Icelandic 800MHz memory shootout


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Icelandic 800MHz memory shootout

Pósturaf Yank » Mið 02. Maí 2007 17:53

Icelandic 800MHz memory shootout

Í þessari umfjöllun verður reynt að svara spurningunni, hvað er aflmesta PC2-6400 minnið sem fáanlegt er á Íslandi fyrir 18 þúsund krónur eða minna?. Það eru fáir í dag sem ekki mæla með a.m.k. 2GB af minni í leikjavél og sérstaklega ef keyra á Windows Vista. En með tilkomu Windows Vista hefur verðlag á 1GB minniskubbum farið lækkandi. Það er því ráðlagt upp á framtíðina að kaupa 1GBx2 minniskubba.

Skoðuð verða sjö 800MHz (PC2-6400) minni frá fimm framleiðendum. Maður myndi ætla að á þessu verðbili væri um algjört budget stríð að ræða og fátt um fína drætti. Sú er þó ekki raunin. Þau minni sem fjallað verður um eru: Corsair XMS2 (Extreme performace DDR2), OCZ Platinum Edition Rev2,MDT DDR2 800MHz, Kingston HyperX CL4 og CL5. Síðast en ekki síst eru tvö minni frá GeIL en það eru GeIL PC6400 Value og GeIL PC6400 Ultra. Það skal þó tekið fram að MDT minnin eru pöruð 512MB x2 kubbar en OCZ, Kingston, Corsair og GeIL 1GBx2 kubbar. Það er ekki fullkomlega sambærilegt að bera saman afköst 512MB og 1GB kubba.

Það er gleðilegt hversu ótrúlega fjölbreytt úrval er á þessu verðbili og ekki er um algjört budget stríð að ræða því minni eins og Corsair XMS2, OCZ Platinum, Kingston HyperX og GeIL Ultra teljast seint budget minni.

Nánar um minnin og framleiðendur

Corsair XMS2 PC6400 Xtreme performance DDR2

Mynd

Eru gefin upp fyrir tímann 5 5 5 12 (tCL-tRTC-tRP-tRAS) og þurfa 1,9v af spennu til þess. Það er þó ekki hægt að lesa utan á kubbunum hvaða spennu þeir starfa á, en það er líka ekki nauðsynlegt í þessu tilfelli. Því SPD sér um að gefa Bios slíkar upplýsingar. Útlit minniskubba er eins og alltaf þegar kemur að því að meta fegurð. Endanlegt mat fer eftir smekk hvers og eins. Svarti liturinn á kæliplötunni er einkennismerki Corsair XMS2 línunar og gefur þessu traust og fágað útlit. Nánar um minnið hér http://www.corsair.com/corsair/products ... A-6400.pdf
Þeir sem vilja lesa meira um Corsair geta gert það hér http://www.corsair.com/corsair/overview.html

Hvað er SPD?
SPD (serial presence detect) eru í einfölduðu máli upplýsingar geymdar í minniskubbnum sem Bios les við boot up. Þetta eru upplýsingar eins og tími sem minnið vinnur á, spenna, og stærð minniskubba. Öll minni prófuð hér hafa slíkt SPD program.

OCZ PC 6400 Platinum Edition Rev 2

Mynd
Mynd

Eru gefin upp fyrir 4 4 4 15 (tCL-tRTC-tRP-tRAS) og þurfa til þess 2,1v af spennu. Þessar upplýsingar er hægt að lesa af miða á kubbunum. Kæliplatan er mjög aðlaðandi takið eftir að myndirnar tvær eru af sama kubbnum en hann skiptir um lit eftir því hvernig ljós skín á hann. Verst er að þessi minniskubbar fara yfirleitt inn í lokaða kassa. Meira um þessi minni hér http://www.ocztechnology.com/products/m ... al_channel
Þeir sem vilja lesa meira um OCZ geta gert það hér http://www.ocztechnology.com/aboutocz/

