900XT á markað á sama tíma og Windows Vista stýrikerfið kom út, en tafir í þróun urðu til þess að svo varð ekki. Það er ekki hægt að segja með góðri samvisku að tafir hafi orðið á markaðsetningu R600, en það er þó einungis vegna þess að AMD setti aldrei fasta dagsetningu á hvenær það kæmi á markað. Almennt má segja að þessar tafir hafi ekki komið mikið að sök fyrir leikjaspilara því DX10 leikir eru fáir. En þetta hefur klárlega verið slæmt fyrir AMD/ATI því hörðust ATI aðdáendur hafa jafnvel snúið baki við þeim og þegar fjárfest í DirectX 10 skjákorti. Það er ljóst að AMD/ATI hefur tapað töluvert af markaðshlutdeild sinni til Nvidia á þessum tæpum 8 mánuðum síðan 8800GTX kom út og lítið hefur verið selt af AMD/ATI skjákortum hér á landi það sem af er 2007. Hvort búast megi við breytingu á því og hvert sé raunverulegt afl Jetway HD 2900XT verður aðal áhersla þessarar umfjöllunar.

Nánar um Jetway

Jetway Info. Co., LTD var stofnað í Taipei, Taiwan árið 1986. Fyrirtækið hefur frá upphafi einbeitt sér að framleiðslu móðurborða. Framleiðslan hefur með árunum orðið fjölbreyttari og í dag samanstendur hún m.a. af LCD skjáum, móðurborðum , SFF Barebone vélum, og skjákortum. Nánar um sögu og vöruúrval Jetway má finna á http:// http://www.jetway.com.tw

Nánar um Jetway Radeon HD 2900XT

Ekki svo galið litaval, útlitið minni á amerískan hot rod. Það er þó greinilegt við nánari skoðun að Jetway hefur lítið breytt frá grunnhönnun AMD og ekki ólíklegt að einungis hafi verið breytt um merkingu á kortinu. Það er nokkuð algengt að fyrirtæki kaupi beint af “aðalframleiðenda” og merki þau síðan með sínu logói og dreifi.

Mynd

Mynd

Fleiri myndir

Radeon HD 2900XT er með nýju 8-pin rafmagnstenginguna. Ekki þarf þó að örvænta þó hana sé ekki að finna á þínum aflgjafa því kortið virkar fínt með 2x PCI Express 6-pin tengi. Einhverjum sögum fer af því að betur gangi að yfirklukka með því að hafa 8-pin tengi, en það var ekki notað hér í þessu prófi en aldrei varð vart við óstöðugleika þótt svo væri. 8-pin breytistikki fylgir þó venjulega með.

Mynd

Radeon HD 2900XT er með nýja gerð Corssfire tengja (Easy CrossFire™) sem tryggja betri flutning gagna til og frá skjákortinu til þess næsta. Tvö tengi eru, annað flytur upplýsingar að en hitt frá.

Ýmsar vangaveltur komu upp vegna R600 á meðan þróun þess stóð og margar vefsíður fóru hamförum í fréttaflutningi. Ég man t.d. eftir að hafa lesið að R600 yrði svo stórt að menn yrðu í mesta basli með að koma þeim í venjulega ATX kassa. Staðreyndin er að Nvidia 8800GTX er stærra!!!, en ekki svo mikið. Myndirnar eiga að sýna mun á stærð 8800GTS 320MB vs X2900XT og 8800GTX.

Mynd

Helstu eiginleikarHD 2900XT Skjákortsins

-Next-generation unified shader engine with 320 unified stream processors
-512-bit memory interface
-Easy CrossFire™ scalability
-HDMI with 5.1 surround sound audio
-DirectX® 10 support

Sá eiginleiki sem skilur helst að X2900XT frá Nvidia 8800 línunni er að það hefur innbyggðan hljóðstuðning sem gerir því kleyft að senda hljóð í gegnum DVI- HDMI tengi. Góður kostur ef nota á kortið í HTPC vél. Crossfire eiginleiki og tenging X2900XT hefur einnig verið bætt frá síðustu kynslóð, en Crossfire þótti alltaf standa SLI að baki, vegna þess að nýttni tveggja skjákortakorta í Corssfire þótti léleg m.v. tvö Nvidia skjákort í SLI. Þessi eiginleiki var þó ekki sannreyndur hér.
Nánar um eiginleika X2900XT má nálgast á heimasíðu AMD http://ati.amd.com/products/Radeonhd2900/index.html

X2900XT borið saman við 8800 línu Nvidia

Mynd

Þegar bornar eru saman helstu tölur um tíðni kjarna og minnis hjá X2900XT og 8800 línu Nvidia mætti halda að mjög svipuð tækni væri á ferðinni. AMD/ATI R600 kjarninn er reyndar klukkaður hærra, með meiri bandvídd, og 512 bita memory bus á móti 384 bita hjá Nvidia 8800GTX. Þessar upplýsingar segja þó engan veginn alla söguna. Þessi kort eru ólík þótt bæði styðji þau á endanum sama staðal, nefnilega DirectX 10.

