MSI 8600GTS Noise Free Edition Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

MSI 8600GTS Noise Free Edition Review

Pósturaf Yank » Mán 21. Maí 2007 14:14

MSI 8600GTS Noise Free Edition

Mynd

Nvidia hefur verið leiðandi skjákortsframleiðandi síðan í nóvember 2006, þegar fyrirtækið setti fyrsta DirectX 10 (8800GTX) skjákortið á markað. Fyrir nokkrum mánuðum sendi Nvidia einnig frá sér ódýrari útgáfu 8800 korta eða 8800GTS. Það er því ekki hægt að segja að lítil samkeppni hafi hægt á þróun hjá Nvidia, því fyrirtækið hefur nýlega fullkomnað 8000 línu sína með tilkomu 8500GT, 8600GT og 8600GTS. Þessi skjákort eru meira miðuð að þörfum hins almenna leikjaspilara, eða hins almenna markaðar. Þ.e.a.s. leikjaspilara eða tölvunotanda sem hefur ekki efni á, eða sér ekki hag sinn í því að eyða tugum þúsunda í skjákort. Slíkur notandi hefur verð sáttur hingað til við að notast við 6600GT og nú síðast 7600GT skjákort frá Nvidia. Þessi markaður er sá markaður sem skapar venjulega mest af tekjum fyrirtækja í vélbúnaðargeiranum.

8600 kortin eru byggð á nýjum kjarna (G84) sem styður DirectX 10 og er framleiddur með 80nm tækni. Þetta er fyrsti kjarninn frá Nvidia sem er framleiddur með 80nm tækni en G80 kjarni 8800 korta er framleiddur með 90nm tækni.

Helstu kort í 8000 línu Nvidia

Mynd

Á þess að fara út í flóknar útskýringar á því hvernig kjarnar 8000 línurnar virka þá er rétt að taka það fram að í dag er ekki lengur talað um pixel piplines og vertex shaders piplines eins og í 7000 línu Nvidia. 7900GTX var t.d. með 24 pixel piplines og 8 vertex. Í 8000 línu Nvidia er talað um unified shader units sem geta gengt báðum hlutverkum þ.e.bæði reiknað út vertex og pixel línur. Þetta þýðir að kjarninn getur meðhöndlað leik sem er t.d. þungur á vertex shaders, getur notað t.d. 30 shaders af kjarnanum í vertex útreikninga en restina 6 í pixel shaders útreikninga. Þetta eykur á nýtni kjarnans m.v. eldri kjarna Nvidia. Það einnig orðið þannig að kjarninn sjálfur hefur ákveðna tíðni og shader kjarninn aðra. Í þessari umfjöllun verða skoðuð MSI 8500GT, MSI 8600GT og MSI 8600GTS. MSI 8600 kortin prófuð hér eru bæði með hljóðlausri kælingu og tilheyra Noise Free Edition línu MSI, eða hljóðlausu línu MSI. Hér verður aðallega fjallað um MSI 8600GTS.

Mynd

Upplýsingar um Geforce 8600GTS kubbasettið fengnar af heimasíðu MSI

NVIDIA CineFX 5.0 Shading Architecture
• Microsoft Vista Features
• Vertex shaders
- Support for Microsoft DirectX 10.0 Vertex Shader 4.0
- Encompass' Transform and Lighting
- Displacement mapping
- Geometry instancing
• Pixel shades
- Support for DirectX 10.0 Pixel Shader 4.0
- Support for full pixel branching
- Support for Multiple Render Targets (MRTs)
- Infinite-length pixel programs
• Next-generation texture engine
• Full 128-bit studio-quality floating point precision through the entire rendering pipeline,with native hardware support for 32 bpp,64 bpp,and 128 bpp rendering modes.

64-Bit Texture Filtering and Blending
• Full floating point is supported throughout entire pipeline
• Floating point filtering improves the quality of images in motion
• Floating point texturing drivers new levels of clarity and image detail
• Floating point frame buffer blending gives detail to special effects like motion blur and explosions

NVIDIA Intellisample 4.0 Technology
• Advanced 16X anisotropic filtering (up to 128 taps)
• Rotated-grid antialiasing for removing jagged edges for incredible edge quality
• Support for advanced lossless compression algorithms for color, texture,and z-data at higher resolutions and frame retes
• Fast z-clear
• Support for normal map compression
• New transparent supersampling and transparent multisampling antialiasing modes.