MDT DDR2-800 CL5

Mynd

Eru gefin upp fyrir 5 5 5 15 (tCL-tRTC-tRP-tRAS) og þurfa til þess 1,8v af spennu. Ekki er merkt á kubbanna hvaða spennu þeir starfa á. En SPD sér um að gefa slíkar upplýsingar. Á miðanum má þó klárlega sjá að minniskubbunum á ekki að henda í ruslið eftir notkun. Þetta er ódýrasta DDR2-800MHz minni á Íslandi í dag. Útlit? ja hvað skal segja... Þetta er minni... Þeir sem vilja kynnast MDT betur geta gert það hér http://www.mdt.de/eng/about_start.htm En bara svona til að tipla á því helsta þá er MDT elsti framleiðandi minniskubba sem fjallað er um hér, byrjaði að framleiða minni 1989.

GeIL Value PC2-6400 DC

Mynd

Eru gefin upp fyrir 5 5 5 15 (tCL-tRTC-tRP-tRAS), og þurfa til þess 1,8v af spennu. Þessar upplýsingar er hægt að lesa af miða á kubbunum. Þetta eru næst ódýrustu minnin sem prufuð voru hér. Þau hafa állitaða kæliplötu sem er einkenni valu línu GeIL. Meira um þessi minn hér http://www.geilusa.com/products/showSpec/id/52
Minni frá GeIL eru tiltölulega nýlega farinn að sjást á markaði hér á landi. GeIL er einn af þessum yngri framleiðundum minniskubba var stofnað 1993 en fyrstu kubbarnir komu frá þeim um 1997. En þetta á við um mörg fyrirtæki í þessum iðnaði enda þannig séð mjög ungur iðnaður. GeIL sérhæfir sig nánast eingöngu við framleiðslu minniskubba. Þeir sem hafa áhuga að kynna sér sögu GeIL betur geta gert það hér http://www.geilusa.com/company/profile

GeIL Ultra PC2-6400 DC

Mynd

Eru gefin upp fyrir tíman 4 4 4 12 (tCL-tRTC-tRP-tRAS) og þurfa til þess 2,1v af spennu. Kubbarnir eru merktir með þessum upplýsingum. Þessi minni tilheyra Ultra línu GeIL sem meira eru ætluð þeim sem vilja fá sem mest afköst. Þau eru racing Orange af lit, eða appelsínugul. Það er erfitt að lýsa litnum en hann skiptir um lit eftir ljósi sem á hann skín. Þannig virka þau stundum gulllituð. Meira um þessi minni hér http://www.geilusa.com/products/showSpec/id/65

Kingston HyperX CL4

Mynd

Eru gefin upp fyrir tíman 4 4 4 12 (tCL-tRTC-tRP-tRAS) og þurfa til þess 2,0v af spennu. Kubbarnir eru merktir með þeirri spennu sem þeir eiga að virka á, en ekki tímanum. Upplýsingar um tíma má finna á pakningunni sem þeir koma í. HyperX línan er hugsuð sem afkasta lína fyrir leikjaspilara. Þetta er minni frá fyrirtæki sem er þekkt fyrir gæðavöru. Meira um þessi minni hér http://www.valueram.com/datasheets/KHX6400D2LL_1G.pdf

Kingston HyperX CL5

Eru úr sömu línu og CL4 minnin og hafa nákvæmlega sama útlit. Þegar ég lagði öll minnin fyrir framan konuna og spurði hver eru flottust. Þá var svarið þessi bláu. Þau eru gefin upp fyrir tíman 5 5 5 15 (tCL-tRTC-tRP-tRAS) og þurfa til þess 2,0v af spennu. Meira um þessi minni hér http://www.valueram.com/datasheets/KHX6400D2_1G.pdf

Mynd

Tafla yfir helstu einginleika minniskubbanna ásamt upplýsingum um þá söluaðila með þá á lægsta verðinu.

