Intel® Core™2 Duo E4300 Review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Intel® Core™2 Duo E4300 Review

Pósturaf Yank » Þri 03. Apr 2007 00:18

Intel® Core™2 Duo E4300 Review

Intel Core 2 Duo E4300 örgjörvinn er ódýrasti nýju kynslóðar Intel tvíkjarna örgjörva í dag. Honum er ætlað að keppa við ódýrustu AMD tvíkjarna örgjörvanna 3800X2 og 4200X2, en þessum markaði hefur AMD ráðið að undanförnu. Intel Core 2 Duo E4300 er frábrugðin stórabróðir Conroe í grundvallaratriðum. Sá misskilningur hefur verið ráðandi að þetta séu sömu kjarnar. Það er ekki rétt. E4300 byggir á nýjum Allendale kjarna sem hefur 2MB flýtiminni á meðan E6300 og E6400 hafa 4MB flýtiminni sem 2MB af eru gerð óvirk. Það er þó skv fréttum ætlun Intel að í framtíðinni verði bara á markaði Conroe örgjörvar með 4MB cache. Allendale kjarninn er lítill en það gerir mögulegt að fá fleiri kjarna úr hverri kísilflögu sem gerir hann þ.a.l. ódýrari í framleiðslu.

Mynd

E4300 keyrir á 1.8GHz, hefur lægri spennu (vcore) og á 800MHz brautartíðni. Það ætti að draga töluvert úr afköstum hans að keyra á rúmlega 34% lægri brautartíðni heldur en Conroe (1066MHz). Eða hvað?

E4300 er með multipiler 9, en það ætti að gera hann að góðum kandídat til yfirklukkunar. Von er á markað Intel Core 2 Duo E4400 sem keyrir á 2.0GHz með multipiler 10.

Í þessari umfjöllun er ekki ætlunin að bera sama AMD og Intel® Core™2 Duo örgjörvana . Einungis verður keyrt próf á frekar "aldnan" AMD vélbúnað á 939 sökkli með 3800X2 örgjörva til viðmiðunar og fróðleiks. Þetta er ekki Intel vs AMD umfjöllun.

Hins vegar er ætlunin að reyna að meta hversu góð kaup E4300 er m.v. aðra Intel Core 2 Duo örgjörva. Mestu púðri verður þó eytt í að meta hversu góður og auðveldur þessi örgjörvi er til yfirklukkunar. Til þess að finna það út var sett upp tvenns konar próf annars vegar notað MSI Power up Edition móðurborð. Þetta móðurborð er öflugt og vandað, fékk meðal annars Tomshardware verðlaun. Það er með nýjasta og öflugasta 975X chipsetinu frá Intel og hefur farið í 370 FBS í öðrum prófum. Það er ólíklegt að einhver kaupi þetta vandaða og dýra móðurborð og pari það með E4300 örgjörva. Notkun á því þjónar þeim tilgangi hér að sýna muninn á afli E4300, E6300 og E6600 á móðurborði með sem öflugustu kubbasetti. Að auki er það hugsað sem erfitt setup til þess að yfirklukka á því það er parað með fjórum minniskubbum, en venjulega er mun auðveldara að yfirklukka með tveimur minniskubbum, þar sem það kallar á minna álag á memory controller móðurborðsins.

Móðurborð með 965 intel kubbasetti hafa komið betur út í yfirklukkun heldur en 975X og þar hefur Gigabyte 965P DS3 móðurborð verið fremst meðal jafninga. Þetta tiltekna DS3 móðurborð hefur farið í 470MHz FBS eða 1880MHz brautartíðni án þess að snertar hafi verið volt stillingar. Það er líklega ekki hámarkið á því vegna þess að ég hef ekki undir höndum vinnsluminni sem fer yfir 940MHz. Einnig var notast við tvo kubba af 512MB minni sem ætti að gera þetta auðveldara en í hinu tilfellinu. Í báðum tilfellum setti ég mér tímamörk þ.e. ekki nema "ein kvöldstund" mátti fara í að ná sem bestri yfirklukkun.

Aðrar umfjallanir hafa leitt það í ljós að E6300 kemur í afli c.a. rétt fyrir ofan 4200X2 og E4300 c.a. svipaður í afli og 4000X2.