Hér verður reynt að forðast að fara út í flóknar útskýringar, til þess að skýra í þaula í hverju þessi munur liggur. Beinast liggur við að tala aðeins um stream/shader hluta kjarna R600 og G80. R600 hefur 320 stream prosessors!! en 8800GTX hefur 128 shader prosessors. Eins og ég kom aðeins inná í umfjöllun um Nvidia 8600GTS er ekki lengur talað um vertex shaders og pixel piplines í þessum nýju grafísku kjörnum.

Er þá ekki R600 mun öflugri heldur en G80 því hann er með 320vs128? Svo er ekki og til að skýra út af hverju svo er, fara hlutirnir heldur betur að flækjast. Til að gera langa sögu stutta þá skulum við bara einfalda málið mjög og segja að R600 nái oftast ekki að nýta sína 320 Stream processors jafnvel og Nvidia 8800GTX nýtir sýna 128 shader processors.

Nú er umfjöllunin rétt byrjuð, og nú þegar er R600 að tapa fyrir G80. Þetta er þó allt bara á pappír, við skulum skoða hvert er raunverulegt afl R600, með því að prufa það í því sem það er hannað til að gera, nefnilega vera þrívíddar skjáhraðall í leikjum.

Kassi og Fylgihlutir

Mynd

Kassinn er mjög einfaldur í útliti. Oft er slíkt útlit ákjósanlegra, einfaldleiki gefur hlutum fágað útlit, en Jetway hefur kosið að hafa ekki myndir af einhverjum sýndarveruleika gellum eða loforðum langt fram úr efnum um afl og gæði. Með Jetway Radeon X2900XT fylgir nokkuð veglegur leikjapakki. Ekki er ónýtt að fá HL-2; Lost Coast og HL-2; Deathmatch með í kaupunum, en margir eiga hann þó eflaust fyrir. Að auki fylgja tilboð á ýmsum leikjum í gegnum Steam

Fylgihlutir

1x crossfire tengibrú
2x DVI => VGA adapters
1x DVI => HDMI adapter
1x component video-out cable
1x composite/svideo video-out cable
2x Molex tengi => PCI-E 6-pin adapters
The manual
1x CD með reklum
1x Voucher for Valves Black Box (Half File 2: Episode 2, Team Fortress 2, Portal) sem hægt að niðurhala frá Steam

Mynd

Test Setup

CPU: Intel Core 2 E6600 2.4Ghz@2,89Ghz (320FSBx9)
Video drivers: NVIDIA ForceWare 91.47, Catalyst 7,5, NVIDIA Force Ware 158,22 (8800GTX, 8800GTS, 8600 og 8500)
Móðurborð: MSI 975X Platinum Power up edition
HD: 2 x WD36GB raid 0
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Hljóðkort: Creative Audigy
Skjákort: Jetway Radeon X2900XT, Sparkle 8800GTX fengin frá http://www.tolvuvirkni.is , MSI 8600GTS Zero Noise Edition, MSI 8600GT Zero Noise Edition, MSI 8500GT ,MSI 8800GTS O.C. Edition, MSI 7900GTO, MSI 7950GT, EVGA 7800GT@470/1100, MSI X1600XT, MSI 7600GS, Gainward 6600GT.
Stýrikerfi: Win XP SP2

Próf

Far Cry
http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Mynd

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standarinn í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Counter Strike

Mynd

Counter Strike source stress test er innbyggt próf í leiknum. Það prufar afl vélbúnaðar í source grafíkvélinni frá Valve. Leikir eins og Day of Defeat, Counter Strike Source, Half-Life 2,( Episode One, Two and Three) notast við þessa grafíkvél. Fleiri leikir eru væntanlegir sem nota þessa grafíkvél.

Company of Heroes innbyggt performance test
http://www.companyofheroesgame.com/

Mynd

Company of Heroes innbyggt performance test. Leikur sem Gamespot gefur hæstu mögulegu einkunn fyrir grafík eða 10 af 10. Þessi leikur var upprunalega hugsaður sem DirectX 10 leikur, en tafir á Windows Vista og vélbúnaði leiddu til þess að hann kom út í DX9 formi til að byrja með.