Test Setup

Móðurborð: Gigabyte 965P DS3 Bios F10
Harðurdiskur: WD raptor 36GB
Örgjörva kæling: Zalman 7700CU
Aflgjafi: Fortron 300W
Minni:
Corsair XMS2 Xtreme performance DDR2 PC2-6400 http://www.corsair.com/corsair/products/specs/CM2X1024-6400.pdf
MDT DDR2-800 512MB x 2
OCZ PC2-6400 Platinum Edition Rev 2 http://www.ocztechnology.com/products/memory/ocz_ddr2_pc2_6400_platinum_revision_2
GeIL Value PC2-6400 DC http://www.geilusa.com/products/showSpec/id/52
GeIL Ultra PC2-6400 DC http://www.geilusa.com/products/showSpec/id/65
Kingston HyperX CL4http://www.valueram.com/datasheets/KHX6400D2LL_1G.pdf
Kingston HyperX CL5http://www.valueram.com/datasheets/KHX6400D2_1G.pdf

Mynd
Mynd
Mynd

Próf framkvæmd

PCMark05 http://www.3dmark.com/products/pcmark05/

PCMark05 er einfalt og auðvelt í notkun. Það gerir kleyft að prufa afl vélbúnaðar. Afl hinna mismunandi þátta vélbúnaðar eru prófaðir, þ.e. örgjörva, minni, grafík og harða disksins. Niðurstöður eru birtar í hlutum og þannig fær hver þáttur vélbúnaðar stig sem síðan eru tekin saman í eitt heildar PCMark Score. Þannig er t.d. hægt að fá frekar slaka heildar einkunn með mjög öflugum örgjörva en slöku minni, skjákorti osfv.

Super Pi

Í þessu prófi er talan Pi reiknuð að 1 milljón aukastöfum. Super Pi hefur lengi verið í uppáhaldi hjá yfirklukkurum, Það reynir á afl véla og er ágæt til þess að prófa eftir stöðugleika. Þættir eins og afl örgjörva, kubbasetts og þéttur tími á minni eru mikilvægir til þess að ná að reikna pi með sem flestum aukastöfum á sem skemmstum tíma.

Sisoft Sandra XI http://www.sisoftware.net/

Mjög algengt er að nota þetta próf í umfjöllunum um minni. Sýnir m.a. á einfaldan hátt minnisbandvídd kubbasetts og minis.

LavaLys Everest http://www.lavalys.com/

Er svipað greiningar og prófunarforrit og Sisoft Sandra. Notast er við memory og cache prófunar hluta þess.

Driverheaven Photoshop Bench V2.0
http://www.driverheaven.net/photoshop

Er samið af Allan “Zardon” Campbell. Þetta er ágætt próf sem reynir m.a. á vélbúnað með hjálp forrits sem mikið er notað. Það líkir því ágætlega eftir “eðlilegri” notkun á þessu forriti.

Leikja próf

DOOM3 http://www.doom3.com/

Þróaður af Id software og gefin út af Activision ágúst 2004. Grafíkvél þessa leiks er enn haldið við með plástrum og hann hentar vel til prófunar. Notast er við HardwareOC DOOM3 v1,2 en það auðveldar mjög stillingar og keyrslu mismunandi prófa. http://www.hocbench.com/

Far Cry http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standard í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 http://www.hocbench.com/

Stöðugleikapróf

Memtest86 http://www.memtest86.com/

Keyrt var Memtest86 af á alla minniskubbana áður en endanlega var farið inn í Windows og próf keyrð.

Öll próf voru keyrð þrisvar, niðurstöður skráðar og meðaltal tekið. Ef einhverjar niðurstöður virkuðu ótrúverðugar þá var prófið endurtekið.

Niðurstöður

Það var vitað fyrir að öll þessi minni myndu vera að ná mjög "svipuðum" afköstum, og erfitt væri að sýna fram á mikinn mun á afli. Reynt verður líka að forðast að oftúlka niðurstöður eins og ég hef svo oft séð í umfjöllunum um minni. Notast var bæði við gervi (synthetic) próf eins og Sisoft Sandra, LavaLys Everest, PCMark05 og próf sem líkja eftir raunverulegri notkun vélbúnaðar eins og Driverheaven Photoshop bench v2,0 og leikjapróf DOOM 3 og Far Cry.