Mynd

Test Setup

Yfirklukkunar setup 1

CPU: Intel® Core™2 Duo E6600, E6300, E4300
Video reklar: NVIDIA ForceWare 91.47,
Móðurborð: MSI 975X Platinum Power up edition Bios v7,4
CPU kæling: Zalman CNP S9700
HD: 2 x WD36GB raid 0
Memory: 4x 512 MB Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Hljóðkort: Creative Audigy
Skjákort: MSI 7950GT Zero Edition
PSU: Fortron Epsilon 700W
OS: Win XP SP2

Mynd

AMD test setup

CPU: AMD 3800X2 socket 939
PSU: Fortron 300W
Móðurborð: Gigabyte GA-K8N51PVMT-9
HD: Samsung 120GB IDE
Memory: G.Skill PC3200@400MHz, timings 2,5 3 3 6
annað það sama

Yfirklukkunar setup 2

Móðurborð: Gigabyte 965P DS3 Bios F10
HD: WD raptor 36GB
CPU kæling: Retail kæling
PSU: Fortron 300W
Memory: 2x 512MB Corsair XMS DDR2 6400
annað það sama

Mynd

Tæki og tól notuð

VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000

Mynd

Hægt er að mæla aflnotkun heimilistækja með þessu tæki.

Próf (hvaða próf voru notuð og hvernig)

3Dmark2001 http://WWW.3Dmark.com

Þetta aldna grafík próf gefur í dag mun meiri upplýsingar um almennt afl vélbúnaðar heldur en að vera grafíkpróf.

PCMark05 http://www.3dmark.com/products/pcmark05/

PCMark05 er einfalt og auðvelt í notkun. Það gerir kleyft að prufa afl vélbúnaðar. Afl hinna mismunandi þátta vélbúnaðar eru prófaðir, þ.e. örgjörva, minni, grafík og harðadisksins. Niðurstöður eru birtar í hlutum og þannig fær hver þáttur vélbúnaðar stig sem síðan eru tekin saman í eitt heildar PCMark Score. Þannig er t.d. hægt að fá frekar slaka heildar einkunn með mjög öflugum örgjörva en slöku minni, skjákorti osfv.

Super Pi

Í þessu prófi er talan Pi reiknuð að 1 milljón aukastöfum. Super Pi hefur lengi verið í uppáhaldi hjá yfirklukkurum, Það reynir á afl véla og er ágæt til þess að prófa eftir stöðugleika. Þættir eins og afl örgjörva, kubbasetts og þéttur tími á minni eru mikilvægir til þess að ná að reikna pi með sem flestum aukastöfum á sem skemstum tíma.

Sisoft Sandra XI http://www.sisoftware.net/

Mjög algengt er að nota þetta próf í umfjöllunum um örgjörva. Sýnir m.a. á einfaldan hátt reiknigetu örgjörva.

Orkunotkun mæld með hjálp VOLTCRAFT® ENERGY Check 3000

Mæld var orkunotkun Gigabyte 965P DS3 prófunarvélbúnaðarins við enga notkun. Vélin var einungis látin boot up og farið inn í windows(idle). Mæld var orkunotkun við 100% álag á örgjörvan með því að keyra Stress prime Orthos 2004 próf, plús það að skjákort var sett í hámarks afköst með því að keyra stanslaust Game test 4 (mother nature) í 3Dmark03. Við það skapaðist orkufrekasta ástand vélbúnaðarins.

Gaming performance

Counter Strike source stress test

Er innbyggt próf í leiknum. Það prufar afl vélbúnaðar í source grafíkvélinni frá Valve. Leikir eins og Day of Defeat, Counter Strike Source, Half-Life 2,( Episode One, Two and Three) notast við þessa grafíkvél. Fleiri leikir eru væntanlegir sem nota þessa grafíkvél.

Far Cry http://www.farcrygame.com/uk/home.php

Leikur frá Crytek Studios. Þessi leikur hækkaði standard í tölvuleikja grafík verulega þegar hann kom út 2004. Honum hefur verið haldið vel við með plástrum síðan.
Notast er við HardwareOC Far Cry v1.4.2 en það auðveldar mjög stillingar og keyrslu mismunandi prófa. http://www.hocbench.com/

Company of heroes http://www.companyofheroesgame.com/

Leikur sem Gamespot gefur hæstu mögulegu einkunn fyrir grafík eða 10 af 10. Notast er við innbyggt performance próf.

Niðurstöður

Mynd

Aukin klukkutíðni þýðir ekki endilega hækkað skor í þessu prófi, hámarks stigum er náð við c.a. 38500. Það er greinilegt að þarna hefur afl kerfis náð afli skjákorts og heldur ekki lengur aftur af því í þessu prófi.

Mynd

3,5% munur er á E6300 og E4300. En tæp 22% munur á E4300 og E6600.

