Corsair Flash Voyager GT 8GB review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Corsair Flash Voyager GT 8GB review

Pósturaf Yank » Mán 04. Jún 2007 13:47

Corsair Flash Voyager GT 8GB review

USB drif eru alltaf að verða algangari og algengari. Fleiri hlutir eins og HD sjónvörp, LCD-myndarammar, hljómtæki bæði á heimili og í bílum, hafa orðið þann möguleika að hægt er að tengja við þau USB drif. Það er mjög hentugt að flytja gögn á milli staða með USB drifi á öruggan hátt hvort sem það tengist vinnu eða tómstundum. Það hefur þó í gegnum tíðina verið stór ókostur, þau hafa nefnilega verið lítil, þ.e. rúmað lítið af gögnum og verið hæg. Það er þó hröð þróun í þessum geira og drifin eru að verða stærri og fljótari. Fyrir um einu og hálfu ári keypti ég 2GB USB drif og þá var það stærsta sem fáanlegt var 4GB. Í dag er mest fáanleg 16GB USB drif og 32GB eru væntanleg eða gætu jafnvel verið komin í þessum skrifuðum orðum svo hröð er þróunin. Það er jafnvel farið að bjóða upp á drif byggð á þessari tækni sem drif fyrir stýrikerfi í heimilistölvur. Kaup á slíkum drifum þarf þó enn að fjármagna með því að selja annað nýrað úr sér á svörtum markaði, en USB drif hafa lækkað í verði og stækka stöðugt.

Helstu eiginleikar Corsari Flash Voyager GT USB drifsins

• Plug & Play í Windows® Vista, XP, 2000, ME, Linux 2.4 and later, Mac OS 9, X and later
• Inniheldur True Crypt security hugbúnað sem gerir mögulegt að læsa drifinu með AES-256 encryption (bundled version of TrueCrypt is compatible with Windows XP and 2000 only) http://www.truecrypt.org/docs/?s=tutorial
• Lanyard og USB framlenging
• Virkar með ReadyBoost™ í Vista
• 10 ára ábyrgð


Mynd

Corsair Flash Voyager GT 8GB tilheyrir Voyager GT línu Corsair sem er hönnuð með hraða og álag í flutningum í huga. Voyager GT er vatnsheldur, og sérstaklega varinn fyrir stöðurafmagni og höggum. Meira um þetta hér http://www.corsair.com/corsair/flash_memory.html#fv

Corsair heldur því fram í Reviewers´s Guide sem fylgdi með þessu eintak sem skaffað var af Corsair Europe, að GT línan sé allt að 4x-5x hraðari heldur en hefðbundin USB minni. Ok gott og blessað við skulum reyna að finna út hvort slíkar fullyrðingar eigi við rök að styðjast.

Mynd

Mynd

Test Setup

CPU: Intel Core 2 E6600 2.4Ghz@2,89Ghz (320FSBx9)
Video drivers: NVIDIA Force Ware 158,22
Móðurborð: MSI 975X Platinum Power Up Edition
HD: 2 x WD36GB raid 0, Samsung 400GB
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Hljóðkort: Creative Audigy
Skjákort: MSI 8800GTS O.C. Edition
Stýrikerfi: Win XP SP2
USB Drif: Corsair Flash Voyager GT 8GB, Corsair Flash Voyager 2GB, Micro Memory 256MB

Mynd

Micro Memory er eitthvað no name gamalt USB minni sem ég fékk gefins á einhverri ráðstefnu. Mig grunar að margir eigi USB minni í slíkum “gæðum” liggjandi einhverstaðar eða í notkun. Corsair Flash Voyager keypti ég fyrir rúmu ári, og er sú lína enn í framleiðslu. Skulum segja að það þjóni þeim tilgangi að vera hér til viðmiðunar sem almennt USB minni.

Próf framkvæmd

HD Tach Version 3.0.1.0

Mynd

Þetta er mjög þægilegt forrit til þess að prufa les og skrif hraða harðdiska Raid uppsetninga og USB drifa. Frekari upplýsingar hér http://www.simplisoftware.com/Public/index.php

Sérhönnuð próf

Gervipróf eins og HD Tach segja ekki alla söguna þegar kemur raunverulegum afköstum vélbúnaðar við raunverulega notkun.

Custom Test 1
90 stykki af .jpg myndum 248 MB, Drag and drop

Custom Test 2
246MB zip-skrá, drag and drop

Custom Test 3
1.87GB 569 MP3 skrár 42 möppur

Öll próf voru keyrð þrisvar og meðaltal tekið

Niðurstöður

Mynd

Grafið sýnir niðurstöður úr HD Tach. Svörtu súlurnar sýna Random access tíma en þær bláu leshraða í MB. Minna er betra í Random access tíma en meira í les hraða. Flash Voyager GT nær að fullnýta þann hraða sem USB 2.0 getur boðið uppá. Ef einungis hefði verið stuðst við þetta próf hefði mátt halda að Corsair Flash Voyager GT væri einungis örlítið hraðari en Crosair Flash Voyager.

Mynd

Grafið sýnir þann tíma sem tók að skrifa 90 myndir af .jpg formi samtals 248MB á drifin. Flash Voyager GT er tæplega 4x hraðara en Flash Voyager og rúmlega 8x hraðara en Micro.

Grafið að neðan sýnir hversu langan tíma tók að skrifa 246MB skrá á drifin. Leikar jafnast aðeins þegar ein skrá er skrifuð en Flash Voyager GT er rúmlega 2x hraðari en Flash Voyager og rúmlega 8x hraðari en Micro.

Mynd

Grafið að neðan sýnir hversu langan tíma tók að skrifa 569 MP3 skrár í 42 möppum á drifin, og hversu langan tíma tók að eyða þeim. Micro minnið er einungis 256MB drif þannig það er eðlilega ekki tekið með. Í báðum tilfellum er minna betra. Það tók rúmlega 12x styttri tíma að eyða þessum 1,87GB og 3,3x var fljótara að skrifa þær á drifið.

Það tekur mjög svipaðan tíma að fylla Corsair Flash Voyager 2GB af gögnum og það tekur að fylla Corsair Flash Voyager GT af 8GB af gögnum.

Mynd

Samantekt

Corsair Flash Voyager GT er fljótasta USB minni sem ég hef komist í tæri við. Það nær að láta eldri Voyager (sem er enn í framleiðslu) línu frá Corsair líta út fyrir að vera mjög hæga.

Þegar ég las þá fullyrðingu í Corsair Flash GT USB drive Reviewer´s guide að Corsair Flash Voyager GT væri 4-5x fljótara en hefðbundin USB minni , þá trúði ég því ekki. Ég trúi því varla enn, ég held nefnilega að það sé jafnvel mun fljótara en það.

Kostir

Lítið og létt
Sterkt, þolir illa meðferð
Einstaklega hraðvirkt
Tekur 8GB


Ókostir


Það er hægt að týna lokinu

Umræða hér http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14674


Corsair Voyager GT 8GB sem var prufað hér var skaffað af Corsair Europe

Copyright Yank 2007