Næsti örgjörvinn minn

Umræða um það sem koma skal, bæði í vélbúnaði og hugbúnaði

Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 9
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Næsti örgjörvinn minn

Pósturaf wICE_man » Fös 10. Jún 2005 11:45

Ímyndið ykkur að árið sé 2006, þið eruð staddir í eftirlætis tölvuverslun ykkar og lítið yfir úrvalið þar. Ykkur til mikillar undrunar og ánægju er eins og einn örgjörvaframleiðandinn hafi lesið hugsanir ykkar og hafa lagað örgjörvahönnun sína einmitt að ykkar hugmyndum. Hvernig væri sá örgjörvi?

Fyrir mitt leiti myndi hann vera nokkurn veginn á þessa leið:

Tvíkjarna Sempron með 64-bita og SSE3 viðbætum, 2X256KB L2 skyndiminni og dual channel DDR2 stýringu (á nýja ) sem styddi DDR2-1000 minniskubba. Hann væri smíðaður á 65nm vinnsluaðferð, væri með u.þ.b. 150M transistora og væri kjarninn u.þ.b. 70mm^2. Líkleg klukkutíðni væri 2.000MHz en þar sem þeir væru byggðir á nýjustu tækni væri auðvelt að koma þeim upp í 2.8-3.0GHz. Verð frá framleiðanda væri líklega 125-150$ svo að þetta væru kostakaup í alla staði.

Það er alltaf ókeypis að láta sig dreyma :)

Tjáið ykkur nú kæru vaktarar hvernig væri næsti örgjörvi ykkar ef þið fengjuð að ráða, reynið samt að vera raunsæ í hugmyndum ykkar og miða við þá þróun sem á sér stað núna.Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 5991
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 73
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 10. Jún 2005 14:31

Ég ætla að fara í tölvubúðina 30 desember 2006.. þannig að ég fæ betra en þið.. múahhaha..


fjögurra kjarna A64 65nm @ 2.4GHz, með SSE4 (ætli það verði ekki komið ;) ) og 4x 1MB L2 cache, kominn með nýja minnisstýringu sem að ræður við 8 DDR2 1066 minniskubba og með 3GHz HTT.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 9
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Fös 10. Jún 2005 17:00

Og hvað heldurðu að þessi myndi kosta þá?

Og hvers vegna að hafa 3GHz HTT þegar að örrin er bara á 2.4GHz :roll:
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Fös 10. Jún 2005 20:18

Dual-Core Pentium M based CPU á 2.8-3GHz og 2x2MB L2 Cache.

Þetta verður arftaki Yonah kominn á desktoppið eftir að prescottlegi Presler fékk slæmar viðtökur.

Ath. að þetta er einungis byggt á ágiskunum :)Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 5991
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 73
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 10. Jún 2005 21:37

wICE_man skrifaði:Og hvað heldurðu að þessi myndi kosta þá?

Og hvers vegna að hafa 3GHz HTT þegar að örrin er bara á 2.4GHz :roll:


single core 1.8GHz A64 939 er með 2GHz HTT.

Með svona marga kjarna væru auðvitað mikil samskipti við minni og aðra hluti, svo að 3GHz væri meiraðsegja frekar "þröngt".

hann myndi kosta um 450-500$. Alsekki ódýr, en miðað við reiknigetu á mjög góðu verði.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 9
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Mán 13. Jún 2005 11:45

kristjanm skrifaði:Dual-Core Pentium M based CPU á 2.8-3GHz og 2x2MB L2 Cache.

Þetta verður arftaki Yonah kominn á desktoppið eftir að prescottlegi Presler fékk slæmar viðtökur.

Ath. að þetta er einungis byggt á ágiskunum :)


Úúúúúú tvíkjarna Pentium M, það væri magnaður örgjörvi :P , hvort að 2.8-3.0GHz sé gerlegt er annað mál, báðir kjarnarnir þurfa að þola þennan hraða 100% stöðugt. Núna eru menn að yfirklukka þetta í 2.4-2.6GHz og miðað við að 65nm muni ekki gefa meiri hraða aukningu en 90nm gerðu núna þá er þetta heldur langt seilst, samt er aldrei að vita ef Intel tekst að auka hraðan svona gífurlega þá eru AMD í djúpum...

En er ekki svona tvíkjarna Centrino skrímsli í bígerðinni hjá Intel? Heitir Sossaman ef ég man rétt, annars er ég orðin svo ruglaður í öllum þessum gervinöfnum hjá Intel, það eru svo miklar breytingar sem hafa átt sér stað og þeir eru með svo mörg járn í eldinum.

Hvað heldurðu svo að skrímslið kosti? m.v. að 1MB af cache sé ca. 50M transistorar þá eru þetta e.t.v 300M transistorar í allt, jafnvel á 65nm eru það ca. 150mm^2 sem er dálagleg stærð, 2.8-3.0 yrðu alltént bestu kjarnarnir og kæmu með hærri verðmiða líka.

Sýnist að þú þurfir að fara að byrja að safna :PSkjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 5991
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 73
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 13. Jún 2005 13:36

wICE_man skrifaði:Úúúúúú tvíkjarna Pentium M, það væri magnaður örgjörvi :P , hvort að 2.8-3.0GHz sé gerlegt er annað mál, báðir kjarnarnir þurfa að þola þennan hraða 100% stöðugt. Núna eru menn að yfirklukka þetta í 2.4-2.6GHz og miðað við að 65nm muni ekki gefa meiri hraða aukningu en 90nm gerðu núna þá er þetta heldur langt seilst, samt er aldrei að vita ef Intel tekst að auka hraðan svona gífurlega þá eru AMD í djúpum...