Mynd

Svipaður munur og áður á E4300 og E6300 eða 3,7%. En um 33% munur er á E6600 og E4300. Þetta próf gefur líklega marktækasta mun á afli þessara örgjörva. 13% munur á E4300 og 3800X2.

Mynd

4,8% munur á E6300 og E4300. 45% munur á E6600 og E4300. Þarna koma fram kostir þess að hafa 4MB flýtiminni en munurinn á E4300@2,7GHz er einungis 2% þrátt fyrir 300MHz mun á klukkuhraða og hærri brautartíðni 300FSB vs 266FSB eða 1200MHz vs 1066MHz. 37% munur er á 3800X2 og 4300.

Mynd

3,4% munur á E6300 og E4300. 33% munur á E6600 og E4300.

Mynd

3,4% munur á E4300 og E6300. 33% munur á E6600 og E4300.

Game Tests

Öll leikjapróf voru framkvæmd í upplausninni 1280x1024.

Mynd

Þetta próf er klárlega háð afli skjákorts. Sama á við um Far Cry hér að neðan með stillt á HDR og AnaX16. Það vekur þó athyggli að báðir 2MB örgjörvarnir fá sama fjölda ramma sama hver klukkutíðni þeirra er. E6600 græðir hér á að hafa 4MB flýtiminni.

Mynd

Mynd

Í þessu prófi var skrúfað niður í grafík. Enginn antialising eða anisotrophic filtering og slökkt á HDR. Þetta var eina game prófið sem sýndi einhver mun á afli örgjörvanna. 2,3% munur er á E4300 og E6300. 17% munur á E6600 og E4300.

Orkunotkun

Mynd

Ef orkunotkun hefði ekki aukist við yfirklukkun þá hefði eitt af lögmálum eðlisfræðinar verið brotið. Þ.e. orka kæmi úr engu. Ath. Ekki er leiðrétt fyrir aflgjafa nýtingu en góður aflgjafi nýtir um 80% orkunar sem inn í hann fer. Þetta kerfi kallar á mesta mögulega afl við mjög ýktar aðstæður og yfirklukkun 234 vött. Það skýrir hvers vegna hægt var að nota einungis 3000 kr. Fortron 300W aflgjafa.

Mynd

Yfirklukkun

Yfirklukkun E4300 var auðveld og ánægjuleg reynsla. E4300 er kaldasti örgjörvi sem ég hef séð. Á stock settings eða 1.8 GHz sýndi bios á MSI Power Up Edition 21 gráðu sem var svipaður og herbergishiti. Notuð var Zalman 9700 örgjörva kæling.

Eins og áður sagði var þessu yfirklukkunar prófi skipt í tvo hluta annars vegar með MSI Power Up Edition 975X móðurborð og hinsvegar Gigabyte 965P DS3. 965 intel kubbasettið hefur almennt verið að koma betur út í yfirklukkunum en 975X. Þetta setup var hugsað sem erfiðara til viðureignar því notast var við fjóra minniskubba og ekki var slökkt á speedsteping. Engu að síður náðist E4300 í 2.7GHz eða 300FSBx9 á MSI 975X móðurborðinu. Þetta náðist með engum sérstökum erfiðleikum, einungis var hækkað FSB og settur minnisdeilir 1,33 á minnið ásamt því að spennan á örgjörvanum var hækkuð í 1,35v. Það var enginn leið að fá borðið til þess að virka í 301FSB eða hærra. Þetta móðurborð hefur þó áður komist upp í 370FSB. En 300x9 var fullkomlega stöðugt. Hækkun á spennu og klukkutíðni olli lítilli hita aukingu. Bios MSI borðsins var ekki nægjanlega hugsaður fyrir þennan örgjörva og ekki virkuðu minnis deilar nema 1,33 og 1,66 sem þýddi þá 2X300x1,33 = DDR800.

Yfirklukkun á Gigabyte 965P DS3 gekk mun betur. Örgjörvinn var stöðugur í 9x357=3,2GHz. Þessu var fjótt náð með því að færa einungis FSB upp í 10 MHz skrefum þangað til vélin póstaði ekki. 400x8=3,2GHz póstaði ekki. Gigabyte DS3 móðurborðið yfirvoltaði E4300 sjálfkrafa með hækkuðu FSB og var sett í 1,44v, það sá einnig um að breyta tíma á minni. Hærra var ekki hægt að fara á retail kælingu. Hiti fór aldrei yfir 60 gráður sama á hverju gekk. Vélin fraus aldrei við prófun. Annað hvort póstaði vélin og var stöðug eða þá póstaði ekki og þar með var því lokið. Þetta er 78% yfirklukkun á tíðni örgjörvans.