Supreme Commander
http://www.supremecommander.com/

Mynd

Keyrt er innbyggt próf í leiknum. Það sem Gamaspot fann að þessum leik var hversu miklar kröfur hann gerði á vélbúnað. Þ.á.m skjákort, gaf samt þessum leik einungis 8 í einkunn fyrir grafík.

F.E.A.R.

Mynd

Keyrt er innbyggt í leiknum. Gamespot gaf þessum leik 9 fyrir grafík.

Prey

Mynd

Notast er við HardwareOC prey http://www.hocbench.com/prey.php

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000
Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Mynd

Hlóðstyrkur var mældur með Velleman DVM 805 hljóðstyrksmæli.

Mynd

Niðurstöður

Company Of Heroes

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Counter Strike Soruce stress test

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

F.E.A.R.

Gröfin sína fjölda ramma og hversu mikið af tímanum í prósentum fjöldi rammar var yfir 40 FPS.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Far Cry

Maximum quality option, Direct3D renderer
Level: Volcano, demo: Volcano.tmd
Pixel shader: model 3.0
Antialising: None
Anisotrophic filtering: 16×
HDR: level 7
Geometry Instancing: enabled
Normal-maps compression: enabled

Mynd

Mynd

Prey

Demo: guru3d-5.demo
Shader Detail: Highest
Aspect Ratio: [4:3]
Antialiasing: 4×
Anisotropic filtering: 16×
Graphics BOOST: enabled

Mynd

Mynd

Mynd

Supreme Commander

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Yfirklukkun

Jetway HD 2900XT yfirklukkaðist úr 743MHz á kjarna í 860MHz!! og úr 1656MHz á minni í 2000MHz. Þessi yfirklukkun gaf ágætis aflaukningu t.d. í Far Cry. Hún kallaði líka á aukna orkunotkun sjá graf orkunotkun.

Mynd

Mynd

Skilvirkni kælingar

Jetway Radeon HD 2900XT er heitt skjákort, í þeirri merkingu að það framleiðir töluverðan hita. Í venjulegri 2D vinnslu þá er hitinn á milli 50-55 gráður á selsíus. Við yfirklukkun á kjarnanum fór hitastigið upp í tæplega 82 gráður. Þrátt fyrir þetta þá amar ekkert að kjarnanum og kælingin vinnur sitt verk og skilar hitanum út úr kassanum á skilvirkan hátt. Þegar viftan fer í hæðstu stillingu þá hreinlega finnur þú heitu lofti blásið út úr kassanum með því að setja höndina fyrir raufarnar aftan á kortinu. AMD GPU Clock Tool er eina forritið sem fannst sem mögulegt er að nota til þess að fylgjast með hita á þægilegan hátt.

Mynd

Orkunotkun

Myndin sýnir heildar orkunotkun þess vélbúnaðar sem prófaður var í vöttum. Keyrt var 3DMark06 próf og mæld heildar orka sem vélbúnaðurinn kallaði á. Ekki er leiðrétt fyrir nýtni aflgjafa. Sparkle 8800GTX og Jetway Radeon HD 2900XT voru orkufrekust en tæplega marktækur munur er 2w mun. Í 2D vinnslu notar Nvidia 8800GTX minni orku.

Mynd

Hljóðmyndun

Margir leggja mikla áherslu á að sá vélbúnaður sem þeir nota sé sem hljóðlátastur. Það er fátt leiðinlegra en suðandi viftur þegar hlustað er t.d. á tónlist, eða unnið við einhverja 2D vinnslu sem krefst lítils af vélbúnaði. Mældur var hljóðstyrkur í 30 CM fjarlægð frá bakhlið Antec P180 kassans. Án þess að fara út í skýringar á dB mælingum þá er rétt að nefna að sá skali er ekki línulegur, þ.e. hafa verður í huga að gildin ein og sér gefa ekki rétta mynd. Jetway Radeon X2900XT er hávaðasamast. Það staðfestir eyrað einnig en greinilegur munur var á hljóðmyndun þessara þriggja korta undir álagi, sér í lagi 8800 vs X2900XT. Það er ekki nákvæmlega sama kæling á 8800GTX og 8800GTS.

