Dual-core örgjörvar öflugri en single-core í nýjustu leikjum

Allt utan efnis

Höfundur
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Dual-core örgjörvar öflugri en single-core í nýjustu leikjum

Pósturaf kristjanm » Fim 10. Nóv 2005 18:07

Ég var að enda við að lesa grein á xbitlabs þar sem þeir prófa 28 örgjörva frá AMD og Intel í nokkrum glænýjum leikjum. Þeir prófa leikina með 7800GT skjákorti og 2GB minni svo að þessir þættir ættu ekki að vera flöskuhálsar(nema í F.E.A.R. sem er takmarkaður af skjákortinu).

Það sem kemur í ljós er að dual-core örgjörvarnir eru þó nokkuð hraðvirkari en single-core örgjörvar í leikjunum Serious Sam 2 og Quake 4. AMD Athlon64 X2 4800+, sem keyrir á 2.4GHz/1MB L2 er hraðvirkari í þessum leikjum en AMD Athlon64 FX-57, sem keyrir á 2.8GHz/1MB L2.

Einnig segja þeir að þótt að 2GB í minni í stað fyrir 1GB bæti ekki mikið upp á fpsið, þá geri það finnanlegan mismun í nokkrum leikjum.

Við þurftum víst ekki að bíða lengi eftir að það færi að borga sig að vera með dual-core örgjörva :D

Grein: http://www.xbitlabs.com/articles/cpu/di ... games.html



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Fim 10. Nóv 2005 18:57

nVIDIA eru löngu búnnir að uppfæra sína rekla til að virka betur með dual core og það eru að koma reklar frá ATi líka... leikir sem nýta hyper threading eða dual core eiga eftir að hlaðast upp á næsta ári enda er Unreal Engine 3 hönnuð með það í huga og gífurlega margir framleiðendur sem kaupa leyfi að henni...