Síða 1 af 1

Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Mið 25. Mar 2020 21:10
af JollyCole
Vildi bara deila með ykkur flottri síðu sem er að taka saman fróðleik og þýða á íslensku og staðfæra.
Tækniskrif sem fókusar á snjallheimili og því tengdu á mannamáli um það sem er hægt að fá í dag, eða er að koma á þessu ári.
Vantaði eitthvað gott til að hjálpa til við að velja þegar kemur að snjallheimili og fleira.
http://www.takkar.is
Endilega kíkið við....

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fim 26. Mar 2020 10:31
af JollyCole
Endilega að kíkja...

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fim 26. Mar 2020 10:42
af Pandemic
Úff þetta útlit.... Síðan er svo illa uppsett að ég sá mig knúinn í að slökkva á henni strax.
Annars flott framtak.

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fim 26. Mar 2020 10:48
af einarhr
Pandemic skrifaði:Úff þetta útlit.... Síðan er svo illa uppsett að ég sá mig knúinn í að slökkva á henni strax.
Annars flott framtak.


Sammála, þetta er flott framtak hjá þér en þú þarft að laga síðuna til.
Gangi þér vel

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fim 26. Mar 2020 11:42
af Hjaltiatla
Flott framtak, til að ná mér inn sem lesanda þá þarf Source-inn að vera mjög trúverðugur eða vitna í góðar heimildir.
Það eru t.d mjög margir á Youtube og hinum ýmsu Blogg síðum sem tala um hluti sem þeir hafa ekki djúpan skilning á og bulla stundum um efnið sem er verið að fjalla um (eins og maður gerði á sínum tíma á pŕófum þegar maður vissi ekki svarið) í stað þess að fjalla um efni sem það þekkir vel.
Gangi þér vel

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fim 26. Mar 2020 12:15
af yamms
einarhr skrifaði:
Pandemic skrifaði:Úff þetta útlit.... Síðan er svo illa uppsett að ég sá mig knúinn í að slökkva á henni strax.
Annars flott framtak.


Sammála, þetta er flott framtak hjá þér en þú þarft að laga síðuna til.
Gangi þér vel


Alveg rólegir á dramanu. Það hefði hjálpað meira að koma með tillögu hvað betur mætti fara eða jafnvel benda á síður með flottri uppstillingu.
Þetta er þó, eins og komið hefur fram, flott framtak. Haltu áfram!

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fim 26. Mar 2020 20:13
af netkaffi
Síðan er ekkert hræðileg í útliti en ég held ég sé ekkert að fara lesa þessa síðu þegar ég get lesið TheVerge.com, t.d. Ef þið gerðuð podcast mynduð þið kannski ná athygli.

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fim 26. Mar 2020 23:10
af hundur
Ég skoðaði síðuna og las nokkrar greinar og ég var mjög sáttur, finnst umfjöllunin skýr og góð. Haltu þessu endilega áfram, gott að sjá svona efni á íslensku.

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fös 27. Mar 2020 11:20
af JollyCole
Takk fyrir ábendingarnar....
Það eru mjög margir sem ég þekki sem eru ekki mjög tæknilega hugsandi og jafnvel skilja ekki ensku, þannig að The Verge og svipuð svæði eru út úr myndinni fyrir það fólk. En ég les þessi helstu og virtustu tækniblogg og netsvæði og nota efni frá þeim sem ég staðfæri á íslenskan markað og tala og fjalla bara um dót sem við getum keypt hér á landi eða er aðgengilegt og passar fyrir okkar markað. Varðandi að geta heimilda, þá er það virkilega góð ábending. En mikið af heimildunum eru frá mínu eigin fikti og því eru þetta fyrstu handar upplýsingar. Eg nota oft uppbyggingu greina sem eru skrifaðar á vefsvæðum á ensku og út um allt til að ná skipulagi á greinarskrifin, hvað kemur fyrst og hvað svo.
Varðandi útlitið, þá er aldrei hægt að gera öllum til hæfis með það. Hugsunin var sú að gera þetta eins aðgengilegt og flokka greinarnar eins vel og hægt er þannig að fólk finni það sem það langar til að lesa um. Þessi efnisflokkun breytist eftir því sem við ákveðum og sjáum hvað er vinsælast.
Þessi síða var ekki hugsuð fyrir einhverja algjöra tækni nörda eins og okkur, heldur þá sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref í þessu....
Takk fyrir þetta.

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fös 27. Mar 2020 13:18
af ABss
Flott framtak að búa til efni á íslensku!

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fös 27. Mar 2020 13:53
af Pandemic
Eins og ég sagði frábært framtak og alltaf flott að gera efni á íslensku.
Líka flott að vera meðvitaður á því að það er ekki hægt að gera öllum til geðst.
Smá tip:

* Fáðu þér einhvern einkennislit eins og appelsínugulur hérna á vaktinni. Getur notað Kuler í það
* Þetta theme sem þú ert að nota er svakalega cluttered. Væri þess virði að prófa nýtt theme með góðum einkennislitum
* Getur notað themeforest til að finna betri útlit t.d eins og eitthvað svona
* Svo geturu notað einhverja þjónustu eins og Fiverr til þess að fá ágætis logo.

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fös 27. Mar 2020 18:20
af gotit23
:pjuke

Re: Takkar.is umfjöllun um snjallheimili.

Sent: Fös 27. Mar 2020 21:07
af steinarorri
gotit23 skrifaði::pjuke ...

hvernig væri að vera frekar með uppbyggilega gagnrýni í stað leiðinda?

Annars hef ég enga þekkingu á vefsmíði og tjái mig því ekki um það - en frábært að fá efni á íslensku um snallheimili. Gerir vonandi fleirum kleyft að sökkva sér í snjallvæðingu. Flott !