Corsair CMPSU-620HX aflgjafa review

Varstu að kaupa eitthvað spennandi? Komdu með myndir af því þegar þú opnaðir kassann.

Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Corsair CMPSU-620HX aflgjafa review

Pósturaf Yank » Fim 21. Jún 2007 14:16

Corsair CMPSU-620HX aflgjafa review

Flestir sem eitthvað hafa komið nálægt tölvubúnaði ættu að þekkja til Corsair. Þótt Corsair sé fyrst og fremst þekkt fyrir framleiðslu á gæða minni þá kemur líklega mörgum á óvart, hversu fjölbreytt framleiðsla fyrirtækisins er orðin. Corsair hefur síðustu ár verið að færa út kvíarnar og er m.a. farið að framleiða aflgjafa og vatnskælingar. Corsair er því ekki einungis að horfa á hin almenna markað heldur einnig áhugamenn, sem kæra sig ekki um neitt nema það besta. Slíkan kaupanda er Corsair einmitt með í huga þegar það setur aflgjafa línunna Corsair HX á markað. Fáanleg eru í HX línunni bæði 520w og 620w aflgjafar sá stærri verður metin hér að kostum. Þetta er því aflgjafar ætlaðir til nota með vönduðum orkufrekum vélbúnaði.

Mynd

Nánari upplýsingar http://www.corsair.com

Eiginleikar Corsair HX:

• Styður nýjustu ATX12V v2.2 and EPS12V 2.91 staðla ásamt því að styðja eldri staðla ATX12V 2.01 kerfa.
• Styður tví-skjákorta lausnir. (dual-GPU configurations)
• Double forward switching circuitry design offers high efficiency, up to 80% under wide load range. Allt að 84% nýtni (þ.e. af 10w orku inni koma 8,4 út)
• Virk orku leiðrétting (Active Power Factor Correction with PF value=0.99 provides clean and reliable power to your system)
• Universal AC input 90~264V, nemur sjálfvirkt rétt volt. Þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rauður takki sé rétt stilltur.
• hljóðlát 120mm double ball-bearing vifta, en hraðanum á henni er stjórnað af hitanema.
• Starfar við uppgefna eiginleika að allt að 50ºC.
• (Triple 12V Rails provide independent reliable power to the CPU, video card and other components with a combined rating of 50A (40A on 520W) maximum! Advanced circuitry design that automatically enables power sharing between the triple +12V rails in an event of overload on any single +12V rail.) Þreföld 12v lína gefur allt að 50A samtals.
• Aflmikið +5Vsb rail með 3A styrk.
• Over Current/Voltage/Power Protection, undir volta og skammhlaups vörn, sem gefur auka vörn fyrir viðkvæma hluta vélbúnaðar.
• Þéttar sem þola 105ºC industrial grade sem endast fjórum sinnum lengur heldur en hefðbundnir þéttar sem hafa 85ºC industrial grade.
• Enhanced modular, sveigjanlegir kaplar sem gera mun auðveldara með að ganga betur frá þeim, en það tryggir betra loftflæði um kassann.
• Gullhúðaðir tenglar sem gefa aukna vörn gegn oxun, og betri leiðni milli aflgjafans og kerfis.
• 8 Serial ATA tengi (4 á 520W).
• Stærð: 5.9"(W) x 3.4"(H) X 5.9"(L)
150mm(W) x 86mm(H) x 150mm(L)
• MTBF: 100,000 Hours (11,4 ára ending stöðugt í gangi)
• Safety Approvals: UL, CUL, CE, CB, FCC Class B, TÜV, CCC, C-tick.
• 5 ára ábyrgð
• Uppfyllir RoHS staðalinn fyrir græningjanna.

Mynd

Gleymdist nokkuð að minnast á að aflgjafinn væri Modular :D

Mynd

Mynd

Það er ljóst að hér er ekkert á ferðinni neinn frat Aflgjafi, a.m.k. ekki samkvæmt þessum uppgefnu kostum.

Ef skoðaðar eru frekari upplýsingar gefnar á heimasíðu Corsair má finna tvö gröf sem leggja áherslu á hversu hljóðlátur og nýtinn þessi afgjafi er. Nýtni aflgjafa er eitthvað sem menn eru farnir að leggja meiri áherslu á síðari ár, ekki síst með náttúruvernd í huga. Nýtinn afgjafi er vistvænni fyrir vikið, og einnig jákvæður fyrir þann sem greiðir orkureikninginn.

Mynd

Hljóðið byrjar einhverstaðar í tæplega 20dBA og breytist lítið fyrr en við 40-50% álag en við það hækkar hljóðið fljótt en fer þó aldrei yfir 35dB. Þetta þýðir að hér er á ferðinni mjög hljóðlátur aflgjafi. Það að hljóð í 620w gerðinni sé þarna sýnt hærra við sama álag gefur til kynna að sama kælikerfi sé fyrir báðar gerðir. En 50% álag á 620w gerðina þýðir 310w en 260w fyrir 520w gerðina. Við sama álag vatt per vatt ættu þau að hljóma mjög svipað.