NVIDIA UltraShadow II Technology
• Designed to enhance the performance of shadow-intensive games,like id Software's Doom 3

NVIDIA SLI Technology
• Patented hardware and software technology allows two GPUs to run in parallel to scale performance
• Scales performance on over 60 top PC games and applications
• Support for NVIDIA nView multi-display for scalable performance across two displays.

NVIDIA PureVideo Technology
• Patented hardware and software technology allows two GPUs to run in parallel to scale performance
• Three dedicated video engines
• MPEG-2 HD and WMV HD video playback up to 1920 X1080p resolution
• H 264 hardware decode acceleration
• Decryption supported for all standard HD Video formats-AES-128 CTR mode,AES-128 CBC
mode,and AES-128 ECB mode.
• Industry's most advanced video algorithms
• Overlay color temperature correction
• Microsoft Video Mixing Renderer (VMR) support for multiple video windows with full video
quality and features in each window
• Integrated HDTV output.

Advanced Display Functionality
• Dual integrated 400MHz RAMDACs for display resolutions up to and including 2048 X 1536
at 85 Hz
• Dual MIO ports for interfacing to external TMDS transmitters and external TV encoders
• Full NVIDIA nView multi-display technology capability

Advanced Engineering
• Designed for PCI Express X16
• Designed for high-speed GDDR3 and GDDR4 memory
• Cooling as low as 24 dB delivered by adcanced thermal managemenet and thermal monitoring

NVIDIA Digital Vibrance Control (DVC) 3.0 Technology
• DVC color controls
• DVC image sharpening controls

API Support
• Complete DirectX support,including the latest version of Microsoft DirectX 10.0 Shader
Model 4.0
• Full OpenGL support,including OpenGL 2.0

HDCP - High-bandwidth Digital Content Protection
HDCP is a content protection specification to protect digital entertainment content across the DVI/HDMI interface. The HDCP provides a robust, cost-effective and transparent method for transmitting and receiving digital entertainment similar to DVI/HDMI-compliant digital displays. HDCP encrypts the data transmitted between the DVI/HDMI connector on the graphics adapter and the display. To provide this support, both the graphics adapter and the display need to have an HDCP transmitter and receiver respectively.

Performances
• Graphics Bus Technology: PCI Express
• Memory Amount: 256MB
• Memory Interface: 128-bit
• Memory Bandwidth (GB/sec): 32
• Fill Rate (Billion pixels/sec): 10.8
• RAMDACs (MHz): 400

Kassi og fylgihlutir

Mynd

Helstu fylgihlutir og hugbúnaður :

Diskur með Reklum fyrir kortið, ásamt MSI Live Update Series hugbúnaði sem gerir kleyft að uppfæra bios og rekla fyrir kortið online.
Í MSI reklum er innbyggðir ýmsir fídusar eins og sjálfvirk D.O.T (Dynamic Overclocking Performance) yfirklukkun, einnig er hægt að velja sjálfur hversu mikið á að yfirklukka.
DVI millistykki x2
S-video tengi við sjónvarp
HDTV tengi
Molinex millistykki fyrir rafmagn í kortið
Leikurinn Company of heroes

Mynd

Ýmis hugbúnaður

• MSI Secure DOC
• E-Color
• MediaRing
• ShowShift
• ThinSoft Be Twin
• Adobe Acrobat Reader
• Norton Internet Security 2005
• Microsoft® DirectX 9.0c


Bios og meðfylgjandi Reklar

Það er oft forvitnilegt að skoða bios skjákort sér í lagi með það í huga hvaða spenna er á kjarnanum og bera saman hvernig tíminn á minni er stilltur mismunandi á milli skjákortsframleiðenda. Nibitor er þægilegt forrit sem gerir kleyft að flassa og lesa bios Nvidia skjákorta. NiBiTor sýnir að Core threshold er stilltur á 105 gráður sem er frekar lágt m.v. eldri kjarna Nvidia, en fyrir t.d. 7950GT kort er hann 130 gráður. Einnig er birt tíðni kjarnans sjálfs og Shader tíðni. Þannig er MSI 8600GTS með kjarna tíðni 675MHz en shader 1450MHz.