Mynd

Myndgæði (IQ)

Það er misjafnt hversu mikla áherslu menn leggja á myndgæði. Sumir einblína á hversu marga ramma skjákort nær í tilteknum leikjum. Nvidia hefur þótt standa AMD/ATI að baki þegar kemur að myndgæðum. Myndgæði 7000 línu Nvidia hafa ekki verið eins góð og X1000 línu ATI. Ekki síst fyrir þær sakir að 7000 línan hefur ekki getað keyrt Anti-aliasing og Anasotorpic filtering samfara HDR (High dynamic range). Á þessu hefur nú orðið breyting og Nvidia 8000 línan getur orðið í dag keyrt þessa hluti á sama hátt og AMD/ATI. Það er þó mjög forvitnilegt að skoða og bera saman myndgæði Jetway Radeon HD 2900XT við Sparkle 8800GTX. Því hefur verið haldið fram af sumum að AMD/ATI komi mögulega með að leika sama leik og Nvidia var sakað um að gera með 7000 línu sína þ.e. slaka aðeins á myndgæðum til þess að ná fjölda ramma upp. Hér að neðan eru tvö skjáskot úr Far Cry sem keyrð eru í 1280x1024 með mestu mögulegum gæðum sem þessi leikur bíður uppá. Við myndirnar hefur ekkert verið átt við nema minnka niður í 800x600. Þegar kemur að því að meta gæðin verður hver að svara fyrir sig, ég svara fyrir mig.

Resolution: 1280×1024
Frame: 1950
Renderer: Direct3D
Demo: hocsteam.tmd
Pixel shader: model 3.0
Antialising: 8×
Anisotrophic filtering: 16×
Quality: Ultra quality option
HDR: Level 7
Normal-maps compression: enabled
Geometry Instancing: enabled

Mynd

Jetway Radeon HD 2900XT

Mynd

Sparkle 8800GTX

Þegar myndirnar eru skoðaðar vandlega sést að X2900XT er að skila meiri myndgæðum. Myndin er greinilega skýrari og hlutir sem sjást jafnvel ekki hjá 8800GTX koma fram á mynd X2900XT. Stígurinn sem gengið er eftir er í meiri gæðum og sömuleiðis skugginn af manninum.

Mynd

Radeon HD 2900XT

Mynd

8800GTX

Samantekt

Jetway Radeon HD 2900XT er ekki eins öflugt í DirectX 9 leikjum og Sparkle 8800GTX. Hvar Radeon X2900XT stendur gagnvart 8800 línu Nvidía í DX10 leikjum verður að bíða betri tíma.

Jetway Radeon HD 2900XT framleiðir meiri hita og hávaða en Nvidia 8800GTS 320MB, og Nvidia 8800GTX.

Jetway Radeon HD 2900XT skilar betri myndgæðum í Far Cry, heldur en 8800 lína Nvidia. Það er þó engan veginn réttlætanlegt að fullyrða að slíkt sé varðandi alla leiki því einungis voru skoðuð skjáskot úr þessum eina leik.

Jetway Radeon HD 2900XT er öflugra en MSI 8800GTS 320MB OC Edition. Það skilar ekki endilega alltaf fleiri römmum en það heldur uppi almennt hærri fjölda ramma að meðaltali og sýnir afl sitt þegar upplausn leikja er hækkuð.

Catalyst 7.5 var notaður í þessum prófunum. Reklar fyrir Radeon X2900XT eru “ungir” þeir eiga eftir að batna töluvert, en líklega á X2900XT aldrei eftir að skila “betri” afköstum í DX9 leikjum en Nvidia 8800GTX.

Ýmis vandamál komu upp vegna Catalyst 7.5 rekla í þessum prófunum t.d. var ekki hægt að keyra 3DMark próf og truflanir sáust stundum í 2D vinnslu, það var sama hvort notað var Intel 975, 965 eða Nvidia 650i kubbasett. Allir leikir keyrðust þó vel og án vandamála eða sjáanlega truflana. Nvidia var ekki frítt af vandamálum tengt reklum en með 8800GTS 320Mb komu upp vandamál við að keyra HDR Antialising: 8× Anisotrophic filtering: 16× t.d. í Far Cry IQ prófinu. Reklar fyrir 8800GTX komu best út enda um elsta kortið að ræða og þar með reklarnir einnig.

AMD/ATI hefur gefið út að Radeon HD 2900XT sé ekki sett á markað til höfuðs Nvidia 8800GTX heldur Nvidia 8800GTS 640MB, verðið er líka m.v. það enda Radeon HD 2900XT verðlagt svipað og Nvidia 8800GTS 640MB

Jatway Radeon HD 2900XT er öflugt skjákort. Það er ekki öflugasta skjákortið sem fáanlegt er í dag, en það er líka langt frá því að vera það dýrasta. Verðlag, afl og tæknin sem í því býr gera það að góðum kaupum í dag og upp á framtíðina.

Kostir
Afl
Verð

Ókostir
Hávaðasamt
Orkufrekt

Tölvuvirkni ehf
http://www.tolvuvirkni.is
fær þakkir fyrir að leggja til HD 2900XT og 8800GTX skjákort en það gerði þessa umfjöllun mögulega.

Umræða um þessa umfjöllun hér http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=15065

Editor RISI
Copyright Yank 2007