Kassi og fylgihlutir

Mynd

Mynd

Öllum fylgihlutum og leiðslum er vel komið fyrir í sérstökum poka.

Meðfylgja:

• Handbók
• Rafmagnsleiðsla í veggtengil
• Plastbönd til þess að setja utan um kapla
• Límmiði Logo Corsair
• 2x800mm SATA tengi með 3 SATA tengjum per kapal alls 6 tengi
• 1x650mm SATA tengi með 2 SATA tengjum
• 2x800mm 4-pin(molinex) tengji 3 tengi á hverjum kapli.
• 2x450mm 4-pin(molinex) tengi 2 tengi á hverjum kapli
• 2x550mm PCI Express 6-pin tengi fyrir skjákort
• 1x Y-tengi með 4-pin(molinex) kerlingu og 2x floppy kerlingar á hinum endanum.
• 1x Y-tengi með 4-pin(molinex) kerlingu og 2x 4-pin kerlingum fyrir viftutengi
• Poki utan um allt dótið sem tryggir að ekkert ónotað týnist

Mynd

ÓK!! Er orðinn þurr í munninum eftir þessa upptalningu. Það er ólíklegt að nokkurn notanda komi til með að skorta tengimöguleika. Corsair virðist hafa hugsað fyrir öllu.

Hvað er góður aflgjafi?

Þegar sest er niður og settur saman innkaupalista fyrir nýjan vélbúnað er oft eitt sem situr á hakanum. Nefnilega hvernig aflgjafa á að kaupa. Miklum tíma hefur verið eitt í að velta því fyrir sér hvernig örgjörva, skjákort, móðurborð, minni, kassa, o.s.frv eigi að kaupa en val á aflgjafa situr á hakanum.

Lélegur aflgjafi getur valdið vandræðum og jafnvel skemmt dýran og vandaðan vélbúnað. Það er því óráðlegt að gleyma hversu mikilvægur hluti vélbúnaðar góður aflgjafi er.

Þegar reyna á að taka saman í stuttu máli hvaða eiginleikum góður aflgjafi þarf að vera búinn, kemur upp í hugann:

1. Góð og hljóðlát kæling
2. Góð nýtni
3. Gefa stöðuga spennu og afl við álag
4. Góð ending

Kæling aflgjafa er mjög mikilvæg, kostur er að hafa hana skilvirka og hljóðláta. Hár hiti styttir venjulega líftíma afgjafa og getur haft áhrif á afl og spennu. Afl og stöðug spenna eru jafn nauðsynleg fyrir góðan aflgjafa eins og stöðug hönd er fyrir skurðlækni. Miklar sveiflur á afli eða spennu leiða iðulega til óstöðugleika sem erfitt getur verið að finna orsökina á nema hreinlega skipta út aflgjafanum. Slíkar sveiflur geta hreinlega skemmt vélbúnað en flestir hlutar tölvubúnaðar eru mjög viðkvæmur fyrir sveiflum í afli og spennu.

Hversu öflugan aflgjafa þarf?

Hér er ekki verið að predika það að menn eigi að rjúka til og kaupa dýrasta og öflugasta aflgjafann sem þeir geta fundið. Val á aflgjafa eins og á öllum öðrum vélbúnaði fer eftir kröfum og efnum hvers og eins. Það er þó aldrei ráðlagt að spara um of þegar kemur að afgjafa kaupum. Góður aflgjafi er eins nauðsynlegur fyrir vélbúnað eins og dekk eða bremsur fyrir bíl. Það má því þannig séð líta á aflgjafa sem öryggisatriði. Að sama skapi haldast þessir hlutir í hendur. Þú kaupir ekki 18“ low profile dekk sem þola 350 km/klst á 200 þúsund undir 30 hö Trabant og heldur ekki 850w aflgjafa til þess að keyra AMD Sempron og Nvidia 7300 kort í venjulegri heimilisvél.

Aðvelt er með hjálp t.d. http://www.extreme.outervision.com/PSUEngine að reikna út gróflega hversu öflugan aflgjafa þarf til að keyra þinn vélbúnað.

Með hjálp þessa tiltekna PSU calculator reiknast til að 310w aflgjafa þurfi til þess að keyra þann vélbúnað sem notaður var í þessu prófi.

Test Setup

CPU: Intel® Core™2 Duo E4300
Skjákorts reklar: NVIDIA ForceWare 91.47
Kassi: Cooler Master ITower 930 í boði I&D http://www.iod.is
Móðurborð: ASUS P5N-E SLI í boði Kísildals http://www.kisildalur.is
CPU kæling: Intel retail
HD: WD36GB Raptor
Minni: OCZ Platinum Editon PC6400 (4 4 4 15)
Skjákort: MSI 7950GT Zero Edition
Aflgjafar: Corsair CMPSU-620W fengin frá Corsair Europe, Chieftec CFT-560 560W fengin frá I&D http://www.iod.is, Fortron 300W, Fortron Epsilon 700W
OS: Win XP SP2

Mynd

Fortron 300w Non-modular

Mynd

CHIEFTEC 560w Modular aflgjafi


Próf (hvaða próf voru notuð og hvernig)

Orkunotkun mæld með hjálp VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000

Mæld var orkunotkun ASUS P5N-E SLI prófunarvélbúnaðarins við “enga” notkun. Vélin var einungis látin keyra sig upp í windows(idle), þ.e. lítil orkunotkun eða álag var á vélbúnaðinn. Mæld var orkunotkun við eins mikið álag og hægt var að skapa á vélbúnaðinn. Sett var 100% álag á örgjörvann með því að keyra Stress prime Orthos 2004 próf, plús það að skjákort var sett í hámarks afköst með því að keyra stanslaust Game test 4 (mother nature) í 3Dmark03 í amk 2 klst. Við það skapaðist orkufrekasta ástand vélbúnaðarins og þannig líkt eftir mjög ýktum aðstæðum.