Mynd

Hvað er core threshold?
Þetta er það hitastig sem kjarnanum er mest leyft að fara í áður en hann er látin lækka í tíðni og minnkuð spennan á hann til þess að lækka hitastigið. Þetta er innbyggt öryggis atriði til þess að vernda kjarnann fyrir skemmdum vegna of mikils hita.

Skilvirkni kælingar

Kjarnar aflmikilla skákorta framleiða mikinn hita í dag, hærra hitastig ætti að draga úr líftíma skákortsins. Viftulaus kæling getur mögulega þýtt styttri líftíma skákorts og aukin hita inn í kassa. Það er því ráðlagt að hafa gott loftflæði inn og út úr kassanum ef sett er í hann skjákort með viftulausri kælingu. Kortin voru prufað í Antec P180P kassa sem hefur þrjár 120 mm viftur og af þeim blása tvær út úr kassanum. Þetta er því vel kældur kassi. Frekari upplýsingar um kassann er hægt að finna hér http://www.antec.com/ec/productDetails.php?ProdID=81802

Kortið (8600GTS) var ótrúlega "kalt" í prófum. í venjulegri 2D vinnslu var það um 40°C en fór aldrei yfir 64°C gráður við prófanir. Sama hvað reynt var að setja mikið álag á það. Herbergis hiti var um 21°C.

Skapaðar voru aðstæður þar sem kortið var undir stöðugu "hámarks" álagi til þess að mynda sem mestan hita. Keyrt var game test nr. 3 í 3Dmark05 í 2 klukkustundir þangað til RivaTuner sýndi að hitastig core kortsins hækkaði ekki meira. Þ.e. jafnvægi var komið á.

Mynd

Það verður að segjast eins og er að bæði MSI 8600GTS Zero Noise Edition og MSI 8600GT Zero Noise Edition hafa einstaklega vel heppnaða hljóðlausa og afkastamikla kælingu. Þrátt fyrir að skapað sé stöðugt hámarks álag á kortið þá hækkaði hitastig kjarnans á MSI 8600GTS einugis um rétt rúmlega 20°C.

Mynd

Myndin fyrir ofan sýnir MSI 7950GT Zero Edition ofar vs 8600GTS Zero Noise Editon neðar. MSI hefur aðra hönnun á hljóðlausu heat pipe kælingunni fyrir 8600GTS. Pípurnar sem leiða burt hita frá kjarna 7950GT og eru úr áli en kælisþynnurnar sjálfar síðan úr kopar. Þessu hefur verið snúið við á 8600GTS kortinu en pípurnar sem leiða burt hitan frá G84 kjarna eru nú úr kopar og eru þrjár í stað tveggja áður. Álþynnur eru síðan notaðar til þess að leiða hitan endanlega burt. Kælingin á 8600GTS er einnig fyrirferðameiri eða þykkari en á 7950GT. MSI 8500GT er kælt með viftu sem er mjög hljóðlát. Kælingin á MSI 8600GT er sú sama og á 8600GTS nema einungis 2 kopar pípur leiða hitann frá kjarnanum, annað er eins.

MSI 8500GT

Mynd

Myndin neðan sýnir MSI 8600GT, ekki þarf að tengja auka rafmagn í það.

Mynd

Test Setup

CPU: Intel Core 2 E6600 2.4Ghz@2,89Ghz (320FSBx9)
Video drivers: NVIDIA ForceWare 91.47, Catalyst 7,2, NVIDIA Force Ware 97,92 (8800GTS) NVIDIA Force Ware 158,22 (8600 og 8500)
Móðurborð: MSI 975X Platinum Power up edition
HD: 2 x WD36GB raid 0
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Hljóðkort: Creative Audigy
Skjákort: MSI 8600GTS Zero Noise Edition, MSI 8600GT Zero Noise Edition, MSI 8500GT ,MSI 8800GTS O.C. Edition, MSI 7900GTO, MSI 7950GT, EVGA 7800GT@470/1100, MSI X1600XT, MSI 7600GS, Gainward 6600GT.
Stýrikerfi: Win XP SP2

MSI 8600GTS Noise Free edition. Ekki er búið að tengja auka 6 pinna rafmagnið í kortið.