Mynd

Þetta þýddi aflaukningu skv. PCMark05 CPU score upp á tæp 79% eða í samræmi við hækkað klukkutíðni í prósentum.

Mynd

Samantekt

Allur vélbúnaður sem notaður var í þessu prófi, hvort sem það var AMD 3800X2 socket 939 á nForce4 móðurborði, eða E6600 á Intel 975X móðurborði, var nægjanlega öflugur til þess að halda í við 7950GT skjákortið í nýrri leikjum. Þetta var vegna þess að fjöldi ramma er í dag langmest háður afli skjákorts. Einungis var hægt að sýna fram á aflmun örgjörvana með tilfæringum og slökun á gæðum grafíkar. Hver kaupir 7950GT eða öflugra kort og stillir síðan allt í Low þegar kemur að grafík? Þessi staðreynd ætti að gera örgjörva eins og E4300 eða E6300 kjörna í kaup á leikjavélum fram yfir E6600 eða dýrari örgjörva. Hægt er að spara muninn á verði og eyða í öflugra skjákort, og fá þannig fleiri rammar og gæði í leikjum fyrir sama pening. Sem dæmi, spara sér E6600 og 7600GT og frá sér frekar E4300 og 8800GTS.

Það kemur engum á óvart að E4300 er slakastur nýju kynslóðar Intel örgjörva. Hann er líka sá ódýrasti. Þrátt fyrir að keyra á rúmlega 33% lægri brautartíðni (800vs1066) kemur hann út í þessum prófum sem einungis 3-4% lakari en E6300. Þrátt fyrir að enn sé lítill verðmunur á E4300 og E6300 á hann heima í nánast hvaða vél sem er ef maður gefur sér ákveðnar forsendur fyrir kaupum á honum. Ef þú vilt stökkva á tvíkjarna vagninn nú án þess að eyða nammipening næstu 100 laugardaga, eða láta börnin borða ekkert nema hafragraut næsta mánuð á meðan þú safnar fyrir VISA, þá er E4300 ágætis kostur. Þú færð viðunandi afl fyrir lítinn pening. E4300 yfirklukkast mjög auðveldlega.

E4300 náðist í 3,2GHz án mikillar fyrirhafnar á mjög ódýrum vélbúnaði m.a. 300W aflgjafa. Þótt viljandi væri reynt að gera erfitt fyrir þá varð niðurstaðan samt 2,7 GHz og þar jarðaði hann E6600. Í 3,2GHz var hann að öllum líkindum öflugri en Intel Extreme X6800 þó ekki hafi verið sýnt fram á það hér. Sá örgjörvi kostar rúm 90 þúsund. Einfaldlega: öflugri en nokkur annar dual core örgjörvi beint úr verksmiðju í dag. Hægt er að fá ógurlegt afl fyrir lítinn pening með yfirklukkun á þessum örgjörva

Öll móðurborð sem styðja E4300 styðja einnig Conroe örgjörva. Þetta þýðir að þau styðja öll 266x4=1066MHz brautartíðni. Þetta gerir mjög auðvelt að setja FSB á 266x9=2,4GHz sem er sama klukkutíðni og E6600 keyrir á. Við þetta verður E4300 í afli á milli E6400 og E6600, en E6600 er rúmlega helmingi dýrari. Þetta er hægt að gera án þess að eiga nokkuð við spennu.

Þó hér hafi töluvert verið talað um yfirklukkun er tilgangurinn ekki með því að hvetja menn til þess að gera hið sama. Það að yfirklukka getur skemmt vélbúnað, þó aldrei hafi höfundur persónulega lent í því. Hvort menn treysta sér í slíkt er undir þeim sjálfum komið. Þó svo þessi tiltekni E4300 hafi farið í 3,2GHz er það enginn trygging fyrir því að þinn fari það einnig.

Góð regla sem ég sá einhvern tíma um yfirklukkun er á þessa leið: "Ef þú hefur ekki efni á því að skipta út þeim vélbúnaði sem þú getur skemmt við að yfirklukka ættir þú að láta það ógert"

Með öðrum orðum ef þú ákveður að yfirklukka þá þýðir ekki að kenna mér um ef illa fer.

Kostir
ódýr, yfirklukkanlegur, tvíkjarna, kaldur

ókostur:
Enn of dýr miðað við E6300 og E6400


Umræða um þetta hér

http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=13848

Copyright Yank 2007