Mynd

Þetta er heildar fjöldi stiga sem fékkst út úr PCMark05. PcMark05 mælir eins og áður sagði afköst mismunandi hluta vélbúnaðar s.s. örgjörva, minnis, skákorts og harðadisksins og gefur hverjum hluta stig, sem síðan gefa heildar fjölda stiga. Samkvæmt því þá er óverulegur munur sem fæst á afli vélbúnaðar sama hvað af þessum minnum er notað. Það er 1,3% munur á hæstu og lægstu útkomu. GeIL Ultra leiðir hér. Prófið nýtir ekki auka 1GB sem Kingston, OCZ ,Corsair og GeIL hafa hér umfram MDT.

Mynd

GeIL Ultra leiðir í PcMark05 Memory hluta prófsins. Hærra er betra.

Mynd

GeIL Ultra leiðir í Sandra minnisbandvídd. MDT kemur lakast út. Um 2,4% munur er á hæstu og lægstu útkomu. Prófið mælir hversu hratt upplýsingar frá örgjörva eru vistaðar eða skrifaðar í minnið.

Mynd

GeIL Ultra leiðir í LavaLys Everest Read prófinu. 3,7% munur er á hæstu og lægstu útkomu, þ. e. Kingston CL5 vs GeIL Ultra. Þetta próf mælir hraðan á hversu lengi er verið að lesa upplýsingar úr minninu yfir í örgjörvan.

Mynd

Kingston Hyper X CL4 leiðir í LavaLeys Everst Copy. 2,5% munur er á hæsta og lægstu útkomu, MDT vs Kingston Hyper X CL4.

Mynd

Everest Latency prófið mælir þann tíma sem tekur frá því að skipun kemur um að lesa úr minninu upplýsingar þangað til það kemur til örgjörvans. Styttri tími er betri. GeIL Ultra kemur best út en áhugavert er hversu lélega niðurstöðu OCZ fær á meðan hinir minniskubbarnir fá mjög álíkar niðurstöður. Þetta skýrir mögulega hvers vegna OCZ og Kingston kom ekki betur út í þessum prófunum en ella þrátt fyrir að vera með 4 4 4 15 og 4 4 4 12 tíma. Mig grunar að minnin frá Kingston og OCZ séu með minniskubbum frá sama framleiðenda, en til þess að staðfesta það þarf að taka kæliplöturnar af og þar með mögulega skemma minnið. Það verður því ekki gert hér.

Mynd

Hér er lægra betra. Þetta próf er þekkt fyrir að svara vel þéttum tíma á minni. Með GeIL Ultra er prófunar vélbúnaðurinn 17,5% fljótari að að reikna PI að fjórum milljón aukastöfum heldur en með MDT minni.

Mynd

Þetta próf var er samið af Allan “Zardon” Campbell, og líkir eftir raunverulegri notkun á Photoshop, og er háð bæði afli vélbúnaðar eins og örgjörva, kubbasetti og minni. Þetta er því nokkurskonar raunverulegt próf á afköstum. Mjög naumt er á mununum sem staðfestir fyrri niðurstöður úr PcMark05. Hér eru Kingston Hyper X og GeIL Ultra fljótust enda með hraðasta tíman 4 4 4 12.

Leikja Próf

Mynd

Fleiri rammar eru að sjálfsögðu betri hér,GeIL Ultra leiðir öll leikjapróf í DOOM 3 og Far Cry.

Mynd

Mynd

Niðurstöður úr þessu prófi eru algjörlega háðar afli skjákorts. Önnur próf hafa sýnt að sama er hvort örgjörvi eða minni er yfirklukkað. Útkoman er alltaf rétt rúmlega 74 rammar á sek. 0,25% munar á hæsta og lægstu útkomu, þannig niðurstaðan er langt frá því að vera marktæk. Þó er það fyndið að það minni sem komið hefur best út úr öllum öðrum prófum er allt í einu lakast hér. Eins og áður sagði er það algjörlega marklaust því prófið algjörlega háð afli skákorts.