En er ekki svona tvíkjarna Centrino skrímsli í bígerðinni hjá Intel? Heitir Sossaman ef ég man rétt, annars er ég orðin svo ruglaður í öllum þessum gervinöfnum hjá Intel, það eru svo miklar breytingar sem hafa átt sér stað og þeir eru með svo mörg járn í eldinum.


"Yonah" heita þeir :) Mig minnir að þeir eigi að koma um áramót. ætli þeir verði ekki í um 1.8-2GHz tilað byrjameð.

*edit*

http://www.tomshardware.com/hardnews/20050602_143758.html

*edit2*

At this time, it is not clear why Yonah will be a 32-bit only chip.


*edit3*

ÉG var kanski helst til bjartsýnn á 4 kjarna örgjörfa í enda 2006.. en það munar ekki miklu.. Annars virðist sem að AMD sé sammála mér með að hækka HTT hraðann:

AMD details early quad-core plans


June 12, 2005 - 17:57 EST

In a detailed briefing for analysts in New York on Friday, executives at Advanced Micro Devices painted the company as making "irreversible progress" into new architectures, specifically multicore microprocessors and 64-bit processing.


Executives confirmed that the company plans to enhance its Opteron enterprise processor line to four cores in 2007, adding focused optimizations to manage power and improve throughput.


http://www.tomshardware.com/hardnews/20050612_175716.html


"Give what you can, take what you need."


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Pósturaf Yank » Mán 13. Jún 2005 16:05

Ég vil byltingu :wink:

Quadruple CPU:

CPU x 2 (dualcore)
chipsett x1
vga x 1

Öll core útskiptanleg minni hægt að uppfæra. Mögulega framkvæmanlegt ? Hef ekki hugmynd!!
Síðast breytt af Yank á Mán 13. Jún 2005 17:40, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 5991
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 73
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 13. Jún 2005 16:30

spurning hvenar kubbasetið verður í heild sinni í örjgörfanum ;)

það hefur verið talað um það að setja vinsluminni á örgjörfann þegar þeir verða orðnir stackable, en ég hef aldrei heryt minnst á kubbasett. það er eitthvað sem ég myndi vilja sjá.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3673
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 75
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mán 13. Jún 2005 16:33

Það verður gaman að kíkja á þennan póst eftir nokkur ár og sjá hvernig óskir ykkar hafa gengið eftir :)
Annars er ég ekki með neitt mikið uppáhalds í örgjörvum en ég væri þó alveg til í að fá Dualcore AMD operton 64bit og vera með fjóra þannig á móðurborð sem er nú þegar til ásamt 20GB af Corsair XMS minni.
mjeSkjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 5991
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 73
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 13. Jún 2005 16:48

iss.. bara 4 ? taka frekar alvöru Tyan borð og vera með 8 stikki ;) Ég ætla líka að spá því að örgjörfa framleiðendur fari nún aða einbeita sér meira að því að stytta pípurnar í örgjörfunum og bæta branch prediction, frekar en að hækka tíðnina.

Annars er þetta örgjörfi sem ég myndi vilja sjá um 2010-2012:

Mynd

8 kjarna skrímsli. Keyrir á 3.4-4GHz, með 8stiga pípu, 25nm, sér 4MB L2 Cache á hvern kjarna og 256KB L1 cache. Svo er Kubbasettið innbyggt í örgjörfann og staðsett alveg í miðjunni ásamt 8MB L3 cache. Þetta verður til þess að það er sama og ekkert delay á milli minnis örgjörfa og skjákorts og annarra PCIe korta.

Þessi örgjörfi verður á verðbilinu 300-600$ nýkominn út.


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 9
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Mán 13. Jún 2005 19:45

Það er uppi orðrómur um að AMD ætli að gefa út budget örgjörva með innbyggðum skjáhraðli og einfaldri suðurbrú, þ.a. örgjörvinn sé í rauninni bara heil tölva. Intel voru farnir að velta slíku fyrir sér en hættu að þróa þann gjörva og gerðu í staðinn Banias.
kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Mán 13. Jún 2005 22:11

Intel eru að fara að gefa út Yonah í byrjun næsta árs. Það verður dual-core Centrino örgjörvi með shared 2MB Cache.

Annars er alveg rétt hjá þér að það er langsótt að hann myndi ná í 2.8-3.0GHz á árinu 2006, en þetta eru bara svona draumórar :)
Tjobbi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 366
Skráði sig: Fös 07. Apr 2006 19:25
Reputation: 0
Staðsetning: Gbr
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Tjobbi » Fös 20. Okt 2006 00:59

ahh snilld að skoða svona gamla posta og sjá skoðanir manna :D


- asus a8n-sli - amd 3700@2.7ghz - watercooled - sparkle 7800gtx - g-skill 2x1gb ddr500 cl3 - 250gb - 22" acer -

Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 5991
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 73
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fös 20. Okt 2006 01:07

vá hvað við kristjanm skutum báðir nálægt með speccana á örgjörfunum og útgáfu tíma circa.
K8L á að koma snemma á næsta ári samkvæmt öllum áætlunum, og Conroe er circa á þeim hraða sem krisjanm giskaði á :)


"Give what you can, take what you need."


Höfundur
wICE_man
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fös 20. Feb 2004 00:25
Reputation: 9
Staðsetning: Í kísildalnum
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf wICE_man » Mið 25. Okt 2006 10:01

Og AMD komu með örgjörva með 2.0GHz 2x256KB L2 cache, kölluðu hann að vísu Athlon64 X2 3600+ og selja hann bara á vissum mörkuðum en verðið er nokkuð nærri lagi.


Tölvuverslunin Kísildalur, staðurinn þar sem nördin versla :)
...og btw þá er ég innvígður og innmúraður í Kísildal