Mæld var spennan á +3.3v, +5v, og +12v bæði við lítið álag (idle) og mesta álag sem hægt var að draga úr kerfinu með því að skapa hámarks álag(load). Það sem leitað er eftir er sem minnstum sveiflum í spennu og stöðugri aflmyndun við álag á aflgjafanna.

Mynd

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000

Mynd

Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Voltmælar

Mynd

Sinometer DT-266 Clamp meter og Varo VT82130 voltmælir

Orkunotkun

Þ.e. sú orka sem kerfið kallaði á við álag og við lítið álag.

Idle 112,1w
Load 175w

Ekki er leiðrétt fyrir nýtni aflgjafa heldur er þetta orkunotkun beint úr rafmagnstengli.

Nú er þetta ekki sérstaklega mikið álag sem skapað er á 620w aflgjafa, þ.e. mest 175w, en það verður að duga hér. Reynt var að útvega 2 öflug skjákort til prófanna í SLI en það gekk ekki eftir. Það virðist þó ekki hafa komið að sök, því eins og niðurstöður styðja virðist bara ekki þurfa meira til þess að sýna mun á þeim aflgjöfum sem prófaðir voru.

Niðurstöður

Mynd

Corsair kemur vægast sagt mjög vel út, með sem minnst flökt á spennu. Eðlilegt er að mestur munur komi fram á 12v línunni en þaðan kemur mest afl til örgjörva og skjákortsins.

Skilur svona munur milli góðs aflgjafa og frábærs aflgjafa?

Samantekt

Er Corsair CMPSU-620W besti aflgjafi sem þú getur fengið?

Eftir eitt lítið próf eins og hér var framkvæmt væri óðsmanns æði að fullyrða slíkt!! En eitt er víst, hann er mjög góður, enginn spurning er um það. Corsair HX 620W hefur hér sett staðal sem aðrir aflgjafar verða metnir útfrá framvegis.

Þó ekki væri framkvæmdur hér samanburður á hljóðmyndun þessara aflgjafa er óhætt að fullyrða að Corsair var sá hljóðlátasti. Það fjandakornið heyrist ekkert í þessum aflgjafa. Ef skoðuð er kúrfan sem Corsair gefur upp varðandi tengsl hljóðmyndunar og álags, kemur í ljós að við 175w sem er tæplega 30% álag á afgjafann, þá gefur hann einungis frá sér tæplega 20dB af hljóði. Við þetta álag keyrir þessi afgjafi “kaldur”.

Þeir eiginleikar að vera hljóðlátur og kaldur gera Corsair HX kjörinn í HTPC (home theater PC) vélar en fátt er meira pirrandi en suð frá aflgjafa eða viftum þegar horft er á góða bíómynd eða hlustað á tónlist.

Að sama skapi er Corsair HX 620w góður kostur í flestar leikjavélar sem búnar eru orkufrekum skjákortum eins og 8800GTX eða X2900XT. Corsair HX 620w ætti að gefa nægilegt og stöðugt afl með hljóðlátum hætti.

Var ég búinn að minnast á að Corsair HX væri modular :D. Eftir að hafa kynnst kostum slíks aflgjafa verður erfitt að sannfæra mig um að kaupa aflgjafa framvegis sem ekki er búinn þeim kosti. Það er draumur að þurfa einungis að tengja þá kapla sem nota þarf og það tryggir góðan frágang í kassanum, sem síðan hjálpar að ná skilvirkara loftflæði, sem gefur betri kælingu í kassanum.


Mynd

Frágangur kapla hefur alltaf setið á hakanum hjá mér, þegar sett er saman vél. Aðallega gengið frá þeim þannig þeir séu ekki að þvælast fyrir einhverri viftu. Það er ekki oft sem mér tekst vel að fela flesta kapla en í þetta skiptið tókst ágætlega til og ástæðan er modular möguleikinn. Eflaust er hægt að gera þetta mun betur en svona vel hefur mér ekki tekist til áður. Þrátt fyrir að það væri fremur lítið pláss í kassanum og ekkert pláss á bakvið móðurborðið.

Kostir
Modular
SLI/Crossfire
Hljóðlátur
Aflmikill

Ókostir
X2900XT Crossfire eða 8800GTX SLI ?


Þakkir fá þeir sem löguð til búnað í þetta próf.
http://www.kisildalur.is
http://www.iod.is
http://www.corsair.com


Umræða hér http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14856

Copyright Yank 2007