Yfirklukkun

Tilgangurinn hér er að athuga hvað er hægt að koma þessum minnum hátt í tíðni. Það er eins og áður ekkert sérstaklega tilgangurinn með þessari umfjöllun að hvetja menn til þess að stunda yfirklukkun eða fikta mikið í sínum vélbúnaði. Tilgangurinn er frekar að finna út hvar mörk núverandi tækni liggja og reyna eftir fremsta megni að sveigja þau mörk. Reynsla mín á yfirklukkun spannar nú orðið nokkuð mörg ár, ég hef þó aldrei litið á mig sem einhvern súper yfirklukkara.

Það er hægt að skemma vélbúnað við það að yfirklukka hann. Þú hefur því verið varaður við, ef þú ákeður að apa eftir mér og skemmir eitthvað þá þýðir ekki að kenna mér um, þú hefur verið varaður við!!.

Sá vélbúnaður sem notaður er í þessu prófi (Itel 965 kubbasett) er að verða sjaldgæfur í prófunum á minni í dag. Þetta er vegna þess að þegar kemur að því að yfirklukka minni þykja móðurborð með Nvidia 680i kubbasetti henta betur. Á meðan ég hef ekki aðgang að slíku móðurborði verður þetta að duga. Í raun átti ég ekki von á góðum árangri á þessu Gigabyte 965 DS3 móðurborði. Það kom þó skemmtilega á óvart hversu vel tókst til.

Framkvæmd í grófum dráttum

Multipiler á E6600 var lækkaður úr x9 í x8 og minnisdeilir settur á 3. Þetta þýðir á við 266FSB er minnið að keyra á 800MHz og örgjörvinn á 2,13GHz. Þannig er óstöðugleiki sem gæti stafað frá örgjörva og kubbasetti tekin út úr myndinni, því örgjörvinn þolir leikandi 3,2GHz og kubbasett 470 FSB. Hækkað var FSB í 2-5MHz skrefum og prófað eftir stöðugleika með því að keyra memtest 86 af boot up disk. Ef minnið virkaði óstöðugt þá var slakað á tíma minnis eða spennan hækkuð. Ef ekki var hægt að fara hærra í tíðni þá var reynt að þétta tímann á minninu til þess að ná meiri afköstum. Ákveðið var fyrirfram að nota eins háa spennu og mögulegt væri svo lengi sem það gæfi árangur, án þess þó að grilla minnið að óþörfu. Endanlega spenna við yfirklukkun er því sú spenna sem gaf bestu raun. Það var prufað að fara hærra í spennu í öllum tilfellum, ef það skilaði ekki árangri var farið til baka aftur. Endanlega var minnið sagt stöðugt þrátt fyrir yfirklukkun ef vélin lifði af sömu próf og áður.

Sumar leiðbeiningar um hvernig á að yfirklukka fjalla um að hækka FSB (brautartíðni) í litlum skrefum 2-5MHz í einu. Þegar kemur að óstöðugleika eða vélin póstar ekki þá hætta og fara 2MHz til baka. Þetta eru s.s. ágætar leiðbeiningar en ef farið hefði verið eingöngu eftir þeim þá hefði í sumum tilfellum náðst takmarkaður árangur. Kingston HyperX CL4 fór t.d. að vera óstöðugt í kringum 290 FSB en virkaði síðan fínt á 316 FSB, sama gerðist með OCZ í kringum 310. Það er nefnilega oft nauðsynlegt að vera kaldur þegar kemur að yfirklukkun og láta reyna almennilega á hlutina áður en gefist er upp. Eins með Kingston HyperX CL4 , fara úr 290FSB sem póstaði ekki í yfir 300 sem síðan virkaði fínt.

Mynd

Myndin sýnir helstu niðurstöður yfirklukkunar.