Mynd

Próf (Tests)

http://WWW.3Dmark.com
3DMark03
3DMark05
3DMark06


Leikja próf

Far Cry http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standarinn í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Mynd

Counter Strike source stress test

Er innbyggt próf í leiknum. Það prufar afl vélbúnaðar í source grafíkvélinni frá Valve. Leikir eins og Day of Defeat, Counter Strike Source, Half-Life 2,( Episode One, Two and Three) notast við þessa grafíkvél. Fleiri leikir eru væntanlegir sem nota þessa grafíkvél.

Mynd

Company of Heroes innbyggt performance test
http://www.companyofheroesgame.com/

Leikur sem Gamespot gefur hæstu mögulegu einkunn fyrir grafík eða 10 af 10. Notast er við innbyggt performance próf.

Mynd

Öll próf leikja próf eru keyrð í 1280x1024 en 3DMark próf á default stillingum.

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000.
Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Mynd

Niðurstöður

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Stillingar í CSS prófinu.

Mynd

Mynd

Stillingar í Company Of Heroes

Mynd

Mynd

Yfirklukkun


Síðan 8600 skjákortin koma á markað hefur sá orðrómur gengið á spjallborðum áhugamanna um vélbúnað að mjög auðvelt sé að yfirklukka G84 kjarni Nvidia. Það var reynslan hér einnig, en mjög vel gekk að yfirklukka MSI 8600GTS Noise Free Edition kortið. Kjarninn náðist stöðugur í 805MHz og minnið 2380MHz. Við það að hækka tíðni á kjarnanum þá hækkaði einnig shader kjarna tíðni úr 1,45GHz í 1,728GHz. Þessar upplýsingar er þó ekki hægt að sjá í Ntune heldur þarf til þess RivaTuner. Þetta er um 19% yfirklukkun. Skilvirkni kælingar kom sérstaklega vel í ljós við yfirklukkun en kortið hitnaði einungis í 65 °C við að keyra 3DMark05 og 3DMark06. MSI 8600GT Noise Free Edition klukkaðist einnig nokkuð vel en það náðist stöðugt í 640/1700MHz. Við þá yfirklukkun fór það að narta í hælana á 8600GTS við verksmiðjustillingar.

Mynd

Ntune var notað til þess að klukka skjákortinn.

Mynd

Mynd

Orkunotkun

Myndin sýnir heildar orkunotkun þess vélbúnaðar sem prófaður var í vöttum. Keyrt var 3DMark06 próf og mæld heildar orka sem vélbúnaðurinn kallaði á. Ekki er leiðrétt fyrir nýtni aflgjafa. Það kemur ekki á óvart að 8800GTS kallar á mesta orku. Áhugavert er hversu sparsamt 8600GTS er í venjulegri desktop (2D) vinnslu. 8800GTS tekur svipaða orku í 2D vinnslu og 8600GTS og 7950GT við hámarks álag.

Mynd

Myndgæði (IQ)

Það er misjafnt hversu mikla áherslu menn leggja á myndgæði. Sumir einblína á hversu marga ramma skjákort nær í tilteknum leikjum. Nvidia hefur þótt standa AMD/ATI að baki þegar kemur að myndgæðum. Myndgæði 7000 línu Nvidia hafa ekki verið eins góð og X1000 línu ATI. Ekki síst fyrir þær sakir að 7000 línan hefur ekki getað keyrt Anti-aliasing og Anasotorpic filtering samfara HDR (High dynamic range). Á þessu hefur nú orðið breyting og ég tók strax eftir því þegar keyrði voru próf á MSI 8500GT að hver rammi sem kortið birti var mun “fallegri” en þegar 7950GT kortið var keyrt. Þetta var greinilegt jafnvel þótt 8500GT kortið væri í vandræðum að ná ásættanlegum fjölda ramma þá var hver rammi sem það birti fallegri. Þannig er t.d. að mínu mati skemmtilegra að spila leik eins og Company of Heroes á 8500GT, þar sem fjöldi ramma skiptir ekki öllu máli, heldur en 7950GT því leikurinn er mun flottari grafíklega séð heldur en með 7950GT.