Það kom á óvart að Corsair skildi yfirklukkast best. Ég hélt að hámark sem þetta móðurborð myndi leyfa væri 1020MHz en þar höfðu OCZ og GeIL Value áður stöðvað. Þar sem árangur Corsair var mun betri en áður hafði náðst, hélt ég að fyrir tilviljun hefðu mögulega fundist einhverjar töfrastillingar og ég hefði gefist upp of snemma með hin minnin. Því prufaði ég öll minninn aftur. Það breytti þó ekki endanlegum árangri, engin mistök höfðu verið gerð með stillingar áður. Þetta er bara niðurstaðan. Corsair keyrði stöðugt á 1092MHz tíðni.
Corsair XMS2 sem hafði skilað miðlungs afköstum á 800MHz valtar yfir keppinauta sína þegar kemur að yfirklukkun. Það er einnig áhugavert að eitt ódýrasta minnið GeIL Value skuli yfirklukkast með þeim bestu.

Mynd

Samantekt

GeIL Ultra PC2-6400 DC er öflugasta DDR2 PC6400 minnið sem hægt er að fá fyrir minna en 18 þúsund á Íslandi. Það var fljótast í flestum prófum, þó var munurinn oft lítill. Þetta kemur ekki á óvart því það er ásamt Kingston Hyper X CL4 með þéttasta tímann af þeim minnum sem hér voru prófuð eða 4 4 4 12. Þetta gerir GeIL ultra að bestu kaupum á Íslandi í dag, og ekki sakar að það er fáanlegt á góðu verði m.v. keppinautanna. (4.Maí 2007 15900kr)

Þegar kemur að því að reyna að gera upp á milli hinna minnanna vandast málið. Þau eru öll á mjög svipuðu róli og mjög erfitt er að greina mun á milli. Það er t.d. mjög ólíklegt að nokkur notandi yrði var við mun á afköst sama hvaða minni af þessum væru notuð.

Öll minnin sem prófuð voru voru stöðug. Þau komust öll í gegnun nokkra hringi af Memtest86 ásamt því að aldrei gerði vart við sig nokkurt stöðugleikavandamál við prófanir.

Þegar kom að yfirklukkun þá voru niðurstöður óvæntar. Corsair XMS2 valtaði yfir keppinautanna hér með 27% yfirklukkun eða 1092 MHz tíðni. Þessi niðurstaða staðfestir hversu ófyrirsjáanleg yfirklukkun getur verið. Þó svo að ákveðnum árangri hafi verið náð hér er óraunhæft að yfirfæra hann sem einhvern endanlegan dóm um yfirklukkunar möguleika þessa minna. Árangurinn ætti þó að gefa einhverja vísbendingu um hverju má búast við, þegar reynt er að yfirklukka þau á móðurborði með intel 965 kubbasetti.

Val á minni ætti að fara eftir kunnáttu notenda sem setur vélina saman. Miklu getur skift hversu vanur þú ert að stilla bios en t.d. GeIL Ultra póstar ekki á 1,8v 4 4 4 12. Þau pósta á 667 eða 800 5 5 5 15. Síðan þarf að stilla þau í bios á 4 4 4 12 og auka spennunna í 2,1v. Sama á við um OCZ Platinum Edition Rev2. Fyrir notanda sem ekki myndi treysta sér í slík er hiklaust hægt að mæla með Corsair XMS2 eða GeIL Value en þau póstuðu á 1,8-1,9 á þeim tíma sem þau eru gefin upp fyrir: Corsair 5 5 5 12 og GeIL Value 5 5 5 15. Ekki þurfti að hafa meiri áhyggjur af stillingum.

Þá eru bara eftir vangaveltur um eins og hversu vel treystir þú söluaðila sem þú ert að versla við. Hversu líklegt er að þú lendir í vandræðum með að skila minninu ef svo ólíklega vill til að það sé gallað. Allir framleiðendur sem um var fjallað hér að ofan gefa lífstíðarábyrgð á minniskubbum sínum. Það ætti því að vera lítið vandamál fyrir söluaðila hér á landi að sækja rétt sinn í þeim tilfellum að um gallaða vöru sé að ræða og þar af leiðandi endanlegum kaupenda einnig.

Endilega tjáið ykkur um þetta hér http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=14156

Copyright Yank 2007