Þessi munur er mjög áberandi þegar maður hefur eins mörg kort til þess að prófa og hér var. Þannig er t.d. útlit X1600XT “fallegra” en 7950GT. Nú er þetta allt af sjálfsögðu huglægt mat. Myndirnar hér að neðan sýna þennan mun vel. Þetta eru skjáskot úr 3DMark06 HDR Deep Freeze. Við fyrstu þrjár myndirnar hefur ekkert verið gert nema þær minnkaðar úr 1280x1024 niður í 800x640, og vistaðar af .jpg formi. Ef þær eru vel skoðaðar má sjá að 7950GT kemur lakast út. Ramminn t.d. utan um gluggann bílstjóramegin er mun grófari hjá 7950GT heldur en X1600XT og 8600GTS. Sama má segja um allar útlínur snjóbílsins.

X1600XT

Mynd

7950GT

Mynd

8500GT

Mynd

Til þess að sjá muninn enn betur er gott að vista myndirnar og opna þær t.d. með Microsoft Office Picture Manager og Zoom inn á gluggann eða beltin á snjóbílnum þá sést greinilegur munur.

Mynd

Efri myndin sýnir 7950GT en neðri sýnir 8600GTS. Hluti af myndunum hefur verið stækkaður til þess að leggja áherslu á muninn á myndgæðum sem sjá má. Myndgæði 7950GT er greinilega lakari.

Mynd

Samantekt

MSi 8600GTS Noise Free Edition er mjög vel hannað skjákort. Kælingin er einstaklega vel heppnuð og það yfirklukkaðist mjög vel. Þá ókosti sem finna má að þessu skjákorti hafa ekkert með MSI að gera, heldur Nvidia.

G84 kjarni Nvidia með 128 bita minnisstýringu er einfaldlega ekki nógu öflugur og er of dýr til þess að keppa við G80 kjarnann í 8800GTS útfærslu, sér í lagi þegar hugsað er um afl og verðgildi. 8800GTS valtar yfir 8600GTS á öllum sviðum. 8600GTS á þó eftir að lækka í nánustu framtíð og því er of snemmt að afskrifa þessa útfærslu G84 kjarnans endanlega . 8600GTS verður mögulega í nánustu framtíð arftaki 6600GT og 7600GT hvað varðar afl og verðgildi.

Það skjákort sem stal senunni hér er án efa MSI 8600GT Noise Free Edition. Það hefur frábærlega vel heppnaða kælingu eins og 8600GTS skjákortið, og verðlag og afl haldast nokkuð vel í hendur. Þó örlar enn á því að verðlag sé of hátt en það virðist óumflýjanlegur fylgifiskur því að setja nýja tækni á markað. Ef þú vilt hljóðlaust kort þá er auðvelt að mæla með MSI 8600GT Noise Free Edition.

Ef þú hefur ekki áhyggjur af því þó heyrist örlítið í skjákorti, þá er mögulegt að nálgast 8600GT kort á lægra verði.

8600GT er í dag arftaki 7600GT, það sem 8600GTS tekst ekki vegna verðlags.

Töluvert hefur verið skrifað um það í umfjöllunum að 8600 skjákort henti vel í HTPC tölvur sem notaðar eru m.a. til þess að spila HD DVD eða Blu-Ray hágæða myndir. Ég hef ekki undir höndum slíka spilara til þess að geta staðfest slíkt endanlega. Ég prufaði þó að spila rip af Robots sem er í 1080p x264 gæðum, og það var greinileg meiri örgjörvanotkun við að spila myndir í HD 1080p með X1600XT skjákorti heldur en MSI 8600GT eða 8600GTS.

Ég þakka Tölvulistanum fyrir að skaffa þau kort sem hér voru prófuð.

MSI Noise Free Edition 8600GTS

Kostir
Vel hönnuð kæling
Nýjasta tækin
Yfirklukkast vel

Ókostir
Afl ekki í samræmi við verð

umræða hér http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14574

© Copyright Yank 2007